Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ vekur furðu margra aðþrátt fyrir háværar oglangvarandi umræður umsmíði tónlistarhallar skulienginn minnast á nauðsyn þess að haldin sé í heiðri minning þeirra manna og kvenna, sem stilltu strengi sína, léku af fingrum fram, blésu í sönglúðra eða hófu upp raust sína á vængjum söngsins, að efla tónlistarlíf hins fámenna höfuðstað- ar. Í miðbæ Reykjavíkur, sjálfu hjarta höfuðstaðarins, stóðu hús sem allt frá seinni hluta nítjándu aldar og fram á fjórða áratug 20. aldarinnar hýstu forystusveit íslensks tónlistar- lífs og áttu ríkan þátt í hljómlist og söngmennt sem iðkuð var hér í bæ. Auk þess að iðka hljómlist höfðu margir í hópi tónlistarmanna og fjöl- skyldur þeirra meðfædda löngun til þess að prýða og fegra umhverfi sitt og kostuðu kapps um að rækta hvers kyns blómjurtir og trjágróður, sem hægt væri að verja næðingum vetr- arins og hretviðrum vorsins. Sjálfsagt geta vinir skógræktar nefnt fjölda dæma um þroskamikið og öflugt starf í ræktunarmálum. Engin tíðindi eru þó skráð er greina frá umhyggju skógræktarmanna né áhyggjum sem þeir beri í brjósti um dapurleg örlög trjágróðurs þess, er spratt í garði Magnúsar Einarsson- ar dýralæknis og eiginkonu hans Ástu Einarsson, sem var nafnkunn- ur píanóleikari og hljómlistarkona. Þegar hin öfluga girðing er um- lukti gróðurreitinn fagra var jöfnuð við jörðu opnaðist bifreiðum óhindr- uð leið að gróskumiklum trjám er breiddu laufkrónur sínar og sendu „skógarilminn gegnum svefninn“ til íbúanna í næsta nágrenni. Svo var helst að sjá að ökumenn bifreiðanna, forstjórar og flibba- menn af kontórum í grenndinni, teldu sér skylt að níðast á trjánum með því að aka án tillits með hörku á trjábolina og særa trén með þeim hætti og svifta þau gróðurmagni. Þannig féllu trén, hvert af öðru og garðurinn varð ekki nema svipur hjá sjón. Rík ástæða hefði verið til þess að forvígismenn skógræktar hefðu spyrnt við fæti og bannað þvílíkt at- hæfi. Sá sem átti heiðurinn að skipu- lagi garðsins og gróðri öllum var for- göngumaður trjáræktar, Agnar Fransisco Kofoed-Hansen, skóg- ræktarstjóri. Hann var nágranni Magnúsar á Túngötunni og sótti plöntur í garð Einars Helgasonar í Gróðrarstöðinni til þess að þær næðu þroska í garðinum við Túngötu 6. Hinn 30. nóvember 1999 stóð Skógræktarfélag Íslands fyrir at- höfn sem fram fór í garðinum við Túngötu 6. Þar var álmur, sem Magnús Einarsson og Ásta kona hans höfðu látið gróðursetja, valinn tré ársins. Við hátíðlega athöfn veitti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri viðurkenningu fyrir hönd Reykjavíkurborgar, en borgin er eigandi lóðarinnar. Í ljósi þeirra at- burða sem gerst höfðu í garðinum og með örlög trjánna í huga, sem fallið höfðu fyrir tilverknað bílaþrjóta, þótti mörgum sem nokkurrar kald- hæðni gætti í ummælum formanns Skógræktarfélagsins er hann lét eft- irfarandi orð falla: „Álmurinn er eitt af mestu djásnum Reykjavíkur. Hann breiðir umfangsmikla krónu sína í allar áttir og hefur á undan- förnum árum notið þess frelsis að fá að vaxa án þrengsla af byggingum eða öðrum trjám.“ Með þessum orð- um sínum virðist formaður Skóg- ræktarfélagsins lofa aðferð þeirra sem felldu tré þau sem breiddu út laufkrónur sínar við hlið álmsins. Þau voru felld til þess að álmurinn fengi „Lebensraum“ – vaxtarfrelsi, rétt eins og þau væru af óæðra kyn- stofni. Magnús Finnsson, fulltrúi rit- stjóra Morgunblaðsins, hefir góðfús- lega látið í té markverðar upplýs- ingar um íbúa hússins við Túngötu 6. Hann er dóttursonur Magnúsar dýralæknis, sonur hjónanna Finns Einarssonar bóksala og bókara, sem einnig var kennari í Verslunarskóla Íslands. Greinarhöfundur minnist Finns jafnan sem eins glaðværasta og viðmótsbesta viðskiptavinar í Út- vegsbanka Íslands á fjórða áratugn- um. Guðrún Einarsson er fríð og háttvís kona, fróð og frásagnargóð enda margs að minnast frá einu helsta menningarheimili í hjarta Reykjavíkur. Sveinbjörn Svein- björnsson tónskáld var afabróðir hennar. Tíður gestur í Túngötu. Í næsta nágrenni bjuggu frændur hennar, Emil Thoroddsen og Þor- valdur. Skammt frá Jón Halldórsson söngstjóri og Pétur borgarstjóri. Eigi fjarri börn Indriða Einarssonar og Mörtu, náin skyldmenni. Allt óm- aði af söng og hljómlist. Og ekki má gleyma gróðurmoldinni og blóm- skrúðinu sem jafnan hefir fylgt þess- um ættmennum. Í sjálfsævisögu sinni segir Þórður Sveinbjörnsson frá því er Kirstine Cathrine Knudsen kemur til hans sem ráðskona í Nes við Seltjörn. Þá er hann saddur lífdaga, eftir að börn fyrri konu hans, og þeirra eigin dóu eitt af öðru. En Kirstine Cathrine kemur eins og frelsandi engill inn í líf hans, allmiklu yngri en hann og hann kvænist henni. Í ævisögunni er hann að útskýra fyrir lesandanum tilurð sonarins Lárusar Edvards og segir af einskærri tillitssemi: „Varð mér þá helzt til aðstoðar stúlka ein, Kirsten Cathrine, dóttir kaupmanns sál. Lauritz Knudsens; hún var orð- lögð af gáfum og öllum ferðugleika, en hafði eignazt son fyrir fáum ár- um, með kærasta sem yfirgaf hana.“ Túngata 6. Þangað fluttust Kirst- ine Cathrine Sveinbjörnsson og Þórður Sveinbjörnsson utan af Nesi árið 1850. Þau keyptu hús, sem stóð í lóðinni og stóð það til 1875, er það var rifið til þess að rýma fyrir núver- andi húsi, sem Lárus Edvard Svein- björnsson reisti. Amma Ásta er því fædd í húsinu, en hún fæddist 5. des- ember 1877. Túngata 6 er enn í upp- runalegu horfi a.m.k. utan dyra, nema hvað aðalinngangur hússins var um háar tröppur, sem voru við suðurgafl hússins. Innganginum var síðar breytt, þegar umferð jókst um götuna. Nýlega (um 1985) var húsinu breytt í upprunalegt horf. Lárus Edvard Sveinbjörnsson kvæntist Jörgine Margrethe Sigríði Thorgrímsen (25.4. 1849–6.12. 1915), sem fædd var á Eyrarbakka. Hún var dóttir Guðmundar Geirs Jörgens Kristjáns Thorgrímsen (7.6. 1821– 2.3. 1895), faktors við einokunar- verzlun danakonungs þar, en verzl- unin var rekin af Lefolii og var því- jafnan kölluð Lefolii- verzlunin. Faktors- frúin var Sylvía Níelsdóttir (20.7. 1819– 20.6. 1904) Ásta Sigríður Svein- björnsson Einarsson fæddist 5. desember 1877 í Túngötu 6 og ólst þar upp og bjó raunar í húsinu með stuttu hléi mestallan sinn búskap. Hún stundaði píanókennslu og var einnig mikil- virkur undirleikari á tónleikum í Reykjavík. Hún var einnig organ- leikari Oddfellowstúkunnar Re- bekku nr. 1 í áratugi en bæði hún og Magnús maður hennar voru mjög virk í Oddfellow-reglunni, I.O.O.F. Ásta lærði ung að leika á píanó hjá frú Melsted og ung stúlka hélt hún til Edinborgar og dvaldist um eins árs skeið hjá föðurbróður sínum Sveinbirni Sveinbjörnssyni tón- skáldi. Þá dvaldist hún oft í Húsinu á Eyrarbakka, þar sem tónlistin var í hávegum höfð. Ásta lék einnig undir í árdögum kvikmynda í Reykjavík og var á orði haft, hve vel hún lét hljóm- ana falla að kvikmyndinni, sem verið var að sýna. Amma Ásta naut þess að skauta á Tjörninni í Reykjavík ásamt öðru ungu fólki í Reykjavík. Hún var skautadrottning Reykjavíkur nokk- ur ár í röð og einhverju sinni, þegar skáldið Hannes Hafstein (langafi Péturs), sem var í dómnefnd, afhenti henni fyrstu verðlaun fyrir skauta- hlaup, sem voru ljóðabók hans með eiginhandaráritun, sagði hann af lít- illæti: „Þér hafið mikið hlaup, en lítið kaup.“ Þessi bók varð eldinum að bráð í Glasgowbrunanum svo sem og urmull teikninga ömmu Ástu, en hún var mjög drátthög og hafði m.a. teiknað myndir af rómverskum keis- urum, sem þóttu einkar vel gerðar. Á Tjörninni hitti hún nýútskrifað- an dýralækni. Þó að hann hafi þótt fremur klaufskur á skautum og ýtti sér ávallt áfram með öðrum skaut- anum, felldi skautadrottningin fljót- lega hug til hans og þau urðu ást- fangin. Í upphafi fór þó þessi ástleitni fremur dult og einhverju sinni fékk dýralæknirinn góðan vin sinn, Magnús frá Arabæ, til þess að sækja hana á dansleik. Þegar hún kom heim af dansleiknum um kvöld- ið, spurði Lárus faðir hennar hana hver hefði fylgt henni heim af ballinu og þá svaraði amma Ásta: „Auðvitað hann Magnús“ – en hver Magnúsinn það var, fylgdi ekki sögunni. Árið 1904 voru Ásta Sigríður og móðir hennar Jörgína meðal 46 kvenna, sem stofnuðu Kvenfélagið Hringinn. Tilgangur félagsins var að hjálpa þurfandi konum eftir veik- indi. Í dag er Hringurinn helzta styrktarfélag Barnaspítala Hrings- ins og hefur safnað fé fyrir allt frá sængum og sængurfatnaði til háþró- aðra lækningatækja af nýjustu gerð. Barnaspítali Hringsins er í dag með- al bezt búnu barnaspítala í Vestur- Evrópu. Eftir að Ásta Sigríður varð ekkja og seldi Túngötuhúsið, 1936, hafði hún aðallega atvinnu af því að kenna á píanó. Margir þekktir einstakling- ar voru nemendur hennar og má þar m.a. nefna Guðrúnu Á. Símonar söngkonu, Clausen-bræður og bræð- urna Pétur flugvallarstjóra og Jónas stýrimann Guðmundssyni. Ásta Einarsson lézt 27. marz 1959. Eftir að Jörgine Thorgrímsen Sveinbjörnsson fór utan til Kaup- mannahafnar, þar sem hún lézt, seldi Lárus Edvard Sveinbjörnsson tengdasyni sínum Magnúsi Einars- syni dýralækni húsið í Túngötu 6. Bjó hann síðan hjá dóttur sinni Ástu Sigríði og Magnúsi, unz hann lézt 7. janúar 1910. Ásta og Magnús eign- uðust húsið skömmu eftir aldamótin. Þau hófu hins vegar búskap í fyrsta og eina fjölbýlishúsi Reykjavíkur í þá daga, stórhýsinu Glasgow, sem stóð á lóð sem afmarkaðist af Glas- gowstræti, Fischersundi og Vestur- götu. Það hús brann árið 1902 og misstu þá ungu hjónin allar eigur sínar. Var þá Lárus Einarsson (5.6. 1902–14.8. 1969) nýfæddur og hljóp Ásta með hann heim í föðurhús, eigi alllangt frá og var barnið umvafið sæng. Sögð hefur verið sú saga, að í fátinu hafi þau sízt skilið í því hve drengurinn litli grét mikið, en þegar sængin var tekin utan af honum í Túngötu 6, kom í ljós, að í fátinu höfðu fæturnir snúið upp en höfuðið niður inni í sænginni, þegar hlaupið var með hann um Grjótaþorpið. Grunur lék á að um íkveikju hafi ver- ið að ræða, er Glasgow brann, en það sannaðist aldrei. Ásta og Magnús voru í fastasvefni, er eldurinn kom upp og ætluðu ekki að vakna við bar- smíðar fólks, sem reyndi að vekja þau, en loks tókst það og mátti ekki tæpara standa, við lá að þau brynnu inni. Magnús og Ásta fengu síðan inni í húsi sem enn stendur og heitir Laugvegur 12. Þar bjuggu þau næstu árin eða þar til þau keyptu Túngötu 6 af Lárusi Edvard. Á Laugavegi 12 er Guðrún Einarsson (22.5. 1905), Dysta, fædd, en yngri börnin, Helga (23.3. 1912) og Birgir (24.12. 1914– 30.11. 1994) eru bæði fædd í Túngötu 6. Trjágróður og tónlist Húsið á Túngötu 6 í Reykjavík hýsti menningar- heimili þar sem tónlist og garðrækt voru í hávegum. Pétur Pétursson þulur rekur sögu hússins og örlög trjágarðsins. Magnús Einarsson dýralæknir og Ásta Einarsson eiginkona hans. Myndin var tekin á silfurbrúðkaupsdegi þeirra. Á borð- inu eru blóm sem þeim voru færð. Auk þess er silfurskál er Oddfellowar færðu þeim hjónum í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Þau voru bæði dyggir félagar Oddfellowreglunnar. Magnús formaður og Ásta organleikari. Túngata 6. Skrúðgarðurinn skipulagður af A. Fr. Kofoed-Hansen, skógrækt- arstjóra. Sunnanmegin Túngötu sést Kaþólska kirkjan (seinna ÍR-húsið). Veitið athygli öflugri steinsteyptri girðingu sem er meðfram Túngötu. Allt varð þetta bifreiðum að bráð. Hver er að tala um „græna byltingu“? Haukur Clausen Örn Clausen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.