Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Katrin Páls- dóttir VtSIR Föstudagurinn 11. janúar 1980 Maxine Fox og Ken Wais- mann, hjónin sem settu Grease á svið á Broadway. Grease siær met á Broadway Söngíeikurinn Grease hefur nú verið sýndur 3250 sinnum á Broadway i New York. Grease hefur nú slegið gamla metið, sem Fiðlarinn á þakinu átti, en hann var sýndur 3242 sinn- um. Fjölda margir þekktir leikarar hafa verið með i sýn- ingunni frá þvi hún var fyrst sett upp á Broadway árið 1973. Þeirra á meðal var John Tra- volta, sem fór með litið hlut- verk i leiknum á frumsýning- arárinu. Grease var fyrst sett upp i litlu leikhúsi i Chicago, þar sem leikhúsgestir sátu á gólf- inu. Þetta var árið 1971, en leikstjóri á Broadway sá leik- inn tveim árum siðar. Það voru hjónin Maxine Fox og Ken Waisman sem settu leik- inn á svið og siöan er ekkert lát á aðsókn. —KP. Hrunamenn hafa aö undan- förnu sýnt leikritið Storminn eftir Sigurð Róbertsson. Leik- stjóri er Gisli Halldórsson. Leikritiö hefur verið sýnt um Suðurland við mjöggóðar und- irtektir áhorfenda. Næsta sýning verður á Flúð- um i kvöld, en svo koma Hrunamenn i heimsókn i Kópavoginn á laugardaginn og sýna i Félagsheimilinu um kvöldið klukkan 21. Myndin er af Lofti Þorsteinssyni I hlut- verki sinu. ÞflÐ BESTA 79 - ÞAD BESTA 79 - ÞAB BESTA 79 „LÍTILL TÍMI AFLÖGU FRÁ SKRIFTUM - segir Magnea j. Matthiasdóttlr ,,Ég hef verið óskaplega ómenningarleg á siðasta ári, og varla haft tima til að lita i bók. Mestur timinn hjá mér fór i að skrifa bókina mina Göturæsis- kandidata”, sagði Magnea J. Matthiasdóttir i spjalli við Visi. ,,Ef ég á að nefna einhverjar bækur, þáfinnstmér Hvunndags- hetjan hennar Auðar Haralds góð. Ég komst einnig i nokkrar erlendar bækur, sem ég tiunda ekki, en ég er alæta á lesefni og tek fegin það sem kemur upp i hendurnar á mér. Þetta var óskaplega mikið stress-sumar. Ég tók mér fri úr vinnu meðan ég vann að bókinni, en byrjaði svo strax aftur að lesa prófarkir á Mogganum þegar ég hafði skilað handritinu. Þetta ár hefur einkennst af áætlunum um að sjá hitt og þetta. En ég hef misst af flestu. Ég eyði þeim tima sem ég hef með börn- um minum. Við veljum okkur kvikmyndir og leiksýningar i sameiningu. Þaö er þvi flest barnaefni sem ég hef horft á i kvikmyndahúsum og leikhúsum á siðasta ári. Ég veit ekki hvort það flokkast undir kúltúr, en ég gerðist pönk- frik á siðasta ári og er það ennþá. Ég hef mjög gaman af þessari tegund tónlistar, en sleppi öðru Magnea J. Matthiasdóttir. sem þessu fylgir. Ég er fegin að fá þetta i bland við diskótónlist- ina, sem mér finnst ósköp þreyt- andi.” —KP. Eggert Pétursson sýnir eitt samhangandi verk i Galleri Suðurgötu 7. TAOÍSK NÁTTÚRUSPEKI 1 Gallery Suðurgata 7 er nú sýn- ing Eggerts Péturssonar. Sýning- in er i rauninni eitt samhangandi verk unnið kringum sama grunn- tema en er samansett úr 18 ein- ingum sem einnig má lita á sem sjálfstæðar. Nokkrar bækur eru lika á þessari sýningu,gerðar út frá sömu hugmynd. Aðferö. Jurtir úr islensku gróðurriki eru lagðar á milli tveggja arka af vatnslitapappir (eitt eintak i einu) og pressaðar i um það bil viku, siban er jurtunum sjálfum fleygt en eftir standa arkasamlok- urnar með þrykkinu. Verkið var blóminnotuð, siðan haldiö áfram fram á haust. Þau þrykk sem heppnuðust best voru valin úr, gengið frá þeim i ramma og mynda nú þessa sýningu. Nöfn jurtanna koma hvergi fram enda var þeim ekki safnað i visinda- legum tilgangi. Utlegging. Að gera blómamyndir er heldur klisjukennt viðfangsefni: en lifir nú á timum hvaö bestu lifi i bró- derii og ýmissi handavinnu kvenna. Tækni sú sem Eggert notar við gerð blómamynda sinna er hins vegar á mörkum þess að vera málverk eða grafik, er eiginlega hvort tveggja. Atferlis- og tima-þátturinn skiptir þó lika máli bæði hvað snertir söfnunina og vinnsluna (pressunina). A bak við látlaust yfirbragð verkanna er ýmislegt: ,,Það sem er inni jurtinni kemur út en hún heldur samt ytri lögun. Ytra og innra borð færist yfir i pappir. Liturinn á safa plöntunnar, innri litur hennar, er oft algjörlega ólikur ytri lit hennar”. Það er athyglisvert að sami lit- blær (gulbrúngrænt) virðist vera á öllum myndunum, „innri litur” jurtanna virðist vera mjög svip- aður. Má draga af þessu heim- spekilegan lærdóm og yfirfæra á mannlifið. „Einskonar geislun myndast útfrá formi plöntunnar við press- unina eins og ára hennar. Stund- um er útkoman þó likust blek- slettu-prófi sálfræðinga. Symetri- an, samlokan,höfðar til imyndun- araflsins: gefur tilfinnninguna að eitthvað hafi verið tekið burt.” Jurtin sem er þriviö er slitin myndlist upp úti móa, pressuð, gerð tvivið: hluti hennaryfirfærist i pappirinn og skilur eftir mynd af eigin formi og úr eigin litum, einskonar dauðagrima hennar eða skjal- festing á tilveru jurtarinnar. Þessi sýning er afar hógvær og ekkert ljótt við hana eða grodda- legt, eins og taóisk friðsæld sé yfir. Annars er það einmitt i kofa eins og Suðurgötu 7 að menn gætu búist við að hitta einsetu-taóista sem lifði sáttur við náttúruna ein- nvers staðar i afdölum Kina. H.L. Þýskur ekpresslónlsmi I Flalakettinum Dr. Callgarl” sýnlr um helglna it Gagnmerk kvikmynd verður sýnd i Fjalakettinum, kvik- myridaklúbbi framhaldsskóla- nema, þessa helgina, þar sem er Skápur Dr. Caligari — „Das Kabinett des Dr. Caligari” — leikstýrt af Robert Wiene. Þessi mynd, sem gerð var i Þýskalandi á fyrri hluta aldarinnar, þykir ein hinna merkari af bylgju kvik- mynda sem flokkaðar voru undir expressjónisma. Myndin var frumsýnd 1919 og sá maður sem mestu réði um til- urð hennar var höfundur hand- ritsins, Carl Mayer. 1 greinar- góðri sýningarskrá sem Fjala- kötturinn hefur gefiö út segir m .a. svo um myndina: „Hún vakti strax mjög mikla athygli, ekki sist erlendis. Uppbygging sögu- þráðarins, saga inni i sögu, þótti óvanaleg, en sérstaka hrifningu vakti þó myndrænt gildi myndar- innar. Myndin vakti einnig at- hygli á þvi hvernig hægt væri að endurspegla sálarástand i kvik- mynd.” Myndin er lauslega byggð á minningum Mayers og vinar hans Hans Janowitz er söguþráðurinn i sem stystu máli á þessa leiö: „...sagði frá geðlækni, Caligari að nafni, sem lét svefngengilinn Cesare fremja morð fyrir sig milli þess sem hann sýndi hann á skemmtunum. Að lokum tókst þó söguhetjunni Francis að fletta of- an af Caligari. Sagan endurspegl- ar andúð þá sem þeir Mayer og Janowitz höföu á þvi valdi sem sent hafði milijónir manna einsog Cesare útá vigvöllinn til að drepa og verða drepnir.” Fyrir tilstilli leikstjórans, Wienes, var svo gerð sú bréyting að saga Mayers og Janowitz væri aðeins hugarburður geðsjúklings- ins Francis sem imyndaði sér að forstjóri geðveikrahælisins þar sem hann dvaldist væri þorparinn Caligari. Þeir Mayer og Janowitz lögöust eindregið gegn þessari breytingu enda var með henni hinum expressjóniska stil ekki lengur ætlað að standa á eigin fót- um heldur skyldi hann túlka hug- sýn geðveiks manns. Þeir fengu þó ekki að gert. Engu að siður þykir myndin hin magnaðasta og merk heimild um þetta timabil þýskrar kvikmyndalistar. —1J Ur kvikmyndinni „Skápur Dr. Caligaris”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.