Vísir - 10.12.1979, Blaðsíða 4
4
vtsm
Mánudagur 10. desember 1979
ísiensk tæknlhjálp í
Kenya gefst vel
Á undanförnum árum hafa Is-
lendingar lagt fram nokkurn
skerf til tæknihjálpar viö þróun-
arlönd heims, enhafa lítíö kom-
iö fram á sjónarsviBiö I sam-
bandi viö bein afskipti af fram-
lagi sínu, þar sem framlag Is-
lendinga hefur gengið inn f sam-
eiginlegan sjóö Tækniaðstoöar
Dana við þróunarlöndin,
DANIDA. — Þaö er ekki fyrr en
ámiöju ári 1978, sem íslending-
ar ráöast i aö framkvæma sina
fyrstu beinu tækniaöstoö, er var
veitt rikisstjórn Kenya á sviöi
fiskveiöa.
íslenskur skipstjóri
þjálfar Kenyamenn
A fyrri hluta ársins 1978 buðu
Islendingar Kenyamönnum
tækniaöstoö á sviði fiskveiöa,
sem var i þvi fólgin aö senda fs-
lenskan skipstjóra til aö annast
þjálfun hjá Kenyabúum i notkun
togveiöarfæra. Var þannig um
samiö miili rikisstjórna tslands
og Kenya, aö Islenska rikis-
stjórnin greiddi veiðarfæri,
veiöarfærakostnaö ásamt laun-
um skipstjóra, en rikisstjórn
Kenya greiddi allan útgeröar-
kostnaö og laun áhafnar.
Nefnd sú. er sér um fram-
kvæmd tækniaðstoöar Islands
viö þróunarlöndin, réö Baldvin
Gislason skipstjóra til starfsins
i Kenya og kom Baldvin hingað
siðari hluta júlimánaðar 1978 á-
samt fjölskyldu sinni. Baldvin
hafði nýlokiö starfi á sviði fisk-
veiöa hjá rikisstjórn Yemen
þegar hann kom til Mombasa I
Kenya. Kom brátti ljós.aö ekk-
ert sjófært togskip var við hönd-
ina. Reyndar var 122 tonna tog-
bátur að nafni „SHAKWEE”
(hákarlinn) I eigu rikisstjórnar
Kenya fyrir hendi I Mombasa,
sem var byggöur hjá African
Marine I Mombasa á árinu 1969.
Bátur þessihaföi veriö búinn aö
liggja i 3-4 ár aögeröarlaus og I
algjörri niöurniðslu og og þar af
leiöandi haföi mörgum nauö-
synlegum hlutum og tækjum
veriö stolið úr bátnum. Rfkis-
stjórn Kenya haföi nokkru áöur
boöið FAO bát þennan til afnota
en eftir álitsgerð FAO á bátn-
um, þá reyndist kostnaðaráætl-
un þeirra á viðgerö bátsins það
há, að rikisstjórn Kenya taldi
sér ekki fært aö framkvæma
hana, þannig aö „SHAKWEE”
var beinlinis dæmdur óhæf-
ur til sjósóknar. Þessi bátur
reyndist vera farkosturinn sem
Baldvin var fenginn til umráöa,
þegar hann kom til Kenya til aö
framkvæma tækniaöstoö þá er
Islandi haföi veitt Kenyamönn-
um.
Hampiðjutrollið
reyndist vel
Fyrsta starf Baldvins var aö
stefna aö því aö koma bátnum i
svokallaö „keyrsluform”. Þetta
tók mun meiri tima en áætlað
haföi verið I fyrstu vegna skorts
á nauösynlegum varahlutum
fyrir ljósavél bátsins, sem út-
vega varö frá Englandi. Á meö-
an beðiö var eftir varahlutum,
þá notaöi Baldvin timann til
námskeiöahalds fyrir áhöfnina I
vélaviögeröum og netaviðgerð-
um. Þegar Bandvin innti eftir á-
stæöunni fyrir þvi aö
„SHAKEWEE” haföi ekki veriö
notaöur öll þessi ár, þá skildist
honum, aöekki heföi tekist aö fá
menn til starfa með nauösyn-
legum skipstjórnarréttindum,
en reglugerö um þessi atriöi eru
sögð vera ströng i Kenya.
Eftir aö „SHAKEWEE”
komst loksins á flot mjög van-
búinn öllum nútima tækjum i
brúnni, hefur árangur af starfi
Baldvins fariö aö koma I ljós.
Þegar Baldvin var inntur eftir
hverju hann þakkaöi góöan ár-
angur sem náöst heföi i veiði-
feröum bátsins, svaraöi hann
þvi til, aö persónulega heföi
hann aldrei ætlast til aö gera
nein kraftaverk i sambandi viö
fiskveiöar i' Kenya, heldur að
veiðarfærin og meðferö þeirra
gerðu kraftaverkin. Baldvin
þakkar trollinu frá Hampiöj-
unni hf. i Reykjavik þann ár-
angur sem náöst hefur.
Hampiöjutrolliö hefur einnig
Ingi Þorsteinsson
viðskiptaf ræðingur,
sem starfað hefur í
mörg ár í Afríku-
löndum, skrifar hér
um tækniaðstoð
íslendinga við
Kenyamenn.
vakið eftirtekt hjá öðrum tog-
skipum, sem gera út frá Mom-
basa og má ætla, aö framtiöar-
sölumöguleikar á veiöarfærum
frá Hampiðjunni hf. hafi opnast
hér vegna góörar útkomu, sem
fengist hefur i veiðiferðum hjá
„SHAKWEE” meöan stærri og
nýtiskulegri togskip hér á slóð-
um hafa fengið litinn eöa engan
afla. Vonandi framlengir rfkis-
stjórn Islands þessa tækniaö-
stoö við Kenya og meö hliðsjón
af þeim góöa árangri, sem þessi
tæknihjálp hefur gefið, þá ber
að velja framtiöarverkefni fyrir
tæknihjálp tslands við þróunar-
löndin þar sem Island er eitt aö
verki. Stærö verkefna er ekki
alltaf mælikvaröi fyrir vel-
gengni og getum við sniðiö
okkur stakk eftirvexti i þessum
efnum.
Aðstoð fylgja
viðskipti
Þá væri ekki úr vegi að næsta
rikisstjórn Islands ihugaöi aö
bjóða rikisstjórn Kenya lán til
kaupa á 2-3 togbátum, er smiö-
aðir yrðu á tslandi, ásamt
tækniaðstoö i formi veiöarfæra
og skipstjóra. 1 kjölfar veittrar
tækniaöstoöar og lána til þróun-
arlanda á ýmsum sérsviöum þá
er jafnframt oft stofnaö sam-
timis til Utflutningsviöskipta, ef
rétt er á málunum haldiö. Sem
eitt dæmi af fjölmörgum um
þetta atriöi má nefna, aö rikis-
stjórn Tanzanfu ákvaö áriö 1974
aðengar bifreiöarskyldu fluttar
inn til Tanzaniu nema Volvo og
Scania Vabis vegna margvis-
legra lána og tækniaöstoöar er
Sviar hafa veitt Tanzani'ubúum
á undanförnum árum.
Þegar útgeröin haföi ekki efni á aö taka SHAKWE upp i slipp, leysti
Baldvin skipstjóri vandann meö þvi aö renna bátnum upp í fjöru.
Hér sést Baldvin viö bátinn I fjörunni.
I
STJÖRNUSKÓBÚÐIN
Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795 — Póstsendum
Litur: grábrúnt rúskinn, hæll 10 sm.
Teg: 972, stæröir: 36 - 40 1/2
Verö: 24.130.-
Litur: sinnepsbrúnt, rúskinn, hæll 9
sm.
Teg: 7542, stæröir: 36 1/2 - 40
Verö: 31.180.-
Litur: svart rúskinn,
Teg: 8135, stæröir: 36 1/2 & 38 1/2
Verö: 28.210.-
Litur: grábrúnt, rúskinn, hæll 10 sm.
Teg: 878, stæröir: 36 - 40 1/2
Verö: 24.130.-
Litir: brúnt & dökkbrúnt leöur
Teg: 4553, stæröir: 41 - 44 1/2
Verö 16.740,-
Litir: svart & brúnt ieöur m/leöursóla
Teg: 836, stæröir: 41 - 45
Verö: 19.850.-
Litur: ryörautt & dökkbrúnt leöur
Hæll 9 sm, Teg: 7610
Stæröir: 36 1/2 - 40 1/2
Verö: 22.260.-
Litur: vínrautt & brúnt
Teg: 655, stæröir: 36 - 40
Verö: 21.680.-
Nýkomið - Nýkomið - Nýkomið