Morgunblaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 4
NÍU leikmenn úr austurríska lands-
liðshópnum í knattspyrnu neituðu í
gær að fara með liðinu til Ísraels,
þar sem það á að leika við heima-
menn í 7. riðli undankeppni HM um
næstu helgi. Þeir telja öryggi sitt
ekki tryggt í Ísrael. Áður en að
þessu kom hafði knattspyrnu-
samband Austurríkis kannað hvort
mögulegt væri að leikurinn færi
fram á hlutlausum velli við takmark-
aðar undirtektir innan Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA.
Leikurinn í Tel Aviv skiptir báðar
þjóðir miklu máli því þær eru í
keppni um annað sætið í 7. riðli, en
það gefur rétt á aukaleik við Tyrki
um keppnisrétt á HM á næsta ári.
Sem stendur er Austurríki í öðru
sæti riðilsins með 14 stig og marka-
töluna 9:7, en Ísrael er í þriðja sæti
með 11 stig og markatöluna, 10:6.
Heimamönnum nægir því eins
marks sigur í leiknum til þess að
komast í aukaleikinn við Tyrki sem
eru í öðru sæti 4. riðils þar sem Sví-
ar hafa þegar tryggt sér farseðilinn
á HM næsta sumar.
Neitun leikmannanna níu setur
Otto Baric, landsliðsþjálfara Austur-
ríkis, í talsverðan vanda, einkum
hvað varnarleikinn varðar, vegna
þess að flestir níumenninganna eru
á meðal sterkustu varnarmanna
Austurríkis. Formaður knatt-
spyrnusambands Austurríkis sagði
að þótt leikmennirnir níu neituðu að
fara til Ísraels myndi það ekki draga
neinn dilk á eftir sér af hálfu sam-
bandsins, það virti afstöðu leik-
mannanna þótt hún kæmi sér illa
fyrir landsliðið.
Talsmaður FIFA sagði í gær að
leikurinn færi fram í Tel Aviv og ísr-
aelsk knattspyrnuyfirvöld hefðu
fullyrt að allt yrði gert til þess að
tryggja öryggi austurríska lands-
liðsins meðan það dvelur í Ísrael.
Neita að fara til Ísraels
JERMAINE Pennant, hinn ungi
leikmaður Arsenal, var í sviðsljósinu
þegar 19 ára landslið Englands lagði
Ísland að velli í York á mánudags-
kvöldið, 2:0. Hann skoraði fyrra
mark Englands, en þess má geta að
vítaspyrna var dæmd á hann á
fimmtu mín. leiksins fyrir brot á Sig-
mundi Kristjánssyni. Viktor Einars-
son nýtti ekki spyrnuna, skaut yfir
mark.
PENNANT lék gegn öðrum Ars-
enal-manni – bakverðinum Ólafi
Inga Skúlasyni, Fylki, sem er á för-
um til Arsenal.
FRANSKI landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu Zinedine Zidane, sem
leikur með Real Madrid á Spáni, var
í gær útnefndur leikmaður ársins á
Ítalíu 2000-2001, en hann lék með
Juventus sl. keppnistímabil.
BAYER Leverkusen styrkti leik-
mannahóp sinn í gær, þegar tveir
varnarmenn skrifuðu undir samning
– Bandaríkjamaðurinn Jeff Cann-
ingham og Finninn Hannu Tihinn-
en.
PATRIK Berger lék með varaliði
Liverpool síðustu 30 mínúturnar
gegn Sunderland á mánudagskvöld-
ið. Berger hefur ekkert leikið knatt-
spyrnu síðan í ágúst vegna meiðsla í
hné.
NICKY Butt kom til móts við
enska landsliðshópinn í gær eftir að
hafa staðist læknisskoðun. Enn ríkir
óvissa um þátttöku Davids Seamans
í landsleiknum við Grikki á laugar-
daginn þar sem hann hefur ekki náð
sér fullkomlega af meiðslum í öxl.
JOHN Elsom, stjórnarformaður
Leicester, segir að Harry Redknapp
fyrrverandi knattspynrustjóri West
Ham sé einn þeirra sem komi til
greina í starf knattspyrnustjóra
Leicester í stað Peters Taylors sem
var látinn taka pokann sinn.
RAUÐA spjaldið sem Dion Dublin
fékk gegn Southampton í síðustu
viku hefur verið fellt niður af aga-
nefnd enska knattspyrnusambands-
ins. Greinilegt var af sjónvarpsupp-
töku af atvikinu að varnarmaður
Southampton lék sér að því að detta
með tilþrifum og lét það líta út fyrir
sem hann hefði verið sleginn af
Dublin.
JAAP Stam er sagður vera að
velta því fyrir sér að höfða mál gegn
Manchester United fyrir brot á
samningi þegar hann var skyndilega
seldur til Lazio síðsumars.
VLADIMIR Dimitrijevic, tvítugur
leikmaður Rauðu stjörnunnar í
Júgóslavíu, lést í gær. Hann fékk
hjartaslag á æfingu í fyrradag, var
fluttur á sjúkrahús en læknum tókst
ekki að bjarga lífi hans. Þetta er ann-
að dauðsfall knattspyrnumanns á
skömmum tíma því um liðna helgi
fékk 27 ára gamall Marokkómaður
hjartaáfall í kappleik í efstu deild í
heimalandi sínu.
FÓLK
Ljóst er að tveir af þeim leikmönn-um sem Morten Olsen, lands-
liðsþjálfari Dana, valdi fyrir leikinn
gegn Íslandi, geta ekki leikið vegna
meiðsla. Það eru þeir Per Frandsen,
miðvallarleikmaður hjá Bolton, og
Jesper Grønkjær, sóknarleikmaður
hjá Chelsea.
Þá er óvíst hvort Jon Dahl Tom-
asson, hinn marksækni miðherji frá
Feyenoord, geti leikið. Hann skoraði
bæði mörk Dana í þýðingamiklum
sigri á Búlgörum á dögunum í Búlg-
aríu, 2:0.
Einnig er sóknarleikmaðurinn
Marc Nygaard, sem leikur með
Roda í Hollandi, meiddur.
Þá hefur markahrókurinn Ebbe
Sand lítið getað leikið með Schalke
að undanförnu.
Miðvallarleikmennirnir Martin
Jørgensen, Udinese, og Thomas
Gravesen, Everton, eru á ný komnir
í danska hópinn, eftir að hafa misst
af tveimur síðustu landsleikjunum
vegna meiðsla.
Morten Olsen hefur kallar á alla
leikmennina til Kaupmannahafnar.
„Við þurfum á öllum okkar bestu
leikmönnum að halda í leikinn gegn
Íslendingum, sem er afar þýðingar-
mikill fyrir okkur. Mogens Kretz-
feldt læknir okkar mun skoða alla
leikmennina og vega og meta hvað
meiðsli þeirra eru alvarleg,“ sagði
Olsen.
Danir eru þegar byrjaðir að und-
irbúa framhaldið af fullum krafti. Ef
þeir þurfa að leika aukaleiki um HM-
sæti, verða þeir leiknir 10. og 14.
nóvember.
Ef Danir tryggja sér HM-sætið á
Parken á laugardaginn leika þeir
vináttuleik við Hollendinga á Parken
10. nóvemver. Þá hefur verið ákveðið
að landsleikur verði leikinn 14. febr-
úar 2002, en ekki er búið að ákveða
mótherja. Danir leika síðan við Ír-
land í Dublin 27. mars og Ísr-
aelsmenn leika á Parken 17. apríl.
Íslenski landsliðshópurinn kemur
saman í Kaupmannahöfn í dag og þá
hefst undirbúningurinn fyrir leikinn
af fullum krafti.
Reuters
Morten Olsen er byrjaður að undirbúa sína menn fyrir orrustuna við Íslendinga á Parken.
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur áhyggjur fyrir „Íslandsbaráttuna“
Verðum að tefla fram
okkar bestu mönnum
ÞAÐ er ákveðin spenna komin upp hjá hjá Dönum vegna meiðsla
landsliðsmanna fyrir viðureignina gegn Íslendingum á Parken á
laugardaginn. Danir verða að leggja Íslendinga að velli til að tryggja
sér farseðilinn á HM í Suður-Kóreu og Japan næsta sumar. Jafntefli
gæti þýtt aukaleik um sæti á HM við Króatíu, Belgíu eða Skotland.
Það er nokkuð sem Danir vilja vera lausir við.
PATREKUR Jóhannesson,
landsliðsmaður í handknattleik og
fyrirliði þýska liðsins Tusem Ess-
en, er annar markahæsti leikmað-
ur þýsku 1. deildarinnar í hand-
knattleik eftir fimm umferðir.
Patrekur, sem hefur leikið mjög
vel að undanförnu, hefur skorað
43 mörk, sem gerir að jafnaði 8,6
mörk í leik.
Patrekur féll niður í annað sæt-
ið á listanum um liðna helgi þegar
Robert Licu, leikmaður nýliða
Post Schwerin, skoraði 13 mörk í
leik gegn Solingen og er nú alls
búinn að skora 47 mörk á leiktíð-
inni, einnig í 5 leikjum eins og Pat-
rekur.
Ólafur Stefánssson, Magde-
burg, er þriðji markahæsti leik-
maður deildarinnar. Hann hefur
skorað 34 mörk sem er 6,8 mörk
að meðaltali í leik.
Thomas Axner, félagi Gústafs
Bjarnasonar hjá GWD Minden, er
fjórði markahæsti leikmaður
deildarinnar með 33 mörk og
Mark Schmets, Wallau Massen-
heim, er í fimmta sæti með 30
mörk.
Patrekur annar marka-
hæstur í Þýskalandi
GUÐBJÖRG Norðfjörð, sem
tilkynnti á dögunum að hún
væri hætt að leika með KR í
körfuknattleik kvenna, lék
með Haukum á dögunum. Á
heimasíðu Hauka kemur fram
að hún hafi birst í búningi
Hauka á fyrsta leik kvennaliðs-
ins í Opna Reykjavíkurmótinu
og leikið með Hafnarfjarð-
arstúlkum. Guðbjörg, sem var
fyrirliði KR í nokkur ár, lék á
árum áður með Haukum.
Tveir í liði
vikunnar
PATREKUR Jóhannesson og
Sigurður Bjarnason voru báðir
valdir í lið 5. umferðar í þýska
handknattleiknum af þýska
netmiðlinum Sport1. Sigurður
fór á kostum þegar Wetzlar
lagði Eisenach á útivelli, 34:28,
og skoraði tíu mörk. Patrekur
skoraði sjö sinnum þegar Ess-
en burstaði Grosswallstadt,
36:19, á heimavelli. Þetta er í
annað sinn sem Patrekur er í
liði vikunnar hjá Sport1 á leik-
tíðinni, en í fyrsta sinn sem
Sigurður er valinn.
Guðbjörg
með Haukum