Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að Pricewaterhouse- Coopers (PwC), hafi lagt til að hluta- bréf í Landssímanum yrðu seld á umtalsvert hærra verði í almennu útboði og sölu til starfsmanna en rík- isstjórnin og einkavæðingarnefnd hafi ákveðið. „Verðmat þeirra sem við studd- umst við var á tilteknu bili. Neðri mörkin á því var gengið 6,1. Síðan var tekin ákvörðun um það eftir ít- arlega umfjöllun einkavæðingar- nefndarinnar að gera tillögu um að fara niður fyrir þessi neðri mörk eða niður í 5,75 í ljósi aðstæðna við söl- una og til þess að koma til móts við almenning og fjárfesta í þeim til- gangi að gera hann álitlegri fjárfest- ingarkost,“ segir Sturla. Samgönguráðherra vildi ekki greina frá hver hefðu verið efri verð- mörkin í ráðgjöf PwC en sagði að þau hefðu verið verulega hærri og þ.a.l. meðalverðið sem lagt var til. Búnaðarbankinn lagði til að verð á bréfunum yrði lækkað Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingarnefndar, segir það rétt sem fram hafi komið að Búnaðarbankinn hafði lagt til talsverða lækkun á út- boðsgenginu, „en við töldum það al- gerlega óverjandi“, segir hann. Sam- gönguráðherra kveðst ekkert hafa heyrt um að Búnaðarbankinn hafi lagt til að útboðsgengið yrði lækkað. „Það eru alveg nýjar fregnir fyrir mér. Ég hef ekkert heyrt af því,“ sagði Sturla. „Okkar verðmat var eðlilegt og sanngjarnt“ Hreinn vísar með öllu á bug þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á söluna, m.a. um að söluverðið hafi verið of hátt. „Landssíminn er fyr- irtæki með mjög traustan og öflugan tekjugrundvöll. Miðað við aðstæður á Íslandi er tiltölulega lítil áhætta fólgin í því að kaupa hlutabréf í Landssíma Íslands. 96% lands- manna eiga viðskipti við þetta fyr- irtæki á hverjum degi. Þar af leið- andi er það rangt sem ýmsir hafa haldið fram að það eigi að gera ein- hverja 12 til 15% ávöxtunarkröfu eins og heyrst hefur til fjárfestingar í fyrirtæki eins og Landssímanum. Það er mun nær að tala um 10,5% miðað við þann rekstur sem þarna er um að ræða. Það styður það að okkar verðmat var eðlilegt og sanngjarnt,“ segir Hreinn. Hann segir það hafa verið með öllu ástæðulaust fyrir ríkið að slá af verði þessarar eignar sinnar með tilliti til markaðsaðstæðna. Ekkert liggi á og ef bréfin seljist ekki geti ríkið haldið bréfunum áfram. „Við vildum hins vegar halda okkur við þá ákvörðun sem tekin hafði verið og gefa þeim færi á að kaupa sem voru reiðubúnir til þess, á þeim grundvelli sem við töldum eðlilegan og sanngjarnan. Það voru 2.600 einstaklingar en því miður allt of fáir stofnanafjárfestar, sem tóku þátt í þessum kór að fá ein- hverja sérstaka lækkun á verðmæti Símans vegna markaðsaðstæðna. Þeir vildu sem sagt fá áhættulitla eign inn í sín verðbréfasöfn á útsölu- kjörum. Það kom ekki til greina,“ segir Hreinn. Ys og þys út af engu Þeirri gagnrýni hefur einnig verið haldið fram að rétt hefði verið að fresta sölunni. Hreinn vísar því einn- ig á bug og segir að útboðið hafi verið upphaf á ferli sem hafi svo haldið áfram í gær vegna sölu 25% hluta- fjárins til kjölfestufjárfestis. „Ríkið hefur átt þetta fyrirtæki í áratugi. Það er enginn asi á mönnum og eng- in áhætta fyrir ríkið. Ég tel þetta brölt um að ekki hafi átt að selja því vera ys og þys út af engu. Það tekur þá bara lengri tíma að selja en það kemur ekki til greina að slá af verð- inu,“ segir hann. Hreinn segir að þeir sem haldi því fram að forgangsröðin við söluna hafi verið röng hafi ætlað sér að skipta sér af rekstri fyrirtækisins. „Það er kjölfestufjárfestirinn sem það gerir en það er ekki hlutverk líf- eyrissjóða að stjórna þeim fyrirtækj- um sem þeir kaupa hlutabréf í. Þeir eiga að hafa eftirlit með stjórnend- unum. Þeirra hlutverk er ekki að setjast inn í stjórnir fyrirtækja og fara að skipta sér af rekstri þeirra,“ segir hann. „Það er greypt inn í undirstöður einkavæðingarinnar, allt frá því að hún hófst fyrir tíu árum með skipu- lögðum hætti, að Jón og Gunna fengju fyrsta tækifærið. Þau fá að kaupa þegar verðið er eins lágt og það getur orðið og það er við upphaf sölu. Þá fær einstaklingurinn og líf- eyrissjóðirnir sem hann á hlut í að kaupa. Þarna fær almenningur fyrsta tækifærið og svo lengi sem ég fæ nokkru ráðið verður þetta með þeim hætti að almenningur fær fyrsta tækifærið,“ sagði Hreinn. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um útboð Landssíma Íslands PwC lagði til mun hærra útboðsgengi ÓSAMRÆMI er á milli frásagnar Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lög- fræðings af tölvupóstsendingum Aðalsteins Leifssonar varðandi heimildanotkun í kandidatsritgerð Vilhjálms, og tölvupóstsins, sem Aðalsteinn sendi á sínum tíma. Í yfirlýsingu, sem Vilhjálmur sendi frá sér sl. fimmtudag kveðst hann hafa notað brot úr fyrirlestri Úlf- ars Haukssonar í þeirri „góðu trú að Aðalsteinn væri höfundur þess“, og honum hafi verið ókunn- ugt um uppruna efnisins. Aðalsteinn Leifsson sendi Vil- hjálmi hins vegar tölvupóst dag- settan 8. mars 2000 ásamt við- hengjum. Í póstinum, sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um, segist Aðalsteinn senda Vil- hjálmi skilaboð í Word-skjali merktu villi.doc og er skjalið enn- fremur efst á lista yfir fjögur við- hengi. Í þessu fyrsta viðhengi er Vilhjálmi meðal annars gerð grein fyrir að Aðalsteinn sé ekki höfund- ur alls efnisins þar sem segir: „Góðan dag Villi! Afsakaðu að ég sendi þér ekki línu fyrr en ég hef verið upp fyrir haus í stórum verkefnum og þurfti auk þess að taka smá frí vegna flutninga og veikinda. Meðfylgjandi er fyrir- lestur sem Úlfar Hauksson hélt fyrir skömmu um mögulega aðild Íslands að sjávarútvegsstefnu ESB á fundi í Brussel og ennfrem- ur eldri grein sem ég skrifaði um sama mál.“ Síðar í sama viðhengi minnist Aðalsteinn í tvígang aftur á Úlfar. Í yfirlýsingu frá Vilhjálmi er þetta staðfest þar sem hann segir: „Í einu af þessum viðhengjum kom fram að eitt þeirra væri fyrirlestur sem Úlfar Hauksson stjórnmála- fræðingur flutti á fundi í Brussel. Það viðhengi, eins og hin, var þó al- gjörlega ómerkt.“ Í næstu setn- ingu í sömu yfirlýsingu segir Vil- hjálmur: „Tveimur mánuðum síðar notaði ég hluta af þessu efni ásamt öðrum heimildum við gerð kandi- datsritgerðar minnar í þeirri góðu trú að Aðalsteinn væri höfundur þess. […] Þegar mér varð ljóst hvernig málum var háttað, en það var í kjölfarið á kvörtun Úlfars Haukssonar til lagadeildar, hafði ég þegar samband við Úlfar og skýrði honum frá málavöxtum. Ég bað hann afsökunar á þessum mis- tökum mínum og ítrekaði við hann að mér hefði verið ókunnugt um uppruna efnisins.“ Mál Vilhjálms kom upp í kjölfar þess að Úlfar Hauksson stjórn- málafræðingur vakti athygli laga- deildar á að kafla úr ritgerð sem hann skrifaði væri að finna orð- réttan í ritgerð Vilhjálms. Ekkert var vísað til ritgerðar stjórnmála- fræðingsins í ritgerðinni og henn- ar var ekki getið í heimildaskrá. Vilhjálmur bar fyrir sig að hann hefði fengið sent efni frá þriðja að- ila, Aðalsteini Leifssyni, í tölvu- pósti til frjálsrar notkunar. Lagadeild fékk afrit af tölvu- póstinum og kemur þar fram eins og fyrr segir að Úlfar Hauksson er höfundur textans. Ekki náðist í Vilhjálm H. Vil- hjálmsson. Sigurður G. Guðjóns- son hrl., lögmaður Vilhjálms, sagði skjólstæðing sinn staddan í út- löndum en vildi annars ekki tjá sig um málið. Ósamræmi í yfir- lýsingu kandidats MÁL lögfræðings sem sakaður var um ritstuld í kandidatsritgerð sinni var lagt fram til kynningar á fundi háskólaráðs Háskóla Íslands í gær. Páll Skúlason rektor sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að háskólaráðið hefði málið ekki til um- fjöllunar að öðru leyti en því að gögn lagadeildar hefðu verið kynnt ráðinu til fróðleiks. „Málið kemur ekki til umfjöllunar háskólaráðs nema eitt- hvert tilefni verði til þess sem hefur ekki verið til þessa. Á fundinum kom fram að kandídat er óánægður með afgreiðslu lagadeildar, en hann hefur ekki kært þann úrskurð, svo há- skólaráð hefur hann ekki til umfjöll- unar,“ sagði rektor. Deildarfundur lagadeildar Há- skóla Íslands samþykkti í síðustu viku að svipta Vilhjálm Hans Vil- hjálmsson lögfræðing kandídatstitli og afturkallaði einkunn sem hann fékk fyrir lokaritgerð sem hann skrifaði við deildina. Jafnframt sam- þykkti fundurinn að heimila Vil- hjálmi að skrifa nýja ritgerð við laga- deild eins og hann hafði óskað eftir að fá að gera. Aðspurður sagði Páll Skúlason úr- skurð lagadeildar standa, háskóla- ráð hefði ekki afskipti af honum að svo stöddu og kynning málsins fyrir háskólaráði væri aðeins eðlilegur upplýsingavettvangur fyrir atburði innan veggja háskólans. Lögfræðingur sakaður um ritstuld í kandidatsritgerð Ekki til umfjöll- unar í há- skólaráði LÁTINN er í Reykja- vík Gunnar Jökull Há- konarson hljómlistar- maður, fimmtíu og tveggja ára að aldri. Gunnar Jökull fæddist 13. maí 1949 í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann bjó í Reykjavík alla sína tíð nema árin 1986 til 1994 þegar hann bjó í Svíþjóð. Gunnar Jökull hóf ungur að leika í hljóm- sveitum og hann var aðeins 14 ára gamall þegar hann var byrjað- ur að leika sem trommuleikari í Tón- um. Tveimur árum síðar, eða þegar hann var 16 ára hóf hann að leika með bresku hljómsveitinni Syn og vakti trommu- leikur hans mikla eftir- tekt en Gunnar varð fyrstur trommuleikara í heiminum til að spila svokallað tvöfalt bít. Þegar hann kom frá Bretlandi 18 ára gam- all spilaði hann fyrst með hljómsveitinni Tempó og síðan með Flowers. Í framhaldi af því lék Gunnar með hljómsveitinni Trú- broti. Gunnar lætur eftir sig einn son. Andlát GUNNAR JÖKULL HÁKONARSON SVO virðist sem ökumenn átti sig ekki fyllilega á hlutverki vegaxla á Reykjanesbrautinni, enda hefur borið á framúrakstri á þeim, sem getur að sjálfsögðu verið stór- hættulegt, þar sem enginn ökumað- ur á von á því að tekið sé fram úr honum hægra megin. Vegaxlirnar eru eingöngu ætlaðar ökumönnum til að aka út á í því skyni að hleypa þeim framúr sem á eftir koma á meiri hraða. Kvartanir hafa borist Umferð- arráði um að ökumenn kunni ekki að víkja út á axlirnar til að hleypa hraðari umferð framhjá og einnig hefur verið kvartað yfir ökumönn- um sem nota axlirnar til fram- úraksturs. Að sögn Óla H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs er framúrakstur á vegöxlunum hættulegur enda eiga ökumenn allajafna síst von á því að tekið sé framúr hægra megin. Þá brýnir Umferðarráð fyrir þeim sem hægar aka að fylgjast með umferð í bak- sýnisspeglinum og vera tilbúnir að hliðra til hægri út á vegöxlina ef ökutæki nálgast aftan frá. Ekki hef- ur verið rætt um uppsetningu leið- beiningaskilta á Reykjanesbraut- inni varðandi rétta umferðarhegðun. Morgunblaðið/Júlíus Þeir sem hægar fara hliðri út á vegaxlirnar TILBOÐ voru opnuð hjá Vegagerð- inni í gær í útboðum þriggja fram- kvæmda á Suðurlandi. Stærsta vegaframkvæmdin er Gaulverjabæj- arvegur þar sem kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 40 milljónir króna. Sjö tilboð bárust, þar af voru þrjú undir áætlun. Lægsta tilboð kom sameiginlega frá Styrkingu ehf. á Selfossi og Slitlagi ehf. á Hellu upp á 36,4 milljónir króna. Níu tilboð bárust í uppsetningu girðinga í Mýrdal sem Vegagerðin áætlaði að gæti kostað 13,6 milljónir króna. Sjö verktakar buðu undir áætluninni og þeir lægstu aðeins með 57% af áætlun, eða tilboð upp á 7,8 milljónir. Alls bárust 14 tilboð í endurbætur á Þórsmerkurvegi ofan Markarvegar, sem Vegagerðin áætl- aði að kostaði 6,7 milljónir. Mikill munur reyndist á lægsta og hæsta tilboði. Lægst bauð Tönnin í Reykja- vík, 4,6 milljónir, en langhæst bauð Styrking eða 15,9 milljónir króna, sem er 136% hærra en áætlunin. Boðið var í þrjú verk á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.