Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 4
Birgir hefur um árabil unnið viðlyfjaeftirlit á íslenskum íþrótta-
mönnum. Hann hefur flutt fyrirlestra
og haldið námskeið
og gjörþekkir þenn-
an málaflokk. Hann
hefur setið í nefndum
og ráðum á vegum
ÍSÍ allar götur frá árinu 1986 og hef-
ur frá árinu 1989 sótt öll þing Al-
þjóðaólympíunefndarinnar um þessi
mál. Þá hefur Birgir verið þing-
fulltrúi hjá Alþjóða frjálsíþróttasam-
bandinu og hefur á þess vegum bæði
verið dómari og í læknanefnd. Hann
var skipaður formaður læknaráðs ól-
ympíunefndar og lyfjaeftirlitsnefnd-
ar árið 1995 og þegar Íþróttasam-
band Íslands og ólympíunefndin voru
sameinuð tók Birgir að sér for-
mennsku í heilbrigðisráði.
„Ég tilkynnti þessa uppsögn fyrir
þremur vikum og lagði inn greinar-
gerð á borð til ÍSÍ hinn 11. júlí þar
sem ég geri grein fyrir uppsögn
minni. Þetta er því engin skyndi-
ákvörðun en það fréttist ekki af þessu
fyrr en ég sagði frá þessu á Lands-
mótinu á Egilsstöðum,“ sagði Birgir
Guðjónsson í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Hver er ástæða þessarar uppsagn-
ar?
„Þetta er uppsafnaður vandi og
ágreiningur milli mín og forseta ÍSÍ
og framkvæmdastjórnar sem gerir
þess valdandi að ég sé mér ekki fært
að halda starfinu áfram. Í hvert ein-
asta sinn sem upp hafa komið mál
hafa blossað upp átök hvernig fylgja
eigi málunum eftir og nýfallinn dóm-
ur fjögurra íþróttamanna var einfald-
lega kornið sem fyllti mælinn,“ segir
Birgir.
Dómurinn sem Birgir vísar til er
þegar þrír körfuknattleiksmenn féllu
á lyfjaprófi og hér á landi lék íshokkí-
maður, sem var í banni í Hollandi
vegna lyfjamisnotkunar. Heilbrigðis-
nefndin sem Birgir stýrði sætti ekki
við þá dóma en tveir körfuknattleiks-
mannanna fengu eins mánaðar
keppnisbann fyrir neyslu á efidrín en
einn var sýknaður. Sá sýknaði var á
astmalyfjum en láðist að geta um það
á eyðublaði áður en sýnið var tekið.
Heilbrigðisráðið áfrýjaði þessum
dómum en var í tvígang vísað frá.
„Ég vissi að þetta astmamál yrði
leiðinlegt og ég vann í því baki brotnu
að finna vægustu refsingu út úr því.
Ég í bréfaskriftum út um allan heim
til að finna flöt á því en það var engin
þörf á því þar sem heimtað var sýkna
og hún fékkst.“
Hvernig hefur þessi ágreiningur
milli þín og forseta og framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ verið?
„Þegar svona lyfjamál hafa komið
hafa þessir menn haft ákveðnar skoð-
anir og hafa viljað hafa hönd í bagga
með hvernig staðið yrði að málunum.
Það voru mjög hörð andmæli um mál-
efni körfuknattleikskonunnar sem
notar astmalyfin og skautamanninn
hvort nokkuð ætti að gera í þeim mál-
um og oft og iðulega hefur komið upp
ágreiningur. Astminn er svolítið sér-
stakt vandamál að því leyti til að þeg-
ar annar hver íþróttamaður þykist
vera með þennan sjúkdóm á Ólymp-
íuleikum segir það manni að það er
verið að sækja í astmalyfin. Það er
farið að gera mjög strangar kröfur
um greiningu á þeim sjúkdómi en ef
íþróttafólk segir frá því við lyfjaprófið
að það sé haldið þessum sjúkdómi þá
er öllu bjargað. En ef búið er að und-
irrita yfirlýsingu um að engin lyf séu
notuð þá gildir það sama við öll önnur
lyf. Sum sérsambönd gefa ekki þuml-
ung eftir í svona málum og dæma
íþróttamanninn í tveggja ára bann.“
Þú segir í greinargerðinni að lyfja-
eftirlitið sé sýndarmennska og út-
gjaldasóun og þar af leiðandi sé rétt
að hætta því. Þetta eru stór orð en
stendur þú við þau?
„Það er rétt. Ég er stóryrtur en
þetta er sagt í greinargerð til fram-
kvæmdastjórnar. Þegar við eyðum í
þessi próf tveimur til þremur millj-
ónum krónum á ári og upp koma fjög-
ur mál, þar af eru þrjú brot hjá okkur
og eitt svolítið sérstakt, og ekkert
gert í málunum þá hlýtur maður að
bregðast svona við.“
Hvernig metur þú stöðuna hér
heima. Heldur þú að neysla ólöglegra
lyfja hjá íslensku íþróttafólki hafi
aukist hin síðari ár?
„Það fara sögur af því að íþrótta-
menn og þá einkum og sér í lagi þeir
sem leggja stund á boltagreinarnar
séu að innbyrða fæðurbótaefni sem
sum hver innihalda ólögleg efni. Við
getum ekki hlaupið beint eftir vís-
bendingum þar sem við höfum bara
ákveðinn fjölda prófa sem við verðum
að dreifa á allar greinar. Við höfum
verið að framkvæma sextíu til sjötíu
próf á ári en nýlega var óskað eftir
fjáveitingu til að ná að framkvæma í
það minnsta eitt hundrað próf.“
Birgir Guðjónsson, formaður heil-
brigðisráðs Íþrótta- og ólympíu-
sambandsins, hefur sagt af sér
Lyfjaeftir-
litið er
sýndar-
mennska
BIRGIR Guðjónsson, formaður heilbrigðisráðs Íþrótta- og ólymp-
íusambands Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu. Birgir hefur ekki
verið sáttur við hvernig tekið hefur verið á lyfjamálum íslensks
íþróttafólks. Hann segir að ítrekað hafi komið upp ágreiningur milli
sín og forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ um lyfjamálin og hann sak-
ar framkvæmdastjórnina um linkind hvað þennan málaflokk varðar.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Morgunblaðið leitaði álits Ellertsá afsögn Birgis Guðjónssonar
úr starfi formanns heilbrigðisráðs
ÍSÍ, og spurði hann
fyrst hvort kannski
væri rétt að nota þær
2–3 milljónir sem
fara í lyfapróf á
hverju ári til forvarna fyrir æsku
landsins ef lyfjaeftirlitið er sýndar-
mennska, eins og Birgir Guðjónsson
heldur fram.
„Við getum ekki lagt lyfjaeftirlitið
af. Okkur ber skylda til að halda uppi
lyfjaeftirliti og teljum það mjög nauð-
synlegt og mikilvægt. Það veitir að-
hald og íþróttahreyfingin veit um
þetta eftirlit og án þess getum við
ekki starfað. Þetta eftirlit hefur farið
vaxandi með hverju ári og það verður
aukið. Ég met það svo að allt starf í
íþróttum sé fornvarnastarf og það er
hlutur sem vill oft gleymast hjá
mönnum. Við viljum gera allt til að
halda ungu fólki að íþróttum og kenna
því að lifa heilbrigðum lífsháttum.“
Nú hefur notkun fæðurbótaefna
aukist mjög hjá íþróttafólki og vitað
er að sum þessara efna hafa að geyma
ólögleg efni. Kallar þetta ekki á hert
eftirlit?
„Við ætlum bæði að fjölga lyfja-
prófunum og auka fræðslu í íþrótta-
hreyfingunni um innihald þessara
efna og hvað sé löglegt og hvað ólög-
legt miðað við þann lista sem gefinn
er út af Alþjóða ólympíuhreyfing-
unni.“
Er framkvæmdastjórn ÍSÍ með
fingurna í störfum lyfjanefndar?
„Samvæmt lögum ÍSÍ skipum við
heilbrigðisráð, þar á meðal formann.
Hlutverk þessa ráðs er að framfylgja
lyfjaeftirliti og halda utan um það.
Þannig kemur framkvæmdastjórnin
að því máli og þegar lyfjaeftirlitið og
heilbrigðisráðið upplýsir að próf hafi
greinst jákvætt og að það þurfi að
gefa út kæru þá er það hlutverk okk-
ar að skipa sérstakan dómstól. Sá
dómstóll tekur sjálfstæða ákvörðun
án nokkurra áhrifa eða afskipta okkar
í framkvæmdastjórninni. Þannig að
þegar dómstóllinn kveður upp sína
dóma, sem Birgir er ósáttur við, þá er
það ekki okkar verk heldur dómstóls-
ins. Ég hef sagt Birgi og segi í þessu
viðtali að ef menn eru óánægðir með
þessa niðurstöðu, sem er byggð á
reglugerðinni um lyfjaeftirlitið, þá
þurfum við að breyta reglugerðinni.
Okkur var það ljóst þegar þessi mál
fóru af stað að reglugerðinni væri
ábótavant og við ákváðum að setja
nefnd á laggirnar til að endurskoða
hana. Birgir var einn þeirra sem skip-
aðir voru í nefndina en hann hefur
hafnað því að taka þátt í störfum
hennar. Reglugerðin mun hins vegar
verða endurskoðuð og gefin út.“
Birgir segir að kornið sem fyllt hafi
mælinn hjá sér hafi verið dómar fjög-
urra íþróttamanna fyrir skömmu. Þar
voru tveir körfuknattleiksmenn
dæmdir í eins mánaðar keppnisbann
sem þeir tóku út utan keppnistíma-
bils, körfuknattleikskona var sýknuð
og máli íshokkíleikmanns var vísað
frá. Vilt þú eitthvað tjá þig um þessa
dóma?
„Dómur er dómur og hvort ég er
sáttur við niðurstöðu hans skiptir
ekki máli heldur hitt að það er starfað
eftir leikreglum. Dómurinn kemst að
efnislegri niðurstöðu og við hann
verðum við að una. Framkvæmda-
stjórn ÍSÍ getur ekki farið að breyta
dómum ef henni líkar ekki niðurstað-
an.
Körfuknattleikskonunni varð það á
að segja ekki frá því að hún tæki
asmalyf. Hún lagði síðan fram lækn-
isvottorð um það að hún tæki inn önd-
unarlyf vegna veikinda. Undir venju-
legum kringumstæðum hefði
heilbrigðisráðið gefið undanþágu
vegna þess að þetta er sjúkdómur. En
vegna þess að ekki stendur í reglu-
gerðinni hvort leggja þurfi fram vott-
orð fyrir fram eða eftir á kemst dóm-
urinn að þeirri niðurstöðu að hún
skuli sýknuð. Körfuboltamennirnir
tveir voru sekir um að hafa neytt efi-
dríns í formi fæðurbótarefnis. Í reglu-
gerðinni segir að hámarksrefsing fyr-
ir fyrsta brot skuli vera þrír mánuðir
og vægasta brot geti verið áminning.
Eftir því sem ég best veit fór Birgir
fram á vægari refsingu heldur en þrjá
mánuði þannig að dómurinn hefur
orðið við því.“
Kannast ekki við ágreining
Birgir talar um ágreining á milli
ykkar tveggja. Kannast þú við þann
ágreining?
„Ég bara kannast ekki við þetta og
þessi orð hans eru tilhæfulaus. Ég hef
aldrei haft afskipti af því hverjir fara í
lyfjapróf og ég veit ekki einu sinni
hverjir það eru. Ég hef ávallt farið
eftir tillögum heilbrigðisnefndarinn-
ar. Það eina sem mér dettur í hug
varðandi ummæli hans er atvik sem
átti sér stað fyrir um tveimur árum.
Þá fór fram á Laugardalsvelli lands-
leikur í knattspyrnu. Strax eftir leik-
inn voru íslensku strákarnir kallaðir í
lyfjapróf og í kjölfarið bar KSÍ fram
hörð mótmæli á þeim forsendum að
þetta væri leikur á vegum UEFA og
það heyrði undir lögsögu þess að
framkvæma lyfjapróf á svona leikjum
og þá ættu bæði lið að vera tekin í
próf. Út af þessu varð fjaðrafok sem
endaði með því að ég kallaði til fundar
til að jafna þennan ágreining. Ef
Birgir á við að ég hafi verið að amast
við þeirri ákvörðun heilbrigðisráðsins
að áfrýja dómunum fyrir skömmu þá
voru mínar athugasemdir fyrst og
fremst þær að hann lét mig ekki vita
fyrirfram að það stæði til. Það hefði
verið eðlilegt, þar sem hann starfar í
mínu umboði, að hann gerði mér
kunnugt um hvaða málatilbúnað hann
hefði uppi.“
Ellert segir að eftirmaður Birgis
verði ráðinn á næstu dögum.
Reuters
Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambandsins
Eftirlitið verður aukið
ELLERT B. Schram, forseti
Íþrótta- og ólympíusambands-
ins, segir að sjónarsviptir verði
aðBirgi Guðjónssyni úr starfi
formanns heilbrigðisráðs ÍSÍ en
hann sé ekki ómissandi og
stefnan sé að auka lyfjaeftirlit
meðal íslenskra íþróttamanna.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Dæmdur
HOLLENSKI knatt-
spyrnumaðurinn Edgar
Davids er einn af fjöl-
mörgum sem hafa fallið á
lyfjaprófi fyrir að hafa
notað fæðubótarefni.
Birgir Guðjónsson segir
að það fari sögur af því að
íþróttamenn, einkum í
boltagreinum, innbyrði
fæðubótarefni sem sum
hver innihalda ólögleg
efni.