Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kennararnir þeir kenna mart kannski er það líka ágætt. Sumir eru bara þó nokkuð smart en samt er hitt ekki fágætt. Þegar ég var menntaskóla- kennari, var þessari vísu smeygt inn á kennarastofuna. Höfundur reyndist vera 13 ára gamall strákur í fyrsta bekk, nú vel lærður og settur. Mér kom þessi vísa í hug, eft- ir að hafa hlustað vandlega á fréttir Ríkisútvarpsins dagana 25.–28. maí. Margir þulir og fréttamenn eru vel máli farnir, „en samt er hitt ekki fágætt“. Heggur þar sá sem hlífa skyldi. 1) Sögnin að „kíkja“ er sífellt notuð, mjög sjaldan líta á, gægjast, hyggja að. 2) Vanur þáttagerðarmaður notaði gelda þolmynd, eins og ekkert væri: „Þeim var gert (!) grein fyrir því.“ Grein er kven- kyns. Rétt mál er: Þeim var gerð grein o.s.frv. 3) Sami maður: „Fjóran (!) og hálfan vinning“, í staðinn fyrir fjóra og hálfan. 4) Annar fastráðinn frétta- maður: „til nýtingu (!) vatns- ins“. Hvernig komast menn í stöðu fréttamanns hjá Ríkisút- varpinu, þeir sem ekki kunna að beygja algeng og auðveld orð eins og nýting, sem er í eignarfalli nýtingar? 5) Svo er það öll þessi óskap- lega „meðvitund“. Menn voru meðvitaðir hver um annan þveran. Gyðingar voru meðvit- aðir um einhvern skrattann sem þeir voru að gera. Megum við ekki fá vísvitandi, að minnsta kosti í tilbreytingar- skyni um helgar? 6) „taka yfir rannsókn máls- ins“ á að vera taka við rann- sókn málsins; hitt er enska. Sjá hins vegar bak Morgunblaðsins 29. apríl. 7) „innkoma“ í staðinn fyrir tekjur. Hitt er hrá enska. Ég vona að gjöld verði ekki ?út- koma. Umsjónarmaður hefur svo oft vitnað í lögin um skyldu út- varpsins gagnvart íslensku máli, að hann sleppir því núna.  Halldór G. Jónsson á Selfossi skrifar mér svo: „Heill og sæll, Gísli. Það hefur stundum hvarflað að mér að senda þér línu og votta þér þakkir mínar fyrir þína frábæru pistla, en lítið orðið úr verki. Í gær 15. þ.m. hlustaði ég, sem oftar, á mál- farsþátt í Spegli ríkisútvarps- ins, þar sem rætt var um beyg- ingu tiltekinna nafnorða. Þar er víða að verða pottur brotinn. Af mörgu er að taka, en einna verst sætti ég mig við hvernig farið er með nafnorðið þing, og þar með talið sjálft Alþing. Þing tel ég að beygist þannig: Þing um þing frá þingi til þings. Í ræðu og riti heyrir maður og sér, að Alþing er alltaf nú orðið nefnt og skrifað í þágufalli, Al- þingi. Jafnvel þingmenn, sem kosnir eru á Alþing, gera sig seka um þessi afglöp. Mér finnst að þrátt fyrir allt, eigi virðing þjóðarinnar fyrir Al- þingi að vera slík, að heiti þess birtist alþjóð rétt með farið í ræðu og riti. Mig langar til að heyra álit þitt á þessu.“ Umsjónarmaður hefur at- hugað þetta nokkuð vandlega. Niðurstaða hans er sú að báðar myndirnar þing og -þingi séu ævagamlar. Vera má að beyg- ing orðmyndanna hafi stundum brenglast. Ari fróði segir í Ís- lendingabók: „Alþingi vas sett at ráði Ulfljóts ok allra lands- manna þar es nú es, en áðr vas þing at Kjalarnesi.“ Hann not- ar sem sagt nefnifallsmyndirn- ar þing og -þingi til skiptis. Um alþingi heitir grein í 7. árgangi Fjölnis, en Jónas Hallgrímsson orti hið fræga kvæði Alþing hið nýja. Við skulum því fara með beygingu þessara orða af allri gát. Hún er kannski ekki eins einföld og við höldum. Þess skal svo geta að ég skrifa alþingi með litlum upphafsstaf og styðst þar við gamla hefð, fer t.d. í slóð Fjölnismanna.  Salómon sunnan sendir: Biksvarta Bakka-sprundið hafði rammvilltan rakka fundið; um hann ákvað hún keppni með hundaheppni og svo hófst upp stakkasundið.  Ég er stundum spurður hvort réttara sé leikfimihús eða leikfimishús, athyglivert eða athyglisvert. Þessar orð- myndir eiga ekki óskilið mál, því að athygli hefur frá því í fornöld ýmist verið hvorugkyns eða kvenkyns, ekki síður hvor- ugkyns á árum áður. Hvernig sem á er litið er það smekks- atriði hvort menn segja athygl- isvert, eins og umsjónarmaður hefur vanist, eða athyglivert. Í hinu dæminu vandast málið svolítið meira, því að leikfimi er víst alltaf kvenkyns. Þá verður að rifja upp að samsetningar í íslensku eru með þrennu móti. Við getum samsett af stofni (fast samsett), eignarfalli (laust samsett) eða með bandstaf eða tengistaf. Hið síðastnefnda er sjaldgæfast, svo að miklu mun- ar. Helstu bandstafir eru i (eins og í eldiviður) u (eins og í ráðu- nautur) og s (eins og í leikfim- ishús) ef við viljum svo hafa. En við megum auðvitað ekkert síð- ur búa til samsetninguna leik- fimihús, og verður í þessu dæmi ekki greint á milli, hvort það er stofnasamsetning eða eignarfallssamsetning. Þetta er því aftur smekksatriði. Mjög er á reiki hvort menn hafa bandstafinn s eða ekki til þess að búa til samsetningar af kvenkynsorðum sem enda á i og eru eins í öllum föllum. Ráð- andi er að segja landhelgis- gæsla, enda mundi þykja stutt á milli g-anna í *landhelgi- gæsla. Þá munu flestir segja skynsemistrú fremur en *skynsemitrú. Óhætt er að segja að fyrr á þessari öld hafi menn fremur aðhyllst samsetn- ingar með s-i en nú er orðið. Í Blöndalsorðabók má finna margar slíkar samsetningar, svo sem guðfræðisdeild, stærð- fræðisuppdráttur og verk- fræðisnám. En þar eru líka samsetningar eins og stærð- fræðilegur og verkfræðilegur. Fór þetta kannski eftir því hvaða orðflokkur síðari hlutinn var? Skýrasta dæmi um breyttan smekk er þó það, að í Árbókum Háskóla Íslands frá upphafi eru höfð deildaheitin guð- fræðisdeild, heimspekisdeild o.s.frv, allar götur til námsárs- ins 1954–1955. Þá er breytt um og s-ið fellt úr öllum slíkum samsetningum. Við skulum í þessu efni reyna að treysta á eigin smekk. Ef menn ætla sér að breyta athyglisverður > at- hygliverður og leikfimishús > leikfimihús, þá þykir mér það bera keim af ofvöndun (hyper- correction). Auk þess má geta þess að „Billa“-mál, sem nýlega er lokið hér að sinni, hófust í þessum pistlum 10. janúar 1998. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1115. þáttur ✝ Guðrún Eiríks-dóttir ljósmóðir, fæddist að Miðbýli á Skeiðum 23. júni 1903. Hún lést á Ljósheimum á Sel- fossi 11. júní síðast- liðinn á 98. aldurs- ári. Foreldrar Guð- rúnar voru Ingveld- ur Jónsdóttir, f. 28. júní 1875 í Útverk- um á Skeiðum, d. 29. nóv. 1910, og Ei- ríkur Guðmundsson, f. 15. nóv. 1861 á Reykjum á Skeiðum, d. 9. febr. 1957. Systkini hennar eru: Jónína, ljósmóðir í Hveragerði, f. 12. mars 1902, d. 9. jan. 1951, Guð- mundur, gullsmiður í Reykjavík, f. 16. okt. 1904, d. 20. febr. 1977, Bjarnþóra, húsmóðir í Dalbæ, f. 6. júní 1906, d. 28. sept. 1990, Ásmundur, bóndi í Ferjunesi, f. 20. maí 1908, Guðríður, húsmóð- ir í Keflavík, f. 30. des. 1909, d. 25.10.1998, og Ingvar, f. 21. nóv. 1910, d. 28. des. sama ár. Árið 1934 giftist Guðrún Ólafi Oddgeiri Kristinssyni, f. 30. júlí 1904 í Nýjabæ á Eyrarbakka, d. 13. nóv. 1983. Börn Guðrúnar eru: 1. Helga Jóhannesdóttir, f. 25. júní 1926, húsmóðir á Sel- fossi, hennar maður er Valdimar Þórðarson. Dætur Helgu fyrir hjónaband eru Oddný og stúlka er dó í frumbernsku. Börn Helgu og Valdimars eru Jónína, Björgvin Þór, Guðrún, Magnea Kristín og Björk. Barnabörnin eru 12 og barnabarnabörnin 2. 2. Hjördís Ólafsdóttir, f. 7. mars 1934, starfsmaður Landsímans á Selfossi. Dóttir hennar er Guðrún Edda Haraldsdóttir og barnabörnin eru 3. 3. Drengur Ólafs- son, f. andvana 29. febr. 1936. 4. Jón Ólafsson, f. 3. apríl 1940, starfsmaður Rarik, fyrrverandi eiginkona hans er Kristín Vilhjálms- dóttir. Þeirra börn eru Ólafur, Sigríð- ur og Vigdís, barnabörnin eru 3. 5. Ólafur Viðar Ólafsson, f. 21. sept. 1945, gull- smiður, kona hans er Stefanía Bjarnadóttir. Þeirra börn eru Guðjón Ingi og Ólafur Oddgeir. Viðar átti áður soninn Bjarna og Stefanía dótturina Sigrúnu Guð- nýju, barnabörnin eru 3. Afkom- endur Guðrúnar eru alls 42. Guðrún fluttist með foreldrum sínum árs gömul að Efri-Gróf í Villingaholtshreppi. Er hún var 13 ára gömul, fluttust þau að Ferjunesi í sömu sveit. Árið 1935 hefja Guðrún og Ólafur búskap að Efra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi. Að Sel- fossi fluttust þau árið 1949 og bjuggu fyrst á Kirkjuvegi 15 en byggðu síðan hús að Fossheiði 1, þar sem þau áttu heimili síðan. Guðrún lauk ljósmæðranámi 1930 og starfaði sem einkar far- sæl ljósmóðir í Villingaholts- Gaulverjabæjar- og Sandvíkur- hreppum og síðar á Selfossi til ársins 1973, er hún lét af störf- um vegna aldurs. Útför Guðrúnar fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 23. júní kl. 13.30. Er ég lít til baka og hugsa um kynni mín af þeirri mætu konu Guð- rúnu Eiríksdóttur finnst mér skína ljós á þær minningar allar. Ljós, birta og farsæld fylgdu henni ætíð í starfinu, en hún var ljósmóðir, svo sem og systir hennar Jónína, fóst- urmóðir mín. Það voru sterk bönd milli systkin- anna frá Ferjunesi og oft var farið um helgar í mínum uppvexti austur í Flóa, að Efra-Velli, Dalbæ og Ferju- nesi, þar sem Ásmundur, sem nú er einn á lífi systkinanna, hafði tekið við búi af Eiríki föður sínum. Seinna fluttu þau Guðrún og Ólafur maður hennar á Selfoss, þar sem hún starfaði áfram sem ljósmóðir, en hann vann hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Áfram var það svo, að leiðin var greið að heilsa upp á Gunnu og Óla og alltaf voru móttökurnar jafn einstak- lega hlýjar og elskulegar. það var veitt af rausn og ánægðust var Gunna að leysa mig út með gjöfum að höfð- ingja sið. Gunna var afskaplega trygg öllu sínu fólki og fyrir mér var hún eins og ættmóðir eftir að fóstra mín féll frá. Það er fátt meira gefandi en góð fjöl- skyldubönd á langri ævi. Að leiðarlokum viljum við Valur og börn okkar fjögur þakka Guðrúnu Ei- ríksdóttur góða samfylgd og senda börnum hennar, Helgu, Jóni, Viðari og Hjördísi og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Erla Jóhanna Þórðardóttir. Um sólarupprás ævi þinnar árla kallar drottinn þinn. Í árdögg skærri skírnarinnar hann skírir þig sem verkmann sinn og vígir þig til víngarðsmanns, að vinna fyrir ríkið hans. Um þriðju stundu þig hann kveður er þinnar æsku sólin skín. Þá fegurð lífs og glys þig gleður ei gleym, að Drottinn sér til þín. Í víngarð þinn hann vísar þér að vinna meðan dagur er. Og þegar síðast kvöldið kemur hann kallar sérhvern verkmann heim. Hann geldur engum öðrum fremur en öllum saman gefur þeim. Ó, met sem gjöf, en gjald ei, það, sem Guðs son hefur verðskuldað. (V. Briem.) Þegar ég nú við leiðarlok kveð þessa kæru samferðakonu með nokkrum fátæklegum orðum kom mér í hug vitmaðurinn og sálma- skáldið séra Valdimar Briem. Ég greip því sálmabókina ,,gömlu“ og opnaðist hún á þessum sálmi hans, sem er nr. 120, en í honum finnst mér höfundurinn fljúga í andagift yfir svið mannlegrar tilveru í vorum heimi. Góðar minningar um fólk sem maður kynntist á uppvaxtar- og unglingsár- um fylgja manni æfina út eins og sól- argeislar í fylgsnum hugans. Ég var á nítjánda ári haustið 1955 þegar ég kynntist Guðrúnu og Óla, manni hennar, en þau bjuggu á Kirkjuvegi 15. Ég var nýfluttur á 18 í sömu götu til Guðrúnar Auðunsdóttur og sona. Þá var sannarlega sólarupprás á heimilinu á Kirkjuvegi 15, húsráðend- ur í blóma lífsins og börnin að vaxa úr grasi. Elst var Hjördís þá á 21. ald- ursári, þá Nonni 15 ára og Viðar yngstur á 10. árinu. Helga, sem er elst barna Guðrúnar, var þá farin að búa á Eyrarvegi 12 með manni sínum, Valdimar Þórðarsyni smið frá Ás- mundarstöðum. Oft var hist og spjall- að og alltaf var nægur tími til að setj- ast niður yfir kaffibolla. Guðrún ljósa, eins hún var oftast kölluð, var lærð ljósmóðir. Strax á unga aldri hafði hugur hennar staðið til þess hlut- verks í lífinu að létta undir með lækn- um og hjálpa barnshafandi konum, en á þeim árum var ljósmóðirin einmitt sá einstaklingur úr heilbrigðisstétt á Íslandi sem oftast var leitað til. Guð- rún mun hafa verið einstaklega lán- söm í sínum störfum og naut óskoraðs trausts allra og til hennar leituðu varðandi hvað eina sem upp á kom á heimilum ungar, ófrískar konur sem þurftu margháttaða umönnun og ráð- leggingar varðandi veikindi barna og hin ýmsu mein og meiðsli; allt kom þetta á hennar borð. Við Nína nutum þess að eiga Guðrúnu fyrir hjálpar- hellu strax í byrjun okkar búskapar og alla tíð síðan. Hún tók á móti okkar GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR INNLENT UMRÆÐAN Í DAG, laugardag, verða tónleikar í Árbæjarsafni. Að þessu sinni er það skólahljómsveit frá Þrándheimi í Noregi sem spilar fyrir gesti. Ef veð- ur leyfir mun hljómsveitin spila úti. Hefjast tónleikarnir kl. 14. Einnig verður dagskrá fyrir börn við Kornhúsið, þar sem farið verður í leiki og föndrað. Teymt verður undir börnum við Árbæ kl. 14 - 16 en reið- skólinn Þyrill lánar barnvæna hesta. Á safnsvæðinu eru einnig tvö folöld, Ljósbrá og Dimmalimm, kýrin Skjalda og kálfurinn Prinsinn minn. Mjaltir eru alla daga um kl. 17. Sunnudaginn 24. júní verður opn- uð ný sýning á útsaumi og hannyrð- um í húsinu Suðurgötu 7 í Árbæj- arsafni og hefur sýningin hlotið heitið Til fegurðarauka. Á sunnudag- inn bryddar safnið einnig upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á leik- sýningu fyrir gesti. Er það Mögu- leikhúsið sem ríður á vaðið og sýnir Völuspá. Hefst sýningin kl. 15 og verður hún í húsinu Lækjargötu 4. Textinn er saminn af Þórarni Eld- járn. Leikstjóri sýningarinnar er danski leikarinn Peter Holst, sem rekur eigið leikhús í Danmörku, Det lille turnéteater. Guðni Franzson samdi og stýrði tónlistinni í verkinu. Pétur Eggerz leikur öll hlutverkin í Völuspá og Stefán Örn Arnarson sellóleikari galdrar fram úr sínu hljóðfæri áhrifshljóð og hverri per- sónu verksins sérstakt stef úr selló- inu, segir í fréttatilkynningu. Viðamikil dagskrá í Árbæjarsafni CLINIQUE-snyrtivörur og Lyf og heilsa í Mjódd drógu nýlega út nafn heppins vinningshafa í tilefni kynn- ingar á nýrri hárlínu frá Clinique í Lyf. Vinningshafinn heitir Ragn- heiður Hjaltadóttir og fékk hún nýjustu hárvörurnar frá Clinique: sjampó, hárnæringu og mótunar- vörur í verðlaun. Sif Sigfúsdóttir sölu- og mark- aðsstjóri, t.h., afhendir Ragn- heiði Hjaltadóttur vinninginn. Vann snyrtivörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.