Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 9. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vism
Föstudagurinn 11. janúar 1980
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: DaviðGuðmundsson
Ritstjórar: Olafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Gudmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup. Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdottir, Pall Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir. Sæmundur Guðvinsson.
Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjártan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson.
ullil og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.  I
Auglysingar og skrifstofur:
Siðumúla 6. Símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linúr.
Askrift er kr. 4.500 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
230 kr. eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f
KJORDÆMAMALIÐ
Samkvæmt yfirlýsingu Geirs
Hallgrímssonar formanns Sjálf-
stæðisf lokksins, sem nú kannar
möguleika á samstjórn allra
f lokka, ætti það að vera annað af
tveimur meginmálum slíkrar
stjórnar að koma fram lagfær-
ingum í kjördæmamálinu.
Við mörg mál væri slík ríkis-
stjórn vanbúin að glíma, en það
væri henni gjörsamlega ofviða að
leysa kjördæmamálið þannig, að
viðunandi væri. I því máli yrði
ekki frekar en öðrum gengið
lengra en sá vill, er skemmst vill
ganga.
Það er auðheyrt, að forystu-
menn Framsóknarflokksins eru
naumast fáanlegir til að ganga
lengra í leiðréttingarátt en það,
að t.d. hin ellefu uppbótarþing-
sæti komi í hlut fólksflestu kjör-
dæmanna.Slík breyting ein sér er
ófullnægjandi.  Eftir  sem  áður
hefðu kjósendur í fámennustu
kjördæmunum margfaldan at-
kvæðisrétt á við kjósendur í f jöl-
mennustu kjördæmunum.
Þá kröfu verður nú skilyrðis-
laust að gera til Alþingis, að það
grófa ranglæti, sem leiðir af nú-
gildandi kosningareglum, verði
afnumið. Um þetta eiga Sjálf-
stæðisf lokkur, Alþýðubandalag
og Alþýðuflokkur að geta sam-
einast, eða a.m.k. stór meirihluti
þingmanna innan þessara
flokka. Kjördæmamálið er þess
eðlis, að þeir flokkar þurfa alls
ekki að sitja saman í ríkisstjórn,
sem koma sér saman um leið-
réttingu í þeim efnum, og hefur
það raunar jafnan verið svo.
Jöfnun atkvæðisréttar milli
fólksins í landinu er sérstakt
réttlætismál, sem þarf í rauninni
ekkert að koma myndun nýrrar
ríkisstjórnar við. Og af og f rá er
að ætla að koma því máli f ram í
samvinnu við f ramsóknarmenn,
sem skilja ekki málið og fara
alltaf að tala um alls óskyld mál,
þegar jöfnun atkvæðiscéttar er
til umræðu.
FRJÁLST VERÐLAG
Svona leit skopteiknarinn Sigmund á aol'ör Svavars Gestssonar viöskiptaráöherra Al-
þýðubandalagsinns gegn VIsi og Dagblaðinu.
Ástæða er til að vekja athygli á
og fagna samþykkt hins nýja
verðlagsráðs um, að verðlagning
dagblaðanna skuli eftirleiðis
vera frjáls. Þetta er fyrsta sam-
þykktin, sem verðlagsráðið gerir
af þessu tagi með heimild í lög-
um um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskipta-
hætti, sem seft voru í tíð ríkis-
stjórnar Geirs Hallgrímssonar,
en tóku ekki gildi fyrr en 1.
nóvember sl.
AAeð hinni nýgerðu samþykkt
er ísinn brotinn, og vonandi verð-
ur verðlagshömlunum aflétt á
sem flestum sviðum í kjölfarið.
Frelsi í verðlagsmálum er í allra
þágu, alveg sérstaklega neyt-
enda í landinu, sem munu njóta
góðs  af  frjálsri  samkeppni  á
markaðnum.
Ákvörðunin um frjálsa verð-
lagningu blaðanna þýðir lokasig-
ur blaðanna í því stríði, sem
verðlagsyfirvöld, með Svavar
Gestsson þáverandi viðskipta-
ráðherra í broddi fylkingar, hóf u
á hendur Vísi og Dagblaðinu í
október 1978, þegar þessi blöð
voru kærð til refsingar fyrir
verðhækkanir sínar. Sá málatil-
búnaður rann að vísu allur út í
sandinn, og Vísir hefurætíð stað-
ið fast á því, að verðlagsmál
blaðanna séu yfirvöldum óvið-
komandi vegna prentf relsis-
ákvæðis stjórnarskrárinnar.
Engu að síður er bót að samþykkt
verðlagsráðsins.
Minnkandi barneignir fólks i
Evrópulöndum hafa orbið til
þess að Evrópuráðið hefur tekið
á dagskrá sina umfjöllun um
það, til hvers slik þróun muni
leiða, ef hún haldi áfram og
hvernig bregðast skuli við
hugsanlegri fólksfækkun .
Manntalsnefnd Evrópuráðs-
ins hefur lagt meiriháttar
skýrslu um þetta mál fyrir ráð-
herranefnd ráðsins og er ráð-
gert aö gefa hana útj vor. Þar
gerir nefndin, sem starfað hefur
siðah 1973, grein fyrir athugun-
um sinum á þvi, hvert stefnir i
mannfjöldamálum álfunnar og
hvernig búast megi við að ibiia-
fjöldinn verði um aldamótin
næstu, árið 2000.
Skýrslan lýsir breytingum
ibúafjölda, sem eiga sér stað i
nútímaþjóðfélögum Evrópu og
ræöir fjögur eftirfarandi atriði
nánar:
Minnkandi  frjósemi,  ástæöur
fyrir henniog liklegar afleiðing-
ar.
Fyrirmyndir hjónabanda  og
i sumum Evrópulöndum er óttast, að innan fárra ára muni fækkun vinnandi fólks leiða til þess, að rikin
eigicrfitt meðaðstanda undir lifeyrisgreiðslum ogheilbrigðisþjónustu fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega.
barna og unglinga. Þetta f ólk er
ennófættog ógerlegter aðsegja
til um það með néinni vissu
hvort meira eða minna verður
um þaðennútildags þótt líklegt
sé að ekki verði um mjög.mikla
aukningu að ræða. Svo fremi
ástand efnahagsmála i flestum
Evrópulöndum verði sæmilegt
litur yfirleitt vel út varðandi
mannf jöldavandamálin.
Kostnaður vegna unga fólks-
ins ætti að vera tiltölulega lítill
og ætti að vega upp á móti aukn-
um útgjöldum til stuðnings
öldruðum, þ.e. vegna eftirlauna
og heilbrigðisþjónustu. Ekki
þurfa að koma til nein alvarleg
vandamál á sviði efnahagsmála
'og mannf jölda f flestum löndum
fyrr en á öðrum áratug næstu
aldar. En ef ástand efnahags-
mála er lakara en nú kunna al-
menn vandamál að vera meiri
og þá sérstaklega atvinnuleysi.
Evrópumenn ættu þó að vera
bjartsýnir að þvi er mann-
fjöldavandamálið  á  komandi
FÆKKAR EVROPUBUUM A NÆSTU ABUM?
Evrópuráðið tekur minnkandi mannfjðlgun og samdrátt í barneignum til athugunar
hjónaskilnaða, svo og myndun
fjölskyldu.
Breytingar á aldursstigi meðal
einstakra þjóða, svo og mikil-
vægi þeirra á sviði félags- og
efnahagsmála.
Fólksfhitninga  milli  Evrópu-
landa  í  sambandi  við  mann-
fjöldabreytingar.
Minnkandi frjósemi þarf ekki
nauösynlega að leiöa til þess að
ur fjöldanum dragi. I öllum
aðildarrikjunum, utan e.t.v.
Vestur-Þýskalandi og Austur-
riki,  mun  ibúafjöldinn  verða
meiri um aldamótin næstu en
hann var árið 1975. En væntan-
legar breytingar á uppbyggingu
aldursflokka fram að aldamót-
um eru þyngri á metunum en
aukning ibúaf jöldans.
Haldi fæðingum áfram að
fækka leiðir það til þess að litið
verður um fullorðið starfsfólk
eftir tvo áratugi og þar af leið-
andi verður hlutfallslega meira
um gamalmenni. I sumum lönd-
um er óttast að brátt komi að
þvi að ekki verði nóg um vinn-
andi fólk til að standa undir
miklum fjölda eftirlaunaþega.
Fæðingum
tækkar um 22%
Arið 1965 töldust fæðingar lif-
andi barna i aðildarríkjum
Evrópuráðsins 7.5 milljónir,
en árið 1977 um 5.75 milljónir.
Ilafði barnsfæðingum þvi
fækkaðum 22%. i Frakklandi
var hlutfallstalan á sama
Limabili 14%, á italiu 25%, i
Bretlandi 34% og i Vest-
ur-Þýskalandi 44%.
Ef ætlað er að hvorki fólks-
flutningar milli landa né
breytingar dánartalna muni lik-
legar til að hafa úrslitaáhrif á
þróun íbúaf jölda má helst vænta
þess að árið 2000 verði smá-
vægileg f jölgun ibúa eða allt frá
mögulegri fækkun i Vest-
ur-Þýskalandi til allt að 60%
aukningar i Tyrklandi. Gömlu
fólki mun fjölga eitthvað, tals-
verð f jölgun verður i flokki fólks
á v innufærum aldri, en fækkun i
20-30 ára aldursflokknum.
En við getum ekki aflað
neinnar  vitneskju  um  flokka
timum varðar, segir einn helsti
sérfræðingur Evrópuráðsins.
Ekki telur hann þurfa að óttast
að fækkun ibúa leiði til þjóðar-
vanda. í fyrsta lagi gerist þetta
ekki fljótlega og i öðru lagi eru
öll likindi fyrir því að ný tækni
dragi úr eftirspurn eftir vinnu-
afli. Lífsgæði kynnu einnig að
aukast ef fólki fækkaði. Evrópa
kynni að vera fyrsti heimshlut-
inn, sem horfðist i augu við þá
félagslegu staðreynd að sá
barnaf jöldi, sem fólk raunveru-
lega óskar sér er ef til vill minni
en ávallt hefur verið ætlað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28