Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SALA LANDSBANKANS Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-skiptaráðherra, skýrði frá því sl. þriðju-dag, að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um að selja þriðjungshlut eða meira í Lands- banka Íslands hf. Í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, sem dreift var sama dag til fjölmiðla, er áformum ríkisstjórnarinnar lýst með svofelldum orðum: „Viðskiptaráðherra hefur ákveðið, að hafinn verði undirbúningur á sölu á umtalsverðum hlut af eignarhlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. til kjölfestufjárfestis. Með umtalsverðum hlut er átt við ráðandi hlut eða að minnsta kosti þriðjung hlutafjár í félaginu. Ráðgert er að salan fari fram fyrir árslok 2001. Skilyrði samkvæmt ákvörðun ráðherra er að sala á slíkum hlut leiði til auk- innar samkeppni á íslenzkum fjármagnsmarkaði og auki samkeppnishæfni hans. Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu hefur verið falið að ann- ast framkvæmd sölunnar.“ Í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag sagði Valgerður Sverrisdóttir m.a.: „Miðað við skilyrðin, sem sett eru, sem eru þau að salan auki samkeppnishæfni félagsins og einnig samkeppn- ishæfni íslenzks fjármagnsmarkaðar, erum við að tala um erlendan kaupanda.“ Ráðherrann nefndi þrenns konar rök fyrir því, að rétt væri að selja svo stóran hlut í bankanum til erlends aðila: í fyrsta lagi aukningu á erlendri fjárfestingu í landinu, í öðru lagi að það yki á al- þjóðavæðingu atvinnulífsins og í þriðja lagi að það mundi bæta lánshæfismat bankans. Allt eru þetta góð og gild rök í sjálfu sér. Ummæli Valgerðar Sverrisdóttur verða ekki skilin á annan veg en þann að ríkisstjórnin hygg- ist selja erlendum aðila u.þ.b. 33% hlutafjár í Landsbankanum. Sumarið 1998 og seinni hluta sumars og um haustið 1999 fóru fram víðtækar umræður um bankamál. Þær spruttu annars veg- ar af áhuga sænsks banka á því að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hins vegar vegna kaupa hins svonefnda Orca-hóps á hlutabréfum í FBA af Kaupþingi og sparisjóðunum. Í þeim umræðum lýsti Morgunblaðið þeirri ákveðnu skoðun, að við einkavæðingu fjármálakerfisins ætti að stefna að mjög dreifðri eignaraðild. Bakgrunnur þessarar afstöðu blaðsins var mjög skýr. Í rúman áratug hafði sú þróun orðið að fiskkvótum hafði verið út- hlutað endurgjaldslaust til tiltölulega fámenns hóps útgerðarmanna, sem síðan keyptu og seldu sín í milli með þeim árangri að kvótinn færðist á æ færri hendur. Eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, fékk ekkert í sinn hlut. Að óbreyttu var ljóst að með því kerfi hafði mikill hluti þjóðareign- arinnar verið færður á fárra manna hendur. Jafnframt hafði þróunin í viðskiptalífinu orðið sú, að stórar viðskiptasamsteypur höfðu komizt til mikilla áhrifa í flestum greinum viðskiptalífs- ins. Það var fyrirsjáanlegt að ef ekkert yrði að gert mundi hið sama gerast í fjármálakerfinu eins og síðar kom í ljós með þeim breytingum, sem orðið hafa á Íslandsbanka-FBA í kjölfar sameiningar bankanna tveggja. Morgunblaðið sýndi fram á með upplýsingum, sem ekki var hægt að hrekja, að í öðrum löndum eru margvíslegar hömlur á eignarhaldi á fjár- málafyrirtækjum og þess vegna ekki hægt að halda því fram, að slíkar takmarkanir væru óframkvæmanlegar. Í lögum þeim, sem Alþingi samþykkti í vor um einkavæðingu bankanna, voru að vísu vísbend- ingar um að ríkisstjórn og meirihluti Alþingis vildu stefna að sem dreifðastri eignaraðild að bönkum. Hins vegar voru þau lagaákvæði svo op- in að augljóst var að með þeim var dreifð eignar- aðild ekki tryggð. Það er auðvitað ljóst, að með því að tilkynna að einum aðila verði seldur um þriðjungs hlutur í Landsbankanum er sú hugsun, sem liggur að baki dreifðri eignaraðild, lögð til hliðar. Það er ekki hægt að segja í öðru orðinu, að ríkisstjórnin vilji selja einum aðila þriðjungs hlut en í hinu, að ríkisstjórnin vilji tryggja dreifða eignaraðild. Það er hæpið að hægt sé að setja hámark á eign- arhlut sumra hluthafa en ekki allra. Það er mjög miður og leiðir ekki til farsællar niðurstöðu, að hverfa frá þeim hugmyndum, sem uppi hafa verið um dreifða eignaraðild að fjár- málafyrirtækjum. Það leiðir til þess að með ein- um eða öðrum hætti mun sú samþjöppun eign- arhalds og valds, sem orðið hefur í flestum greinum atvinnulífsins, einnig ná til fjármálalífs- ins. Í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, m.a.: „Ég tel hins vegar brýnt að gerður sé greinarmunur á óbeinni fjárfestingu, innlendri eða erlendri, sem samkvæmt lögum er skilgreind sem öll fjárfesting, sem er minni en 10% í bankanum og hins vegar þegar virkur eignarhlutur er keyptur en það er samkvæmt lögum eignarhlutur, sem er meiri en 10% en ekki ráðandi, þ.e. 50% eða meira. Með kjölfestufjár- festi í almennri umræðu er átt við aðila, sem á umtalsverðan virkan eignarhlut í banka en ekki ráðandi hlut. Þannig samrýmist slík aðild mark- miðinu um dreifða eignaraðild.“ Af þessum orðum bankastjóra Landsbankans, í ljósi laganna frá í vor, má draga þá ályktun að hann hafi svipaðan fyrirvara og Morgunblaðið á því, að ríkisstjórnin hyggist selja einum aðila svo stóran hlut í bankanum, sem raun ber vitni. Og ekki fer á milli mála, að skilningur viðskiptaráð- herra og bankastjórans á því hvað felist í orðinu kjölfestufjárfestir er mjög ólíkur. Það er engin spurning um, að það er rétt ákvörðun hjá ríkisstjórninni að halda áfram að selja hlut ríkisins í þeim bönkum, sem ríkið á enn hlut í. Og það er auðvitað sjálfsagt að bjóða bréf ríkisins til sölu bæði hér heima og í öðrum löndum. Hins vegar virðist Valgerður Sverris- dóttir útiloka sölu til annarra en útlendinga. Hvers vegna? Hvað veldur því, að með þessari yfirlýsingu er raunverulega verið að útiloka inn- lenda aðila frá því að bjóða í bréf ríkisins? Ráð- herrann þarf að útskýra mál sitt betur að þessu leyti. Það er óskynsamlegt að halda á sölunni með þessum hætti þegar af þeirri ástæðu að það getur leitt til minni samkeppni um bréfin og þar af leiðandi til lægra verðs á þeim hlut, sem selja á. Vissulega eru sterk rök, sem mæla með því að fá erlenda banka inn í íslenzkt bankaumhverfi og það er áreiðanlega ekki auðvelt. En er eðlilegt að það gerist með því, að innlendir aðilar séu nánast útilokaðir frá því að sækjast eftir þessum hlut? Og hver verður aðstaða ríkisstjórnarinnar til þess að selja það sem eftir verður ef staðið er að málum á þennan veg? Er ekki hætta á, að sá hlutur verði verðlítill? Það er augljóst að afstaða erlendra banka til aðildar að íslenzka bankakerfinu er mjög misjöfn eins og búast mátti við. Sænski bankinn, sem hafði áhuga á að kaupa hlut í Landsbankanum fyrir þremur árum, vildi eignast stóran hlut eða ráðandi hlut. Einn stærsti hluthafinn í Lands- bankanum nú á eftir ríkinu er erlendur banki, sem sættir sig hins vegar við takmarkaðan eign- arhlut. Erlendir bankar geta auðvitað komið inn á hlutabréfamarkaðinn hér, hafi þeir áhuga á, og keypt hlutabréf í íslenzkum bönkum. Til þess þarf ekki sérstaka ákvörðun af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Hin æskilega stefnumörkun af hálfu ríkis- stjórnar og Alþingis hefði verið sú, að setja lög, sem tryggðu dreifða eignaraðild að bankakerfinu og selja síðan allan hlut ríkisins miðað við þær forsendur. SAMGÖNGUMANNVIRKIskipa stóran sess í nýjumdrögum að aðalskipulagiReykjavíkur og er þar að finna nokkur nýmæli. Stefán Her- mannsson borgarverkfræðingur segir að það sé mikið áhyggjuefni að umferðarspár tólf ár fram í tím- ann sýni að meirihluti þessara framkvæmda þurfi að verða á fyrri hluta skipulagstímabilsins og stafi það meðal annars af því að fulllítið hafi verið gert í þessum málum á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. „Það er hætta á að það verði fjár- skortur og því þurfum við að vanda okkur við forgangsröðunina til að fá sem best út úr þessu,“ segir hann. Í nýju drögunum er töluvert lagt upp úr gangagerð og segir Árni Þór Sigurðsson formaður umhverf- is- og byggingarnefndar Reykja- víkur að reynt sé að koma þessari umferðaraukningu niður í jörðina að hluta til og létta þá á umferðinni ofanjarðar, um leið og möguleik- arnir á því að þjóna betur vegfar- endum með almenningssamgöng- um séu auknir. „Við erum að ræða um stór um- ferðarmannvirki vítt og breitt um landið, eins og göng á Norðurlandi, sem kosta auðvitað heilmikið. Hins vegar býr hér á höfuðborgarsvæð- inu öllu 60% landsmanna og hér er gríðarleg umferð, þannig að arð- semin í svona framkvæmdum á höf- uðborgarsvæðinu er auðvitað miklu meiri,“ segir hann. Samkvæmt tölum frá borgar- verkfræðingi verður kostnaður við þessi samgöngumannvirki, sem áætluð eru í nýja svæðisskipulag- inu, upp á 60-65 milljarða króna. Hringbraut Fyrst á dagskrá af þessum nýju framkvæmdum er færsla Hring- brautar, sem staðið hefur til í um þrjá áratugi. Verður brautin meðal annars lögð í göng undir Bústaða- veg. Að sögn Stefáns er búið að leggja fram áætlun um umhverfis- mat og er reiknað með að fram- kvæmdir geti hafist í haust. Hann segir að kostnaður sé um 900 millj- ónir þegar göngubrýr og allt sé tal- ið með. Gert er ráð fyrir að Krin arbraut verði lögð í gön Miklubraut og umferð þan í auknum mæli á Sæbra Miklubrautar. Þetta ætti mjög úr slysahættu á þes förnustu gatnamótum hö arinnar. „Ég myndi nú telja að g Kringlumýrarbrautar og brautar væru fremst á f lista af þessum stóru sa mannvirkjum, því þau e brýn,“ segir Árni Þór. Stefáns er orðinn mögule hefja framkvæmdir en ha að það sé hvorki búið að fj það verkefni að fullu né t nákvæmlega, en hönnun s ast. „Við endurskoðun næ áætlunar munum við óska að það komist fremst á f listann,“ segir hann. Þeir telja báðir að það s samstaða um það að reyn göng á þessum stað en mik virki. „Við höfum freka leysa þetta svona þó það hvað dýrara. Það má ekk því að svona umferðarm standa í áratugi, þannig að kostnaðarmunur í uppha kannski ekki mikið að seg að menn skoða lífstím mannvirkja,“ segir Árni Þ Holtsgöng Nýjasta hugmyndin er undir Skólavörðuholt mil brautar og Sæbrautar til umhverfisvænni aðstæðu bænum. Hægt yrði að drag ferð um Lækjargötu og yrði mögulegt að tengja be an Laugaveg og Kvosina f farendur. Gerðar yrðu jaf akreinar fyrir strætisvagn Árni Þór segir að hafa ve Ýmis samgöngumannvirki r Umferða fyrir rúma Drög að nýju a sem gilda á 2024, voru ky tillögum eru h leg sam Á kortinu sést fyrirhuguð staðsetning Hlíðarfótar, þar s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.