Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 30.01.1980, Blaðsíða 13
vtsnt Miövikudagur 30. janúar 1980 AGGI ótrúlegti 'MIKKI tv- i* 12 vtsm Miövikudagur 30. janúar 1980 Þau Maria Traustadóttir og Jón Einarsson, sjást hér skera til og snyrta lifrina. „Lifrin er notuö sem álegg og stærsti markaöurinn er i Vestur-Þýskalandi, en einnig hefur opnast markaöur I Tékkóslóvakiu. Viö getum af- kastaö 10 þúsund dósum á dag ef hráefnið er nægilegt og nú þegar er markaöur fyrir um milljón dósir I Vestur-Þýska- landi. Viö seljum þetta I gegn- um Sölustofnun lagmetis og okkur skilst aö þaö hafi aldrei veriö hægt aö gera fasta samninga um sölu á lifur vegna þess aö ekki hafi veriö til nóg af henni.” — Komiö þiö til meö aö fá allt þaö hráefni sem þiö þurfiö? „Viö reiknum meö nægu hráefni núna i febrúar, mars og april, en þaö er ómögulegt aö segja um hvaö siöar verö- ur. Viö stefnum aö þvi aö fara út i hliöargreinar, sjóöa niöur fisk, lifrarpöstu og fleira, þannig aö hægt veröi aö reka verksmiöjuna allt áriö. Starfs- fólkiö hérna veröur 12-14 manns og þaö veröur aö reyna aö skapa þvi sem öruggasta atvinnu.” — Veröur ekki reynt aö setja framleiösluna á markaö hér innanlands? „Mér fyndist skrýtiö ef ekki væri hægt aö selja þetta lost- æti á innanlandsmarkaöi. Lifrin er soöin viö háþrýsting og þaö er eins og gerilsneyö- ingin breyti bragöinu af lifr- inni og lýsisbragöiö hverfi. Þaö sem viö erum meö i framleiöslu þessa stundina er fyrir Tékkóslóvakiu og þeir nota blikkdósir, sem þarf aö opna meö dósahnif. Vestur- Þjóöverjar nota hins vegar áldósir meö lykkjulokum og viö erum aö hugsa um aö gera tilraun meö aö setja þær dósir i verslanir hérna heima. Viö erum mjög bjartsýnir á aö þetta komi til meö aö ganga vel" Þess má geta, aö þetta er einstaklega holl framleiösla. Lifrin er soöin I sinni eigin oliu og engum aukaefnum, öörum en salti, er bætt I dósirnar. Samkvæmt áreiöanlegum heimildum er þessi fæöa mjög náttúruaukandi og jafnast I þvi tilliti fyllilega á viö nashyrningshorn. Lifrin sett í dósirnar. Taliö frá vinstri: Linda Hrafnkelsdóttir, Sæunn Lúöviksdóttir, Margrét Sigurbergsdóttir, Unnur Aiexandersdóttir og Maria Gunnarsdóttir. Myndir: Guömundur Sigfússon Þór ólafsson vélamaöur rekur endahnútinn á framleiösluna meö þvi aö loka dósunum. Linda Hrafnkelsdóttir gengur úr skugga um aö rétt þyngd sé á dósunum.en þær eiga aö vega 120 grömm. A umliðnum árum hafa menn mikið velt þvi fyrir sér i Vestmannaeyjum hvernig auka mætti á fjölbreytnina i atvinnulifi staðarins, sem óneitanlega er nokkuð einhæft. í þeim efnum hafa góð ráð verið dýr eins og á fleiri stöðum, sem nær eingöngu byggja afkomu sina á þvi sem úr sjó er dregið. Lengst af hafa frysting, söltun og bræðsla verið þær fiskverkunaraðferðir sem nær allsráðandi hafa verið i Vestmannaeyjum, en fyrir skömmu hófst þar niðursuða á lifur sem miklar vonir eru bundnar við. Tilraunir voru gerðar með lifrarniðursuðu i Vestmannaeyjum 1972, en gosið setti strik i reikninginn og ekkert varð af framleiðslu. Visir spuröist fyrir um þessa nýbyrjuöu starfsemi hjá Alfreö Einarssyni, verk- smiöjustjóra Lifrarsamlags Vestmannaeyja. „Þaö var byrjaö aö undirbúa þetta i janúar 1979 og framleiöslan hófst svo I byr jun þessa mánaöar. Sjálft hús- næöiö var fyrir hendi, en viö þurftum auövitaö aö innrétta þaö sérstaklega fyrir þessa starfsemi. Vélarnar voru keyptar notaöar frá Noregi.” Hvert er framleiöslan Alfreö Einarsson, verksmiöjustjóri Lifrarsam- lags Vestmannaeyja. „ERUM MJ06 BJRRTSfN A AB ÞETTA 0AN6I SEL”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.