Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 11
vísm Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 • * A *, » % a'> . 11 vettvang- ur atburð- anna um borð f Tý A þessari skýringarmynd af vettvangi um borð i varðskipinu Tý má sjá hvar i skipinu hin- ir hörmulegu atburðir gerðust á mánudagsmorguninn. Staður merktur A er eldhúsið þarsem þeir Jdhannes Olsen og Steinar Clausen bátsmaður voru staddir er Jön Guðmunds- son vélstjóri kemur þar inn bak- borðsmegin. Þegar hann hafði stungið Jóhannes hleypur Stein- ar fram ganginn bakborðsmeg- in og upp stigann áleiðis upp i brú. Jóhannes fylgir á eftir og siðan Jón. Feitletraöa slitna lln- an sýnir þá leið. Stiginn upp á efra þilfar og þaðan upp i brú er framan við borðsalinn og gegnt þeim stiga eru tveir stigar niður á neðra þilfar. Þegar Jón kemur að stig anum upp verður Einar Óli Guðfinnsson, þar fyrir honum að þvi er virðist. Sá staður er merktur B. Eftir að hafa veitt honum áverka fer Jón upp stig- ann á næsta þilfar,þar út á gang stjórnborðsmegin, gengur aftur ganginn, og til hægri, opnar dyr út á þyrluþilfar og hverfur. Frá stað merktum B, þar sem Jón mætir Einari er dregin grönn slitin lina aftur með borð- sal yfirmanna stjórnborðsmeg- in, en þá leiö fór Einar óli eftir aðhafa orðið fyrir stungunni og inni matsalinn. Þar inni var Þórir Bjartmar Harðarson vikadrengur að ryksuga. Opiö var milli matsalanna. Ljóst er að það hefur verið mesta mildi að ekki urðu fleiri á vegi Jóns á þessum tima.— SG Flutningabillinn á hliðinni við bæinn Tröð i Fróðárhreppi. Visis- mynd Bæring Cecilsson. Fiulningabfll fauk I Fróðárhreppl Flutningabill fauk á hliðina við bæinn Tröð i Fróðárhreppi sl. þriðjudag, en þá var þar ofsarok eins og viðar á landinu. Flutningabillinn var að koma frá Borgarnesi með fóðurvörur og var að beygja upp að bænum þeg- ar vindhviða feykti honum á hlið- ina. Bilstjórinn sem var einn i bilnum slapp með smáskrámur og skemmdir á bilnum uröu ekki mjög miklar. Þennan dag var veður vont á þessum slóðum og varð hann hvað hvassastur undir BUlands- höfða og var þar nokkuð klaka- hrun á bletti. Bæring Cecilsson Grundarfiröi/ — HR Árnesingamót á laugardag Arnesingamótið 1980 verður haldið i Félagsheimili Fóst- bræðra á laugardaginn og hefst með borðhaldi kl. 19. Heiðursgestur mótsins verður Karóh'na Guðmundsdóttir fyrrum húsfreyja á Böðmóðsstöðum i Laugardal. Ræðu kvöldsins flytur Ingólfur Þorsteinsson fyrrverandi for- maður Arnesingafélagsins. Soffia Guðmundsdóttir syngur einsöng og Huttur verður leikþáttur. Að lokum verður dansað. Arnesingakórinn hefur starfað af fullum krafti i vetur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur og i mars er fyrirhugað að fara i söngferð á Snæfellsnes, ásamt fleiri söngskemmtunum. For- maður kórsins er Hjördis Geirs- dóttir. Formaður Arnesinga- félagsins er Arinbjörn Kolbeins- son læknir. —SJF,— ðll bðrn 3ja tli 6 ára í umferðarskóla 011 börn i landinu 3ja til 6 ára voru i fyrsta sinn þátttakendur i umferðarskólanum „Ungir veg- farendur” á barnaári 1979. Meö dyggri aðstoð oddvita og sveitarstjóra 165 sveitarfélaga fór svo að umferðarskólinn er nú skóli allra landsmanna. Þar með náði Island skemmtilegri sér- stöðu I umferðarfræðslu forskóla- barna sem vakti verðskuldaða at- hygli á alþjóðlegu þingi um- feröarráða sem haldið var á Spáni á liðnu ári. Þessi samvinna sem tókst á milli Umferðarráðs og allra sveitafélaga landsins felst i þvi að sveitafélögin greiða mikinn hluta af kostnaðarverði þeirra verk- efna sem umferðarskólinn sendir börnunum. —SJF.— Ertu ekki búinn ad finna þaðennþá? verið slæmt að týna kvittun.. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til að skiþuleggja heimilisbók- haldió, — möppur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr. Komdu og finndu okkur í Hallarmúla! Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þú þarft til að finna þína eigin pappíra á augabragði. HALLARMÚL A 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.