Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vlsm
' v<* * v,***A
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980
!3
Umsjón:     }
Sigurveig
Jónsdóttir
Fimmtudagsleikrilið kl. 21.25:
Krislalsstúlkan misslr gljaann
Fimmtudagsleikrit útvarpsins
er i þetta sinn „Kristalsstúlkan"
eftir Edith Ranum i þýðingu Torf-
eyjar Steinsdóttur. Leikstjóri er
Herdis Þorvaldsdóttir.
Hlutverk i leikritinu eru tvö og
fara þær Margrét Ólafsdóttir og
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
meö þau.
Leikritið fjallar um fræga leik-
konu á niðurleið og móður henn-
ar. Nina Weide hefur fengið
viðurnefnið „kristalsstúlkan" á
frægðarferli sinum. Nú hefur hún
hins vegar misst mesta gljáann
og er auk þess á góðri leið með að
verða drykkjusjúklingur.
Móðir Ninu býður fyrrverandi
kærasta hennar heim i þeirri von,
að hún geti tekið upp þráðinn á
ný. En ráðagerðir fara ekki alltaf
eins og til stendur.
Höfundurinn, Edith Ranum er
þekkt fyrir barnaleikrit sin i út-
varpi, bæði í heimalandi sinu,
Noregi, og annars staðar á
Norðurlöndum. Hún hefur einnig
skrifað sakamálaleikrit og nokkr-
ar skáldsögur i sama stil. Fyrsta
útvar psleikr it hennar,
„Kettlingurinn" hlaut fyrstu
verðlaun i leikritasamkeppni árið
1975.
Leikritið hefst kl. 21.25 og er lið-
lega 50 minútur i flutningi.
Útvarp kl. 20.30:
Heimsfrægir
tónlistarmenn
með Sinfóníu-
hllómsveitlnni
Fyrri hluta tónleika Sinfóniu-
hljómsveitar Islands i Háskóla-
biói i kvöld verður útvarpað
beint. Hljómsveitarstjóri verður
Ungverjinn Janos Furst og ein-
leikari landi hans György Pauk,
fiðluleikari.
Janos Furst stundaði tónlistar-
nám sitt i Budapest, Paris og
Brussel, en settist siðar að á tr-
landi. Þar starfaði hann m.a. sem
konsertmeistari og einleikari og
stofnaði írsku kammersveitina,
sem hvarvetna hefur unnið sér
mikið lof fyrir tónlistarflutning.
Pauk hóf fiðlunám i Budapést
sex ára að aldri, en fjórtán ára
gamall hóf hann fyrir alvöru að
leika á tónleikum. Hann varð
sigurvegari i Paganinikeppninni
1956 og i Jacques Tibauldkeppn-
inni 1959.
Hann nýtur nú mikillar frægðar
bæði fyrir einleik og leik - i
kammerverkum og er talinn einn
af fremstu fiðluleikurum sam-
timáns.
Flutt verður Dansasvita eftir
Béla Bartók og Fiðlukonsert i a-
moll op. 53 eftir Antonin Dvorák.
Otvarp frá tónleikunum hefst
kl. 20.30. — SJ
Herdis Þorvaldsdóttir leikkona er leikstjóri fimmtudagsleikrits út-
varpsins.
útvarp
Fimmtudagur
10. janúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
14.45 Til umhugsunar. Karl
Helgason og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson fjalla um á-
fengismál.
15.00 Popp. Páll Pálsson
kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Tónlistartimi barnanna.
16.40 Útvarpssaga barnanna:
17.00 Síðdegistónleikar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Arni
Böðvarsson flytur þáttinn.
19.40 tslenskir einsöngvarar
og kórar syngja
19.55 Baltic-.bikarkeppnin i
handknattleik i
Vestur-Þýzkalandi Her-
mann Gunnarsson lysir sið-
ari hálfleik i keppni
tslendinga og Norðmanna í
bænum Verden.
20.30 Tónleikar Sinfónlu-
hljómsveitar tslands i Há-
skólabiói: — fyrri hluta
efnisskrár útvarpað bejnt.
Stjórnandi: Janos Fiírst
Einleikari: György Pauk —
báðir frá l'ngverjalandi a.
Dansasvlta eftir Béla
Bartók. b. Fiðlukonsert i
a-moll op. 53. eftir Antonin
Dvorák.
21.25 Leikrit: ..Kristalsstúlk-
an" eftir  Kdith Ranum.
22.20 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá   morgundagsins.
22.40 Keykjavlkurpistill. Egg-
ert Jónsson borgarhagfræð-
ingur talar um þarfirnar
(framhald frá 13. des.).
23.00 Frátónleikum Tónlistar-
félagsins i Háskólablói i
janúar i fyrra. Alfons og
Aloys Kontarsky leika á tvö
pianó: Sónötu i C-dúr op.
posth. 120 eftir Schubert.
23.45 Fréttir.    Dagskrárlok. .
svo mœlir Svarthöföí
ISLAND OG AFGANISTAN
Innrás Sovétrikjanna i
Afghanistan er að byrja að
segja litillega til sln á tslandi.
Menn eru farnir að hafa ójósar
skoðanir á málinu þrátt fyrir
langvarandi „finlandiseringu"
hugarfarsins, og þeir sem hafa
hvað ákafast leitað sögulegra
sátta við kommúnista lita um
öxl i grindahlaupinu. t raun var
Afghanistan orðið kommúnista-
ríki, og hefur það eflaust auð-
veldað Sovétrikjunum innrás-
ina, að þeir voru að sækja þang-
að sinn mann i Kabúl til að
drepa hann. Að þvl leyti er þessi
nvja innrás sambærileg við of-
beldið I L'ngverjalandi á sinum
tima. og annað ofbeldi i lepp-
rikjuin siðan.
Afghanistan er fjarlægt land,
og eins og önnur lönd f Islam
næsta aftarlega i þróuninni á
tuttugustu öld. Eins og lönd
þarna eystra hefur þjóðin búið
við einveldi i einhvers konar
mynd og trúað á Allah, og það
hefur kannski ekki alltaf skipt
máli hvort þetta vald var brún-
leitt eða rautt. Að minnsta kosti
varfátt eitt sagt, þegar bylting
var gerð í höfuðborginni fyrir
ekki löngu og góður vinstri
maður settur i valdastól. Samt
varð nú að drepa hann fljótlega.
og siðan næsta valdamann, uns
hinn ákjósanlegi leppur er fund-
inn til að fara með völd.
Sagt er að múhameðstrúar-
menn vilji eins konar sjálfstæði
Islams i landinu, en það er
heldur óheppilegt að hafa slikar
skoðanir þarna austur frá, eink-
anlega eftir að sýnt þykir, að
faðmlagið um Evrópu á að
byrja i ríkjum Islams. En hið
pólitiska lff er flókið, og vel má
vera að innrás Sovétmanna I
Aíghanistan loki um tima leið-
um þeirra til annarra rfkja
múhameðstrúarmanna. En það
hefur nú hingað til reynst auö-
velt fyrir Sovétmenn að láta
kála forustumönnum þjóða.
Við hér úti á islandi höfum
ekki ykja miklar áhyggjur af
innrásinni i Afghanistan. Við
höldum áfram að vera þeirrar
skoðunar, að landinu verði ekki
stjórnað af neinu viti nema i
samvinnu við jábræður þeirra,
sem réðust inn i Afghanistan.
Við teljum alveg nauðsynlegt að
hafa þá inni i myndinni, eins og
sagt er, jafnvel þá daga, sem já-
bræöur þeirra æfa innrás I ts-
land á einhverjum eyjarrassi I
baltneska sjónum, Við getum
bókstaflega ekkián þeirra verið
i rlkisstjórn, sllkur voöavandi

steojar að okkur núna. Þótt
fjörutiu og niu manns séu á
þingi á móti ellefu jábræðrum
Sovétmanna, sem nýlega hafa
drepið sinn mann i Kabúl og æfa
innrásir, þýðir ekki að nefna
það, að neinn hafi kjark til að
stjórna  landinu,  öðru  visi  en
hinir ellefu verði með.
t rauninni er þetta orðið þann-
ig, að viö erum fyrst og fremst
farin að kiósa viðmælendur
kommúnista á þing. Þaöeraf og
frá að við séum að kjósa menn,
sem geti starfað sjálfstætt þeg-
ar til stjórnarsamstarfs kemur.
Fjörutiu og níu manna
minnilíluti viðmælenda á þingi
sannar það. Og það hlýtur enn
og aftur að sannfæra mörhjört-
un á Alþingi um réttmæti þess-
ara sjónarmiða, að ellefu
manna meirihlutinn á Alþingi á
vini og flokksbræður, sem hafa
á skómmum tima komið þrem-
ur mönnum til valda i Afghan-
istan, drepið tvoog látið leppinn
lifa um sinn. Þrátt fyrir fjar-
lægðina frá Afghanistan viröist
óttinn við ofbeldið vera sá sami.
Kinhverjar þjóðir eru af veik-
um mætti að andmæla innrás-
iiinii Af ghanistan. Kftir fréttum
, i islenskuni fjölmiðlum að
dæma virðist það allt gerast
með friðiogspekt. Fjölmiðlarn-
ir eru liókstaflega að sofna I
þessu máli á likum nokkurra
hjarðmanna og fjallabúa, sem
annað stærsta herveldi heims
slær niður nieð eldvörpum og
vélbyssum. Vögguljóð innrásar-
innar er sama Ijóðið og þulið
hefur verið i eyru 'mörhjartn-
anna á Alþingi allt frá árinu
1945.Og þaöerengin vontil þess
að einhver fari að rumska ntina
til að krefjast þess að staðið
verði á grundvallaratriðum
mannlegra samskipta.
Svarthöfði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24