Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 9. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSLR
Föstudagurinn 11. janúar 1980
íslenska
flugstiórn-
arsvæðið:
Sfðrfelld aukning
á ílugi herflugvéia
Lendingum flugvéla á Reykjavikurflugvelli
fækkaði á siðasta ári um 1,27%, og munar þar
mest um verulega, eða 9% fækkun lendinga far-
þegaflugvéla i innanlandsflugi. Lendingum smá-
flugvéla fór hins vegar f jölgandi, og eins f jölgaði
millilandavélum á Reykjavikurflugvelli um
18,63% i fyrra.
Alþjóðleg flugumferö um ís-
lenska flugstjórnarsvæðið jókst
um 3,16% á árinu. Mest var
fjölgunin i herþotum, eöa
20,39%, og herskrúfuflugvélum,
10,75% frá árinu á undan.
Á Keflavikurflugvelli fjölgaði
lendingum farþegaflugvéla i
millilandaflugi um 2,07% og á
Akureyrarflugvelli um 17,89%.
Mesta fjölgunin var á Sau&ár-
króki, rúmlega 106%, og á
Hornafiröi, tæp 98%.
Hins vegar fækkaði lending-
um i Vestmannaeyjum um tæp
7%.
169 nýir flugmenn
á árinu
A siðasta ári voru gefin út 198
ný skirteini til flugliða, þar af
169 til flugmanna. Þá voru
endurnýjuð 716 eldri flugliða-
skirteini, og voru þvi i gildi um
áramótin 1363 skirteini.
Loftför á skrá voru i árslok
162, þar af 138 flugvélar, 3 þyrl-
ur og 21 svifflugvél.
Skrásett voru á árinu 27 loft-
för en 22 voru afskráð.
Flugvöllurinn á Sauðárkróki. Þar fjölgaði lendingum i fyrra um 106%.
Mótmæli víð sovéska sendiráðiö:
FORDÆMDU
INNRÁSINA
„Við fordæmum innrás Sovétríkjanna i Afghan-
istan, sem stofnar heimsfriðnum i hættu og er ský-
laust brot á alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti
smáþjóðar," segir i ályktun, sem samþykkt var á
útifundi við sendiráð Sovétrikjanna i gær.
GAF 0NDUNARVÉL
FVRIR BÖRN
Barnauppeldissjóður Thorvald-
sens hefur fært Barnadeild St.
Jósefsspitala að gjöf öndunarvél
fyrir ungbörn til notkunar i gjör-
gæslu deildarinnar.
Gjöfin er gefin i tilefni af 104
ára afmæli Thorvaldsensfélags-
ins, en félagið hefur margoft áður
gefið Barnadeildinni stórgjafir,
segir i fréttatilkyriningu frá spit-
alanum.
Samtök lýðræðissinnaðra
framhaldsskólanema gengust
fyrir fundinum og sóttu hann um
tvö hundruð manns. A fundinum
voru flutt ávörp um gjallarhorn
og lesin ljóð eftir Matthias
Johannessen og Stein Steinarr.
Fundurinn fór friðsamlega
fram, nema hvað ein tvö egg
munu hafa lent á sendiráðinu.
Heimdallur Samtök ungra
Sjálfstæðismanna i Reykjavik
hefur sent fjölmiðlum ályktun,
þar sem innrás Sovétrikjanna i
Afghanistan ér mótmælt og Is-
lendingar hvattir til að taka undir
þau mótmæli á opinberum vett-
vangi. Einnig skora samtökin á
rikisstjórnina að mótmæla inn-
rásinni af þeim mætti, sem hún
hafi dug til.             — SJ
orurímur ekkl i
rökum relstur:
ENGIN KVÖRTUN
VEGNA ÍSLENSKRA
MATVÆLA
,,Ég hef farið i gegnum spjald-
skrána fyrir siðasta eina og hálfa
árið og get ekki séð að okkur hafi
borist ein einasta kvörtun vegna
matvæla, innfluttra frá Islandi,"
sagði Mr. Plett, deildarstjóri hjá
Matvæla- og lyfjaeftirlíti Banda-
rikjanna, i samtali við Visi i gær.
Orðrómur hefur verið á kreiki
um að kvartanir hafi borist við-
komandi yfirvöldum i Banda-
rikjunum vegna skemmda i lag-
meti, sem flutt hafði veriö inn frá
Islandi. Visir hefur kannað, bæði i
Bandarikjunum og á íslandi,
hvort fótur sé fyrir þessum orð-
rómi og i ljós hefur komið að svo
er ekki.
— P.M.
Guðlaugur Þorvaldsson
sáttasemjari.
rikis-
Forsetaframboöin:
Tekur Guölaugur
ákvðrðun i dag?
„Égtel ekki fært að draga það
miklu lengur að taka ákvörðun
um, hvort ég gef kost á mér til
framboðs i þetta embætti", sagði
Guðlaugur Þorvaldsson, rikis-
sáttasemjari, er Visir ræddi við
hann i morgun um hugsanlegt
forsetaframboð.
Guðlaugur staðfesti, að margir
hefðu rætt við sig vegna málsins
og hvatt hann til þess að gefa kost
á sér, en hann væri ekki biiinn að
gera það endanlega upp við sig,
hvort af þvi yrði.
Af tur á móti væri að vænta yfir-
lýsingar frá honum um það mál
nii fyrir helgina og telja
heimildarmenn Visis yfirgnæf-
andi likur A að hann muni fara i
framboð i væntanlegum kosn-
ingum til embættis forseta
tslands.
Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri hefur fengið hljómsveit-
ina Mezzoforte til að skemmta bæjarbúum. Hljómsveitin leikur I
Samkomuhúsinu klukkan 17.30 og aftur klukkan 20.30. I kvöld.
Hljómsveitin mun m.a. leika lög af nýju plötunni sinni.
VERÐLÆKKUN
Ótrú/egt en satt,   l^-i"^"  ^*
nú getum við boðið verðlækkun
á nýjustu sendingunni af þessu
glæsilegu eldavélum

Eitt mesta úrval eldavéla i bænum.
3 og 4 hellna með venjulegum ofnum og sjálf-
hreinsandi.
Litir: Gulur, rauöur, grænn, svartur og hvitur,
viftur, uppþvottavélar, kæli- og f rystikistur o.f I.
í sama stil.
KAUPIÐ STRAX Á HAGSTÆÐU VERÐI
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADASTRÆTI  I0A - SlMI 16995

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28