Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Boga-dóttir fæddist í Varmadal á Rangár- völlum 29. júní 1907. Hún lést á heimili sínu, Rauðarárstíg 24, Reykjavík, 9. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Bogi Þórð- arson frá Leiru- bakka í Landsveit, f. 20.1. 1862, d. 31.7. 1908, og Vigdís Þor- varðardóttir frá Litlu-Sandvík í Flóa, f. 31.7. 1868, d. 31.3. 1950. Bogi hóf búskap í Varma- dal 1890 og kvæntist Vigdísi 16.6. 1893. Þau eignuðust átta börn. Systkini Sigríðar eru: Ósk- ar Sveinbjörn, f. 15.11. 1896, d. 3.4. 1970, Þórhildur, f. 26.9. 1898, d. 2.11. 1898, Valgerður, f. 18.3. 1900, d. 28.10. 1993, Þórður, f. 31.3. 1902, d. 29.11. 1987, Svanhildur, f. 21.9. 1903, d. 7.3. 1974, Bogi Viggó, f. 3.11. 1904, d. 19.3. 1989, Sigurgeir, f. 19.8. 1908, d. 17.5. 1978. Hálfbróðir þeirra var Þorvarð- ur Sveinbjörnsson, f. 13.8. 1889, d. 24.10. 1935. Útför Sigríðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Sigríður var rúmlega árs gömul þegar hún missti föður sinn. Móðir hennar stóð þá eftir með sex ung börn og eitt rétt ófætt. Hún sýndi mikinn dugnað og útsjónarsemi og kom þessum stóra barnahópi til manns. Hún byggði stórt íbúðarhús í Varmadal, sem stendur enn og er mikil sveitarprýði. Sigríður ólst upp í þessum stóra systkinahópi og vann öll venjuleg sveitastörf. Sigríður var glæsileg kona, bar sig vel, var há og grönn, og mér er minn- isstætt hennar fallega rauða hár. Ár- ið 1931 flutti Sigríður til Reykjavík- ur með Svanhildi systur sinni. Hún vann við ýmiss konar störf, m.a. fisk- vinnslu. Síðar hóf hún störf hjá Prjónastofunni Framtíðinni og vann þar þangað til hún stofnaði Prjóna- stofuna Peysuna 29. apríl 1942 ásamt Soffíu Vilhjálmsdóttur og Lilju Þor- varðardóttur. Fyrirtækið gekk mjög vel og vann Sigríður þar meðan heilsan leyfði. Fljótlega keyptu þær fyrirtækis- bíl og ferðuðust saman um landið. Það er stutt síðan Sigríður rifjaði upp að það hafi varla liðið sú helgi að sumarlagi að þær færu ekki út úr bænum. Sigríður bjó í mörg ár með Svan- hildi systur sinni og Helga Gíslasyni manni hennar. Árið 1946 keypti hún með þeim íbúð að Rauðarárstíg 24 og bjuggu þau saman til ársins 1957, þá eignaðist Sigríður íbúðina ein. Svan- hildur og Helgi eignuðust þrjú börn sem ólust upp með Sigríði og bar hún umhyggju fyrir þeim sem væru hennar eigin. Guðríður systurdóttir hennar er búsett í Bandaríkjunum. Sigríður fór tvisvar að heimsækja hana og hafði hún af því mikla ánægju. Hún hafði óskað eftir að sjá Guðríði oftar hér á Íslandi, en heimsóknirnar voru því miður strjálar. Sigríður var vel gefin og víðlesin og átti góðan bókakost. Hún átti fal- legt heimili og hafði ánægju af að fá þennan stóra frændgarð í heimsókn. Hún mundi eftir öllum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Allir gátu komið til hennar og trú- að henni fyrir sorgum sínum og gleði, því hún var góður hlustandi. Hún tók lífinu hleypidómalaust. Hún varð fyrir því að missa nánast sjónina fyrir tveim árum. Það var að vonum mikið áfall en hún bjargaði sér ótrúlega vel. Henni fannst að sinn tími væri kominn og þráði það heitast að fá að sofna í rúminu sínu og henni varð að ósk sinni. Ingigerður Eyjólfsdóttir. Höfuð ættarinnar, eins og hún kallaði sig sjálf, hefur yfirgefið þenn- an heim. Sigga frænka eða Sigga Boga eins og við kölluðum hana allt- af. Hún var sannkölluð amma okkar allra, gat alltaf fært okkur fréttir af ættingjum víða að, var svo ættrækin og hafði fregnir af öllum. Sigga var umhyggjusöm manneskja. Hún átti mörg börn þótt hún ætti engin sjálf. Myndahillan bar þess glöggt merki. Mamma var Siggu frænku ævinlega þakklát fyrir alla þá umhyggju sem hún sýndi Vigdísi ömmu þegar hún var veik á sjúkrahúsi. Hún er sér- staklega þakklát fyrir hvað hún heimsótti hana oft, þótt hún væri sjálf orðin fullorðin. Þær hafa verið ófáar heimsóknirn- ar til þín og þótti alltaf sjálfsagður hlutur að kíkja við ef leið lá „í bæ- inn“. Þótt yfirleitt væri margt sem þyrfti að gera á einum degi var heim- sókn á Rauðarárstíg 24 sjálfsagður hluti ferðarinnar. Hjá þér var alltaf eins og jólin væru komin, ekki bara vegna þess að húsnúmerið segði svo fyrir heldur líka vegna þess að hjá þér fengum við alltaf mandarínur. Mandarínur og kók og svo auðvitað kökur. Þegar Sigga lagði kökur á borðið bætti hún stundum við og glotti: „Þið kannist nú við þær þess- ar.“ Okkur voru síðan oft gefnar nokkrar mandarínur í nesti fyrir heimferðina. Ég hugsaði oft: „Hvernig í ósköpunum fer hún Sigga að því að eiga alltaf mandarínur?“ Fyrir mér voru mandarínur aðeins í kringum jólin og þá í kassavís! Hún átti svo líka smákökur, oft á tíðum. Það voru sannkölluð jól hjá Siggu allt árið. Rauðarárstígurinn er og mun alltaf verða nafli alheimsins, a.m.k. í mínum augum. Þar voru jú jól allt árið! Sigga tók okkur alltaf opnum örm- um, hún var alltaf svo góð. Þegar við mamma þurftum að vera í bænum yfir nótt, þótti sjálfsagt að leyfa okk- ur að gista. Þær voru líka ófáar tann- læknaferðirnar sem ég kom við hjá þér, hvort sem ég var ein á ferð eða með fjölskyldunni. Hér áður voru heimsóknirnar ekki alltaf á Rauðarárstíginn. „Peysan“ var líka stundum heimsótt þegar Sigga var þar við vinnu sína. Það var alltaf visst ævintýri að koma við hjá Siggu og Soffu og sjá allar peysurn- ar. Þetta var hálfgert ævintýraland fyrir litla stelpu að standa innan um staflana. Stundum var peysa með í farteskinu þegar haldið var heim á leið og ekki var það síðra ævintýri. Mamma og Sigga töluðust alltaf öðru hvoru við í síma, sérstaklega þegar langt leið milli Reykjavíkur- ferða. Sigga hringdi á meðan hún hafði sjónina og ef hún hringdi ekki, hringdi mamma í hana. Eftir að sjón- inni hrakaði hringdi mamma til að athuga hvernig henni liði en stund- um fékk Sigga líka hjálp við að hringja úr símanum með stóru tökk- unum. Þessi sími þótti nokkuð snið- ugur, sérstaklega hjá yngri kynslóð- inni, það voru svo stórir tölustafir! Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarfrið og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður Drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson.) Elsku Sigga frænka. Ég vona að þig hafi dreymt fallegan draum þeg- ar þú sofnaðir í rúminu þínu þínum hinsta svefni. Um leið og við hugsum með trega og söknuði til þess að við munum ekki sjá þig aftur, gleðjumst við með þér í hjartanu því draumur þinn um að fá að sofna í rúminu þínu hefur ræst. F.h. fjölskyldunnar í Suður- Hvammi, Heiðdís Inga Ómarsdóttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Sigga frænka. Takk fyrir notalegu móttökurnar og umhyggj- una sem þú barst alltaf fyrir mér. Takk fyrir mandarínurnar og kókið og spjallið okkar í símann. Þinn Hróbjartur. Hún Sigga frænka er búin að fá hvíldina. Henni varð að ósk sinni að fá að vera heima á Rauðarárstígnum allt til enda, þar sem hún var búin að búa í rúmlega hálfa öld. Hún flutti þangað af Frakkastígnum með Svönu systur sinni og hennar fjöl- skyldu. Sigga talaði um að það hefðu þótt stórtækir flutningar að flytja alla þessa leið út úr bænum. Já, tímarnir breytast. Á Rauðarárstígn- um leið henni vel. Hún átti góða ná- granna, sem hún var þakklát fyrir og það eina sem hún saknaði, var að hafa ekki svalir. Kannski saknaði hún líka fallega fjallahringsins af Rangárvöllunum, þar sem hún var fædd og uppalin. Henni þótti alltaf óskaplega vænt um Varmadalinn. Sigga var næstyngst þeirra Varma- dalssystkina, aldamótakynslóðarinn- ar, sem nú eru öll farin og sagði hún stundum: „Ég er nú bara orðin ald- ursforsetinn í ættinni,“ enda var hún orðin háöldruð, 94 ára gömul. Bless- uð sé minning þeirra allra. Það var gaman að heimsækja Siggu. Hún dró alltaf fram eitthvert góðgæti, pönnukökur, kaffi, gos og sælgæti. Já, gestrisnina skorti ekki. Það besta var svo góða skapið, sem var alltaf á takteinum. Sigga horfði á björtu hliðarnar í lífinu og vildi öllum vel. Hún hafði mikinn áhuga á að fylgjast með öllum fréttum af fjöl- skyldunni og hvernig hún stækkaði og nýjar kynslóðir komu til sögunn- ar. Svo fræddi hún mann um gamla tíma, sem mér fannst eins og fjár- sjóður að komast í. Ég man eftir Siggu og Valgerði sem voru systur pabba míns, þegar þær komu austur á Hellu í heimsókn. Þar dvöldu þær stundum í nokkra daga á sumrin, spiluðu vist, spjölluðu og hlógu. Það fyrsta sem Sigga gerði á morgnana þar, var að fara út í garð berfætt og ganga á grasinu. Henni fannst það alveg dásamlegt, hvort sem var dögg eða ekki. Best var auðvitað þegar sólin skein og hiti var í lofti. Þannig sé ég Siggu fyrir mér í björtu sólar- ljósinu með fallega brosið sitt. Þakka þér innilega fyrir alla þína gæsku, Sigga mín. Sigrún frænka. SIGRÍÐUR BOGADÓTTIR ✝ Lárus Jón Engil-bertsson fæddist í Súðavík 23. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Einar Engil- bert Þórðarson, f. 29.7. 1902, d. 24.1. 1965, og Ása Val- gerður Eiríksdóttir, f. 4.10. 1901, d. 9.11. 1966. Systkini Lárus- ar eru: Sólveig Elín Elísabet, f. 24.1. 1923, d.30.5 1999, Kristín Ása, f. 11.10. 1925, Jörundur Finnbogi, f. 1.7. 1927, Sólrún, f. 27.3. 1929, Hulda, f. 22.10. 1931, Agnes, f. 9.1. 1933, Jóhannes Karl, f. 22.9. 1935, Hildigunnur, f. 10.1. 1939, d. 15.3. 1999, Þórður Páll, f. 28.6. 1940, og Janus Hafsteinn, f. 20.12. 1942. Eftirlifandi eiginkona Lárusar er Gunnhildur Bergmann Bene- diktsdóttir, f. 17.3. 1927, dóttir hjónanna Benedikts Tómassonar, f. 24.4. 1876, d. 28.11. 1960, og Guðrúnar Bergmann Sveinsdótt- ur, f. 11.10. 1885, d. 10.1. 1961. Börn Lárusar og Gunnhildar eru: 1) Ómar Bergmann, f. 27.11. 1955. 2) Valgerður Olga, f. 9.12. 1958, eigin- maður hennar er Bjarni Einar Gunn- arsson, f. 4.2. 1956, börn þeirra eru Gunnar Hjörtur, f. 10.12. 1974, d. 15. 5. 1996, og Ása Katrín, f. 18.6. 1990. 3) Benedikt Gunnar, f. 9.11. 1961, eigin- kona hans er Guð- björg Sigríður Bald- ursdóttir f. 18.12. 1967, börn þeirra eru Tómas Berg- mann, f. 18.4. 1986, Bjarki Freyr, f. 23.11. 1990, Gunnhildur Berg- mann f. 21.9. 1992, og Lilja Dís, f. 17.4. 1997. 4) Eðvarð Rúnar, f. 22.5. 1963, börn hans eru Sara Ösp, f. 26.8. 1991, og Lárus Orri, f. 15.10. 1993, barnsmóðir Eðvarðs er Fjóla Stefanía Friðriksdóttir, f. 20.2. 1968. Lárus stundaði sjómennsku, lengst af sem vélstjóri, og starfaði síðan við skipasmíðastöðina Þor- geir og Ellert á Akranesi til 67 ára aldurs. Útför Lárusar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Okkar kæri vinur Lalli er farinn. Stundum getur manni þótt svo vænt um fólk að það er varla hægt að trúa því að það geti verið satt. En lífið á að vera búið að kenna okkur það að öll förum við, þegar við eigum að fara. Það er það eina sem við eigum víst. Mig langar að minnast Lalla eins og ég og allir þekktu hann undir því nafni. Hann var gull af manni, það var ekki hægt að finna neitt neikvætt í hans fari. Hann sá ætíð jákvæðu hliðarnar á öllu, mönnum og málefn- um. Ég var svo heppin að vera fyrr á árum heimagangur hjá þeim hjónum, og sá tími er og var mér dýrmætur. Betri föður og eiginmann var vart að finna, og yndislegar stundir voru þegar sjómaðurinn kom heim að sjá hvað börnin voru honum kær, þá var sungið, leikið og margt skemmtilegt gert. „Þá naut hann sín.“ Kæra Didda frænka mín, þú áttir góðan og skilningsríkan mann, og ég veit að söknuður þinn er mikill, og þá barnanna ykkar, Valgerðar Olgu, Ómars, Gunnars og Eðvarðs Rúnars – ykkar missir er mikill svo og barna- barnanna – sem í dag eru sjö – en þessi fjölskylda gekk í gegnum erf- iðan tíma er elsta barnabarnið, Gunn- ar Hjörtur Bjarnason, lést ungur, 21 árs, vegna veikinda sem hann átti lengi í. Þessi tími var fjölskyldunni allri mjög erfiður, þessi mikla sorg sem á þau var lögð. Ég gæti haldið áfram, en okkar minning um góðan vin, Lalla okkar á Skaganum, gleymist aldrei. Heimili þeirra eru okkur efst í huga þessa dagana. Innilegar samúðarkveðjur. Vertu ávallt guði falinn, kæri vin- ur. Rúna Gústafsdóttir og fjölskylda. Nú haustar og hin lifandi náttúra dregur smám saman úr galsa sínum og undirbýr sig til að þreyja veturinn. Söngfuglinn er horfinn úr mónum og krían flogin á vit nýrra ævintýra suð- ur um höf. Vestanáttin ygglir brún sína og norðanvindurinn kemur brátt með veturinn í fanginu til að hasla sér völl. Og einmitt á því méli axlar vinur minn, Lárus Engilbertsson, sín skinn og yfirgefur okkur og heldur í sína hinstu för. Mér finnst sem ég sjái hann, lágvaxinn og hnellinn með bros á vör ganga á fund örlaga sinna. Eng- inn veit hvað bíður handan tjaldsins og enginn veit sitt skapadægur. Ég kynntist Lárusi fljótlega eftir að ég flutti á Akranes upp úr 1980. Hann var einn þeirra góðu félaga sem höfðu brennandi áhuga á þjóðmálum og voru samvistum í Alþýðubanda- laginu á Akranesi. Hann iðkaði ekki þaulsetur á fundum, en kom oft til að hlusta og leggja á ráðin. Hann var öllu kunnugur á Akranesi, þekkti menn og málefni og var því gott að leita til hans. Marga sögu sagði hann mér af uppruna sínum fyrir vestan, hann hafði ungur farið að vinna fyrir sér eins og títt var um fólk af hans kynslóð. Ógleymanleg er mér sagan af því þegar hann var aðstoðarmaður 10 ára gamall hjá pípulagningamanni norður í Ingólfsfirði á Ströndum, þegar verið var að reisa síldaverk- smiðju þar fyrir miðja síðustu öld. Pípari þessi var ölkær í meira lagi og vann alltaf undir áhrifum, utan einn dag, þá gat hann ekki unnið. Hann var brennivínslaus. Var þá gerð gangskör að því að útvega þennan dýrmæta drykk og allt féll í ljúfa löð þegar píparinn fékk skammtinn sinn. Lárus sagði mér frá því að hann hefði strokið úr þessari vinnu um borð í síldarbátinn hjá föður sínum, sem landaði þarna og var á síld með honum allt sumarið. Var hann þar sem einn af hásetunum fram á haust. Þessi sjómennska varð auðvitað til þess að Lárus fór á sjóinn um leið og tök voru á eins og flestir ungir menn fyrir vestan og var sjómaður eftir að hann fluttist hingað suður, þó seinna færi hann í land. Lárus var skemmtilegur maður. Það var gott að vera nálægt honum. Hann var jákvæður og glaðbeittur og hann talaði alltaf tæpitungulaust um það sem honum fannst rangt og óréttlátt. Enginn þurfti að velkjast í vafa um með hverjum hjarta hans sló. Hann var einn þeirra manna af sinni kynslóð sem vildi standa í ístaðinu og hopa ekki fyrir græðgi og sérgæsku nútímans. Hann lagði sinn skerf til þess að við búum í þjóðfélagi þar sem félagslegt öryggi ríkir. Hann þekkti líka af langri reynslu óvini þess. Nú þegar hann er allur verður engu bætt við af sögum og annarri skemmtan. Ekki verður framar rennt upp að manni á hjóli og sagt: „Hvað segir þú, Svenni minn?“ Hann mun þó áfram lifa í huga manns og áminna mann þar um að standa sig og gleyma ekki sameiginlegum mál- stað okkar. Öllum ástvinum Lárusar vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Sveinn Kristinsson og fjölskylda. LÁRUS JÓN ENGILBERTSSON  Fleiri minningargreinar um Lár- us Jón Engilbertsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.