Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980
í niorcrun
Guðniundur
Pétursson
skrifar
Aukafundur í allsheriar-
binginu um Afghanlstan
Allsherjarþing Sameinuöu
þjóðanna hefur veriö kallaö sam-
an til aukafundar i dag i viöleitni
til þess að koma sovéska herlið-
inu burt frá Afghanistan, eftir að
Kreml kæfði tillögu þess efnis i
öryggisráðinu með neitunarvaldi
sinu.
Oryggisráðið samþykkti i gær-
kvöldi með 13 atkvæðum gegn 2
að skjóta málinu til allsherjar-
þingsins, þar sem ekki verður
komið við neitunarvaldi. — Sovét-
rikin og Austur-Þýskaland voru
þau einu, sem greiddu atkvæði
gegn.
Fulltrúi Sovétstjórnarinnar,
Oleg Troyanovsky, veittist beisk-
lega að Bandarikjunum og Kina
VÍSUÖU
lögmann-
inum
ör landi
Amnesty International hafa
mótmælt við tékknesk yfirvöld
áreitni, sem lögfræðingur sam-
takanna sætti, þegar þau sendu
hann til þess að vera við réttar-
höld i máli sex andófsmanna.
Austurriski lögmaðurinn,
Henry Goldman, hafði verið i
haldilögreglunnar i f jóra og hálfa
klukkustund að tilefnislausu.
Honum var neitað um leyfi til
þess að vera við réttarhöldin og
visað úr landi.
Þessi réttarhöld voru 21. des-
ember hjá hæstarétti, en þá voru
staðfestir fyrri dómar yfir sex-
menningunum, en meðal þeirra
var leikritaskáldið Vaclav Havel.
Lögfræðingnum hafði verið
veitt vegabréfsáritun og i fullri
vitneskju um erindi hans til Prag.
En þegar þangað kom, var hon-
um neitað um að vera við réttar-
höldin og visað úr landi, þvi að til-
raunir hans til að komast i réttar-
salinn voru kallaðar „afskipti af
innanrikismálum".
indíru fal-
in stjórnar-
myndun
Indiru Gandhi, sem hlaut yfir-
burðarsigur i þingkosningunum
indversku, verður i dag falið að
mynda nýja rikisstjórn, eftir að
Kongressflokkur hennar kaus
hana i gær formann þingflokks-
ins.
Ber þetta þvi sem næst upp á
fjórtán ára afmæli þess, þegar
Indira varð fyrst forsætisráð-
herra Indlands.
Indira hefur sagt, að Indland
þurfi nú styrkrar stjórnar viö og
hefur heitið þvi að bregða fljótt
við lögleysu f landinu og herða
löggæslu um leið og beita sér fyrir
þvi að rétta við efnahag landsins.
vegna tillögunnar, sem hann
sagði undan þeirra rif jum runna,
þótt Filipseyjar og Mexlkó hef ðu
borið hana formlega upp. Sagði
hann þetta vera „samsæri heims-
valda- og útþenslustefnunnar" til
þess að koma i kring kaldastrfðs-
átökum á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna.
Sfðast var efnt til aukafundar I
allsherjarþinginu 1967 að beiðni
Sovétrikjanna vegna sex daga
striðsins.
NU segja fulltrúar Sovétrikjanna
og hinnar nýju stjórnar Afghan-
istan, að öryggisráðið sé aö gera
sig sekt um gróflega íhlutun I
innanrikismál Afghanistan. Báðir
halda enn fram fyrri fullyrðing-
um um, að herhlaup Sovétmanna
i Afghanistan sé einungis fyrir
beiðni Afghanistanstjórnar um
hjálp og i samræmi við vináttu-
samning rikjanna.
í umræðum i öryggisráðinu vis-
aði Jorge Castenada, utanrikis-
ráðherra Mexikó, siðari fullyrð-
ingunni á bug, og sagði, að tvi-
mælalaust væri um að ræða innn-
rás i Afghanistan og hernaðar-
lega ihlutun i innanrikismál þess.
Þessi fréttamynd hefur
borist frá Moskvu og er
sögð frá Kabul. A hún að
sýna pólitíska fanga, sem
sleppt hafi verið úr Puli-
Charkhi-fangelsinu. Þús-
undum pólitfskra fanga
hefur verið sleppt eftir að
stjórn Karmals tók við. —
Aörar fréttir greina frá af-
tökum á pólitiskum stuðn-
ingsmönnum Amins heit-
ins, en þó færri en fréttist,
að viðgengist hefði I
stjórnartið Amius.
mé
Skotbardagi á Korsíku
Lögreglan á Korsiku skaut i
gærkvöldi til bana tvo menn og
særði þrjá, eftir að hryðjuverka-
menn aðskilnaðarsinna höfðu
fellt lögregluþjón i orrustu um
hótel eitt i Ajaccio.
Hinir korsikönsku þjóðernis-
sinnar höfðu tekið hótelið með
áhlaupi, vopnaðir veiðirifflum.
Náðu þeir á sitt vald 20 hótelgest-
um, sem þeir tóku fyrir gisla.
Innan stuttrar stundar var eins
Biorgunarmennirnir
hætt komnir í brimi
Bátl belrra hvolfdl á leið út I strandsklplð.
en belm blargað bar um borð
og strið hefði skollið á i bænum,
svo hatrömm var skothriðin,
þegar lögregla og ofstækis-
mennirnir skiptust á skotum.
Lögreglan setti upp vegatálma,
og þegar tveir bilar virtu að
vettugi fyrirmæli um að stansa
var hafin á þá skothrið. Við það
féllu tveir menn og þrir særðust.
Við hótelbygginguna safnaðist
hópur skoðanabræðra hryðju-
verkamannanna inni i hótelinu.
Héldu þeir á lofti spjöldum, sem
sýndu stuðning við aðskilnaðar-
sinna. — Byssumennirnir i hótel-
inu voru taldir milli 30 og 40.
Spjaldberarnir grýttu lögregl-
una og einn þeirra brá á loft
byssu. Hleypti hann af fjórum
skotum og felldi einn lögreglu-
þjóninn. Tveir lögreglumenn aðr-
ir særðust alvarlega. — Dreifðist
ekki mannfjöldinn fyrr en lög-
reglan beitti táragasi.
Arásarmennirnir inni I hóteiinu
kröfðust þess, að tuttugu þjóðern-
issinnar, sem sitja i fangelsum,
yrðu látnir lausir.
Þegar siðast fréttist sátu þeir
enn inni i hótelinu, en höfðu sleppt
sex gislum af tuttugu. Þar af ein-
um hjartasjiíklingi.
Þyrlur frá Suður-Afrfku voru
hafðar til taks i gær, ef færi gæfist
á að bjarga 23 hollenskum og
dönskum sjómönnum, sem kom-
ust hvergi úr dönsku flutninga-
skipi, er strandaði i fyrradag á
Mozambique-sundi.
Hollendingarnir eru af áhöfn
hollenska flutningaskipinu EU-
ina, sem fyrst varð á strandstað I
gær og reyndi að senda björgun-
arbát yfir til danska frystiskips-
ins Pep Ice. Bátnum hvolfdi I
briminu, en þeir á Pep Ice náðu
þessum velvildarmönnum sínum
upp úr brimlöðrinu og um borð til
sin.
Pep Ice strandaði á eyjunni
Bassadalndia. Áhöfnþesseru 14
menn. Það var á leiðinni frá
Durban til Austurlanda fjætr þegar
það strandaði. Skipstjórinn, J.S.
Jensen hafði sent út neyðarkall,
þar sem hann lýsti hættu á þvi, að
skipið liðaðist sundur i brimrót-
inu, og engin tök á að setja Ut
björgunarbátana, sem myndu
kurlast við skipssiðuna.
Næsta björgunarskip er ekki
væntanlegt á staðinn fyrr en á
laugardag.
Búist var við þvi, að
s-afrfkönsku björgunarþyrlurnar
gerðu tiiraun i dag til þess að ná
mönnunum af skipinu, en til þess
þyrftu þær að fá eldsneyti i
Mozambique. Sá hængur er þar á,
að Mozambique og S-Afrika hafa
ekkert diplómatasamband sin I
milli, en vonir stdðu til, að þessi
rikiýttu væringum sinum til hlið-
ar i samvinnu til þess að bjarga
mannslifum. — Gæti hreysti og
drengskapur hollensku sjomann-
anna níu, sem buðu dauðanum i
brimgarðinum byrginn, orðið
þeim fordæmi.
Skorar á karl-
menn I hnefaleik
Sautján ára danskri stUlku
var neitað um keppni I
hnefaleik við karlmann I ein-
um af boxkhibbum Kaup-
mannahafnar. Unir hún
þeirri synjun ekki og ætlar
að sækja málið öl jafnréttis-
ráðs kynjanna. — Lis Peder-
sen hefur til þessa aðeins
keppt við aðrar stUlkur, en
segist hafa skorað á karl-
mennina f því skyni að
hvetja fleiri stúlkur til þess
að taka þessa fþrdtt upp.
c
STRUMPA-STIGVEL
3i
w... -.^.
Loðfóðruð gúmmistigvél
gul/blá — stærðir: 22-27. Verð kr.  11.500.
stærðir: 28-35. Verð kr. 11.995.
dökkblá/ljósblá — stærðir: 31-35.
Verð kr. 11.995.-
STJÖRNUSKOBUÐIN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24