Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 21. Tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						WJLtjJ-K Laugardagur 26. janúar 1!)S()
r—
„Þrír
• •
ar
»
•i»
eftir
aðrir en
utanþings-
stjórn
— segir Benedikt Gröndal,
f ormaður Alþýðuf lokksins,
um stjórnarmyndunar-
tilraunirnar
Alþýöuflokkurinn hefur nú kynnt drög þau að
umræöugrundvelli um stjórnarmyndun sem hann
lagði fyrir hina flokkana í fyrradag. Samkvæmt
þeimbyggiasttillögurtil úrbóta íefnahagsmálum í
kringum gjaldmiðilsbreytingu er hefði í f ör með sér
hundraðföldun krónunnar. Með slíkri kerfisbreyt-
ingu telur f lokkurinn aðhægtværiaðendurvekja trú
manna á verögildi krónunnar og stuðla að traustari
efnahag en hingaö tíl hefur verið.
Benedikt Gröndal kynnti þessar tillögur fyrir
f réttamönnum I gær. Sagði hann að í þessum tillög-
um væri rætt umnýjar leiðír tíl að koma hreyfingu
á stiórnarmyndunarviðræðurnar. En gef um honum
orðið:
„bar sem þrjár tilraunir
höfðu veriö gerðar til stjórnar-
myndunar á þeim sjö vikum
sem stjórnarkreppan hefur
staðiö, var augljóst að búið var
að fara yfir vitt svið i þeim um-
ræöum og þvi ekki létt fyrir
okkur að finna umræðugrund-
völl. Mér fannst þvi að við
alþýðuflokksmenn yrðum aö
leita að nýjum atriðum til að
koma hreyfingu á stjórnar-
myndunarviðræðurnar.
„Kjarni tillagnanna
byggður á hundraðföldun
krónunnar."
— Hvaða atriöi eru ný i drög-
um Alþýöuflokksins?
„1 þessum drögum er það
nýtt að þar er rætt um gjald-
miðilsbreytingu. 1 fyrravor
voru samþykkt lög um
hundraöföldun krónunnar sem
skyldu taka gildi 1. janúar 1980,
envar síðan frestaöum eittár.
Ég hef gert þetta atriði að
kjarna sem tillögurnar i efna-
hagsmálum eru byggðar um-
hverfis. Það hafa margar þjóð-
ir farið þá leið að gera kerfis-
breytingu i efnahagsmálum
sem byggö er á nýrri mynt.
Sfðan með ýmsum ráðstöfun-
um hefur verið haldið vörð um
þessa breytingu og þannig
reynt að sporna við áhrifum
verðbolgunnar.
Þessi kerfisbreyting mundi
eiga sér stað I þremur þáttum:
Aðdragandi gjaldmiðils-
breytingarinnar á þessu ári,
nýrri krónu sem tæki gildi frá
og með 1. janúar á næsta ári,
umbætur og framfarir sem
fylgdu i kjölfarið og unnið væri
að út kjörtfmabilið."
Engar   grunnkaups-
hækkanir á árinu
,,í aðdragandanum að mynt-
breytingunni er átt viö það sem
gera þarf á þessu ári til að hún
haldi gildi sinu en hrynji ekki
straxniöur. Tilgangurinn er aö
ná verðbólgunni niður fyrir
30%, stefna að greiðsluafgangi
á fjárlögum, lækka tekjuskatt á
almennt launafólk um 7 millj-
arða, grunnkaup haldist
óbreytt og verðbætur hækki
ekki umfram 5% i hvert sinn, á
þriggja mánaða fresti.
Við kerfisbreytinguna sjálfa
á nýja krónan að tákna timamót
I efnahagsmálum og að horfiö
verður frá þeim verðbólgu-
hugsunarhætti sem einkennt
hefur islenskt þjóölif. Samfara
þessu yrði um að ræða marg-
vislegar breytingar i rikisbú-
skap, nýtt skattakerfi, nýtt
lánakerfi með jákvæðum vöxt-
um og verðtryggingu og nýja
landbúnaðarstefnu þar sem
niðurgreiöslustefnan verði
endurskoðuð og útflutningsbæt-
ur lækkaðar úr 10% i 7% á
þremur árum.
Benedikt Gröndal á blaðamannafundinum þar sem hann kynnti drög sln að stjórnarmyndunarvið-
ræðum: „Hundraðföldun krónunnar er sá kjarni sem tillögurnar I efnahagsmálum eru byggðar um-
hverfis." Vísismynd BG.
í framhaldi af kerfisbreyt-
ingunni yrði svo unnið að um-
bótum og framförum með þvi
að atvinnulifi landsmanna sé
skapaður traustari grundvöll-
ur en hingað til.
Það er trú okkar alþýðu-
flokksmanna  að  slik  kerfis-
í f réttaljósinu
Halldór
Reynisson
blaðamaður
breyting og traustur gjald-
miðill sé undirstaðan undir
bættum kjörum fólks."
„Tveir flokkar eru þegar
búnir að hafna tillögun-
um."
— Eru þessar tillögur
byggðar á þeim hugmyndum
sem þegar voru fram komnar i
fyrri stjórnarviðræöum?
„1 þessum tillögum eru tvær
meginbreytingar : i fyrsta lagi
myntbreytingin og i öðru lagi
er rætt um rikisstjórnarmál á
breiðum grunni i stað þess að
falla allt of mikið i þann þrönga
jarðveg að fjalla einungis um
það sem gera þarf á næstu vik-
um og mánuðum.
Það er þvi alger misskiln-
ingur að halda að Alþýðu-
flokkurinn hafi ætlað sér að
sjóöa uppúr eldri tillögum eitt-
hvað meðaltal. Við sögðumst
aðeins ætla að hafa hliðsjón af
þeim umræöum sem þegar
hafa farið fram. Viðbrögð
hinna flokkanna segja svo tíl
um það hvort hægt sé að halda
stjórnarmyndunarviðræðum á
þessum grundvelli áfram."
Alþýðubandalag og
Framsókn þegar búin að
hafna
— Er það rétt að tveir flokk-
anna séu þegar búnir að hafna
þessum tillögum?
„Þaö er rétt að Alþýðu-
bandalagið og Framsóknar-
flokkurinn eru þegar búnir að
hafna tillögunum. Lúðvik mætti
einn og hafnaði tillögunum án
þess að hafa lesið þær. Ég vil i
þessu sambandi leggja rika
áherslu á að ég bauð öllum
flokkunum til viðræðna með það
i huga að fjórir flokkar væru i
stjórn, en Luðvík hafnaði þeim
möguleika. Þá gekk ég á hann
meö stjórn Alþýöuflokks, Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðis-
flokks en hann hafnaði af-
dráttarlaust. Þar með finnst
mér Alþýðubandalagið hafa
dregið sig út úr islenskri póli-
tik nú um stundarsakir.
Framsóknarflokkurinn
hafnaði þessum drögum okkar
I heild en bauðst sjálfur til að
leggja fram sinn eigin grund-
völl og hann leiddi sjálfur i
s t jór nar my ndar viðr æðum.
Sjálfstæðisflokkurinn er á
fundi i dag, föstudag, og þing-
flokkur Alþýðuflokksins mun
síðan halda fund I fyrramálið
og ræða viðbrögð hinna flokk-
»anna. A eftir mun ég gera for-
setanum grein fyrir umræðun-
um."
„óbrúanlegt djúp milli
Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags."
— Ætlarðu þá að skila um-
boðinu?
„Ég segi ekkert um það fyrr
en ég gef forseta mina skýrslu.
Ég vil slður að hann frétti það i
gegnum fjölmiðla."
— A hverju stranda þessar
viðræður?
„Varðandi þessa tilraun er
það að segja að Alþýðubanda-
lagið tilkynnti okkur munnlega
að fyrri tilraunir til stjórnar-
myndunar hefðu leitt i ljós að
svo mikill ágreiningur væri á
milli þessara flokka I launa- og
atvinnumálum að óbrúanlegt
djúp væri þar á milli.
Ég skal þó játa að við setjum
fram i nokkrum liöum' itrustu
hugmyndir en við höfum reikn-
að með að I viðræðunum fyndist
eitthvað meðaltal sem allir
gætu sætt sig við. Þessar itr-
ustu kröfur settum við einkum
fram I landbúnaðarmalum og
fjárfestingarmálum og það var
engin von til þess að Framsókn
féllist á kröfur eins og settar
voru fram i landbúnaðarmál-
um. En þetta er líka fyrst og
fremst  umræðugrundvöllur."
Þjóðstjórn?
— Hvaða afstöðu hefurðu til
utanþings s t jór nar ?
„Ég er eins og aðrir stjórn-
málamenn ákaflega óhress
með þann möguleika, en hann
getur orðið neyðarúrræði. Það
er hins vegar mál forsetans að
ákveða hvort utanþingsstjórn
verði sett á laggirnar. Þó er á
það að lita að enn eru eftir þrir
möguleikar á þingræðisstjórn.
1 fyrsta lagi Framsóknarflokk-
ur, Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðubandalag, i öðru lagi
Framsóknarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur og i þriðja lagi
þjóðstjórn.
Hvað síðast nefnda mögu-
leikann snertir gætu málin
horft öðru vísi við þegar allt
annað hefur verið reynt og
þjóðstjórn er siðasti möguleik-
inn á þingræðisstjórn."
HR
MED GESTSAUGUM
Telknarl: Krls Jackson
^EINN HLÚWR $en Í6 ^Jjftj I5LENZKKN ER BETRl)
HATfi u/0 ENSKU ER, OROM /=>Ð^%£ ÞESSU LEyTl— <MF/ i,ti „,/, r>\
ERU fiLDRtt 80RIN FRflM JJ   _W" NEMfl ORÐ/Ð  J ^'i ,Nt l; PU  ()

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32