TÝmarit.is   | TÝmarit.is |
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

VÝsir

and  
M T W T F S S
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Click here for more information on 242. T÷lubla­ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
VÝsir

						vtsnt

Föstudagur 2. nóvember 1979

17

1

,,Ein sild, gjörðu svo vel"

„HAHYRNINGAR ERU GOÐ-

LYND OG GÁFUÐ DÝR"

segir bandarískur þjálfarl tveggja slíkra í Sædýrasafninu

Tveir háhyrningar, Grétar og Agnes, dóla nú um í stórri laug I Sœ-

dýrasafninu og blða eftir flugfari til Japan. Leikfélagi þeirra er lft-

ill, sætur landselur og eftirlit meo þeim hefur bandarikjamaðurinn

Dan Cartwright, sem hefur það fyrir atvinnu ao þjálfa sjávardýr I

allskonar listum.

Það var matmálstimi i Ssedýrasafninu, þegar vio litum þar vio i

gær og þau Dan Cartwright og Ragnhildur Jónsdóttir voru við laug-

ina meö fullar fötur af sfld.

Grétar og Agnes voru þegar komin aö bakkanum og hvein hátt i

þeim; þau vissu auðsjáanlega hvað til stiífi. Selurinn Snorri ktkti

feimnislega úr kafi öðru hverju, en hvarf svo löngum stunium, Við

vorum dálitið hissa á að sjá sel i lauginni, þvi að einhverstaðar

höfðum við lesið, að háhyrningum þættu þeir herramannsmatur.

„Agnes og Grétar væru lfk-

lega búin að borða hann upp til

agna, ef þau hefðu hitt hann á

hafi liti", segir Cartwright.

„Hér fá þau hinsvegar nóg að

borða, svo að þau láta hann

alveg i friði.

Háhyrningar eru alls ekki

grimmar skepnur, þeir drepa

ekki aö gamni sinu, heldur að-

eins sér til matar. Selurinn var

nú dálitið tortrygginn i fyrstu,

þvi að hann veit, að háhyrning-

ar eru hans náttúrulegu óvinir.

En þau eru orðin perluvinir öll

þrjú. Þegar við minnkum i laug-

inni til að taka blóöprufur af

dýrunum, prilar selurinn upp

um háhyrningana og leikur sér

að bakuggum þeirra og sporöi.

Hann er alveg óttalaus."

„Hvað tekur langan tima að

þjálfa háhyrning?"

„Það er töluvert misjafnt, þvi

að það er um háhyrninga eins og

mennina, þeir eru misfljótir að

læra. Meðal-þjálfunartimi er

liklega um niu mánuðir. Það er

þó aðeins fyrir minniháttar sýn-

1

Dan Cartwright og Ragnhildur Jónsdóttir.

ingar. Ef á að gera „stjörnur"

fekur það mun lengri tlma."

„Ertu ekkert hræddur um það

þeir borði þig I dessert, þegar

þeir eru búnir með sildina?"

Cartwright hlær og hristir

höfuðið. „Ég hef unnið við þetta

i sjö ár og aldrei meiöst alvar-

lega."

„Ekki alvarlega. En kannski

pinulitið?"

„Já, en það hefur ekki veriö

dýrunum að kenna. Það hefur

verið, þegar ég hef verið I laug-

inni með þeim. Þau hafa aldrei

reynt að meiða mig, enda væri

ég þá ekki til frásagnar. En

þetta eru stórar skepnur og

þegar þæreruaðærslastgetur

maður fengið nokkuð þung

högg, ef maður er fyrir.

Annars sýna háhyrningar

okkur mönnunum mikla tillits-

semi og elsku. Ég get nefnt þér

sem dæmi, að einu sinni var ég

aö kjas.su einn og nudda á hon-

um tannholdið, sem þeim þykir

mjög gott.

Þegar ég ætlaði að standa upp

og fara, hefur hann fundið þaö á

sér, þvl aö hann lokaði munnin-

um utan um hendina á mér. En

það var ósköp varlega gert, þvl

að þótt hann héldi mér föstum,

þá beit hann ekki svo fast, að ég

meiddi mig."

„Heldurðu að þeir þekki menn

I sundur?"

„Já, alveg örugglega. Ég hef

þjálfað marga, bæði háhyrninga

og höfrunga, og það er enginn

vafi á, að þeir þekkja mig, þeg-

ar ég kem I heimsókn.

Þetta eru bæði gáfuö og góö-

lynd dýr og mér þykir mjög

vænt um þau. Og þaö sjást þess

oft merki, aö þau endurgjaldi

þær tilfinningar."

„Þú sagðir, að háhyrningar

væru misjafnlega fljótir að

læra. Hvernig llst þér á þessa

tvo?"

„Agætlega, þeir eru hressir

og kátir. Grétar er mjög námfús

og fljótur aö læra. Ég er ekki

búinn að vera hér nema nokkra

daga, en hann er þegar farinn

að leika sér dalitið við mig."

—ÓT.

„Say please'

„Engin holii"

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28