Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980
16
Umsjón:
Katrin Páls-
dóttir
Þaö er af niiklu að taka þegar
valdar eru bestu kvikmyndir
siðasta árs. Oft fer þaö svo aö
k'vikmyndirfá mikla auglýsingu
meöan á töku þeirra stendur, en
eftir frumsýningu standa marg-
ir upp vonsviknir.
Vincent Canby kvikmynda-
gagnrýnandi New York Times
varð t.d. fyrir vonbrigðum meö
myndCoppola Apocalypse Now,
sem var gifurlega umtöluð með-
an á gerð hennar stóð. Þá gefur
hann tveim öðrum myndum,
sem miklar vonir voru bundnar
við, lélega einkunn. Þær eru
Lunaeftir Bernardo Bertolucci
og 1941, mynd Steven Spielberg.
Canby hefur valið tiu bestu
kvikmyndir ársins. Af þessum
tiu eru aðeins þrjár gerðar utan
Bandarikjanna. Þær eru þess-
ar:
Breaking Away.
Myndin er gerð eftir handriti
Steve Tesich, sem er Ungverji.
Leikstjórinn er enskur, Peter
Yates.
Þetta er ein besta gamanmynd
sem gerð hefur verið um milli-
stéttar Amerikana, segir
Canby.
Meöaðalhlutverkinfara Paul
Dooley, Barbara Berrie,Dennis
Christopher, Dennis Quaid,
Daniel Stern og Jackie Earle
Haley.
Escape from Alcatraz
Don Siegel sýnir okkur i þess-
ari mynd, aö hann kann til
verka. Myndin kemur á óvart
ÞÆR TÍU
BESTU Á
HVÍTA
TJALDINU
frá upphafi til enda, segir
Canby. Með aðalhlutverkið i
myndinni fer Clint Eastwood.
Fedora
Hér er Billy Wilder enn einu
sinni á ferðinni með góða mynd.
Kvikmyndin fjallar um lífið f
Hollywood. William Holden
leikur kvikmyndaframleiðanda,
Marthe Keller fegurðardís á við
Garbo og Hildegard Knef leikur
pólska aðalskonu.
Clint Eastwood fer með aðalhlutverkið í myndinni Escape from
Alcatraz. A myndinni er hann meö konu sinni og dóttur.
Hair.
Hér er á ferðinni söngleikurinn
með sama nafni, sem sýndur
hefur verið viðsvegar um heim-
inn við miklar vinsældir. Milos
Forman gerir myndina og
Michael Weller handritið. Með
aðalhlutverkin fara John
Savage, Trent Williams og Bev-
erly D'Angelo.
Kramer  vs.  Kramer.
Robert Benton er leikstjóri
myndarinnar. Hann skrifar
einnig handritið i félagi við
David Newman. Af fyrri mynd-
um þeirra má nefna Bonnie og
Clyde, og Bad Company. Með
þessari mynd hefur Benton
slegið virkilega í gegn. Honum
er hælt á hvert reipi fyrir þessa
sérstæðu mynd, sem fjallar um
fráskilin hjón og baráttu þeirra
fyrir þvi hvort haldi barni
þeirra. Aðalhlutverkið er i
höndum Dustin Hoffman. En
meö önnur hlutverk fara Meryl
Streep, Justin Henry, sem leik-
ur son þeirra hjóna og Jane
Alexander.
Love on the Run.
Hér er hinn þekkti leikstjóri
Francois Truffaut á ferðinni
með skemmtilega mynd. Þetta
er fimmta mynd hans um ævin-
týriAntoine Doinel. Hann leikur
Jean Pierre Leaud. Kvik-
myndagagnrýnandi New York
Times segir þetta einstaka
kvikmynd.
Manhattan
Hér er Woody Allen með sina
bestu mynd, skemmtilegustu og
alvarlegustu i senn. Með hlut-
verkin fara Diane Keaton,
Mariel Hemingway og Michael
Murphy að ógleymdum sjálfum
Woody Alleh.
Dustin Hoffman fer með aðalhlutverkið i kvikmyndinni Kramer vs,
Kramer. Hér er Hoffman með dóttur sinni sem er 7 ára.
The Marriage of Maria
Braun
Kvikmyndina gerir Rainer
Werner Fassbinder. Kvikmynd-
in f jallar um lif Mariu Braun i
Þýskalandi eftir seinna strið.
Það er Hanna Schygulla sem
leikur Maríu.
„10"
Blake Edwards hér skemmti-
lega mynd um miðaldra skap-
góðan mann sem nýtur þess að
vera i félagsskap fallegra ungra
stúlkna. Brandarar f júka i allar
Woody AUen slær i gegn með
kvikmynd sinni Manhattan.
áttir. Meö aðalhlutverkið fer
Dudley Moore,Julie Andrews og
Bo Derek.
The Tree of Wooden
Clogs
Það er ítalinn Ermanno Olmi
sem gerir myndina, er fjallar
um li'f bænda á norður Italíu i
byrjun aldarinnar. 1 hlutverk-
um er áhugafólk, sem með frá-
bærri leikstjórn tekst að skila
hlutverkum sfnum vel.
Þá eru upptaldar tiu bestu
kvikmyndir ársins, að mati
Vincent Canby gagnrýnanda á
New York Times.'En eins og
fyrr segir var valið erfitt og
hann lætur fylgja lista yfir tíu
aðrar kvikmyndir sem hann
telur hafa átterindi inn á listann
yfir þær tfu bestu. Þær eru:
Being There, gerð eftir sögu
Jerzy Kosinski og stjórnað af
Hal Ashby. Mynd Francis Copp-
ola Apocalypse Now. Þá nefnir
hann Moonraker sem er ein
besta James Bond mynd sem
gerð hefur verið að mati Cnaby.
Henni stjórnar Lewis Gilbert.
Þá telur hann The Electric
Horseman sem Sidney Pollack
leikstýrir. Með aðalhlutverkin í
þeirri mynd fara Robert Red-
ford og Jane Fonda. Monty
Python: Life of Brian og kvik-
mynd Werner Herzog Woyzeck
eru einnig á listanum.
Þá nefnir hann kvikmyndirn-
'ar:  Norma  Rae,  The  China
Syndrome, All That Jazz,  og
The Muppet Movie.
—KP.
Mynd fyrir alla
Gamla bió: Björgunarsveitin —
The Rescuers
Framleiðslufyrirtæki:    Walt
Disney
Framleiðendur:  Ron  Miller  og
Wolfgang Reitherman
Samin af Larry Clemmons eftir
sögu Margery Sharp.
Tónlist: Artie Butler, Carol Conn-
ors,  Ayn Robbinns  og Sammy
Fain.
Stjórnendur  myndgerðar:  Wolf-
ang Reitherman, John Lounsbery
og Sammy Fain.
Raddir lögðu til: Bob Newhart,
Eva Gabor, Geraldine Page o.fl.
Gamla bió brást ekki um þessi
jöl frekar en önnur að bjóða upp á
eitthvað frá Walt Disney.
Að þessu sinni er þaö frábær
teiknimynd og örugglega ein sií
kvikmyndir
Magnús
Ólafsson
skrifar
besta  sem  komið  hefur  frá
Disney-fyrirtækinu.
Söguþráðurinn      er spenn-
andi og skemmtilegur og segir frá
þvi aö flöskuskeyti rekur á land i
New York-borg. Þrjár litlar mýs
úr Alþjóðabjörgunarfélaginu
finna flöskuna, og fara með hana
til aðalstöðva  félagsins, sem
hefur aðsetur i kjallara bygg-
ingar Sameinuðu þjóðanna. t
flöskunni reynist vera hjálpar-
beiðni frá litilli stúlku, sem er i
nauðum stödd.
Bianca, hugrökk og ævintýra-
gjörn mýsla, er fengin til að
koma og sinna þessari hjalpar-
beiðni. Með sér fær hún Bernard,
sem er feimin og klaufaleg mús.
Myndin snyst svo um þennan
björgunarleiöangur og er tíhætt
að segja að þó að um teiknimynd
væri að ræða, var maður spennt-
ur eins ogbörninlkringum mann.
Persónuskaparar Walt
Disney-fyrirtækisins virðast ó-
endanlega getaö skapað teikni-
myndafigiírur hverja annarri
ólika. T.d. flugtakið hjá Orville
flugkappa er hreint út sagt frá-
bært, svo maður tali nU ekki um
krókódílana Neró og BrUtus.
Einnig er valið á röddum fyrir
allar persónur myndarinnar
þaulhugsað og gefur þeim enn þá
meira líf.
Það er mikili misskilningur ao
halda það að teiknimyndir séu
eingöngu fyrir börnog hvaö þessa
mynd varðar er hún fyrir alla á
aldrinum 3ja  ára til 100 ára.
Mdl.
Orville flugkappi leggur af staö með Biöncu og Bernard i björgunar-
leiðangurinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24