Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN
28 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORTÉL
Sjá nánar í
sjónvarpsþættinum
Kokkur án klæða
Klapparstíg 44
sími: 562 3614
NUDDPOTTAR
TILBOÐ
Nuddpottur með húsi. Vatns-
og loftnudd. Einangrunarlok,
ozone, vetrar-yfirbreiðsla,
trappa, höfuðpúðar, ljós o.fl
Tilboðsverð kr. 590 þús. stg.
VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi,
símar 554 6171 og 898 4154.
Tilbúnir til afhendingar
Í STUTTRI ramma-
grein í Morgunblaðinu
hinn 26. júlí sl. telur
Árni Tómas Ragnars-
son áberandi þögn vera
hjá ráðamönnum um
það sjónarmið óperu-
unnenda að í hinu
væntanlega tónlistar-
húsi, sem til stendur að
hér rísi, ætti að gera
ráð fyrir óperuflutn-
ingi. Fylgjendur óperu-
aðstöðunnar hafa talið
það vera sjálfgefið að í
væntanlegu tónlistar-
húsi eigi að vera að-
staða til óperuflutnings
og geta ekki skilið að
nokkur maður skuli vera ósammála
jafnsjálfsögðum hlut. Sannleikurinn
er sá að um er að ræða margfalt
flóknara mál en fólk almennt gerir
sér grein fyrir. Ég tilheyri ekki þeim
hópi ráðamanna sem Árni beinir orð-
um sínum að en tel mig hinsvegar
þekkja það vel til málsins að ég geti
bent á hvað það er sem gerir málið
svo illsamrýmanlegt sem raun ber
vitni og reynslan um allan heim hef-
ur sannað.
Með stofnun Samtaka um bygg-
ingu tónlistarhúss (SBTH) fyrir tutt-
ugu árum vöknuðu vonir manna um
að loks kæmist hreyfing á byggingu
húss sem væri hannað til tónlistar-
flutnings með réttum hljómburði og
boðlegri aðstöðu fyrir listamenn
jafnt sem áheyrendur.
Þeir sáu að þörfin fyrir
tónlistarhús var orðin
svo brýn vegna hinnar
miklu aðsóknar að tón-
leikahaldi sem orðin er
hér í borg að ekki var
við þetta ástand unað
lengur. Nú var lag –
rekstrargrundvöllur
væri fyrir tónlistarhús
og nýtingarmöguleikar
slíks húss miklir. Í
væntanlegu tónlistar-
húsi væri hægt að
standa fyrir marghátt-
uðum atburðum – tón-
leikum í hvaða mynd
sem var, sinfóníu-, og
kammermúsík-, popp-, lúðrasveita-
og kóratónleikum, ballettsýningum
og ráðstefnum, ennfremur vörusýn-
ingum, skákkeppnum og veitinga-
rekstri í anddyrinu. Þessar hug-
myndir og margar fleiri voru ræddar
því menn hugsuðu stórt og gerðu sér
miklar væntingar. Það er því alls
ekki rétt sem heyrst hefur að mark-
miðið með byggingu tónlistarhúss
hafi verið til þess eins að þjóna þörf-
um Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Alla þessa þætti töldu menn að nauð-
synlegt væri að sameina í bygging-
unni en ein spurning var brennandi
og þurfti að taka afstöðu til: – á að
vera aðstaða til óperusýninga þarna
eða ekki? Þegar horft er raunsæjum
augum á málið kemur í ljós að sú
spurning myndi gjörbreyta dæminu
fjárhagslega og að stórum hluta
rekstrarlega svo niðurstaðan varð sú
að hugmyndinni var hafnað.
Hver er þá vandinn – hvað er það
sem gerir þessa tvo rekstrarþætti,
rekstur tónleikahúss og óperuhúss,
svona illsamrýmanlega? Skoðum
fyrst vinnuumhverfið. Grundvallar-
skilyrði fyrir óperuhús er að þar sé
stórt leiksvið (helst færanlegt hring-
svið), stór hljómsveitargryfja,
saumastofa, smíðaverkstæði, leik-
tjaldageymsla, búningsherbergi fyr-
ir einsöngvara og kórfólk og flókinn
ljósabúnaður ef mæta á eðlilegum
aðstæðum til óperuflutnings. Tón-
listarhús þarf ekki leiksvið í líkingu
við það sem óperan þarf, enga hljóm-
sveitargryfju, hvorki saumastofu,
smíðaverkstæði, leiktjaldageymslu
né flókinn ljósabúnað. Auðvitað væri
hægt að fella marga þessara þátta
inn í tónleikahúsbyggingu svo að
hægt yrði að mæta lágmarksþörfum
óperustarfseminnar en það myndi
hækka byggingarkostnaðinn nær
tvöfalt (eða úr tveimur milljörðum á
sínum tíma (fyrir tuttugu árum) upp
í tæpa fjóra milljarða). Þótt farið
væri út í þann mikla viðbótarkostnað
sem nauðsynlegur er til að mæta
þörfum óperuaðstöðunnar væri
vandinn samt sem áður ekki þar með
leystur því þrjú mikilsverð atriði
væru samt óleyst sem gerir samnýt-
inguna nánast óframkvæmanlega.
Fyrst ber að nefna hljómburðinn.
Sú „hljómun“ sem nauðsynleg er fyr-
ir óperusal fer engan veginn saman
við þarfir tónleikasala. Með gífur-
lega dýrum útbúnaði er mögulegt að
skapa breytilega „hljómun“ í salnum
þannig að hún nálgist það að mæta
þörfum beggja en að mjög takmörk-
uðu leyti. Því næst ber að líta á lögun
salarins. Óperusalur þarf „nánd“ við
sviðið fyrir áhorfendur en tónleika-
salur þarf hið gagnstæða, hæfilega
fjarlægð. Í öllum hinum þekktari óp-
eruhúsum er áhorfendasviðið
„skeifulaga“ með svölum upp með
veggjum til að skapa nánd. Lögun
tónleikasala er algjörlega gagnstætt
þessu („skókassalaga“) því þeir
þurfa að skapa meiri fjarlægð svo að
tónlistin fái notið sín. Þegar þessi
grundvallaratriði eru skoðuð sést að
allar aðstæður eru þær sömu fyrir
leikhús og óperuhús en þær henta
engan veginn fyrir tónleikahús.
Hér hafa tvö mikilsverð atriði ver-
ið rædd en það þriðja er ónefnt, en
það snertir nýtingu hússins. Sam-
nýting óperu- og tónleikahaldara á
einu og sama sviði myndi skapa
vandræði og árekstra sem gerði báð-
um aðilum erfitt fyrir og myndi
skaða vinnu beggja. Það er vitað mál
að óperustjórar annars vegar og
skipuleggjendur tónleikahalda hins
vegar sem þurfa að búa við svona
sambýli hrópa á hjálp og hafa sín á
milli eitt orð yfir slík fjölnotahús:
„good-for-nothing-houses“.
Eina lausnin sem séð er að gæti
leyst vandann er að í hinum fyrir-
hugaða ráðstefnusal tónlistarhússins
verði sköpuð aðstaða til óperuflutn-
ings því í slíkum sal færu þarfir
beggja saman. Það myndi skapa að-
stöðu til samnýtingar skrifstofu,
miðasölu, anddyris og bílastæða. Það
er eina raunhæfa lausnin sem allir
geta sætt sig við. Óperuunnendur og
tónleikaunnendur ættu að sameina
krafta sína að því að slík lausn fáist
svo að forða megi því slysi að upp rísi
hús sem allir væru óánægðir með.
Það er þjóðinni ekki sæmandi að
Sinfóníuhljómsveit Íslands skuli
þurfa að vera með sína tónleika í Há-
skólabíói og að sama skapi er það
ekki boðlegt að okkar frábæru
óperusöngvarar skuli þurfa að not-
ast við Gamla bíó fyrir sína starf-
semi. Nauðsynlegt er að bæta úr
þessu tvennu og það sem fyrst en
fyrir alla muni: Reynið ekki að koma
óperu- og tónleikasal fyrir í einu og
sama rýminu. Það myndi stórskaða
báðar listgreinarnar um ókomna
áratugi.
Tónlistarhús – óperuaðstaða
Gunnar
Egilson
Tónlist
Sú „hljómun“ sem nauð-
synleg er fyrir óperusal,
segir Gunnar Egilson,
fer engan veginn saman
við þarfir tónleikasala.
Höfundur er klarínettleikari og fv.
stjórnarmaður í SBTH.
BIRGIR Guðjónsson
hefur sagt af sér sem
formaður heilbrigðis-
ráðs ÍSÍ, að sögn vegna
ágreinings við forseta
og framkvæmdastjórn
ÍSÍ um framkvæmd
lyfjaeftirlits og með-
höndlun mála er varða
brot á lyfjareglum ÍSÍ.
Hefur hann tekið dæmi
af fjórum nýlegum mál-
um af þessu tagi, en
hann var ósáttur við
málalok þeirra. Í máli
Birgis hefur komið
fram fjölmargt sem
þarfnast leiðréttingar.
Frávísun
Lyfjadómstóll ÍSÍ vísaði frá máli
gegn erlendum ísknattleiksmanni,
sem lék með íslensku liði áður en
keppnisbann hans fyrir lyfjamisnotk-
un erlendis hafði verið afplánað.
Dómstóllinn rökstuddi frávísunina
með því að sá dómur
hefði verið lokaniður-
staða í málinu, sem
hann væri ekki bær til
að endurskoða.
Birgir hefur vísað til
þess að íslenskur hand-
knattleiksmaður lék í
Þýskalandi þrátt fyrir
að vera í keppnisbanni
vegna lyfjamisnotkun-
ar. Þegar það komst
upp voru leikir sem
hann lék í Þýskalandi
dæmdir tapaðir. Í báð-
um málunum léku leik-
mennirnir þrátt fyrir að
vera í keppnisbanni og
voru því óhlutgengir.
Leikir íslenska leikmannsins í Þýska-
landi voru hins vegar ekki dæmdir
tapaðir vegna þess að hann hefði ver-
ið kærður fyrir brot á lyfjareglum.
Þýska handknattleikssambandið
dæmdi þá tapaða vegna þess að lið
hans var kært fyrir að hafa teflt fram
óhlutgengum leikmanni. Eins hefði
Skautasamband Íslands átt að fjalla
um hlutgengi ísknattleiksmannsins
og refsa liði hans með því að dæma
leikina sem hann tók þátt í tapaða.
Ályktun Birgis, að íþróttamenn
sem hafa verið dæmdir í keppnisbann
annars staðar geti komið hingað og
keppt, stenst ekki, því rétt málsmeð-
ferð mun hér eftir sem hingað til geta
komið í veg fyrir það. Fyrir Lyfja-
dómstóli ÍSÍ var þetta mál hins vegar
rekið á röngum vettvangi og á röng-
um forsendum. Það var ákvörðun
Birgis Guðjónssonar.
Vægir dómar
Lyfjadómstóll ÍSÍ dæmdi tvo
körfuknattleiksmenn til útilokunar í
einn mánuð, vegna neyslu efedríns.
Hámarksviðurlög við fyrsta broti er
varðar neyslu efedríns er útilokun í
þrjá mánuði og hefði refsingin því
aldrei getað orðið þyngri en svo.
Dómstóllinn rökstuddi niðurstöðuna
með tilvísun til kröfugerðar í ákæru.
Þar var dómstólnum látið eftir að
meta umfang refsingar, með tilvísun
til ákvæðis um að refsing geti orðið
vægari ef mildandi ástæður eru fyrir
hendi. Dómstóllinn taldi sig verða að
skýra þessa kröfugerð hinum ákærðu
í hag.
Þessi mál snerust um neyslu fæðu-
bótarefna sem ítrekað hefur verið
varað við, enda nær öruggt að þeirra
sé neytt í þeim tilgangi að bæta ár-
angur í íþróttum. Eðlilegt hefði verið
að fara fram á hámarksrefsingu og
má telja líklegt að dómstóllinn hefði
orðið við því. Of vægir dómar í þess-
um málum skrifast á ófullnægjandi
kröfugerð í ákærunni. Hana samdi
Birgir Guðjónsson.
Í þessum málum tók dómstóllinn
ekki mið af magni efedríns í sýnunum
við ákvörðun refsingar, eins og Birgir
virðist halda. Ályktun hans um að
magn efedríns þurfi að vera nálægt
lífshættumörkum til að íþróttamenn
fái dóm, sem skiptir einhverju máli,
stenst því ekki.
Sýkna
Lyfjadómstóll ÍSÍ sýknaði körfu-
knattleikskonu af því að hafa brotið
lyfjareglur ÍSÍ með því að nota til-
tekið innöndunarlyf við astma. Í
bannlista Alþjóða ólympíunefndar-
innar, sem birtur er í Handbók ÍSÍ
um lyfjaeftirlit, segir að umrætt lyf
sé leyft til að fyrirbyggja og/eða með-
höndla astma eða áreynsluastma, en
nauðsynlegt sé að leggja fram skrif-
legt vottorð um slíkt. Ekki er gerð
krafa um að vottorð sé lagt fram fyrir
lyfjaeftirlit eða samtímis því. Hin
ákærða lagði fyrir dómstólinn lækn-
isvottorð sem staðfestu að hún hefur
tekið lyfið vegna áreynsluastma.
Komst dómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að hún hefði uppfyllt kröfu um
læknisvottorð og sýknaði hana af
ákærunni.
Varðandi tilkynningaskyldu
astmalyfja eru lyfjareglur ÍSÍ í sam-
ræmi við reglur á hinum Norðurlönd-
unum, sem einnig leyfa að læknis-
vottorð sé lagt fram eftir
lyfjaeftirlitið. Þetta gerir sama gagn
hvað varðar læknisfræðilegan rök-
stuðning fyrir notkun lyfjanna og ef
læknisvottorð væri afhent fyrirfram,
en einfaldar og sparar vinnu fyrir
framkvæmdaraðila lyfjaeftirlitsins.
Jafnframt er lögð á það rík áhersla
við íþróttamenn þessara landa, sem
keppa undir lögsögu annarra eftir-
litsaðila (t.d. erlendis), að þeir hafi þá
varann á og tilkynni fyrirfram um
notkun sína á tilkynningaskyldum
lyfjum.
Birgir telur að þessi málsmeðferð
sé ekki í samræmi við reglur alþjóð-
legra sérsambanda og standist því
ekki. Eins og hér er bent á eru þó for-
dæmi fyrir henni í lyfjareglum landa,
sem njóta alþjóðlegrar viðurkenning-
ar á sviði lyfjaeftirlits. Í málum sem
rekin eru fyrir Lyfjadómstóli ÍSÍ er
bæði ákært og dæmt eftir lyfja-
reglum ÍSÍ, en ekki reglum alþjóð-
legra sérsambanda. Með núgildandi
lyfjareglur ÍSÍ að leiðarljósi gat dóm-
stóllinn ekki komist að annarri nið-
urstöðu. Af sömu ástæðu hlyti nið-
urstaðan alltaf að verða sú sama yrði
málinu áfrýjað.
Birgir hefur í þessu máli sýnt van-
þekkingu á gildandi lyfjareglum ÍSÍ.
Hann hefur auk þess reynt að firra
sig ábyrgð á þeim, þegar honum varð
ljóst að þær væru ekki í samræmi við
skoðanir hans sjálfs. Því er rétt að
hafa í huga að þessar reglur voru
samdar á vegum heilbrigðisráðs ÍSÍ,
undir faglegri forystu Birgis, og stað-
festar af framkvæmdastjórn ÍSÍ þar
sem hann á sæti sem varastjórnar-
maður. Hann ber því fulla ábyrgð á
innihaldi þeirra.
Heimild til notkunar lyfja á bann-
lista gegn læknisvottorði einskorðast
við nokkur astmalyf og insúlín. Álykt-
un Birgis um að íþróttamenn geti
komið eftir á með læknisvottorð eftir
misnotkun flestra lyfja og verið sýkn-
aðir stenst því ekki.
Lokaorð
Niðurstöður Lyfjadómstóls ÍSÍ í
þeim málum sem hér hafa verið rædd
eru í samræmi við núgildandi lyfja-
reglur ÍSÍ, almennar réttarfarsvenj-
ur og kröfugerð í ákærum. Aðal-
ástæða þess að málalok urðu Birgi
Guðjónssyni ekki að skapi var mála-
tilbúnaður hans sjálfs. Ásakanir hans
á hendur forseta og framkvæmda-
stjórn ÍSÍ hitta hann því sjálfan fyrir
af fullum þunga.
Lyfjareglur ÍSÍ verða endurskoð-
aðar á næstu vikum og verða þau
atriði sem ágreiningur hefur risið um
í þessum málum gaumgæfð sérstak-
lega í því sambandi.
Vegna afsagnar
Birgis Guðjónssonar
Sigríður
Jónsdóttir
Lyfjamisnotkun
Lyfjareglur ÍSÍ, segir
Sigríður Jónsdóttir,
verða endurskoðaðar á
næstu vikum.
Höfundur er varaforseti Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands.
Veistu að þ
að er
útsala í Kr
ílinu?
Já það
er
30-70
%
afslátt
ur af ö
llu