Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 21. Tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR
.«-,««»>«-* ^f..
Laugardagur 26. janúar 1980
12
helgarpopp
Kristján Róbert
Kristjánsson
skrifar
Ljódskáldid og söng-
konan JANIS IAN
Er Flower-Power tímabilið hóf innreið sína, varð
bylting ítónlistarlífi í Bandaríkjunum. Fram komu
hljómsveitir og sóló-listamenn í svo miklum mæli
að aðeins lítið brot þeirra náði að vekja verulega at-
hygli. Ein þessara fáu var sextán ára stúlka,Janis
lan.
Fyrstu fimmtán ár ævisinn-
ar var Janis á sífelldu flakki
um Bandarikin með foreldrum
sinum, og á þeim tima hafði hún
búiö á þrettán stöðum. Hún
kynntist skorti og fátækt hins
almenna borgara sem snart
hana djúpt.
Janis sat i mörgum skólum
sem hún var ósátt við og þaö
var ekki fyrr en hún flutti til
New York og hóf nám við New
York's High School of Music
and Arts að hlutirnir fóru að
ganga. Janis var þá þegar far-
in að semja lög og ljóö. Hún
kynntist blues-söngvaranum
Reverend Gary Davies og
stuttu siðar var henni boðinn
samningur við hljómplötu-
fyrirtækið MGM.
Hennar fyrsta lag „Society's
Child" hlaut góðar viðtökur og
varö mjög vinsælt. Texti lags-
ins vakti mikla athygli og fjall-
ar hann um vandamál hvitrar
stúlku og svertingjapilts sem
felldu hugi saman.
Lagið kom einnig á LP-plötu
„Janis  Ian" gefin út  1966 og
urðu vinsældir hennar slikar
að hún varð að ferðast um öll
Bandarikin til að metta
hungraða aðdáendur.
Á næstu tveimur árum gaf
hún út plöturnar „For all.the
seasons of the mind" og „The
Secret Life of J. Eddy Fink"
sem hlutu miður góða dóma
flestra gagnrýnenda sem höfðu
þá meiri áhuga á hinu svo-
kallaða sýru-rokki.
Janis dró sig i hlé næstu tvö
árin og gifti sig, en frægðin
hafði stigið henni til höfuðs og
hún lenti i ýmsu vafasömu auk
eiturlyfja. Hún var nálægt þvi
að fremja sjálfsmorð en hægt
var að forða henni frá þvi og
flutti hún þá til California. Hún
hóf tónsmiðar á ný og gerði
samning við Capitol sem gaf út
plötu hennar „Present
Company". Nú voru gagnrýn-
endur henni hliðhollir nema
hvað varðaði texta sem þeir
töldu skorta þýðleika og dýpt.
Janis hafði samt annað að
segja: „Þarna fór ég að hugsa
meira um eigin tónsmiðar. Ég
bjó mér reglur sem ég braut ef
mér fannst ég þurfa, mótaði
minar eigin kenningar og
komst að eigin niðurstöðum.
Ég reyndi,að segja i einni linu
það sem ég hefði þurft heilt
vers áður og sagði aldrei neitt
nema það væri algjörlega min
eigin sannfæring".
En Janis dró sig aftur i hlé
og það var ekki fyrr en 1974 að
hún kom aftur fram á sjónar-
sviðið með plötuna „Stars" og
nú á samning hjá Columbia Re-
cords.
Ári siðar kom út plata henn-
ar „Between The Lines" sem
jafnframt hefur verið talin
hennar besta plata.
„Between The Lines" inni-
heldur hvert gullkornið af öðru
og meistaraverkið „At
Seventeen" komst i fyrsta sæti
bandariska      vinsældalistans.
Platan var víðs vegar kosin
ein af bestu plötum ársins 1975
og átti hún það fyllilega skilið.
Siðan hefur Janis gefið út
fjórar plötur sem innihalda
efni undir áhrifum folk- og
jazztónlistar og þó sérstaklega
þrjár fyrri plöturnar.
Súhin sfðasta „NightRains"
er kom út stuttu fyrir síðustu
jól er hins vegar nær „Between
The Lines" og er sennilega
hennar besta siðan þá.
Janis Ian er perfectionisti
sem veröur aldrei ánægð fyrr
en allt er fullkomið og er  þá
jafnvel ekki ánægð.
I viðtali sem hún gaf i tilefni
útkomu „Night Rains" sagði
hún m.a.: „Mér finnst ég
syngja betur en áður en ég vil
spila betur á gitarinn og pianó-
ið. Ég hef ekki einu s inni komis t
nálægt þvi „soundi" sem ég vil
ná".
Nú i dag er Janis Ian komin
fast að þritugu og nýlega gift i
annað sinn og nú rithöfundinum
portúgalska Tino Sargo. Hún
hefur þroskað tónlist sina I
gegnum árin og hlotið mismun-
andi dóma fyrir. Þaö er ekki
alltaf tekið út með sældinni að
reyna að vera ferskur og
breyta til.
Hennar merkilegustu verk
eru ljóðin sem hún flytur með
lögum sinum. Hún skrifar af
skilningi og reynslu um ýmis
viðfangsefni mannlegs lifs og
oft eru ljóð hennar lostafull eða
raunaleg eða jafnvel bæði i
senn. Er hún var gagnrýnd
fyrir þetta sagði Janis eitt
sinn: „Égheldaðþað sé ekkert
raunalegt.við ljóð sem boðar
ákveðna von. Billie Holiday var
einnig gagnrýnd fyrir þetta og
hún sagöi að það væri ekki allt-
af góður endir (á ljóöum sln-
um), en það væri samt alltaf
von til að halda i. Það sama
finnst mér um eigin ljóð. Þau
eru margbrotin og krefja fram
ákveðnar tilfinningar frá hlust-
andanum. Gott ljóð lætur mann
finna til og ef mér tekst að gera
svoleiðis, þá hef ég náö minu
takmarki".
Janis er einkar lagin við að
segja frá tilfinningum hinnar
einmana persónu, kannski
vegna þess að hún sjálf hefur
þjáðst vegna þess. 1 lagi sinu
„Belle of the Blues " af plötunni
„Aftertones segir hún:
I'm the belle of the blues
and it's easy to see
if I win, or I lose
it's all one to me
I   was born on a shelf
in the rare books library
I reside by myself
with my books and my TV.
Texti þessi er gott dæmi um
ljóðagerð hennar og segir
ýmislegt um hennar innri
mann.
Það verður ekki dregið i efa
að Janis Ian er ein af merkustu
söngkonum siðustu fimmtán
ára, en þeir eru alltof margir
sem fa.rið hafa á mis við hæfi-
leika hennar.
K.R.K.
Kristján Róbert Kristjánsson skrifar

Janis lan
Nightmoves   —   Ýmsir
flytjendur
K TEL NE 1065
A sfðustu árum hefur æ
meira borið á ýmiss konar
safnplótum á markaðinum. K-
TEL samsteypan á drýgstan
þatt í þessari próun og plötur
þess með vinsælum lögum á
hverjum tima hafa flestar
hyerjar hlotið harla góðar við-
tökur, — og. sumar sérdeilis
góðar. Megnið af þessum vin-
sælu lögum er tekið af 2ja laga
plötum, sem t.d. islenskir
poppunnendur hafa trauðla get-
að eignast sókum litils in-
flutnings á smáskffum. Safn-
plötur þessar hafa þvi einatt
orðið býsna vinsælar hér og
nægir þvi til staðfestu að nefna
Star Party og The Best Disco
Album In The World. Night-
moves er óvenju áheyrileg
safnplata og fjölbreyttari en
almenn t tiðkast. Eöli málsins
samkvæmt eru lögxn mis jöfn en
grútleiðinlegu lögin eru hér
færri en ég þekki dæmi um
fyrr, —• og það gerir gæfumun-
inn.
Greatest Hits — Waylon
Jennings
RCA PL 13378
Ég held að það sé nokkur
uppgangur hérlendis i svokall-
aðri bandariskri sveitatónlist
um þessar mundir. Sérstakir
og ágætir útvarpsþættir um
þessa merku tónlistargrein
hafa stuðlað að þessu ásamt
ýmsu öðru. Mest hefur borið á
kántrlrokkinu á síðustu árum,
en gö'míu harðjaxlarnir sem
flytja ómengaö kántri hafa i
vaxandi mæli látið i sér heyra.
Má þar nefna WHlie Nelson,
Don Williams, — og Waylon
Jennings. AUt eru þetta karlar
komnir af léttasta skeiði og
/farnir að gjóa augunura I átt til
ellilifeyrisins. Allt um þaö eru
þeir miklir tónlistarmenn og
min einkaskoðun er sú að Way-
lonséeinhver albestikántrtisti
niilifandi. Þessi Greatest plata
ættí að taka af 811 tvimæli um
það.
6,5
9,0
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32