Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 14
14 Hér stjórnar Jerry Nelson (hægra megin) ásamt aöstoöarmanni sinum knapa nokkrum á þeysireiö yfir sviöiö. ÞEIR GEFA PRÚRU- LEIKURUNUM LlFI Hafið þið einhvern tima velt fyrir ykkur hvernig hinir vinsælu Prúðuleikarar hreyfa sig? Við gerum nefni- lega ráð fyrir að allir viti nú að Prúðuleikar- arnir eru brúður en ekki lifandi verur! Brúðunum stjórnar hópur manna með höndunum. Myndavél- unum er beint þannig, að mannlegar hendur sjást ekki og virðast brúðurnar þvi vera lif- andi. Höfundur og skapari Prúðuleikaranna er Jim Henson. Hann Vinur allra, brandarakarlinn Fossi bjórn. Þaö þarf tvo menn til aö stjórna honum, enda engin smásmföi. Þaö er Frank Oz (maöurinn meö gleraugun), sem ber ábyrgö á Fossa og þvf sem hann segir. ki stjórnar mörgum brúð- anna, meðal annarra froskinum Kermit. Þá semur hann flest hand- ritin. Þessar myndir voru teknar við upp- töku á einum þáttanna um Prúðuleikarana og allar eru brúðurnar góðvinir okkar. Aöalmennirnir I Prúöuleikurunum, Kermit froskur og stjórnandi hans, Jim Henson. Henson sér á sjónvarpsskermi fyrir framan sig hvernig Kermit tekur sig út. sandkorn Jónina Michaels- dóttir, blaöamaður Að vera eða vera ekkl Meðan stjórnmálaflokkarn- ir fara sér rólega I þreifingum og könnunarviöræöum um hugsanlega starfhæfa rfkis- stjórn munu, að sögn, ráö- herrastólarnir hafa lækkaö nokkuð i veröi hjá Alþýöu- fiokksmönnum. Benedikt for- maöur hefur þó lyst þvi vfir aö ekki komi til greina aö núver- andi starfsstjórn hlaupi frá fyrr en ný rikisstjórn hafi ver- ið mvnduð. Hann kannaöist þó við að ,,einn eða tveir einstak- lingar’’ i þingflokknum heföu hugmyndir I þessa átt. Dóms- málaráðherra, Vilmundur Gylfason mun vera annar þessara einstaklinga og segir ,,þaö er ljóst aö þaö er enginn spenntur fyrir þvi aö sitja við þær aöstæöur aö mál nái ekki fram aö ganga”. Þeir sem mest kvarta yfir framtakssemi ráöherrans i starfi hafa þvi aðeins kynnst revknum af réttunum. Eftir er að vita hverju hann áorkar meö fullt umboð. Viimundur utanríklsmál Oð tilfinnlngar Jón Baldvin Hannibalsson fjallar um öryggismál lands- ins i ljósi innrásar Sovét- manna i Afghanistan i leiöara i gær. Hann segir meöal ann- ars: Varnarmál þjóöa. rétt eins °g tryggingamál byggjast á þeirri einföldu hugmynd aö vera viðbúinn einhverjum ó- fyrirsjáanlegum atburöum svo að maöur þurfi ekki aö sætta sig viö oröinn hlut. Ella væri nóg aö gera ráðstafanir þegar þar að kæmi. ....Flestir þeir sem lýsa sig fvlgjandi hlutleysisstefnu i uta nrikis má lum eru ekki kommúnistar heldur þjóöern- issinnar og þessi afstaða er þeim tiifinningalegt metnaö- armál. Auðvelt er' aö hafa samúö með sjónarmiöum þeirra þótt slik óskhyggja dugi engan veginn sem forsenda utanrikisstefnu. Utanríkismál þýðir ekki aö ræða út frá til- finningasjónarmiöum og ósk- hyggju einni saman. Mótun utanrikisstefnu byggist ööru fremur á yfirveguöu mati á þeirri áhættu sem viö tökum. Hlutleysistefna stenst ekki þaö áhættumat viö rikjandi aöstæöur. Hagsmunir okkar i millirikjaviðskiptum og ör- yggismálum fara saman meö hagsmunum grannrikja okkar sem búa viö áþekkt þjóöskipu- lag. Sameiginlega hljótum viö aö vera á veröi gegn mesta afturhaldsafli heimsins á okk- ar dögum, sovétkommúnism- anum, sem myndi steypa okk- ar heimshluta aftur á stig villimcnnsku kæmist hann þar til valda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.