Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 11
Föstudagurinn 11. janúar 1980. 11 Fundur í viöræðunefndinni um Jan Mayen? VILYRÐI FYRIR FUNDI 99 99 - segir ölafur Ragnar Grímsson, sem á sæti í nefndinni „Ég tel að utanrikisráðherra hafi i gærkveldi gefið mér vilyrði fyrir þvi að Jan Mayen-nefndin komi saman eftir helgi”, sagði Ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður i morgun, en hann hefur itrekað óskað eftir þvi siðan i október, að við- ræðunefnd allra flokka um Jan Mayenmálið verði kölluð saman á ný. Ólafur Ragnar kvaðst telja það brýnt að nefndin komi saman, sérstaklega vegna þeirra frétta, sem borist hafa frá Noregi um hugsanlega út- færslu landhelginnar við Græn- land. Hann sagði, að þegar til lengri tima væri litið kæmi að þvi að landhelgin við Grænland yrði færð út.Spurningin væri aðeins, hvort það yrði fyrir eða eftir at- kvæðagreiðslu Grænlendinga um áframhaldandi aðild að Efnahagsbandalaginu. Það væri þvi óvist i hverra þágu út- færslan yrði, Grænlendinga einna eða allra Efnahagsbanda- lagslandanna. Hins vegar sagði Ólafur Ragnar, að hugsanlega væru Norðmenn nú að koma af staö sögusögnum til að knýja fram skjóta samninga við Islendinga. Það hefðu þeir gert áður. „Við eigum ekki að taka neitt tillit til þessa við mótun okkar afstöðu”, sagði hann. „Útfærsla við Grænland gæti alveg eins styrkt okkar hagsmuni. En þetta allt gerir það brýnt, að við tökum skýra afstööu. Og höfuð- atriðið er að skapa þjóöarsam- stöðu i málinu”. Úr leiðangri VIsis til Jan Mayen slðastliðið sumar: Alþingismennirnir Ingvar Glslason og ólafur Ragnar Grlmsson ræðast við um minjar þær, sem þar getur að llta frá dögum hollenskra hvalveiðimanna á eyjunni. Vlsismynd: GVA Út í óviss- una frestað - fyrsti Dállurinn sýndur 23. lan. Bresku sjónvarpsþættirnir Út i óvissuna sem teknir voru hér á landi i fyrrasumar, verða ekki á dagskrá sjónvarpsins i næstu viku. Ráðgert var að sýningar hæfust á miðvikudaginn, en kvik- myndin kom ekki til landsins i tæka tið. Nú er vonast til að sýningar geti hafist þann 23. janúar. Nokkrir islenskir leikarar fara með hlutverk i þáttunum. Ragn- heiður Steindórsdóttir leikur þar eitt aðalhlutverkið. — KP. Gæfialeysl á Palró Eftir áramótin hefur gengið illa með afla, en fyrir áramótin hefur afli verið óvenju góður viðast hvar, á Vestfjörðum. Þá var meðal afli um helmingi meiri en árið á undan. Menn vænta þó að þetta batni til þess sem áður var. Hefur gæftaleysi og þungur straumur verið ein aðal orsök þessa. Þola veiðafærin illa þann þunga straum sem verið hefur á miðunum. Engin loðna hefur enn borist inn á Patreksfjörð, en þess er ekki langt að biða ef bátarnir afla vel. Stefán Skarphéðinsson Patreksfiröi|.HS Það er ekki auðvelt verk aö fóðra þennan risasel, enda þarf gæslumaður hans að klifra upp I stiga til þess að ná upp I hann. Risaselurinn heitir Daikichi, eða „mfkil heppni”. Hann er fræg- asta dýrið I dýragarðinum I Fujisawa I Japan og koma menn viða aö til að sjá hann. Daikichi er rúmlega fimm og hálfur metri og tvö hundruð kiló. ____ _________ ÞÆR ÍWONA ÞUSUNDUMt Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. LilÍmi Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. ®86611 smáauglýsingar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.