Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 Guðmundur Pétursson skrifar Aukafundur plngínu um Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað sam- an til aukafundar i dag i viöleitni til þess aö koma sovéska herliö- inu burt frá Afghanistan, eftir að Kreml kæfði tillögu þess efnis i öryggisráðinu meö neitunarvaldi sinu. öryggisráðið samþykkti i gær- kvöldi með 13 atkvæðum gegn 2 að skjóta málinu til allsherjar- þingsins, þar sem ekki verður komið viö neitunarvaldi. — Sovét- rikin og Austur-Þýskaland voru þau einu, sem greiddu atkvæði gegn. Fulltrúi Sovétstjórnarinnar, Oleg Troyanovsky, veittist beisk- lega að Bandarikjunum og Kina VÍSIiðll lögmann- vegna tillögunnar, sem hann sagði undan þeirra rif jum runna, þótt Filipseyjar og Mexikó hefðu borið hana formlega upp. Sagði hann þetta vera „samsæri heims- valda- og útþenslustefnunnar” til þess að koma i kring kaldastrlös- átökum á vettvangi Sameinuöu þjóðanna. Siðast var efnt til aukafundar I allsherjarþinginu 1967 að beiðni Sovétrikjanna vegna sex daga striðsins. NU segja fulltrúar Sovétrikjanna og hinnar nýju stjórnar Aíghan- istan, að öryggisráöið sé að gera sig sekt um gróflega ihlutun I innanrikismál Afghanistan. Báðir halda enn fram fyrri fullyrðing- um um, að herhlaup Sovétmanna i Afghanistan sé einungis fyrir beiðni Afghanistanstjórnar um hjálp og i samræmi viö vináttu- samning rikjanna. 1 umræðum i öryggisráöinu vis- aði Jorge Castenada, utanrikis- ráðherra Mexikó, siðari fullyrð- ingunni á bug, og sagði, að tvi- mælalaust væri um að ræöa innn- rás i Afghanistan og hernaðar- lega íhlutun i innanrikismál þess. í allsheríar- Aíghanlstan Þessi fréttamynd hefur borist frá Moskvu og er sögð frá Kabul. A hún að sýna pólitiska fanga, sem sieppt hafi verið úr Puli- Charkhi-fangelsinu. Þús- undum pólitfskra fanga hefur verið sleppt eftir að stjórn Karmals tók við. — Aörar fréttir greina frá af- tökum á pólitiskum stuðn- ingsmönnum Amins heit- ins, en þó færri en fréttist, að viðgengist heföi I stjórnartið Amins. Skothardagi á Korsíku inum úr landl Amnesty International hafa mótmælt við tékknesk yfirvöld áreitni, sem lögfræðingur sam- takanna sætti, þegar þau sendu hann til þess að vera við réttar- höld i máli sex andófsmanna. Austurriski lögmaðurinn, Henry Goldman, hafði verið i haldi lögreglunnar i f jóra og hálfa klukkustund að tilefnislausu. Honum var neitað um leyfi til þess að vera við réttarhöldin og visað úr landi. Þessi réttarhöld voru 21. des- ember hjá hæstarétti, en þá voru staðfestir fyrri dómar yfir sex- menningunum, en meðal þeirra var leikritaskáldið Vaclav Havel. Lögfræðingnum hafði verið veitt vegabréfsáritun og i fullri vitneskju um erindi hans til Prag. En þegar þangað kom, var hon- um neitað um að vera við réttar- höldin og visað úr landi, þvi að til- raunir hans til að komast i réttar- salinn voru kallaðar „afskipti af innanrikismálum”. tndíru fal- In stjórnar- myndun Indiru Gandhi, sem hlaut yfir- burðarsigur i þingkosningunum indversku, verður I dag falið að mynda nýja rikisstjórn, eftir að Kongressflokkur hennar kaus hana i gær formann þingflokks- ins. Ber þetta þvi sem næst upp á fjórtán ára afmæli þess, þegar Indira varð fyrst forsætisráð- herra Indlands. Indira hefur sagt, að Indland þurfi nú styrkrar stjórnar við og hefur heitið þvi að bregða fljótt við lögleysu i landinu og herða löggæslu um leið og beita sér fyrir þvi að rétta við efnahag landsins. Lögreglan á Korsiku skaut i gærkvöldi til bana tvo menn og særði þrjá, eftir að hryðjuverka- menn aðskilnaðarsinna höfðu fellt lögregluþjón i orrustu um hótel eitt i Ajaccio. Þyrlur frá Suður-Afriku voru hafðar til taks i gær, ef færi gæfist á að bjarga 23 hollenskum og dönskum sjómönnum, sem kom- ust hvergi úr dönsku flutninga- skipi, er strandaði i fyrradag á Mozambique-sundi. Hollendingarnir eru af áhöfn hollenska flutningaskipinu Ell- ina, sem fyrst varð á strandstaö i gær og reyndi að senda björgun- arbát yfir til danska frystiskips- ins Pep Ice. Bátnum hvolfdi i briminu, en þeir á Pep Ice náðu þessum velvildarmönnum sinum upp úr brimlöðrinu og um borð til sin. Pep Ice strandaði á eyjunni Bassada India. Áhöfnþesseru 14 menn. Það var á leiðinni frá Durban til Austurlanda fjæ;r þegar það strandaði. Skipstjórinn, J.S. Jensen hafði sent út neyöarkall, þar sem hann lýsti hættu á þvi, aö skipið liðaðist sundur i brimrót- inu, og engin tök á að setja út björgunarbátana, sem myndu kurlast við skipssiöuna. Næsta björgunarskip er ekki væntanlegt á staðinn fyrr en á laugardag. Búist var við þvi, að s-afrlkönsku björgunarþyrlurnar Hinir korsikönsku þjóðernis- sinnar höfðu tekiö hótelið með áhlaupi, vopnaðir veiðirifflum. Náðu þeir á sitt vald 20 hótelgest- um, sem þeir tóku fyrir gisla. Innan stuttrar stundar var eins gerðu tilraun i dag til þess að ná mönnunum af skipinu, en til þess þyrftu þær að fá eldsneyti í Mozambique. Sá hængur er þar á, að Mozambique og S-Afrika hafa ekkert diplómatasamband sin i milli, en vonir stöðu til, að þessi ríkiýttu væringum sinum til hlið- ar i samvinnu til þess að bjarga mannslifum. — Gæti hreysti og drengskapur hollensku sjómann- anna niu, sem buðu dauðanum i brimgarðinum byrginn, orðið þeim fordæmi. Skorar á karl- menn I hnefalelk Sautján ára danskri stúlku var neitað um keppni I hnefaleik viö karlmann i ein- um af boxklúbbum Kaup- mannahafnar. Unir hún þeirri synjun ekki og ætlar að sækja máliö til jafnréttis- ráðs kynjanna. — Lis Peder- sen hefur til þessa aðeins keppt við aðrar stúlkur, en segist hafa skoraö á karl- mennina i þvi skyni aö hvetja fleiri stúlkur til þess að taka þessa Iþrótt upp. og strið hefði skollið á i bænum, svo hatrömm var skothriöin, þegar lögregla og ofstækis- mennirnir skiptust á skotum. Lögreglan setti upp vegatálma, og þegar tveir bilar virtu að vettugi fyrirmæli um að stansa var hafin á þá skothríð. Við þaö féllu tveir menn og þrir særðust. Við hótelbygginguna safnaðist hópur skoðanabræðra hryðju- verkamannanna inni i hótelinu. Héldu þeir á lofti spjöldum, sem sýndu stuðning við aðskilnaðar- sinna. — Byssumennirnir i hótel- inu voru taldir milli 30 og 40. Spjaldberarnir grýttu lögregl- una og einn þeirra brá á loft byssu. Hleypti hann af fjórum skotum og felldi einn lögreglu- þjóninn. Tveir lögreglumenn aðr- ir særðust alvarlega. — Dreiföist ekki mannfjöldinn fyrr en lög- reglan beitti táragasi. Arásarmennirnir inni i hótelinu kröfðust þess, að tuttugu þjóðern- issinnar, sem sitja i fangelsum, yrðu látnir lausir. Þegar siðast fréttist sátu þeir enn inni i hótelinu, en höföu sleppt sex gislum af tuttugu. Þar af ein- um hjartasjúklingi. Loðfóðruð gúmmistigvél gul/blá — stærðir: 22-27.Verð kr. 11.500.- stærðir: 28-35.Verð kr. 11.995.- dökkblá/ljósblá — stærðir: 31-35. Verð kr. 11.995.- STJÖRNUSKÓBÚÐIN Bjðrgunannennirnir nætt komnlr í drlmi Bátl Delrra hvoildl á leið út I strandsklplð. en Delm bjargað Dar um Dorð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.