Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ CARL Möller tónlistarmað-ur og kona hans, ÓlöfKristín Magnúsdóttir,búa í myndarlegu ein-býlishúsi, Fjörusteini, við Lambhaga í Bessastaðahreppi, ekki langt frá sjónum. Það hljóta að teljast forréttindi að búa í umhverfi fjarri borgarsamfélaginu þar sem kyrðin er ekki rofin t.d. af umferðargný. Úr stofuglugga blasir við fjallahringur- inn og handan við túnblettinn er Skógtjörn og við tjörnina er fjöl- skrúðugt fuglalíf. Hljómdiskurinn Októberlauf með tónlist eftir Carl Möller kom út á vormánuðum, en hann inniheldur djasstónlist sem Carl Möller hefur samið við íslensk ljóð. Carl Möller vinnur nú að hljómdiski með útsetningum á íslenskum þjóð- lögum. Í mars á þessu ári samdi hann tónlist við bók Jóhanns Hjálmarsson- ar, Hljóðleikar, sem hefur verið flutt á Háskólatónleikum í Norræna húsinu. Carl Möller hefur fengist töluvert við lagasmíðar á síðustu árum. Hann samdi t.d. lag við ljóð forsætisráð- herra Davíðs Oddssonar, „Hin fyrstu jól“ sem frumflutt var á aðventuhátíð í Bústaðakirkju árið 1996. Ég hitti Carl Möller á heimili hans á góðviðrisdegi um miðjan júlímánuð. Heimili Carls Möllers er engin und- antekning frá heimilum tónlistar- manna þar sem gjarnan er að finna eitt og annað varðandi atvinnu þeirra og áhugamál. Í stofu er vandað píanó. Þar eru hljómflutningstæki, nótna- bækur og bækur um tónlist og mál- verk prýða veggi stofunnar. Carl Möller er höfðingi heima að sækja .Á meðan við gæddum okkur á smákök- um og öðrum kræsingum með kaffinu sagði hann í stuttu máli frá umhverf- inu, náttúruparadísinni á Álftanesi, frá vinum sínum, Markúsi, Íkarusi og Gutta, fjórfætlingum sem bregða birtu á hvern dag á heimilinu á Álfta- nesinu. Ætlaði að læra píanóstillingar Carl Möller sat í sófa í stofu, horfði út um stofugluggann og lét hugann líða til bernskuáranna í Reykjavík á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. ,,Ég er fæddur í Reykjavík 19. september 1942 og ólst í Reykjavík. Foreldrar mínir eru Margrét Jóns- dóttir frá Stokkseyri og Tage Möller stórkaupmaður og hljómlistarmaður. Ég á einn albróður, Jón Möller, tón- listarmann og einn hálfbróður, Birgi Möller, fyrrverandi sendiráðsritara. Það var yndislegt að alast upp í Reykjavík á þessum árum. Ég átti heima á Týsgötu 1 fyrstu sex árin. Þaðan fluttum við inn á Skúlagötu. Þarna voru kvikmyndahúsin allt í kring með kúrekmyndum og Chaplin- myndum. Þetta var löngu fyrir tíma Sjónvarpsins og það var mikið hlust- að á útvarpsleikritin og framhalds- sögurnar í Ríkisútvarpinu. Ég lauk barnaskólaprófi úr Aust- urbæjarbarnaskólanum og þaðan fór ég í Lindargötuskólann og síðar í kvöldskóla KFUM og í framhaldi af því kom Sigurður Skúlason magister mér í gegnum gagnfræðapróf utan skóla. Hann hjálpaði mér að klára gagnfræðaskólaprófið og ég á honum mikið að þakka því að ég var eiginlega að flosna upp úr skóla of snemma. Í Iðnskólanum í Reykjavík ætlaði ég að læra píanóstillingar hjá Pálmari Ísólfssyni. Ég var ekki lengi í því námi þar sem fagið krafðist töluverð- ar leikni í trésmíði sem ekki var fyrir hendi og líklega hefði ég ekki getað gert píanóstillingar að ævistarfi .“ Hvenær kviknaði áhugi þinn fyrir tónlist ? ,,Það var mjög snemma. Ég byrjaði að læra á píanó sjö eða átta ára hjá Sigursveini D. Kristinssyni . Það var löngu áður en Sigursveinn stofnaði tónlistarskólann sem hann var með um árabil. Ég var hjá Sigursveini í einn eða tvo vetur. Ég verð að játa það hér og nú, hálfri öld síðar, að ég æfði mig aldrei og þess vegna kom það mér á óvart þegar Sigursveinn las mér eitt sinn pistilinn vegna þess að hann var ekki ánægður og fannst ég ekki taka námið nógu alvarlega. Hann vildi í upphafi láta mig læra á blokkflautu og setja mig í barnakór, en ég hafði engan áhuga á því.“ Faðir þinn var tónlistarmaður. Spilaði hann eitthvað opinberlega? ,,Hann spilaði á píanó. Hann var stórkaupmaður og var í innflutningi. Það var svona eins manns fyrirtæki, en hann spilaði mikið á böllum í mörg ár og allt fram til 1970. Hann spilaði mest í Iðnó og Ingólfskaffi og var þá með eigin hljómsveit og hann spilaði einnig mikið hjá Leikfélagi Reykja- víkur þegar settar voru upp revíur. Hann varð aldrei kennari minn í mús- ík.“ En eftir fyrstu tvö árin hjá Sigur- sveini. Hélstu þá áfram píanónámi? ,,Já, ég fór í tíma til Anníar Leifs, fyrri konu Jóns Leifs . Hún var með einkatíma og hún kenndi mér margt og mikið og eiginlega mest, að öðrum ólöstuðum. Hún hafði mikla trú á mér og hún vildi að ég færi til Vínarborgar og yrði eitt af stóru nöfnunum! Sá draumur varð ekki að veruleika frek- ar en aðrir á þessum árum. Eftir að hafa verið nokkur ár hjá Annie þá tók ég mér hvíld frá námi um tíma. Ég byrjaði síðan aftur í tíma hjá Ásgeiri Beinteinssyni, tólf eða þrettán ára og þegar ég var fjórtán ára fór ég í tíma hjá Carl Billich og var hjá honum í rúmt ár. Þetta var kannski aldrei neitt markvist tónlistarnám. Annie kenndi mér strax í upphafi pínulítinn spuna í músík og ég lærði að semja örfáa takta sem var góð undirstöðu- menntun. Foreldrar mínir höfðu áhuga á því að ég fengi góða menntun í píanóleik og það hafði auðvitað áhrif á það sem síðar varð. Það liðu svo mörg ár þar til ég fór að mennta mig meira í músík og við komum að því síðar.“ Atvinnutónlistarmaður Hvenær byrjaðir þú fyrst að spila í hljómsveit? ,,Ég byrjaði að spila í unglinga- hljómsveit veturinn 1958-59. Upphaf- ið má rekja til þess að ég fór að spila á stað í Keflavík sem hét Vík, og þá með hljómsveitinni Fimm í fullu fjöri. Sumarið ’59 spilum við í Silfurtungl- inu í Reykjavík. Þetta var á rokkárun- um og við spilum t.d. öll Buddy Holly- lögin og Presley-lögin og lögin úr Kanaútvarpinu og ýmsum óskalaga- þáttum.“ Þú hefur þá snemma orðið atvinnu- tónlistarmaður? ,,Já, og ég spilaði með ýmsum hljómsveitum á þessum árum um og eftir 1960, t.d. Diskó sextett og þá var ég farinn að starfa sem atvinnutón- listarmaður. Þetta voru auðvitað skemmtileg ár og margs er að minn- ast. Árið 1963 byrjaði ég að spila með Neó tríóinu. Í tríóinu voru Kristinn Vilhelmsson, Örn Ármannson og Carl Möller og söngvari var Ragnar Bjarnason. Við komum fram víða um land. Það má segja um það tríó að það hafi ekki starfað í anda Gútemplara og áfengi var haft þar mikið um hönd. Síðar á árinu eða um haustið var ég kominn í hljómsveit Hauks Morthens Hún vildi að ég færi til Vínarborgar! Morgunblaðið/Golli Carl Möller með heimilishundana, Gutta, Markús og Ikarus. Carl Möller tónlistarmaður hefur spilað með mörgum helstu danshljómsveitum landsins allt frá því um 1960. Hann hefur fengist við útsetningar og samið tónlist t.d. við ljóð ýmissa þekktra skálda. Ólafur Ormsson heimsótti Carl Möller á heimili hans á Álftanesi og ræddi við hann um feril hans og það sem hann er að fást við í dag. Hljómsveitin Fimm í fullu fjöri árið 1959. Frá vinstri eru Örn Ármannsson, Alfreð Alfreðsson, Kjartan Norðfjörð, Guðbergur Auðunsson, Carl Möller og Guðjón Margeirsson. Hljómsveit Hauks Morthens fyrir framan EXALON á Strikinu í Kaupmannahöfn árið 1964. Frá vinstri eru Carl Möller, Don Walker, Haukur Morthens, Alfreð Alfreðsson og Örn Ármannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.