Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 19
Borað eftir vatni Í LANDI Eiðhúsa fannst 100 gráðu heitt vatn, 7 sekúndulítrar af sjálf- rennandi vatni. Þegar farið var að bora í landi Eiðhúsa höfðu menn miklar væntingar og var ráðgert að leggja hitaveitu um Eyja- og Mikla- holtshrepp því samkvæmt fyrstu mælingum átti að vera nægjanlegt vatn til þess. Urðu það því mikil vonbirgði þegar vatnið var ekki nægjanlegt. Nú er beðið eftir nið- urstöðum úr rannsóknum á efna- innihaldi vatnsins og í kjölfar þess verður tekin ákvörðun um fram- hald. Menn í nágrenni holunnar binda miklar vonir við notkun þess þar sem nokkur atvinnurekstur er í nágrenninu. Reyndar er aðeins farið að nota heita vatnið við þurrkun og vinnslu á þorskhausum á Mið- hrauni. Við Kolviðarnes var borað í vor og fékkst þar nóg af 70 gráðu heitu vatni og er verið að vinna að hita- veitu fyrir 7 bæi í nágrenninu. Þá var borað eftir vatni við bæinn Borg og var ætlunin að fá kalt vatn því þar eins og svo víða annars stað- ar á landinu voru vandræði með kalt vatn í vetur. Á Borg var ætlunin að tryggja sig fyrir því að lenda ekki í sömu vandræðunum aftur og var því boruð ein hola. Þar fékkst nægi- legt vatn en það er dálítið volgara en drykkjarvatn er yfirleitt en gott fyrir skepnur. Sýnir þettar að víða er hiti í jörðu ef leitað er að honum. Þessa dagana er verið að bora eftir vatni á Snorrastöðum í Kol- beinsstaðahreppi en þar er rekin umsvifamikil ferðaþjónusta. Heitt vatn myndi styrkja ferðaþjónustuna og auka. Þar er því beðið með mik- illi eftirvæntingu. Morgunblaðið/Daníel Hansen Borað eftir vatni á Borg. Eyja- og Miklaholtshreppur LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 19 SKILTI til minningar um Björn H. Guðmunds- son trésmíðameistara, var afhjúpað á Bjössa- róló nýlega. Bjössaróló er leikvöllur í Borgar- nesi og mörgum lands- mönnum kunnur fyrir sérstakt útlit og hönn- un. Björn hóf smíði leik- vallarins árið 1979 og hélt honum við, ásamt því að vinna að end- urbótum. Björn var barnelskur og börn hændust að honum. Hann lagði áherslu á að hafa leiktækin í nátt- úrulegum litum og vildi að börnin gengju vel um og umgengjust náttúruna af virð- ingu og gætni. Meðal annars beindi hann þeim tilmælum til barna að þau tíndu ekki blómin heldur leyfðu þeim að vaxa. Á nokkrum stöðum setti hann upp málshætti til þess að börnin lærðu þá. Knattspyrnudeild Skallagríms hefur í fjáröflunar- skyni til eins árs tekið að sér um- hirðu og viðhald á Bjössaróló og er völlurinn nú þegar orðinn snyrti- legur og tilbúinn fyrir börnin. Skilti afhjúpað um Bjössaróló Á myndinni má sjá Guðrúnu Jónsdóttur, for- seta bæjarstjórnar, afhjúpa skiltið, en á því má sjá mynd af Birni H. Guðmundssyni og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, þar sem hún prófar rólu á Bjössaróló. Borgarnes Á ÞESSU ári eru 10 ár síðan Byggðasafn Snæfellinga var formlega opnað í Norska húsinu í Stykkishólmi. Af því tilefni hefur verið opnuð sýningin „Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld“ á miðhæð Norska hússins. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið í mörg ár. Mikill áhugi hefur verið að setja upp sýningu sem sýnir heimili heldra fólks frá þeim tíma er Norska húsið var kaupmannsheimili. Nú er sú sýning orðin að veruleika. Hönnuður sýningarinnar og aðaldrifkraftur hefur verið Steinþór Sigurðsson og hafa hann og Sigrún Ásta Jóns- dóttir, fyrrum forstöðumanns Norska hússins, haft veg og vanda af sýningunni. Miðhæð Norska hússins á að sýna heimili Árna Thorlacius sem byggði Norska húsið 1832. Marga munanna sem eru á sýningunni hefur Þjóð- minjasafnið lánað og svo hefur verið mikið keypt af göml- um munum sem nú prýða heimilið. Þjóðminjavörður lán- aði glæsilega stofuklukku, sem Árni Thorlacius átti og hafði í stofu sinni. Klukkan er yfir 160 ára gömul. Fyrstu 100 árin var hún í Stykkishólmi, en hefur síðustu 60 ár staðið fyrir framan skrifstofu Þjóðminjavarðar. Mjög vel hefur tekist til með sýninguna. Hún sýnir allt aðra mynd af heimilisháttum á Íslandi á 19. öld en önnur byggðasöfn gera. Þarna hafa húsbændur haft næga pen- inga á milli handanna og verið algjör andstæða fátæku sveitaheimilanna. Almenningur sem kom í Norska húsið til að heimsækja kaupmanninn Árna Thorlacius hefur örugglega fundist hann vera kominn inn í aðra veröld. Stórt íbúðarhús úr timbri og glæsileg húsgögn, svona dýrð hafði almenningur ekki séð fyrri. Árni Thorlacius bjó í Norska húsinu í tæp 60 ár. Hann beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum og öflugur í sjálfstæðisbarátt- unni. Hann er þó þekktastur fyrir veðurathuganir sínar sem hann stundaði í um hálfa öld. Mikill metnaður og fagmennska hefur verið lögð í sýn- inguna og hafa margir aðilir lagt fram vinnu. Sýningin var formlega opnuð 15. júní og það gerði Margrét Hermannsdóttir, þjóðminjavörður. Sýningar- skrá liggur frammi þar sem gerð er góð grein fyrir Norska húsinu og þeirri starfsemi sem þar hefur farið fram á þeim 170 árum frá því að húsið var byggt. Norska húsið er opið daglega milli kl. 11 og 17. Sýning í Norska húsinu í Stykkishólmi Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður Norska húss- ins, Gunnar Kristjánsson, formaður safnanefndar, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður fyrir framan stofuklukku Árna Thorlacius, en Þjóðminja- safnið lánaði klukkuna á sýninguna. 25 FYRIRTÆKI á Selfossi bjóða íbúum Árborgar og öðrum til morgunverðar í tjaldi á plan- inu við Hótel Selfoss á Jónsmess- unni, laugardagsmorguninn 23. júní á milli kl. 09:00 og11:00. Um er að ræða lið í verkefninu „Sum- ar á Selfossi“. Þau fyrirtæki sem leggja til matvæli í morgunverð- inn eru; KÁ-verslanir, Hornið, Mjólkurbú Flóamanna, Krás, Guðnabakarí og Kökugerðin en önnur fyrirtæki styrkja verkefn- ið á annan hátt. Meðan á morgunverðinum stendur mun Sverrir Andrés- son, fyrrverandi bílasali á Sel- fossi, sýna eftirlíkingu af fyrsta bílnum sem kom til landsins 1904 og ljúf harmonikutónlist verður í tjaldinu. Eftir hádegi verður Bylgjulestin á ferðinni á Selfossi með fjölbreyttum skemmtiatriðum og síðan verð- ur mikið fjör á Eyrarbakka sem hefst kl. 14:00 með handverks- markaði á Stað. Kl. 20:00 hefst síðan gönguferð um Eyrar- bakka en lagt verður af stað frá Húsinu. Þá verður Byggðasafn- ið í Húsinu og Sjóminjasafnið opið þetta kvöld. Hápunktur kvöldsins hefst kl. 22:00 með Jónsmessubrennu, söng, dansi og leikjum í fjörunni vestan við þorpið á Eyrarbakka. „Íbúar í Árborg eru hvattir til að taka þátt í þessum uppákomum og taka virkan þátt í því sem verður í boði og sjá þannig til þess að öll fjölskyldan eigi ánægjulegan dag,“ segir m.a. í fréttatilkynningu um málið. Boðið til morgun- verðar á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. GRUNNSKÓLABÖRN á Rauf- arhöfn gerðu sér glaðan dag á nyrsta tanga Íslands, Hraun- hafnartanga, á dögunum. Farið var í ratleik um tangann og endaði hann við dys Þorgeirs Hávarssonar en sagan segir að mikill bardagi hafi verið háður í Hraunhöfn við Þorgeir og menn hans og að Þorgeir hafi orðið 14 manna bani áður en að hann féll sjálfur. Talið er að hausinn af Þorgeiri sé grafinn í Eyjafirði. Einnig var farið í sjó- ferð yfir norðurheimskauts- baug á harðbotna báti sem björgunarskipið Gunnbjörg á og er staðsettur á Raufarhöfn, og fengu börnin staðfest skjal sem staðfestingu um að hafa farið yfir hann. Öllum var boðið á hestbak og endaði svo dag- urinn með grillveislu sem for- eldrafélagið Velvakandi á Raufarhöfn sá um. Morgunblaðið/Júlíus Helgason Grillað við norðurheim- skautsbaug Morgunblaðið/Júlíus Helgason Raufarhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.