Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VtSIR
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980
<m:mtm   m
Vícrir
spyr
Télur þú að Geir Hall-
grímssyni takist að
mynda þjóðstjórn?
Jón Kristinsson skrifstofustjóri:
Orugglega ekki.
Siguröur Þorláksson póstmaöur:
Nei þeir koma sér ekki saman um
þetta.
Flosi ólafsson leikari:  Já, það
hugsa ég að híjóti að vera. Það er
svo mikil samstaöa.
Alma Frimannsdóttir nemi: Ætli
þaö ekki.
Sigrfour Guðmundsdóttir llffræö-
ingur: Ég hef enga trú á þvi.
Sýning á grænlenskri list, sem
opnuö var I gærkveldi í Norræna
húsinu veröur opin daglega frá
kl. 14-19 til 18. janúar. í kynn-
ingarbæklingi ber sýningin heit-
iö „Inuit nunaat" eöa Land
mannanna.
Sýningunni er ætlað að kynna
lif manna á Grænlandi i fortið
og nútið gegnum listmuni
þeirra. t tengslum við sýning-
una mun danska listakonan
Bodil Kaalund halda erindi um
grænlenska list. Bodil nam við
Listaháskóla Kaupmannahafn-
ar og er hún mjög fróð i list
Grænl. og menningu. Hún hefur
ferðast mikið um Grænland og
m.a. samið bók sem ber heitið
„Grænlensk list".
Þessir munir og myndir
spanna timabilið frá 1840 til
dagsins i dag. Eru hlutirnir bæði
unnir af leikum sem lærðum,
Gömlu listirnar koma frá
Grænlenska landssafninu. Hol-
2
¦I
Bodil Kaalund og Erik Sönderholm, forráðam. Norræna hússins, skoða bókina „Grænlensk list" eftir
Bodil.
GRÆNLENSK LANDKYNNING
landi, Gautaborg, Krónborgar-
safninu og Þjóðminjasafni
Kaupmannahafnar. Yngri verk
koma hins vegar frá nútima-
listamönnum.
Arið 1969 setti Bodil Kaalund
upp grænlenska sýningu i
Louisiana-safninu i Danmörku.
Hefur hún verið aðalhvatamað-
ur að þeirri sýningu sem Nor-
ræna húsið sýnir nú, en hún
hófst á Grænlandi i fyrra er þaö
fékk heimastjórn.
Fyrirlestur Bodil Kaalund
verður laugardaginn 12. janúar
kl. 15 og sýnir hún litskyggnur
með honum. Eftir fyrirlesturinn
mun hún og grænlenska lista-
konan Aka Höegh aðstoða sýn-
ingargesti.              —HS
Til að komast
Visismynd JA.
að þar sem skotfærin eru geymd varð þjófurinn að sprengja upp þessa stálhurð.
RIFFLI OG SKOTFÆRUM
ST0LN9 í GOÐABORG
Innbrot var framið i sportvöru-    Þjófurinn fór inn um dyr bak-   einn 22 cal. riffil og skotfæri i
verslunina Goðaborg i fyrrinótt   dyramegin og sprengdi upp stál-   hann ásamt peningunum en lét
og þaðan stolið riffli og skotfær-   hurð  sem  var  á  þeim  stað  í   annaö  kyrrt  liggja.  Þjófurinn
um, ásamt 30 þiísund krónum i   versluninni þar sem byssur og   mun enn vera ófundinn.
reiðufé.                        skotfæri eru geymd. Hirti hann                         —HR
vaka, féiag lýðræðls-
slnnaðra stúdenta:
Mótmæiastaða við
sovéska sendíráðið
„Það er skylda allra lýðræðis-
sinna að mótmæla þessu broti a
sjálfsákvörðunarrétti smáþjóðar
auk þess sem við hljótum að vera
áhyggjufull yfir þvi þegar stærsta
alræðisríki veraldar þenur út
veldi sitt", sagði Óskar Einarsson
læknanemi, formaður Vöku fé-
lags lýðræðissinnaðra stiidenta i
samtali við Vísi. Vaka verður
með" mótmælastöðu i hálftima
fyrir f raman sovéska sendiráðið i
dag til að mótmæla innrásinni i
Afghanistan og útþenslustefnu
Sovétrikjanna.
Óskar sagði ennfremur:
„Sovétrikin réðust inn i Ung-
verjaland 1956, Tékkóslóvakíu
1968 og Afghanistan 1979. Hvað
verður næst?"
Mótmælastaðan verður frá
klukkan tvö til hálf þrjU.
Námskeið um
fullorðinstræðslu
Lýðræðisstofnun Norðurland-
anna gengst næstu mánuði fyrir
námskeiðum og ráðstefnum I
Kungalv I Sviþjóð og miðast þátt-
taka einkum við kennara og leið-
beinendur á vettvangi fullorðins-
fræðslu, svo sem lýöháskóla,
kvöldskóla og frjálsra fræðslu-
sámtaka.
Námskeiðineru 11 og fjalla um
flesta þætti fullorðinsfræðslunn-
ar. Hefst hið fyrsta þeirra 25.
janúar en menntamálaráðuneytið
og lýðfræðslustofnunin munu
veita nokkra styrki vegna þátt-
töku i námskeiðunum en nánari
upplýsingar og umsóknareyðu-
blöð má ,fá i menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vfk.
PP
ÖTRULEG ÚBILGIRHI
99
Fjöldi manna rakti ótrúlega
óbilgirni atvinnurekenda og
réttleysi þeirra launþega sem
flokkast undir farandverkafólk
á fundi þeirra sem nýlega var
haldinn í Félagsstofnun
Stúdenta v/Hringbraut, að þvi
er segir i fréttatilkynningu frá
Baráttuhópi farandverkafólks,
sem stóð fyrir honum.
Þar voru raktar og kynntar
kröfur farandverkafólks um
viðurkenningu réttinda sinna i
- segir larandverkafólk
kjarasamningum og reglugerð-
um. Ræðumenn úr hópi farand-
fólksins röktu samskipti sin við
atvinnurekendur til sjávar, og
sveita. Töldu þeir sig vera
beitta miklu óréttlæti, ekki sist
þeir úr rööum sjómanna og
landbúnaðarverkamanna.
Fundurinn taldi i ályktun, að
enn væri á lslandi verkafólk
sem þyrfti að ferðast á milli
staða til að selja vinnuafl sitt og
það allt of oft á lægsta veröi.
Vildi fundurinn m.a. kenna
þetta ástand skipulagsleysi
verkalýðshreyfingarinnar, þar
sem þetta fólk væri oft réttlaust
gagnvart hreyfingu sinni hvað
snertir greiðslur úr ýmsum
sjóðum og rétt til atkvæða-
greiðslu i kjaradeilum.
1 niðurstöðum fundarins var
skorað á yfirstandandi sam-
bandsstjórnarfund VMSl að
taka kröfugerðir farandverka-
fólks inn i eigin kröfugerðir á
komandi kjaramálaráðstefnu
ASl og á Sjómannasamband
Islands að taka að sér þá kröfu-
þætti, er að sjómönnum snúa.
—HS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24