Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 43
skyrtu með bindi og í vel pússuðum skóm. Alltaf sótti hann Moggann og fór þá yfirleitt í jakka áður en hann „gekk niður“ eins og hann orðaði það og mér er minnisstæður einn morgunn er hann „gekk niður“. Þá gekk hann fram hjá spegli sem er á ganginum hjá þeim, hikaði, gekk til baka, leit í spegilinn, tók upp greiðu sem hann renndi í gegnum silf- urgráa hárið, stakk henni í vasann. Þá gat hann sótt Moggann! Í mínum huga held ég að hann hafi verið eins og afi minn, því ég kynntist aldrei afa sem barn eða unglingur. Þegar ég þurfti að fara í barneignarfrí tók Friðrik með báð- um höndum um hönd mína og sagði: „Þú mátt aldrei fara frá okk- ur.“ Því gleymi ég aldrei! Það hef ég staðið við og fer ekki frá Inge- borg meðan hún þarf á mér að halda. Friðrik fann t.d. nafn á einni brauðtegund í bakaríi okkar hjóna, sem hann var mjög hrifinn af. Hann sagði við manninn minn: „Þú átt eftir að verða frægur fyrir Ragnars byggbrauð,“ en þá var maðurinn minn að þróa þetta brauð úr ís- lensku byggi úr Eyjafirði og var mjög stoltur, nafnið var komið á brauðið, „Byggbrauð Ragnars“. Mér finnst ég mjög rík og heppin að hafa kynnst Friðriki og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gefið mér á þessum árum sem mér finnst ómetanlegt. Við hjónin vott- um aðstandendum okkar dýpstu samúð og ég þakka fyrir að fá að vera hjá Ingeborg áfram. Björg Long og Ragnar Rögnvaldsson. Horfinn er einn af frumkvöðlum nútímaskurðlækninga á Íslandi, dr. Friðrik Einarsson. Kynni mín af dr. Friðrik spanna langt tímabil, eða rúm 40 ár. Ég kynntist honum fyrst sem læknanemi, þá sem aðstoðar- læknir og loks sem sérfræðingur og undirmaður hans á Borgarspítalan- um. Þau kynni voru öll á einn veg. Dr. Friðrik var góður kennari, far- sæll skurðlæknir og frábær stjórn- andi. Það sem einkenndi hann e.t.v. öðru fremur var hversu mjög hann bar hag sjúklinga fyrir brjósti, hann var sannur málsvari þeirra og á það við öll stig læknisþjónustu. Dr. Friðrik var alltaf tilbúinn til starfa og voru t.d. ófáar ferðir sem hann fór með Birni Pálssyni sjúkra- flugmanni út á land og til Græn- lands í sjúkraflug. En lengst verður hans minnst fyrir sýn hans og for- ystu í sjúkrahúsrekstri. Forystu- hæfileikar hans og framsýni voru einstök, svo og hæfni hans til að finna farsælar leiðir til lausna. Það varð bylting í sjúkrahúsrekstri á Ís- landi þegar Borgarspítalinn var stofnaður. Teknar voru upp margar nýj- ungar sem dr. Friðrik og sam- starfsmenn hans höfðu undirbúið og mótað, svo sem gjörgæsludeild og bráðamótttaka, en dr. Friðrik hafði þá unnið að undirbúningi og skipulagi spítalans um langt árabil. Hann skildi manna best þörf á sér- hæfingu í skurðlækningum, mark- mið hans var það að hinn nýi spítali skyldi standa jafnfætis því besta sem þá þekktist. Hann fékk unga sérfræðinga í brjósthols-, æða- og þvagfæraskurðlækningum til starfa, auk almennra skurðlækna, og stofnaði nýjar deildir með sérhæf- ingu sem starfsgrundvöllur hafði ekki fundist fyrir annars staðar. Má þar nefna háls-, nef- og eyrnalækn- ingar og heila- og taugaskurðlækn- ingar. Óvíst er hvort eða hvenær heila- og taugaskurðlækningar hefðu hafist á Íslandi ef dr. Frið- riks hefði ekki notið við. Til að sýna virðingarvott gerði Félag íslenskra heila- og taugaskurðlækna hann að heiðursfélaga fyrir fáum árum. Ekki verður dr. Friðriks minnst án þess að geta hinnar glæsilegu eiginkonu hans, frú Ingeborg. Þau voru einstaklega samhent og sam- stiga og augljóst hversu mikils hann mat hana. Henni og fjölskyld- unni allri eru færðar hugheilar samúðarkveðjur. Dr. Friðrik Ein- arsson er kvaddur með virðingu og djúpri þökk. Bjarni Hannesson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 43 ✝ Karl Ottó Karls-son hljóðfæra- leikari fæddist í Reykjavík 5. septem- ber 1920. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Karl Kristjáns- son og Dagbjört Bjarnadóttir. Karl ólst upp hjá móður- systur sinni, Þrúði Bjarnadóttur, og Jóni Guðmundsyni í Felli. Fyrri kona Karls var Þorbjörg Ingibergs- dóttir, þau skildu, börn þeirra eru: Þrúður, maki Guðmundur Theodórs; Sigrún Edda; Herdís Bjarney, sambýlis- maður Albert Jóns- son; Ása Jóna, maki Páll Fróðason; Karl Ottó, maki Svandís Valdimarsdóttir; og Sverrir Þór, maki Þóra Jónasdóttir. Þeirra börn og barnabörn eru orð- in 30. Seinni kona Karls var Auður Stefánsdóttir, þau skildu. Sambýlis- kona hans var Steinunn Vilhjálms- dóttir, sem lést fyrir nokkrum árum. Útför Karls fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar með þessum örfáu orðum að kveðja pabba minn. Pabbi var einstakur maður og þeir sem hann þekktu voru sammála um að hann hafi verið mikið ljúf- menni og prúður maður og ekki að ástæðulausu að hann var kallaður Kalli fíni meðal vina sinna. Pabbi lét aldrei styggðaryrði falla um nokk- urn mann og var einstaklega um- burðarlyndur. Tónlistin skipaði stóran sess í lífi hans og þá sérstaklega gömlu djass- istarnir. Hann var víðförull ferða- langur og lét ekki hjá líða að leita uppi djassklúbba á þeim stöðum sem hann ferðaðist til. Pabbi var KR-ingur af lífi og sál og gott merki þess var hversu glaður hann var þegar hann lá á sjúkrabeðinum og fagnaði því að liðið hans héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. Ég á eftir að sakna hans pabba, sögusagna hans og glaðværðar. Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með hörpu og gígju! Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með strengleik og hjarðpípum! Lofið hann með hljómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum! (Úr 150. Davíðssálmi.) Herdís Karlsdóttir (Dídí). Mig langar til að kveðja tengda- föður minn með örfáum orðum, þar sem ég sit og pára þetta við eldhús- borðið. Haustið er úti og vindur hvín í trjánum og flytur kveðju sína til sumarsins sem senn er liðið. Karl Otto Karlsson hefur nú lokið sinni erfiðu sjúkdómsgöngu sem hefur verið alltof löng, en hann barðist sem hetja allt til síðasta dags og sýndi hve sterkur hann var er til al- vörunnar kom. Margs er að minnast frá kynnum mínum við hann og þá sérstaklega hinnar einlægu prúðmennsku og kurteisi sem var honum í blóð borin sem og snyrtimennska og skipu- lagning á öllu er hann kom nærri. Hann hafði yndi af tónlist og stundaði hljóðfæraleik um áratuga skeið og lék þá með mörgum góðum mönnum fyrir dansi bæði hér í borg og út um land. Þegar sest var niður og hlustað var djass í hávegum hafð- ur og hinir gömlu amerísku meist- arar í sérstöku uppáhaldi. Ungur lék hann knattspyrnu með KR og þótti liðtækur á þeim vettvangi, hann var trúr sínu félagi til síðasta dags. Kalli var félagslyndur og hafði gaman af að blanda geði við aðra en hafði einnig þörf fyrir einveru og var þá oft gott að renna austur fyrir fjall, austur að Álftavatni, í sælureit sem hann kunni vel að meta og dvaldi þar oft einn við að klippa til kjarrið og njóta fuglasöngs á sumardögum. Einnig kom hann oft til okkar dóttur sinnar og áttum við þar ófáar góðar stundir saman. Þá kom sér vel snyrtimennskan og skipulagningarhæfileikar hans við störf í sumarbústaðnum og urðu slíkar stundir margar sem við nutum hjálpar hans. Ferðalög til suðrænna landa voru hans ein- dregna áhugamál öll seinni árin og bar hann gæfu til þess að ferðast víða um heim og skoða sig um. Margar notalegar ferðasögur af suðrænum stöðum sagði hann hin- um yngri á góðum stundum. Ég vil að lokum þakka tengdaföður mínum alla þær stundir er við áttum saman hérna megin og við biðjum honum öll guðsblessunar. Sjáumst síðar. Einn daginn segi ég (ungi maður) Hvernig leggst veturinn í þig. Og gamla konan svarar: Ég er bara ekkert að hugsa um það. Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér. (segir gamla konan) (Thor Vilhjálmsson.) Þinn vinur, Guðmundur Theodórs. Jæja afi minn, nú ertu farinn frá okkur. Ég sé þig fyrir mér hvít- klæddan, svífandi um á skýi spilandi á trommur, ekki held ég að þú munir vilja spila á hörpu. Afi, þegar ég hugsa til baka um samverustundir okkar þá kemur að- allega eitthvað spaugilegt upp, svo- sem þegar við vorum í Hollandi, ég tíu ára pjakkur og þú sextíu og þriggja ára unglingur og þú hélst að það væri nú í góðu lagi að gefa mér maltbjór og svo skildir þú ekkert í því afhverju ég væri farinn að tala svona mikið. Og endalaust get ég haldið svona áfram. Afi minn, mikið hafðir þú nú gam- an af því að ferðast um heiminn og það gerðir þú líka svo um munaði og alltaf var hægt að ganga að góðum ferðasögum vísum þegar þú komst heim. Síðustu árin kom kona inn í líf þitt sem ég veit að veitti þér mikla ham- ingju og var þér mjög kær vinur og vil ég votta þér, Heiða mín, samúð mína og mikið held ég að það hafi veitt afa mikla gleði að þú skyldir koma frá Bandaríkjunum til að vera hjá honum undir lokin. En aldrei skal ég gleyma því, afi minn, að þú varst og ert í mínum huga töffari. Ég vil ljúka þessari grein með þessari vísu: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Með þessum orðum kveð ég þig afi minn. Þinn Haukur Grönli. Elsku Kalli afi. Mig langar til að þakka þér fyrir góðar samverustundir sem voru oft mjög fjörugar. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að hafa átt afa sem var mesti töff- ari í heimi. Kveðja, Tinna Dögg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Ég var svo lánsöm að kynnast Kalla á Kanaríeyjum, fyrir 5 árum. Tókst með okkur afar góð vinátta sem hefur verið náin og falleg. Mér finnst ég hafa þekkt Kalla alla tíð. Hann sagði mér frá lífi sínu frá því að hann var lítill drengur. Við gátum talað saman um allt, gleði, sorg og söknuð. Við vorum góðir ferðafélagar og fórum víða um Bandaríkin. Í Orlando dvaldi hann á heimili mínu á meðan heilsan leyfði. Við fórum til Texas í heimsókn til systra hans, á siglingu um Karíba- hafið og ekki má gleyma New Or- leans, sem honum var kær, þar sem var hljómlist mikil og djassinn dundi. Djassinn sem var hans uppá- hald, enda var Kalli hljómlistarmað- ur mest af sinni tíð. Og var mér sagt einn sá besti. Eftir að hann veiktist fórum við til Kanaríeyja nokkrum sinnum og hefðum við farið núna í október, en hans tími var kominn. Kalli var sérstakur maður. Hann vildi gera öllum gott, talaði ekki illa um neinn og dæmdi engan mann. Alltaf jafnjákvæður, þrátt fyrir veikindi sín kvartaði hann aldrei. Elsku góði vinur minn! Það er svo margt að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til barna og ættingja. Þín vinkona, Heiða Kristjánsdóttir. Fallinn er frá Karl Ottó Karlsson fyrrverandi sambýlismaður móðir okkar, sem lést árið 1996. Kalli eins og hann var oftast kall- aður var dagfarsprúður maður, barngóður, hafði gaman af jasstón- list, fótbolta og utanlandsferðum. Hann spilaði á trommur í hinum ýmsum hljómsveitum á árum áður og var meðal annars í KK-sextetti. Einnig spilaði hann fótbolta á sín- um yngri árum með Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur og var ætíð mik- ill K.R.-ingur. Á þessari stundu rifjast upp margar góðar minningar. Kalli var mikill fagurkeri og hafði afskaplega gaman af því að hafa snyrtilegt í kringum sig. Hann var einkar laginn með málningarpensilinn. Mörg skemmti- leg atvik rifjast upp. Eitt sinn mál- aði hann gamla, gráa spariskó með rauðu Fiat-lakki, þegar honum þóttu þeir ekki lengur nógu fínir. Ekki þoldi lakkið mikið hnjask og urðu skórnir allir í sprungum. Kalli og móðir okkar voru mjög samhent við að standsetja þær íbúð- ir sem þau bjuggu í, fyrst á Víðimel, síðan í Engjaseli og loks í Drápuhlíð. Veggir voru látnir fjúka, skipt um gólfefni og eldhúsinnréttingar, flísa- lagt og glerjað. Fannst okkur sjálfsbjargarvið- leitnin vera fullmikil þegar þau voru farin að draga í raflagnir upp á sitt einsdæmi. Þau máttu því oft ekki vera að því að sinna gestkomandi í mesta hamaganginum en það var þó alltaf kaffi og kökur á borðum hjá þeim. Ófáar ferðir voru farnar í sum- arbústaðinn að Svanafelli við Álfta- vatn þar sem sífellt var verið að dytta að og gróðursetja. Eyddu þau mörgum stundum þar og var oft gestkvæmt hjá þeim. Á hverju sumri stormaði öll stór- fjölskyldan í sumarfrí í sumarhús Seðlabankans. Oftast var farið í Holtsdal og á Þingvelli. Þar var mik- ið glens og gaman, grillað og spilað á spil langt fram á nætur. Þau ferðuðust mikið til útlanda og fannst okkur ævintýramennskan stundum keyra úr hófi fram. Eitt sinn voru þau að koma úr nokkurra vikna sólarlandaferð og ætluðu að vera viku í Kaupmannahöfn. Eitt- hvað fannst þeim veðrið vera óspennandi enda var Kalli mikill sól- dýrkandi. Þau skelltu sér því til Rhodos í viku. Þar leigðu þau sér skellinöðru. Síðan var farið í skoð- unarferðir, móðir okkar stýrði en Kalli sat aftan á. Sambúð Kalla og móður okkar stóð í yfir 20 ár. Stundirnar og minn- ingarnar eru því margar sem við og fjölskyldur okkar þökkum fyrir að leiðarlokum. Blessuð sé minning hans. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Marta, Sigrún, Steinunn Ósk og fjölskyldur. Mig langar að kveðja góðan mann með nokkrum orðum. Þau stuttu kynni sem ég hafði af Kalla voru mér ómetanleg. Þú tókst mig inn á þitt heimili þegar ég hafði engan stað til þess að fara á, út af erfiðum tímum í mínu lífi. Var ég hjá þér í nokkra daga. Því mun ég aldrei gleyma. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, kæri vinur. Guð blessi minningu þína og veri með ættingum þínum. Tryggvi Kristjánsson. Fallinn er frá kær vinur okkar, Karl Ottó Karlsson. Við viljum þakka honum allar ánægjustundirn- ar sem við áttum með honum í Or- lando í Flórída og hvað hann var góður við börnin okkar sem voru mjög hænd að honum. Hafðu þökk fyrir allt. Guð þig leiði, minning þín lifir. Innilegar samúðarkveðjur til ætt- ingja þinna. Guðleifur, Marta og börn. Í örfáum orðum langar mig til að kveðja góðan vin og kollega. Um árabil var Karl starfandi trommuleikari í ýmsum þekktustu hljómsveitum síns tíma og lágu leið- ir okkar saman á þeim vettvangi í gegnum tíðina. Kalli var sérlega prúður maður og glaðvær og ævin- lega brosandi, hvers manns hugljúfi og mikill heimsmaður í sér. Á undanförnum árum dvaldi hann reglulega úti á Kanarí og endurnýj- uðust þar gömul kynni. Síðustu árin var Kalli mikið veikur en það skyggði svo ekkert á gamla góða brosið og glaðværðina. Minning þín er mér ei gleymd mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd þú heilsaðir mér og kvaddir. (K.N.) Aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Örvar og Guðbjörg (Bubbý). KARL OTTÓ KARLSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.