Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						wA&JLÉi F'mmtudagurinn io. janúar l!)80
Alganistan
Afghanistan er landlukt lýöveldi, f jallaland, sem liggur um 1200
metra yfir sjávarmáli eða meir. Það er um 657.500 ferkllómetrar.
Nágrannariki þess éru íran, Pakistan og Sovétríkin, en noröaustur-
nef landsins teygir sig að landamærum Klna.
_ Hindu Kush-f jallgarðurinn gnæfir 4900 metra hár yfir höfubborg-
iími Kabul, og smáhækkar upp i 7600 metra hæö tvö hundruö milum
austar. Aðal verslunarleiöin liggur um Khyber-skarð frá Kabúl til
Peshawar.
Loftslag er þurrt, en hitinn er ýmist steikjandi eða brunagaddur.
Landbunaðarvörur hafa verið aðalútflutningur Afghanistans, en
seinni árin hefur borið meir á jarðgasi og ollu til Sovétríkjanna.
Helstu útflutningsvörur hafa verið baðmull, húðir, sauðagærur, ull,
hnetur og ávextir, Handofin teppi og gærufóðraðar ulpur Afghan-
istans eru vlðfræg.
Karakúl-sauðkindin
er uppistaða búfénað-
ar, en geitur og úlfald-
ar koma þar næst.
Meðal málma, sem
grafnir eru úr jörðu,
eru kopar, blý, kol,
zink, járn og silfur.
Olla og jarðgas eru þó
aðalnáltúruauölindir
landsins, sem er ann-
ars I i'lokki snauðari
rlkja þriðja heimsins.
Meðaltekjur á Ibua
eru á milli 35 þúsund
til 42 þúsund krónur —
á ári. Hefur Afghan-
istan notið efnahags-
aðstoðar frá Banda-
rikjunum, Kfna og þd
aðallega Sovétríkjun-
um síðari árin.
íbúar   eru   taldir
vera um 20 milljónir, samkvæmt ágiskunura sérfræðinga Samein-
uðu þjóðanna, og eru 8% þeirra taldir læsir og skrifandi, þótt skóla-
ganga sé ókeypis... á þeim stöðura, þar sem skólar eru.
Patanar eru langstærsta þjóðarbrotið eða ura 54%. Þeir tala pat-
an eða pushtu, eins og það er Hka nefnt. Tajkar eru um 37%, en
tunga þeirra er persnesk mállýska. 6% eru Uzbekar og 3% Hazaras-
ar.
Landið hlaut nafniö Afghanistan á miðri 18. öld, en hét til forna
Aryana. A miðöldum var það kallað Khorasan. Þaövar konungs-
rlki.
1964 fékk þjóðin þingræði, en þó konungsbundið. Slðasti konungur
þessvarMohammedZahir Shah, sem tók við krúnunni 8. nóv. 1933,
þegar faöir hans Mohammad Nadir Shah var ráðinn af dögum.
Mágur hans, Mohammad Daud hershöfðingi rændi völdum 17. júli
1973, lýsti Afghanistan lýöveldi og sjálfan sig forseta þess og for-
sætísráöherra.
Afghanistan hefur verið hlutlaust rfki með eiginn her, sem hefur
talið um 100.000 manns.
Afghanar eru múhammeðstrúar, og lög islams setja svip sinn á
allt dagfar. Þau hafa verið undirrót þeirrar baráttu, sem háð hefur
verið milii herflokka hinna marxlsku stjórnar landsins og hinna
herskáu fjallaættflokka. Hinir siöarnefndu hafa litið óhýru auga
ráðagerðir Kabui-stjórnarinnar um róttækar félagslegar og efna-
hagslegar breytingar I landinu. Hafa hinir múhammeðsku höfðingj-
ar til fjalía risið upp gegn stjórninni, og er sagt, að síðasta vor hafi
22 af 28 fylkjum landsins verið I höndum uppreisnarmanna.
Uppreisnarmenn I launsátri I einu fjallaskarði Kunarhéraðs I Afghanistan. — Myndina tók ljósmyndari
AP, sem fylgst hefur með uppreisnarmönnum.
Nítt leppríki
Sovésk ihlutun I innanrikismál
Afghanistan er engin ný bóla og
má rekja tilburði þeirra í þá átt
allt aftur til siðustu aldar. Eftir
að Bretar yfirgáfu Indland hafa
Amerlkanar og Rússar keppt um
hylli valdhafa I Afghanistan, en
eftir byltingu hersins 1973 hefur
herforingjastjórnlandsins æ meir
hallað sér að Moskvu. Sérstak-
lega eftir aö Noor Mohammed
Taraki bylti herstjórninni og til-
nefndi sjálfan sig forseta vorið
1978.
Taraki var Moskvutrúr marx-
isti, og kom morðið á honum
Kremlherrunum augljóslega
mjög að óvörum. Sá, sem honum
bylti, var Hafizullah Amin. Virt-
ist Amin fylgja sömu braut og
Taraki með þvi að leita I auknum
mæli eftir aðstoð Moskvu, og það
einkanlega hernaðaraðstoð við
baráttuna gegn hinum and-
kommúnistisku     f jallamönnum.
En Aminvirðisthafaunnið slæ-
lega að þvi að uppfylla kröfur
Kreml um að MoskvutrUum
kommunistum yrði komið til
helstu embætta í stjórn og her.
Ivan Pavlovsky hershöfðingi
var sendur frá Moskvu til könn-
unar i Afghanistan siðasta sum-
ar, og mun hann ekki hafa gefið
Amin góðan vitnisburð við heim-
komuna. Sáu Moskvumenn hættu
á þvi, að þeir misstu Itök I
Afghanistan.ogeinsog þeirhöfðu
notað sér, að heimsathyglin
beindist að SUezdeilunni 1956, til
þess að ráðast inn f Ungverja-
land, létu þeir til skararskriða
gegn Amin, meðan umheimurinn
hafði hugann við Iran.
Brezhnevkennlngln
enn á íerö
Þar er I framkvæmd eins konar
Asiuútfærsla á Brezhnevkenning-
unni, sem gengur Ut frá þvl, að
Moskva hafi fullan „rétt til að
HJALPA sérhverju kommúnista-
riki, sem lendir I vandræðum".
Auðvelt er að sjá I gegnum full-
yrðingar RUssa um að þeir hafi
einungis brugðið við hjálpar-
beiðni Karmalleppstjórnarinnar I
anda vináttusáttmálans, sem rik-
in undirrituðu I desember 1978.
Þeir hafa þó ekkert farið dult með
þá staðreynd, að þeir hófu loft-
flutninga herliðs sfns til Afghan-
istan tveim dögum áður, en
byltingin var gerð, sem varð
Amin að aldurtila og setti Babrak
Karmal i valdastólinn. Raunar er
lika vitað, að þeir byrjuðu að
draga herlið að landamærum Af-
ghanistan nokkrum vikum fyrir
byltinguna, en menn höfðu sett
það I samband við aukin f lotaum-
svif Bandarikjamanna við Persa-
flóa og á Indlandshafi vegna deil-
unnar við Iran.
aöutan
Með 76 mm rússneska fallbyssu, sem uppreisnarmenn hafa komist yfir, búa þeir sig undir að veita
stjórnarhernum og Rússum mótspyrnu Ihéraðsmiðstöðinni Chigha Sarai. Sagt er, að uppreisnarmenn
eigi vopn, sem enst gætu þeim til eins árs andspyrnu, nema Sovétmenn helli napalmi yfir fjallavfgi
þeirra.
Guðmundur
Pétursson
skrifar
Babrak Karmal er þriðji leið-
togi Afghanistan á aðeins 20
mánuöum. Hann er gamalkunn-/
ugt andlit frá Afghanistan. 1973
var hann formaður þingflokks
Lýðveldisflokks alþýðu (Moskvu-
Ilnu-kommúnistar). Hann hafði
hönd i bagga með valdaráni Mo-
hammed Daoud. Fimm árum síð-
ar er hann enn aðili að valdaráns-
samsæri, sem i það sinn bylti
stjórn Daouds, og gekk til þess I
lið með erkikeppinaut sinum i
Lýðveldisflokki alþyðu, Noor Mo-
hammed Taraki. Þeir lyntu ekki
lengi saman. Eftir tvo mánuði i
embætti   aðstoðarforsætisráð-
herra var Karmal flæmdur I út-
legð sem sendiherra hjá Tékkó-
slóvakiu. Siðan svipti Taraki
hann rlkisborgararétti og reyndi
aö kalla Karmal heim, þar sem
aftökusveitin hefði beðið hans, en
Karmal fór I felur.
Menn telja, að RUssar hafi
skotið yfir hann skjólshúsi I ein-
hverri austantjaldshöfuðborginni
og geymt hann sem varnagla,
sem þeir nú hafa gripið til. Eng-
inn efast um, að Karmal verði
Russum trúr þjónn, en öðru máli
gegnir um, hvaö hann getur dug-
að þeim. Honum er ekki gefin sú
fimi, sem þörf þykir fyrir til þess
að sætta ættar-, trúar- og hug-
sjónahópana, sem berjast i
Afghanistan.
Víetnam Sovétmanna?
Raunar eru Rússar ekki búnir
aösjá fyrir endann á þessariinn-
rás sinni i Afghanistan. Það er
ekki það sama, steinilögð stræti
Búdapest og agaðir borgarar i
Ungverjalandi, eða herskáir
marghertir fbúar hrjóstrugra
fjalla Afghanistans. Þar verður
ekki skriðdrekunum viðkomið.
Menneruþegar farnir aðspá þvi,
að verði uppreisnarmönnum i
fjöllunum séð fyrir nægum vopn-
um, gæti Afghanistan orðið Viet-
nam RUssanna. Amóta hugmynd-
ir skutu upp kollinum i Ungverja-
landsinnrásinni, en aldrei voru
send nein vopnin. Eina leiðin til
þess að na til uppreisnarmanna i
Afghanistan væri i gegnum
Pakistan, en þangað hefur flótta-
fólkið streymt frá Afghanistan.
Pakistan hefur þó ekki sýnt sig
reiðubuið til slíkrar milligöngu,
sem gæti kallað yfir Pakistana
hefnd rússneska bjarnarins. Er
þó Pakistönum ekki rótt, þvi að
aldrei hefur náðst samkomulag
um landamæri Pakistan og
Afghanistan og þau því óljós og
óskilgreind. Slikar aðstæður hafa
ávallt verið útþensluaðilum eins
og Sovétmönnum og nasistum hið
ágætasta tilefni frekari yfir-
gangs, sem býður þó væntanlega
þangað til Afghanar hafa verið
barðir til hlýðni.
En það er út I hött að jaf na upp-
reisnarflokkum Afghanistan til
velskipulagðrar skæruliðabar-
áttu kommunista i Víetnam gegn
fyrst Frókkum og siðan Banda-
rikjamönnum. Þessir ættflokkar
fjallanna i Afghanistan eru eins
og hver höndin upp á móti ann-
arri, og fréttir af baráttu þeirra
sýna, að þeir eru jafn önnum
kafnir við að herja hver á annan,
eins og að berjast gegn herflokk-
um Kabul-stjórnarinnar. Þykir
hún meira með sniði ræningja-
flokka, sem ásælast vopn hver
annars, en byltingarhers.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24