Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 B3
L52159 ÁRIÐ 1981 var skipuð nefnd á veg-
um KSÍ sem hafði það að leiðarljósi að
vinna að framgangi kvennaknatt-
spyrnunnar. Þessa nefnd skipuðu þau
Gunnar Sigurðsson, sem jafnframt
var formaður, Svanfríður Guðjóns-
dóttir og Sigurður Hannesson.
L52159 NEFNDIN kom því m.a. til leiðar
að fyrsti landsleikur kvennalandsliðs
Íslands var háður 20. september
1981. Leikurinn var spilaður í Kilm-
arnock í Skotlandi gegn Skotlandi og
tapaði Ísland, 3:2.
L52159 FYRSTI landsleikurinn var að því
leyti óvenjulegur fyrir íslensku stúlk-
urnar að leikið var í 90 mínútur eins
og tíðkast í dag. Á þeim tíma var leik-
tíminn styttri hér á landi hjá kven-
þjóðinni eða 80 mínútur.
L52159 FYRSTI opinberi kvennaleikurinn
hér á landi var eins konar forleikur að
landsleik Íslands og Noregs 20. júlí
1970. Þá áttust við Reykjavík og
Keflavík og sigruðu Reykjavíkurs-
túlkur, 1:0, frammi fyrir fjölda áhorf-
enda á Laugardalsvellinum.
L52159 ÍRIS Staub og Stefanía Stefáns-
dóttir eru Íslandsmeistarar í tvíliða-
leik kvenna í tennis. Íris varð einnig
Íslandsmeistari í tvenndarleik þar
sem hún og Arnar Sigurðsson unnu
Davíð Halldórsson og Stellu Rún
Kristjánsdóttur, 7:5, 6:4, í úrslitaleik.
Íris er í raun þrefaldur Íslandsmeist-
ari því hún vann einnig í einliðaleik
kvenna.
L52159 ARNAR Sigurðsson og Davíð Hall-
dórsson unnu Íslandsmeistaratitilinn
í tvíliðaleik. Þeir lögðu Einar Sigur-
geirsson og Raj Bonmifacius, 4:6, 6:4,
6:3, í hörkuleik í úrslitum.
L52159 IGOR Stimac, varnarmaður Hadj-
uk Split hefur verið úrskurðaður í sex
leikja keppnisbann af Knattspyrnu-
sambandi Evrópu, UEFA, fyrir
ruddalega framkomu að loknum leik
við Mallorca í Erópukeppni á dögun-
um. Þá var Hadjuk einnig gert að
greiða um 2 milljónir í sekt og Mall-
orka tæplega 300.000 kr.
L52159 EMMANUEL Petit hefur greint
frá því að hann átti í viðræðum við 
Arsene Wenger, knattspyrnustjóra
Arsenal, áður en hann ákvað að gera
samning við Chelsea fyrr í sumar.
Petit lék með Arsenal áður en hann
gekk til liðs við Barcelona fyrir rúmu
ári, þar náði hann aldrei að festa sig í
sessi.
L52159 WEST Ham hefur í hyggju að
höfða skaðabótamál gegn enska
knattspyrnusambandinu sökum
meiðsla sem David James, markvörð-
ur, hlaut í vináttulandsleik Englend-
inga og Hollendinga á miðvikudag-
inn. Ef af þessu verður þá er talið að
West Ham krefjist um 140 milljóna
króna.
L52159 JAMES sagði í gær að meiðsl sín
væri sennilega ekki eins alvarleg og
talið var í fyrstu. Enn er þó óljóst hve-
nær hann getur leikið með West Ham
í ensku úrvalsdeildinni, sem hefst
sem kunnugt er í dag. Vegna meiðsla
James hefur West Ham endurheimt
Stephen Bywater úr láni hjá Wolves. 
L52159 RETIEF Goosen, kylfingurinn sem
kom hingað til lands á dögunum í boði
Nýherja, var ekki í leiðinlegum rás-
hóp í gær og fyrradag á PGA meist-
aramótinu því þar lék hann með Dav-
id Duval og Tiger Woods.
L52159 GERARD Houllier knattspyrnu-
stjóri Liverpool hefur sett Robbie
Fowler úrslitakosti, vegna þess
ágreinings sem kom upp á milli Fowl-
ers og Phil Thompson, aðstoðar-
manns Houlliers. Houllier hefur nú
sent Fowler þau skilaboð, að annað
hvort sættist hann við Thompson eða
detti út úr hópnum. 
L52159 MARCELO Salas er á leið til Juv-
entus frá Lazio. Félögin hafa náð
samkomulagi í stórum dráttum og
Salas er búinn að samþykkja félags-
skiptin, aðeins á eftir að ganga frá ör-
fáum lausum endum. Framherjinn
Darko Kovacevic mun ganga að
hluta upp í kaupin á Salas, en Juvent-
us þarf líklega að greiða ríflega 1,2
milljarða króna til viðbótar.
FÓLK
lið og þó að gott starf sé víða unnið í
félögunum þá þurfa fleiri félög að koma
að, því oft og tíðum erum við að nota
sömu stúlkurnar í kannski tvö landslið
á sama tíma og gætum jafnvel notað
þær í það þriðja. Það þarf því að auka
þátttöku stúlkna í knattspyrnu þannig
að það séu fleiri hæfileikaríkir einstak-
lingar að koma fram,“ sagði Eggert og
bætti því við að allt frá því að hann kom
að starfi KSÍ sem formaður fyrir 12 ár-
um hefði hann lagt á það kapp að auka
veg og vanda kvennaknattspyrnunnar
því þar teldi hann mörg sóknarfæri
leynast á komandi árum.
Mikilvægur leikur
Hvað landsleik Íslands og Rússlands
í undankeppni HM á KR-velli í dag-
varðar var Eggert bjartsýnn á góð úr-
slit en benti jafnframt á það að á bratt-
ann yrði að sækja. „Leikurinn er mjög
mikilvægur fyrir þær sakir að hann er
fyrsti leikur Íslands í riðlinum sem er
virkilega erfiður. Í riðlinum eru m.a.
þrjár af stærstu knattspyrnuþjóðum
Evrópu, þ.e.a.s. Rússland, Spánn og
Ítalía, og það er alveg ljóst að það verð-
ur á brattann að sækja hjá okkur. Leik-
urinn gegn Rússlandi er mjög mikil-
vægur og að mínu mati væru
draumaúrslit að ná jafntefli út úr þeirri
viðureign,“ sagði Eggert Magnússon
formaður KSÍ.
g
ú-
ið
m
m
ár
ði
g
r-
ót
ar
í
m
t-
t-
j-
n
,“
fi
þá
ka
g
að
g
í
 í
af
ri
ð-
s-
nattspyrnu kvenna
att-
pleið
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
sins á Kópavogsvelli í gær. Að baki
arsson.
G
estirnir nutu gestrisni ÍR-inga
og fengu lánaða varabúninga
þeirra þar sem röng búningataska
var tekin með að
norðan. Þeir þökk-
uðu fyrir lánið með
því að komast yfir á
13. mínútu. Viðar
Guðmundsson, markvörður ÍR, varði
ágætt skot frá vítateig, en hélt ekki
boltanum, tveir Tindastólsmenn voru
fyrstir í frákastið og Aleksandar
Petrovic skoraði af miklu öryggi.
Klaufalegt mark fyrir ÍR-inga sem
hefðu mátt vera betur vakandi í vörn-
inni.
ÍR sótti meira og nokkrar hættu-
legar sendingar komu fyrir markið af
hægri kantinum og tvö mjög góð færi
fóru forgörðum. Brynjólfur Bjarna-
son skallaði yfir úr dauðafæri, Arnar
Þór Valsson átti fínt skot af miðjum
teig en Gísli Sveinsson markvörður
varði meistaralega. Skömmu fyrir
leikhlé skallaði síðan Björn Jakobs-
son framhjá marki gestanna.
Tindastólsmenn komu tvíefldir til
síðari hálfleiks og Petrovic skallaði í
slána eftir tveggja mínútna leik og
skömmu síðar skoraði Hörður Guð-
björnsson en markið var dæmt af
vegna rangstöðu. Mjög hæpinn dóm-
ur.
Heimamenn áttu næsta færi er
Björn skaut ágætu skoti en Gísli
markvörður sá enn og aftur við hon-
um og skömmu síðar komst Jóhann
Steinarsson í fínt færi fyrir gestina
en Viðar varði ágætlega.
Davíð Rúnarsson gulltryggði síðan
sigur gestanna með fínu marki á 73.
mínútu. Hann fékk mjög laglega
sendingu inn á miðjan vítateiginn,
sneri af sér varnarmann og skoraði
með fínu skoti.
Rétt undir lok leiksins lét Kristján
Sigurðsson dómari heldur betur til
sín taka og rak tvo Sauðkrækinga út-
af og kunnu þeir honum að sjálfsögðu
litlar þakkir fyrir. Kristjáni höfðu
verið heldur mislagðar hendur í
leiknum og fannst gestunum sem
þetta væri kornið sem fyllti mælinn.
Sögðu þeir að greinilegt væri að dóm-
arinn væri að freista þess að laga
stöðu Dalvíkinga en hann mun vera
þaðan. Ekki skal lagður á það dómur
hér, þótt þaðan sem blaðamaður
fylgdist með leiknum virtist ekki mik-
il ástæða til að reka Árna Vigfússon
útaf, en dómarinn veitti honum annað
gult spjald sitt fyrir smávægilegt
brot. Trúlega hefur Gísli markvörður
gert hressilega athugasemd við
þennan dóm því hann fékk umsvifa-
laust að líta rauða spjaldið.
ÍR-liðið var sterkara að þessu sinni
og liðið er of sterkt til að eiga að vera í
botnbaráttunni, en jafnteflin eru dýr
og liðið hefur gert átta slík þannig að
stigin eru færri en efni standa til.
Leikmenn Tindastóls voru slakir í
fyrri hálfleik en í þeim síðari léku þeir
ágætlega og mjög skynsamlega.
Bestur þeirra var Petrovic, sem vann
mjög vel á miðjunni, var oftar en ekki
fremstur í sókn og aftastur í vörn
skömmu síðar.
Maður leiksins: Aleksandar Petro-
vic, Tindastóli.
ÍR-ingar 
í fallsæti
ÍR-INGAR komu sér í gærkvöld í næstneðsta sæti 1. deildar þegar
liðið tapaði 2:0 fyrir Tindastóli í Breiðholtinu. ÍR sótti mun meira í
fyrri hálfleik og hefði hæglega getað skorað nokkur mörk en það
tókst ekki og Tindastóll skaust stigi upp fyrir ÍR með sigrinum.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
V
íkingar pressuðu mun meira til
að byrja með og fengu fyrsta
færið þegar Árni Kristinsson í marki
KA varði skot Sváfn-
is Gíslasonar í mark-
teig. Norðanmenn
hófu samt fljótlega
að færa sig framar
og Hreinn Hringsson átti gott skot á
15. mínútu en Ögmundur Rúnarsson
í marki Víkinga varði og þrumaði
boltanum fram. Þar barst hann til
Daníels Hafliðasonar sem vippaði yf-
ir Árna markvörð sem var kominn
langt út úr marki sínu. Strax á eftir
fengu Víkingar tvö ágæt færi en
hægt og bítandi hófu KA-menn að
fikra sig framar á völlinn. Hættan
við mark Víkinga varð samt ekki
mikil fyrr en á 44. mínútu þegar Þor-
valdur Makan skaut í slá Víkinga.
Fyrstu átta mínútur síðari hálf-
leiks dundu sóknir KA á marki Vík-
inga, eitthvað hlaut að gefa eftir og
Hreinn skoraði með skalla eftir
þunga sókn á 53. mínútu. Norðan-
menn slógu hvergi af og níu mínút-
um síðar var Hreinn aftur á ferðinni.
Þá fékk hann góða sendingu inn fyrir
vörn Víkinga og lék á Ögmund mark-
vörð sem brá á það ráð að hindra
Hrein sem fékk vítaspyrnu fyrir vik-
ið og skoraði úr henni sjálfur. Eftir
sem áður héldu gestirnir áfram að
sækja og fengu nokkur ágæt færi og
þó að Sverrir Jónsson varnarjaxl KA
fengi gula spjaldið í annað sinn og
yrði að yfirgefa völlinn bætti Þor-
valdur Örlygsson við þriðja marki
KA á 75. mínútu. Eftir markið drógu
KA-menn sig aftar á völlinn og héldu
sínu.
„Við ætluðum að berjast eins og
ljón og það gekk ágætlega í fyrri
hálfleik en við færðum okkur of aft-
arlega við að skora,“ sagði Sumarliði
Árnason úr Víkingi eftir leikinn.
„Við byrjuðum síðari hálfleik eins
og kjánar – það var eins og við vær-
um að bíða eftir marki frá gestunum
sem við svo fengum framan í okkur
og nú er stutt í botninn.“ Sumarliði
missti af síðasta leik vegna meiðsla
en spilaði nú allan leikinn. „Ég var
orðinn þreyttur í lokin en meiðslin
háðu mér ekki neitt.“
Markahrókurinn Hreinn Hrings-
son var öllu hressari. „Við vorum
þungir framan af en hættum samt
aldrei og það er okkar styrkur, að
halda áfram þar til eitthvað gefur
sig,“ sagði Hreinn eftir leikinn en
hann gerði tvö af mörkum KA.
„Þetta var hreint út sagt frábært.
Mér finnst að í fyrsta skipti í mörg ár
séu menn samstíga. Við höfum verið
gagnrýndir fyrir að vinna suma leiki
með litlum mun en sigur skiptir öllu
máli. Við ætlum nú að gleyma lið-
unum sem eru fyrir aftan okkar og
vinna okkar leiki. Þetta voru góð
þrjú stig því Víkingar eiga eftir að
bíta frá sér,“ bætti Hreinn við en
hann er markahæstur í 1. deild með
14 mörk ásamt Orra Frey Óskars-
syni í Þór frá Akureyri. „Ég er allra
síst að hugsa um það – mestu skiptir
að við komumst upp,“ sagði marka-
skorarinn Hreinn Hringsson. 
Maður leiksins: Hreinn Hrings-
son, KA.
KA á siglingu
SEIGLA og þolinmæði KA-manna kom sér vel í Fossvoginum í gær-
kvöldi þegar þeir sóttu Víkinga heim því þrátt fyrir að heimamenn
byrjuðu af krafti snerist taflið við og KA-menn komu sér þægilega
fyrir í efsta sæti 1. deildar eftir 3:1 sigur. Víkingar verða aftur á móti
að herða róðurinn því að þó að þeir séu í 6. sæti deildarinnar munar
aðeins tveimur stigum á þeim og næstneðsta liðinu. 
Stefán
Stefánsson
skrifar
A
rnór Guðjohnsen, þjálfari og leik-
maður Stjörnunnar, sagði í
leikslok að hann hefði búist við erf-
iðum leik í Ólafsfirði
og sú hefði orðið
raunin. Stjarnan
hefði ekki náð að
sýna sitt allra besta
en Arnór sagði að það þýddi ekkert
annað en að halda áfram baráttunni
fyrir sæti í efstu deild.
Leiftur var sterkara liðið í fyrri
hálfleik. Alexandre Santos átti skot í
slá, mark var dæmt af John McDon-
ald vegna rangstöðu og Albert Ara-
son átti skalla sem Arnór bægði frá á
marklínu. Boltinn vildi ekki í netið og
heimamenn voru farnir að óttast að
sagan ætlaði enn að endurtaka sig, að
Leiftur myndi leika betur en and-
stæðingurinn en fá síðan á sig mark
og tapa leiknum. Þetta virtist ætla að
ganga eftir því fljótt í seinni hálfleik
skoraði Rúnar Páll Sigmundsson fyr-
ir Stjörnuna, beint úr aukaspyrnu.
Leiftursmenn virtust ætla að brotna
en á 56. mín. átti William Geir Þor-
steinsson fína sendingu fram á Santos
sem lék á markvörð Stjörnunnar og
renndi knettinum í netið. Staðan 1:1.
Eftir þetta var leikurinn ákaflega
fjörugur og hart sótt á báða bóga.
Bæði liðin léku vel á köflum og fengu
ágætis færi en gamanið kárnaði hjá
Leiftri þegar vítaspyrna var dæmd á
liðið á 84. mín. Arnór tók spyrnuna en
Chris Porter varði fast skot hans al-
veg úti við stöng. Á 88. mín. sendi
John McDonald knöttinn fyrir mark
Leifturs og Hörður Már Magnússon
tók hann á lofti og hamraði í netið
með viðkomu í grasinu. Þarna var
skammt stórra högga á milli og Leift-
ur hefði síðan getað gulltryggt sig-
urinn undir lokin þegar liðið fékk víta-
spyrnu en McDonald skaut fram hjá.
Í heild má telja sigur Leifturs
sanngjarnan. Chris Porter færði lið-
inu sannarlega gæfu með því að verja
vítaspyrnuna. Sergio Barbosa var
óstöðvandi á hægri væng og William
og Baldvin Hallgrímsson voru traust-
ir. Hjá Stjörnunni var Rúnar Páll
bestur að þessu sinni og sóknarmenn
liðsins voru skeinuhættir í seinni hálf-
leik.
Maður leiksins: Chris Porter,
Leiftri.
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar 
Loks
vann
Leiftur
ÓLAFSFIRÐINGAR kættust
mjög er Leiftur lagði Stjörnuna
að velli í gærkvöld, 2:1. Við sig-
urinn stökk Leiftur upp í 5. sæti
og hristi falldrauginn af sér í bili
en leiðin niður er þó enn stutt.
Eflaust hafa Þórsarar einnig
orðið kátir því með sigri hefði
Stjarnan náð Akureyrarliðinu að
stigum. Stjarnan situr í þriðja
sæti deildarinnar, þremur stig-
um á eftir Þór.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4