Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						vtsm
Miðvikudagur 30. janúar 1980
.'-.vv.
11
Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Mörgum finnst hún eyðimörk lfkust.miöaö við það sem áður var.
vandamálið er ekki báta-
leysi neldur aflaleysi"
- segir Björn Guðmundsson. útgerðarmaður
Á ráðstefnu þeirri sem hald-
in var um siðustu heigi um
stöðu og stefnu Vestmanna-
eyja, var eitt helsta umræðu-
efnið súfækkun sem orðið hefur
á bátaflota Eyjamanna.
Frá Vestmannaeyjum eru nú
gerðir út liðlega 50 bátar og
hefur þeim fækkað um 25% á
sfðustu tveimur árum.
1 niðurstöðum nefndar, sem
bæjarráð Vestmannaeyja skip-
aði til að kanna þessi mál, eru
einkum þrjár ástæður til-
greindar fyrir þessari fækk-
un: I fyrsta lagi virðist vaxta-
og viðhaldskostnaður vera
mun hærri i Vestmannaeyjum
en annars staöar og veldur það
þvi, að rekstrartap Eyjabáta.
hefur verið rúmlega 9% meira
en landsmeðaltal. Skýringin á
mismun vaxtakostnaðar er tal-
in sú, að fyrirgreiðsla Útvegs-
bankans sémun hraðari i Eyj-
um en annarsstaðar og þvi falli
vaxtakostnaður  fyrr  á  út-
gerðina. Viðhaldskostnaður er
hærri iEyjum en annarstaðar
vegna eldri og viðhaldsfrekari
báta.
t öðru lagi hafa sifelldar
oliuverðshækkanir komið
þyngra niður á útgerðinni i
Eyjum vegna þess að bátar
þaðan eru meira gerðir út á
togveiðar en þekkist i öðrum
byggðarlögum, en þær veiðar
eru mjög  oliufrekar.
Loks er talið að ekki hafi rétt
verið staðið að þeim sjóðum
sem settir voru á stofn til þess
að auðvelda utgerðarmónnum
að losna við óarðbær fiskiskip.
Útgerðir þessara skipa hafi
verið metnar^eftir rekstrar- og
efnahagsreikningum, en ekki
eftir ástandi og gæðum þeirra
skipa sem hefur verið fórnað.
Flestir þeirra sem til máls
tóku á ráðstefnunni, bæði út-
gerðarmenn  og  aðrir,  lýstu
Björn Guðmundsson i ræðustól
á ráðstefnunni. (Visismyndir
G.S. Vestmannaeyjum)
þungum áhyggjum af þessari
fækkun i bátaflotanum, og töldu
þaðirýnast allra verkefna, að
snúa þessari þróun viö. Fram-
söguræða Björns Guðmunds-
sonar, útgerðarmanns og
fyrrverandi formanns Otvegs-
bændafélags  Vestmannaeyja,
var þó undantekning frá þess-
um málflutningi.
Visir tók hann tali eftir ráð-
stefnuna.
—  í framsöguræðu þinni
gerðir þú litið úr þeirri hættu
sem stafar af fækkun i bátaflot-
anum. Hvers vegna?
„Þegar menn eru aö tala um
25% fækkun i flotánum er átt við
fjölda báta. Ef stærð bátanna
er tekin með inn í myndina,
kemur i ljós að minnkun flot-
ans, mæld i tonnum, hefur ekki
orðið nálægt þvi svona mikil.
Einnig má benda á það, að á
síðasta áratug hefur bátum hér
i bænum ekki fækkað nema um
átta. Þeir voru 67 árið 1970, en
voru orðnir 59 á siðasta ári. A-
rið 1970 voru hér einungis þrir
bátar yfir 200 smálestum, en
núna eru þeir sjö".
—  Nú gætu fiskvinnslu-
stöðvarnar hér i Eyjum annað
mun meira hráefni en þær fá.
Myndi ekki stærri bátafloti
þýða meira hráefni?
„Þessi floti sem hér er núna
gæti vel annaö þeirri hráefnis-
þörf sem er hjá frystihúsun-
um, ef einhver afli væri fyrir
hendi. Og jafnvel þótt aflinn yk-
ist um 50% væri vel hægt að ná
honum með núverandi flota.
Stóra vandamálið er nefni-
lega aflaleysi en ekki bátaleysi
og f jölgun báta leysir ekki þann
vanda".
— Er þá engin bót fólgin i
kaupum á nýjum bátum, eins og
nú eru uppi háværar raddir
um?
„Það verður auðvitað að
fara fram eðlileg endurnýjun á
flotanum, en ég sé bara ekki
hvernig á að vera hægt að gera
út nýjan bát I dag. Ef tap er á
rekstri báta, sem ekki hvflir á
meiri skuld en 40 milljónir, þá
sé ég ekki hvernig hægt er að
reka nýjan bát upp á 500-600
milljónir, miðað við núverandi
afla og vaxtakjör. Þeir sem
reyna slikthljóta að hafa dottið
niður stiga.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24