Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 9. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR
Föstudagurinn 11. janúar 1980
18

Helur R.T.O.
aidrel heyrt
gamansögur
af Skotum?
M.H.G. hringdi:
„Mig langar til aö svara
R.T.Ó. sem skrifaði um
Bryndísi Schram i Visi 9. janúar
sl. Mér finnst fyrir neöan allar
hellur aö niða manneskjuna
svona. Hann talar um að fara
illa með Gyöinga, en þá langar
mig til að spyrja hann hvort
hann hafi ekki heyrt gaman-
sögur af Skotum? Og hvort þær
hafi orðið til vegna þess að
Skota séu svona heimsk þjóð?
Á minu heimili er alltaf horft
á Stundina okkar og hefur svo
verið gert i mörg ár. Við erum
sammála um það að hún hefur
aldrei verið betri — sérstaklega
vegna þess að Bryndis lætur
börnin svo mikið koma fram.
Vonumst við þvi til að hún haldi
áfram  með Stundina  okkar".
Wl
,»»
Er siáil
komin af Gyð-
ingaæflum
seglr Bryndls schram
I svarl lll R.T.Ó.
Ég hef fylgt þeirri reglu að
láta afskiþtalausar umsagnir
um „Stundina okkar" i lesenda-
dálkum blaðanna, hvort heldur
þær eru til lofs eða lasts.
En þegar farið er að væna mig
um kynþáttafordóma i garð
Gyðinga, get ég ekki orða bund-
ist. Ég hef sjálf alla tið verið
mikill aðdáandi Gyðinga vegna
sögulegra afreka þessarar
þjóðar i þágu menningar, vis-
inda og lista. Ég get þvi fallist á
að fyndni á þeirra kostnað sé
gáleysisleg, ef hún er tekin
alvarlega.
I þessu samhengi sakar ekki
að geta þess, að forfeður minir i
föðurætt, sem settust að hér á
landi við upphaf 19. aldar, voru
Gyðingakaupmenn frá Schles-
vfk-Holstein og gott ef Gyðingar
eru ekki i móðurættinni lika
(sagt er að Gyðingar hafi bætt
blóð hennar). Sem slik ætti ég
e.t.v. að taka umrædda Gyð-
ingabrandara til min. Ég er hins
vegar ekkert móðguð við Binna.
Hafa ber i huga, að til eru
hundruð safnrita með „Skota-
bröndurum", „írafyndni"
o.s.fr. Við skulum ekki vera of
hátiðleg.       Bryndis Schram
„Óttast  ég  nú  að  hin  viðurstyggilega  (igúra  og  fordómari,
brandarabankastjórinn, taki upp á þvi að segja Skotabrandara..."   ¦hmmhmhbbm
„Hei andstyggð á Gyðingum og gyðlngakökum!"
M.H.G. spyr hvort R.T.Ó. hafi
ekki andstyggð á Skotum
einnig, vegna Skotabrandar-
nnna.
Frá og með sunnudeginum 6.
janúar hef ég ákveðið að
kveikja aldrei framar á sjón-
varpstæki minu á sunnudags-
eftirmiðdögum':
Kemur þao til af þvi að eftir
að hafa horit á Stundina okkar
áður tiltekinn dag, missti ég alla
lyst á gyðingakökunum, sem ég
átti i stömpum uppi i skáp. Fékk
ég einnig andstyggð á Gyð-
ingum, þ.e.a.s. pottablómum,
sem skreytt hafa heimili mitt
árum saman. Liggur þetta nú
allt i hrærigraut i öskutunnunni.
óttast ég nú að hin viðurstyggi-
lega figúra og fordómari,
brandarabankastjórinn, taki
upp á þvi að segja Skota-
brandara, sem hefðu þær afleið-
ingar að allur „Skotinn" minn
(„viskiið") færi sömu leið.
Húsmóðir i Hafnarfirði

Starfsmenn
sjðnvarpsins
stýrl umræðum
S.B. Akureyri hringdi:
Ég fæ ekki orða bundist vegna
umræðuþáttarins sem var i
sjónvarpinu á miðvikudags-
kvöldið um barnabókmenntir i
landinu. Það er vist óhætt að
fullyrða, að aldrei hafa jafn-
margir sérfræðingar sagt jafn-
litið af viti um jafnþýðingar-
mikið mál og stöðu barnabdkar-
innar íslensku á bókamarkaðn-
um.
Eini maðurinn, sem hélt sig
niðri á jörðinni var að minu
mati örlygur Hálfdánarson,
bókaútgefandi, en hinir þátttak-
endurnir virtust hafa allar
heimsins áhyggjur á herðum
sér og ekki sjá neina Ijósa
punkta framundan.
Stiílka , sem kynnt var sem
bókasafnsfræðingur i þættinum,
virtist helst sjá þá möguleika til
lausnar vandanum aö banna út-
gefendum að gefa út barna-
bækur af erlendum uppruna, og
bókmenntaf ræðingurinn, Silja
Aðalsteinsdóttir, var á þvi að
banna ætti Utgefendum að gefa
út bækur til að graeða a þeim,
það væri allt annað aö leyfa
mönnum að framleiða og græða
á fötum og mat.
Allsherjarbarnasérfræðingar
RlkisUtvarpsins sem meö
þessum þætti virðist vera orðin
ómissandi til vandamálaum-
fjöllunar i Sjónvarpinu lika og
heitir  Gunnvör  Braga  eða
Bragadóttir, talaði einna tengst
um ekki neitti þættinum og kom
það engum, sem fylgst hefur
með henni i Utvarpinu á Övart.
Eitt var þó rétt, sem hún sagði,
en það var að bráðnauðsynlegt
hefði verið að senda þeim
barnaleikritahöfundum, sem
þátt tóku i samkeppni utvarps-
ins greinargerð um hvers vegna
leikritum þeirra var hafnað.
Þeir geta auðvitað ekki bætt rit-
verk sin á meðan þeir fá ekki að
vita hvað leikritasérfræðingum
stofnunarinnar hefur fundist að
þvi, sem þeir senda frd sér.
Elva Björk Gunnarsdóttir
Aldrei jafn margir sagt jafn lítið...
Bókaormur i Kópavogi
hringdi:
Mig langar til að þakka sjón-
varpinu fyrir að taka vanda ís-
lenskra barnabókahöfunda og
útgefenda tíl meðferðar I þætt-
inum „Vöku", sem lengi hafði
þann undirtitil að hann ætti að
fjalla um bókmenntir og listir á
liðandi stund.
Ýmislegt fróölegt kom fram i
þættinum, einkum þó i byrjun
hans, þegar þátttakendur komu
á framfæri ýmsum tölulegum
upplysingum um stöðu barna-
bókarinnar islensku i' saman-
burði við erlendu bækurnar og
alþjóðlega fjölprentib. Þar vil
ég sérstaklega nefna upplýs-
ingar Silju Aðalsteinsdóttur.
-Síðari hluti þáttarins fannst
mér aftur á móti renna að miklu
leyti út i sandinn, og held ég að
þar hafi veriö um að kenna, aö
vanan stjórnanda slikra um-
ræðna vantaði i þáttinn.
Elva Björk, sem staðið hefur
sig mjög vel sem borgarbóka-
vörður er sérfræðingur á sinu
sviði og hefði gjarnan mátt
verða meðal þeirra, sem lögðu
eitthvað til málanna i þessum
þætti. En hUn hefur auðvitað
enga reynslu i að stjórna um-
ræðum i sjónvarpi og finnst mér
þab þvi litill greiði við hana af
hálfu sjónvarpsins að setja hana
i stjórnandastólinn.
Það er oft ansi hvimleitt,
þegar forráðamenn sjónvarps-
ins gripa upp sérfræðinga á þvi
sviði, sem til umræðu er og
biðja þá að stjórna umræðu-
þáttum i stað þess að fá þá sem
þátttakendur. Það hefur sýnt
sig að sérþjálfaðir starfsmenn
sjónvarpsins eiga oftfullt i fangi
með að stýra umræðum þótt
yfirleitt takist þeim vel upp, en
það er fráleit tilætlunarsemi að
krefjast slikrar sérþekkingar af
fólki sem aldreihefuref til vill i
sjonvarpið komið.
J
sandkom
Sæmundur'
Guðvinsson
skrifar
Taiað og
talað
Umræðuþáttur umba rnabók-
menntir var i sjónvarpinu i
fyrrakvöld. Ekki er ég nú
alveg klár á þvi hvort það var
Silja Aðalsteinsdóttir sem
stjórnaði umræðunum eða
Elva Björk borgarbókavörður
sem var skrifuð fyir þættin-
um.
Hins vegar varégalveg jafn
nær eftir þáttinn hvort hér
væri gott eða siæmt ástand á
þessum vettvangi hér. Senni-
tega hefur þessi þáttur verið
einhverjar eftirhreytur
barnaárs þvi þess var vand-
lega gætt að sjónarmið barna
kæmust ekki að.
Hvað segir
Björn nú?
Barnaársnefnd ASt hefur
lagt til að börnum yngri en 15
ára verði bönnuð öll yfirvinna
og börnum innan 16 ára
bönnuð öll næturvinna.
Sjálfsagt er að koma f veg
fyrir þá barnaþrælkun sem
viðgengist hefur i sjávarpláss-
um vfða um land. Hins vegar
hlýtur að vera erfitt að banna
yfirvinnu barna innan 15ára á
sveitaheimilum, ekki sist um
sauðburðinn. Það held ég að
eitthvað hvini i Birni á Löngu-
mýri þegar hann heyrir um
þessar tillögur.
Hitt er svo annað og meira
inál að það er ekki siður þörf á
að draga úr hömlulausri yfir-
vinnu fullorðinna þar sem
margirforeldrar sjá ekki börn
sin nema endrum og eins.
Poppið
Það er stundum talað um að
popptónlist nútimans sé eins
og hver annar iðnaður. Um
þetta eru þó skiptar skoðanir
eins og best kom i Ijós er
nokkrir popparar óskuðu eftir
opinberum fjárstuðningi til
ferðar tiICannes i Frakklandi.
Samkvæmt frétt Visis af
máiinu f gær var málið tekið
fyrir i rikisstjórninni er það
kom þangað frá Iðnaðarráðu-
neytinu. Stjórnin visaði þessu
til fjárveitinganefndar en þar
á Eiður Guðnason formaður
nefndarinnar að hafa sagt að
nefndin hefði um veigameiri
mál að fjalla en skemmtiferð
poppara.
Ég legg til að málinu verði
visað til landbúnaðarráðu-
neytisins og að poppararnir
fái styrk til fararinnar gegn
þvi að syngja lof um islenskt
lambakjöt sem við erum i
vandræðum með að selja er-
lendis.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28