Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 12
FÓLK
Sigurinn í Silverstone er sá fyrstisem Häkkinen vinnur frá í
ágúst í fyrra en í millitíðinni voru 14
mót og hafði höfuðkeppinautur hans
undanfarin ár, Michael Schumacher
hjá Ferrari, unnið 10 þeirra. Schu-
macher játaði sig hins vegar sigrað-
an nú, varð að sætta sig við annað
sætið. „Það var flug á honum, hann
var miklu, miklu fljótari en ég,“ sagði
ríkjandi meistari.
Aukinheldur var þetta fyrsti sigur
Häkkinens í breska kappakstrinum
og það þótti honum mikilsvert. „Mér
líður svo vel eftir þennan sigur, eftir
öll vandræðin sem ég hef gengið í
gegnum á árinu. Það er og mjög sér-
stakt fyrir mig að vinna hér í Silver-
stone, frammi fyrir enskum áhorf-
endum, þar sem ég ek fyrir enskt lið.
Ég vona bara að sigurgöngu minni í
ár sé ekki lokið,“ sagði Häkkinen.
Möguleikar
Coulthards dvína
Schumacher treysti tök sín á
heimsmeistaratitli ökuþóra með
öðru sæti þar sem David Coulthard
hjá McLaren féll snemma úr leik
vegna bilunar í bílnum í framhaldi af
því að hafa fengið Jarno Trulli hjá
Jordan inn í hlið sína undir lok fyrstu
beygju í ræsingunni. Trulli snerist út
af og staðnæmdist í malargryfju en
Coulthard féll úr þriðja sæti í það 18.
og reyndi að halda áfram en brotin
afturfjöðrun batt þó enda á akstur
hans við Priory-beygjuna á þriðja
hring. Möguleikar Coulthard hefur
dvínuð, þar sem Schumacher er með
37 stiga forskot þegar aðeins sex mót
eru eftir.
Rubens Barrichello hjá Ferrari
hafði betur í spennandi keppni um
þriðja sætið við Williamsmennina
Juan Pablo Montoya og Ralf Schu-
macher, sem unnu sig upp um mörg
sæti í ræsingunni.
SÁ hlær best sem síðast hlær, hefur Mika Häkkinen hjá McLaren
hugsað eftir yfirburðasigur sinn í breska kappakstrinum á sunnu-
dag, en tæpast er til betra svar við vangaveltum þeirra sem haldið
hafa því fram að hann myndi gefast upp í árslok og hætta keppni í
Formúlu-1 sakir hörmungarárangurs. Á sunnudag í Silverstone var
eins og heimsmeistarinn frá 1998 og 1999 væri að byrja upp á nýtt,
þar var allt annar maður á ferð en í mótunum til þessa og McLaren-
bíllinn í sérflokki.
Häkkinen í gömlum ham
Athygli vekur að Argentínumað-urinn Veron kostar einn og sér
meira en þeir leikmenn sem sex ensk
úrvalsdeildarlið geta státað af. Veron
var keyptur frá Lazio fyrir rúma 4
milljarða, en allur leikmannahópur
Derby County er metinn á 3,5 millj-
arða, Charlton rétt rúma 3, Fulham
3, Ipswich Town 2, Southampton 1,8
og nýliðar Bolton eru með lið sem
kostar aðeins 1,4 milljarða samtals.
Samkvæmt frétt Skysport.com er
bilið á milli félagana á Englandi að
aukast og sem dæmi má nefna að all-
ir leikmenn Bolton eru aðeins 10% af
verðgildi leikmannahóps Man-
chester United.
Ipswich Town þótti koma mest á
óvart á síðastliðnu keppnistímabili,
þar sem liðið kostar aðeins 2 millj-
arða króna. Það lið sem talið er hafa
valdið mestum vonbrigðum miðað við
hve miklu hafði verið kostað til liðs-
ins var Newcastle United. Leikmenn
Reuters
Argentínski landsliðsmaðurinn Juan Sebastian Veron, dýrasti
knattspyrnumaður Englands.
D5=
5 2, &
!4, L&
<
K, & L&
IH4 L&
J
,
<
D
!&& 3
,
- 4 3
F
4 K'
& &
M L&
13'K
'
K,
B ,
6 H4,J
H
,
-
M&
!
" #
""$%
1N
5 2 5 B
I 6 6 % CJ6!L
!I6 J< 6
D5=
) 9".
9G9
9/:/"
9:G/.
9::
GG#"
"G/
..:?
.:9?
?##
??#/
#/?
/
"
/?:
//#
/:.?
:/
9#?.
9/G
) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) @ +
!E#
@ . #
. ##
; - !
@B; ,- F#
G H#H ;# ;
- G
. # ="
F? @- ;
I #J
0(00
$31$
'$8>
'8>(
'$8>
$83K
$83K
$K%1
$$8$
$((1
%03
1'(
%03
8K'
0K'
%30
81%
81%
81%
8(0
<JFFJ<-%F
9# "?
-
<K
(-
L
I %DF
BK
ENSKU úrvalsdeildarfélögin Manchester United og Arsenal eru
fyrstu félögin sem hafa yfir að ráða leikmannahópi sem verðlagður
er á meira en 100 milljónir punda, eða um 14,5 milljarða króna. Alex
Ferguson, framkvæmdastjóri liðsins, hefur verið iðinn við að kaupa
dýra leikmenn í sumar en þeir Juan Sebastian Veron og Ruud van
Nistelrooy kostuðu samtals um 6,8 milljarða króna.
Leikmenn
sex liða
kosta minna
en Veron
Ipswich eru aðeins verðlagðir á fjórð-
ung af því sem stjörnur Newcastle
kosta og þar af er íslenski landsliðs-
maðurinn Hermann Hreiðarsson um
28% af verðgildi leikmannahóps Ips-
wich en hann var keyptur til félags-
ins á um 580 milljónir króna og er
dýrasti leikmaður félagsins.
Herbert
til KR
HERBERT Arnarson,
landsliðsmaður í körfu-
knattleik, skrifaði um
helgina undir tveggja ára
samning við KR. Herbert er
31 árs gamall og hefur leik-
ið rúmlega 100 A-landsleiki
fyrir Ísland. Herbert hefur
leikið með ÍR, Grindavík og
nú síðast Val/Fjölni í úr-
valsdeild, en jafnframt hef-
ur hann leikið með banda-
rískum mennta- og
háskólaliðum. Keppn-
istímabilið 1996–1997 lék
Herbert með hollenska lið-
inu Donar en árið eftir lék
hann í Belgíu með Antwerp-
en. Allar líkur eru á því að
Jón Arnór Stefánsson fari
frá KR og leiki í Bandaríkj-
unum á næsta ári og jafn-
framt hefur Jónatan Bow
lagt skóna á hilluna.
BERTI Vogts, fyrrum landsliðs-
þjálfari Þjóðverja í knattspyrnu,
hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari
Kúveita. Vogts þjálfaði Bayer Le-
verkusen á síðustu leiktíð en var
látinn taka poka sinn eftir síðasta
leik liðsins í vor.
GLEN Roeder knattspyrnustjóri
West Ham hefur mikinn áhuga á að
fá Josep Guardiola miðjumanninn
snjalla hjá Barcelona til liðs við
Lundúnaliðið og hefur hann óskað
eftir viðræðum við forráðamenn
Börsunga um væntanleg kaup á
leikmanninum.
CHRISTIAN Ziege, þýski lands-
liðsmaðurinn sem leikið hefur með
Liverpool undanfarin tvö ár, segist
muni leika með Tottenham á kom-
andi leiktíð. Ziege hefur verið
óhress í herbúðum Liverpool enda
hefur honum ekki tekist að vinna
sér fast sæti í liðinu. Hann segir í
viðtölum við fjölmiðla í gær að
félögin hafi komist að samkomulagi
um félagaskiptin og hann muni
skrifa undir samning við Totten-
ham áður en margir dagar líða.
GRÍSKU meistararnir í Olympia-
kos hafa í hyggju að bjóða Arsenal
10 milljónir punda í Nígeríumann-
inn Kanu. Nígeríumaðurinn mátti
sætta sig við að verma varamanna-
bekkinn hjá Arsenal meira og
minna á síðustu leiktíð og í kjölfarið
lýsti Kanu því yfir að hann gæti vel
hugsað sér að fara frá liðinu. Fari
svo að Kanu gangi í raðir Olympia-
kos verður hann hæst launaðasti
leikmaðurinn í Grikklandi með
laun upp á 7 milljónir króna á viku.
BOLTON hefur gert eins árs
leigusamning við japanska lands-
liðsmanninn Akinori Nishizawa
sem leikur með Cerezo Osaka í
Japan. Nishizawa er 25 ára gamall
framherji sem skorað hefur átta
mörk fyrir japanska landsliðið í
fimmtán leikjum. Hann verður
fjórði nýi leikmaðurinn í herbúðum
Bolton og Sam Allardyce, stjóri
Bolton, hefur í hyggju að bæta
þeim fimmta við en hann á í samn-
ingaviðræðum við Man. Utd. um
kaup á Quinton Fortune.
GUSTAVO Payet, fyrrverandi
leikmaður Chelsea, skoraði þrjú
mörk í sínum fyrsta leik með Tot-
tenham – í æfingaleik gegn utan-
deildarliðinu Stevenage, 8:1.
FRANCIS Jeffers skoraði í sín-
um fyrsta leik fyrir Arsenal – eftir
aðeins 8 mín. í æfingaleik gegn ut-
andeildarliðinu Boreham Wood,
2:0. Dennis Bergkamp skoraði hitt
markið.