Vísir - 20.11.1979, Síða 16
Bragi Asgeirsson viö myndir sinar og Siguröar, sem eru til hægri.
Kennarl og nemandl
sýna í Norræna húsinu
- Bragi Ásgelrsson og Sigurður ðrn
BRAGI ASG EIRSSON og
SIGURÐUR ÖRN BRYNJÓLFS-
SON hafa opnaö sýningu á
verkum sinum I Norræna húsinu.
A sýningunni eru 35 verk eftir
Braga og 70 eftir Sigurö örn.
Afundimeöblaöamönnum kom
það fram, aðhér er um tvær sjálf-
stæðar sýningar að ræða.
Nokkur aldursmunur er á
myndlistarmönnunum, Sigurður
örn fæddur 1947, eða sama ár og
Bragi hóf nám i Myndlista- og
handiðaskólanum. Bragi var
fyrsti kennari Sigurðar, þegar
hann gerðist nemandi við sama
skóla.
Bragi tileinkar sinn hluta
sýningarinnar börnum og barna-
ári. Hugmyndin að myndum hans
á sýningunni kviknaði, þegar
hann sat fund alþjóðlegrar
nefndar haustið 1978, sem fjallaöi
um Biennalinn i Rostock i ár. En
þar var samþykkt að tileinka
hann barnaári.
Bragi gerði myndaröð, sem
höfðar til barna um leiki þeirra.
Einkunnarorð sýningar Braga
eru: Mannlifið, ástin og börnin.
Myndir Sigurðar Arnar sýna
mannlifið i hnotskurn og eru i
senn ádeila og skop. Samt.iminn
kemur fram á alþjóðlegum sem
þjóðlegum vettvangi, kerfis-
þrælar, möppudýr, bilaöld
o.s.frv.
Sýningin er opin frá klukkan 14
til 22 fram til 25. nóvember. KP.
Jón Baldvinsson hefur opnaö
málverkasýningu á Loftinu við
Skólavörðustig. Þetta er sjöunda
einkasýning Jóns.
A Loftinu sýnir hann 26 oliu-
myndir, bæði nýjar og eldri
myndir.
Sýningin er opin á verslunar-
tima virka daga og um helgar frá
klukkan 14 til 18. Henni lýkur 25.
nóvembeí’.
RÓBEftT AfWRNMSSON FLY7U« tOÖ EFÍtR GYfFA Þ. OfekASO)
Róbert syngur
lög Gylfa Þ.
Lestin brunar nefnist ný hljóm-
plata sem komin er út hjá
Fálkanum. Róbert Arnfinnsson
syngur lög eftir Gylfa Þ. Gislason
við ljóð eftir mörg helstu skáld
þjóöarinnar. Þetta er önnur plata
þeirra Róberts og Gylfa.
Undirleik á plötunni annast
meðlimir úr Sinfóniuhljómsveit
Islands undir stjórn Jóns Sigurðs-
sonar.
F.v. Ólafur Lárusson, Þór Vigfússon, Kees Visser og Magnús Pálsson.
Vlsismynd JA.
Mögnuö hióð-
félagsádeila
Leikfélag Keflavikur:
Útkall i Klúbbinn eftir
Hilmar Jónsson
Leikstjóri: Gunnar
Eyjólfsson.
Nýtt Islenskt leikrit var frum-
sýnt iStapa sunnudaginn 11 nóv.
af Leikfélagi Keflavikur. Leik-
stjóri er Gunnar Eyjólfsson.
Hilmar Jónsson höfundur þessa
leikverks er góökunnur rithöf-
undur. Eftir hann hafa birst
fjölmargar bækur og greinar
um bókmenntir og menningar-
mál. Hilmar hefur settsvip á þá
menningarmálaumræðu, sem
farið hefur fram undanfarin ár.
Hann er harður penni með fast-
mótaðar skoöanir og hefur þvi
að vonum mjög gustaö um
hann. Það er mikið fagnaðar-
efni að nú skuli þessi höfundur
koma fram i nýju hlutverki á
sviði Islenskra bókmennta. Efni
þessa verks er sótt i umhverfi,
sem höfundurinn þekkir vel,
þ.e.a.s. sambúð Islendinga og
Amerikana á Keflavlkurflug-
velli.
Útkall i klúbbinn er fjölmenn
sýning, um 20 leikarar. En þar
fyrir miðju standa forstjórahjón
i Framkvæmdafélaginu I her-
stööinni, lögreglustjórinn þar og
lögreglumaður. Leikritið hefst
þar sem kapteinninn i herstöð-
inni tekur á móti gestum, það er
forstjóranum og dóttur hans.
’ Aðalkeppikefli forstjórans er að
fá góða samninga sem verktaki
við herinn. Kapteinninn aftur á
móti grunar hann um græsku og
vill fá að vita hverju forstjóri
stingur i eigin vasa. Til þess
felur hann þjónum sinum aö
vera örlátir á vin við gestina.
Samkvæmið endar á drama-
tiskan hátt, þar sem einn gest-
anna telur sig nauðbeygðan að
kalla á lögregluna. Einn lög-
regluþjónn er á vakt, þegar út-
kallið kemur, en lögreglu-
maðurinn brýtur reglur um aö
faraekkieinn og meö leyfi inn I
Klúbbinn. Hann réttlætir sig
með þvl aö hann hafi verið aö
bjarga dóttur forstjórans frá
nauðgun. Leikritið fjallar síöan
um örlög þessa lögreglumanns.
En I lok leiksins er lögö fyrir
hann gildra af valdamönnum
staðarins, svo að hann geti
aldrei borið vitni um þá spili-
ingu, sem þarna á sér stað. Þar
eiga forstjórahjónin drýgstan
hlut aö máli. Efni leikritsins
verður ekki rakið frekar i þess-
ari umsögn. Mér virðist aö höf-
undurinn taki efnið föstum tök-
um. Markmiö verksins er ekki
sérstæð persónusköpun heldur
þjóna þær allar sem ein þvi
höfuðhlutverki að skila
magnaðri þjóðfélagsádeilu.
Þarna virðist mér höfundurinn
vinna frægan sigur.
Leikstjóri er eins og áður er
sagt Gunnar Eyjólfsson. Hann
er Keflvikingur og þvl mjög
kunnugur þessu efni og auk þess
mjög fær listamaöur I sinni
grein. Margt er llka gott um
leikstjórn hans. Honum hefur
tekist að kalla fram samræmd-
an svip á verkinu og furðu gott
jafnvægi i samspili leikend-
anna. Sviðsetning er með
nýstárlegum hætti, trúlega i ætt
við Bertold Brecht. Sviös-
skiptingar eru margar, einkum
þegar þess er gætt hve leikritiö
er stutt. Leikstjórinn afmarkar
leikatriði meö hljómlist sem
mér finnst rjúfa samhengi
leiksins um of. Skiptingar hefðu
þurft að vera hraðari og hefði þá
boöskapur verksins komiö betur
til skila en raun varö á.—
Sýnilegt er að leikendur hafa
lagt sig alla fram við hlutverk
sin. En þarna er um mikil
dramatisk átök aö ræða, sem
ekki eru á færi nema bestu
skapgerðarleikara. Með helstu
hlutverk fara: JóhannGíslason,
Jenný Lárusdóttir, Rúnar Hart-
mannsson og Jón Sigurðsson.
011 eiga þau sameiginlegt að
koma texta verksins þokkalega
til áheyrenda, hins vegar var
leikur þeirra að minum dómi of
dempaöur. Undantekning var
þó Sigriður Siguröardóttir i
hlutverki Gógó og forstjóra-
hjónin á köflum, Jóhann og
Jenný.
Ég vil að lokum endurtaka
þakkir mlnartil höfundarins. Ef
til vill mundi þessi sjónleikur
skila sér best i kvikmynd.
Óskar Aöalsteinn
Nýlíst að
Kjarvalsstöðum
Fimm myndlistarmenn hafa
opnaö sýningu á verkum slnum
að Kjarvalstööum. Þeir eru
ÓLAFUR LARUSSON, ÞÓR
VIGFÚSSON, KEES VISSER,
MAGNÚS PALSSON og
KRISTINN G. HARÐARSSON.
011 verkin á sýningunni flokkast
undir nýlist og eru þau mjög ólik,
t.d. teikningar, ljósmyndir,
skúlptúr, þrividdarstærðfræði á
leirtöflum og fléttumyndir úr
pappir.
Sýningin að Kjarvalsstöðum er
opin til 25. nóvember frá klukkan
16 til 22 virka daga og frá klukkan
14 til 22 um helgar.
— KP.