Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 21. Tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vísin
Laugardagur 26. janúar 1980
*.>•>-¦*¦ *"*.V'* «. «*
30
Konur í listum
09 vísindum
- afmælisvaka Kven-
réttindaféiagsins
Konur i listum og visindum
verða kynntar á afmælisvöku
Kvenréttindafélags tslands,
sem hefst að Kjarvalsstöðum i
dag klukkan 14.
Rithöfundarnir Asa Sólveig
og Auður Haralds flytja eigið
efni. Laugardagur i ishiísi er
heiti smásögu Steinunnar
Eyjólfsdóttur sem kynnt verð-
ur á vökunni. Flutt verða ljóð
eftir Þuriði Guðmundsdóttur.
Sigri'ður Erlendsdóttir BA
greinir frá rannsöknum sinum
á þátttöku kvenna i atvinnulif-
inu. Maria Jóna Gunnarsdótt-
ir byggingatæknifræðingur
ræðir um starfsvettvang sinn.
Elisabet Eirfksdóttir syngur
við undirleik Jórunnar Viðar
og Elisabet Waage leikur á
hörpu.
Þá eru til sýningar ljós-
myndir Emiliu Bjargar
Bjórnsdóttur blaðaljósmynd-
ara og keramikmunir eftir
Borghildi óskarsddttur.
Ráðstefna um
stððu
og stefnu
vestmannaeyla
..Hugmyndin að þessari
ráðstefnu kom upp i fyrra,
þegar ég vann með útgerðar-
mönnum i' Vestmannaeyjum
aðkönnun á bátaflotanum þar
i bæ", sagði Arni Johnsen,
blaðamaður, i samtali við
Visi, en Arni átti frumkvæðið
að umfangsmik'iU ráðstefnu,
sem haldin verður i Vest-
mannaeyjum um helgina, um
stöðu og stefnu kaupstaðarins.
A ráðstefnunni verður fjall-
að um alla þá málaflokka sem
mestu varða i sambandi við
atvinnulif i Vestmannaeyjum,
auk þess sem fjallað verður
um stöðu aldraðra i bænum.
Sérfræðingar af fastalandinu
munu reifa sin sérsvið og þeir
heimamenn.sem gerstþekkja
til hinna einstöku málaflokka,
verða með framsögu.
Aö sögn Árna tóku Vest-
mannaeyingar miög vel i
þessa hugmynd hans og töldu
fulla þörf á ráðstefnu sem
þessari.
—P.M.
Þinga um
stefnuna
í geðheil-
brigðismálum
„Staða og stefnur i geðheil-
brigðismálum" er umræðu-
efni ráðstefnu, sem hófst i gær
og lýkur i dag að Hótel Esju.
Ráðstefnan erhaldin á vegum
Geðverndarfélags Islands.
Ráðstefnunni lýkur siðdegis
i dag með pallborðsumræðum
og ályktun ráðstefnunnar, en
til hennar er hoðið sérmennt-
uðu geðheilbrigðisstarfsfólki
auk annarra, sem mest fjalla
um þessi mál hér á landi.
Ræða fullorðins-
fræðsiu
á íslandi
Ráðstefna um fullorðins-
fræðslu á Islandi verður hald-
in um helgina i Hamragörð-
um, Hávallagötu 24 i Reykja-
vík, og eru boðendur ráðstefn-
unnar menntamálaráöuneytið
ogundirbúningsnefnd aðila að
fullorðinsfræðslu.
Til ráöstef nunnar voru
boðaðir þeir aðilar, sem hafa
fræðslu fullorðinna með hönd-
um, og munu þátttakendur
verða um 40 talsins.
Manuela og Helga á æfingu fyrir tónleikana I Bústaöakirkju.
VisismyndGVA.
Myrkir músíkdagar:
Manuela og Helga
leika I Bústaðakirkju
Það eru þær Manuela Wiesler
flautuleikari og Helga Ingólfs-
dóttir semballeikari sem flytja
dagskrána á siðustu tónleikum
Myrkra músikdaga sem verða i
BUstaðakirkju á sunnudaginn
klukkan 20.30.
Þær Helga og Manuela flytja
verk eftir: Johann Mattheson,
sónötu i c-moll, Leif Þórarinsson,
DA, fantasia fyrir sembal, Pál P.
Pálsson Stúlkan og vindurinn,
Leif Þórarinsson Sonata per
Manuela og J.S. Bach sónötu i
h-moll.
Verk Leifs er frumflutt i BU-
staðakirkju. Hann samdi fantasi-
una fyrir Helgu og lauk verkinu i
vikunni fyrir siðustu jbl. Höfund-
ur gefur þá skýringu á heitinu, að
da þýði já á rússnesku, auk þess,
sem það er helmingur orðsins
dada. Leifur samdi Flautusónót-
una fyrir Manúelu til flutnings á
sumartónleíkum i Skálholti s.l.
sumar.
Hugmyndina að samningu
Stulkunnar og vindsins sótti Páll
P. Pálsson i samnefnt ljóð Þor-
steins Valdimarssonar. Verkið
var samið til flutnings á sumar-
tónleikum i Skálholti 1979.
— KP.
Rauðsokkahátíð
Rauðsokkahreyfingin heldur
mikla hátið i dag sem stendur
frá morgni fram eftir nóttu.
Hátiðin hefst i Tónabæ með
samfelldri dagskrá sem stendur
til klukkan 18. Þar verður m.a.
söngur, bókakynning, skáldkon-
ur lesa úr verkum sinum. Leik-
ritið Vals eftir Jón Hjartarson
verður flutt, og annáll i tilefni tiu
ára afmælis Rauðsokka á þessu
ári.
Siðari hluti dagskrárinnar
hefst i Fáksheimilinu klukkan
21. Þar verður ýmislegt til
skemmtunar og loks verður
stiginn dans fram til klukkan 3
eftir miðnætti.
Barnagæsla verður i Tónabæ,
fyrir þá sem sækja skemmtun-
ína þar. Hana annast nemendur
Ur Fósturskóla Islands.
Rauðsokkahreyfingin hefur
gefið Ut timaritið Forvitin rauð,
sem komið hefur Ut óreglulega.
NU verður breyting á og fyrir-
hugað er að fara af stað með
áskriftasöfnun.
„Hann hefur
rjoNð hrðður
ísiands víða
PP
- segir í ávarpi stuðningsmanna
Péturs Thorsteinssonar
,,Við treystum Pétri Thor-
steinssyni til að skipa em-
bættiforseta tslands af festu,
skörungsskap og virðuleik,
svo sem hæfir þjóðhöfð-
ingja," segir I ávarpi, sem
stuðningsmenn Péturs Thor-
steinssonar hafa sent frá
sér.
Þar segir ennfremur, að
við þurfum þjóðhöfðingja sem
hafi þessa kosti til að bera,
auk þess sem hann hafi i
heiðrisiði og venjur þingræð-
is, en hiki ekki við að taka eig-
in ákvarðanir og fylgja þeim
eftir, þegar hagsmunir þjóð-
ar,  þings og stjórnar  krefj-
ist.
Rakinn er ferill Péturs I
utanrikisþjónustunni og seg-
ir að leitun sé á manni meðal
Islendinga, sem sé jafn kunn-
ugur málefnum þjóða bæði I
austri og vestri. Hann hafi
borið hróður Islands viða og
hvarvetna komið fram fyrir
fslands hönd með miklum
ágætum. Hann sé óháður
stjórnmálaflokkum, en sé
gerkunnugur islenskum
stjórnmálum.
Eftirtaldir aðilar undirrita
ávarpið:
Hækkun
Arnór Hannibalsson, lektor, Kópavogi
Agúst Bjarnason, skrifstofustjóri, Reykjavik
Arni Kristjánsson, pianóleikari, Reykjavfk
Bjarni óskarsson, byggingafulltrúi, Mýrasýslu
Egill ólafsson, hljómlistarmaður, Reykjavfk
Emil Jónsson, fv. forsætisráðherra, Hafnarfirði
Dr. Friðrik Einarsson, læknir, Reykjavik
Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi, Reykjavik
Guðjón Sveinsson, rithöfundur, Breiðdalsvik
Guðmundur Danielsson, rithöfundur, Selfossi
Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, Reykjavik
Gunnar Egilson, klarinetleikari, Reykjavik
Halldór Laxness, rithöfundur, Mosfellssveit
Haraldur Blöndal, héraðsdómslögmaður, Reykjavík
Hákon Bjarnason, fv. skógræktarstj., Reykjavik
Ingibjörg Eliasdóttir, fulltrúi, Reykjavlk
Ingvar Vilhjálmsson, útgerðarmaður, Seltjarnarnesi
.lóii Pálsson, dýralæknir, Selfossi
Karl T. Sæmundsson, kennari, Reykjavik
Kristján Ragnarsson, frkv.stj. L.I.Ú., Reykjavik
Kristinn Guðlaugsson, verkstjóri, Dalvfk
Ólafur H. Torfason, kennari, Stykkishólmi.
Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, Reykjavlk
Ragnar Stefánsson, bóndi, Skaftafelli
Rikarður Pálsson, tannlæknir, Reykjavlk
Selma Kaldalóns, tónskáld, Seltj.nesi
Sigrún Jónsdóttir, kennari, Reykjavik
Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, Reykjavik
Sólveig Sveinbjarnardóttir, húsfrú, Hafnarfirði
Sveinn Tryggvason, fv. frkvstj. Stéttarfél. bænda, Reykjavik
Sveinn B. Valfells, iðnrekandi, Reykjavfk
Skarphéðinn Asgeirsson, forstjóri, Akureyri
Tryggvi Emilsson, verkamaður, Rcykjavik
Sr. Valdimar Hreiðarsson, prestur, Reykhólum
Valtýr Pétursson, listmálari, Reykjavik
Vigdis Guðfinnsdóttir, bréfritari, Reykjavik
hjá Strætisvðgnum
Reykjavíkur
Einstök fargjöld fullorðinna
með Strætisvögnum Reykjavik-
ur hafa hækkað Ur 150 krónum I
170 krónur.
Farmiðaspjöld með 30 miðum
kosta nú 4 þUsund krónur. Sex
farmiðar fást nU fyrir þUsund
krónur.
Barnafargjöld   hækka   úr   35
krónum i 40 krónur.. Farmiða-
spjöldmeð26miðumfástnUá 500
krónur.
Farmiðaspjöldaldraðra kosta
2 þUsund krónur meö 30 miðum.
Keppni í ísakstri og
„iscrossi a sunnudag
ísaksturskeppni og „Is-
crosskeppni" fara fram á
Leirvogstjörnundir TJlfarsfelli
ásunnudaginnoghefstkl. 13.30.
Verðlaun og viðurkenningar
verða veittfyrir þrjUefstu sæti
i Iscrossi og fyrir báða flokka
tsaksturs.
Þaö er Bifreiðaiþrótta-
klUbbur Reykjavikur, sem efn-
ir til keppninnar.
Isaksturinn verbur með
svipuðu sniði og undanfarna
vetur, nema að þvi leyti aö
keppt veröur I tveimur flokk-
um. 1 fyrsta flokki eru bifreið-
ar án snjókeðja, en i öðrum
flokkibilar meö keðjur. 1 þess-
um flokkum keppa einungis bil-
ar sem hafa skráningarnUmer.
Auk þess skulu þeir hafa
öryggisbelti, og ökumaður
hjálm á höfði. Einn bill ekur
brautina i einu. Þátttökugjald
er 5000 krónur á bfl.
1 „Iscross keppninni"
eru óskráðir bilar, og er
dekkjabUnaöur frjáls. Þátt-
tökugjald og trygging er 15 þUs-
und krónur á bil.
Nógu gaman getur verið að horfa á cinn bil spreyta sig á Is, en
þegar fjölgar á brautinni færist nú heldur betur fjör I leikinn, þvi
oft er hart barist.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32