Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR
Miðvikudagur 30. janúar 1980
:.*,': :*!/?
rpsjonvarp
>:;:j^:ö:ö:xXw:;x;::

iísííÍÍÍs:;:;;:'
23
Umsjón
SÍgurveig
Jónsdótt-
ir      i
lítvarp kl. 20.55:
Veslurheimski háð-
fuglinn Káinn
Flestir kannast eflaust viö
vestur-islenska gamanskáldiö
Kristján Niels Júlíus Jóhsson —
betur þekkt undir nafninu Káinn.
íkvöldætlar Óskar Halldórsson
dósent við Háskólann að flytja
visur og kviölinga eftir hann I út-
varpiö og flytja skýringar meö.
Káinn fæddist á Akureyri árið
1860 en 18 ára að aldri fluttist
hann til Vesturheims og bjó frá
1893 i Noröur-Dakota. Stundaöi
hannmestanhluta sins lifs land-
búnaðarstörf og verkamanna-
störf og bera visur hans vott um
það. Hann lést árið 1936.
Nokkrar bækur með ljóðum
hans hafa komið út hér á landi og
er Visnabók Káins, úrval ljóða
hans sem Tómas Guðmundsson
tók saman,eflaust þekktust. Sú
bók kom út árið 1965.
—HR
Káinn
„Kinu sinni var" nefnist nýr franskur teiknimyndaflokkur sem sjón-
varpið hefur að sýna i kvöld kl. 18.30. Er hann i þrettán þáttum og rek-
ur hann sögu mannkynsins frá upphafi og fram á okkar daga. A þessari
mynd sjáum við cinn griska heimspekinginn Platon en hann var læri-
sveinn hins fræga Sókratesar, þess sem Aþenumenn létu lepja eitur
vegna þess að hann fór svo I taugarnar á þeim.              —HR
Nýjasta tækni og
vísindi kl. 20.30:
úðaprent-
un og önd-
unarmæiar
,,Að þessu sinni verða átta
stuttar myndir, allar breskar"
sagði Sigurður H. Richter en
hann er umsjónarmaður þáttar-
ins „Nýjasta tækni og visindi"
sem er á skjánum i kvöld.
Að sögn Sigurðar fjalla mynd-
ir þessar m.a. um nýja tegund
öryggisbúnaðar sem ætlaður er
mönnum er vinna i mikilli hæð.
Ef þeir detta þá hafa þeir oft orð-
ið fyrir meiðslum af völdum
höggsins þegar strekktist á
linunni, en á þessari nýju linu er
nk. höggdeyfir. önnur mynd
fjallar um öndunarmæli sem
komiðer fyrir á maga ungbarna.
Ef óregla kemur á öndunina gef-
ur hann frá sér merki og þannig
má koma i veg fyrir dauða ung-
barna í svefni. Þá fjallar ein
myndin um svokallaða úða-
prentun en það er ný tækni.
Byggist hún á þvi að þegar
prentað er beinist straumur fln-
gerðra blekdropa að blaðinu. A
leiðinni er hann rafmagnaöur og
fer hann siðan i gegnum segul-
svið sem ákvarðar prentunina
eftir fyrirmælum frá tölvu.  hr
útvarp
Miðvikudagur
30. janúar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikasyrpa. Tónlist úr ýms-
um áttum og lög leikin á ólik
hljóðfæri.
14.30 Miðdegissagan: „Gat-
an" eftir Ivar Lo-Johans-
son. Gunnar Benediktsson
þýddi. Halldór Gunnarsson
les (23).
15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir
kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Litli barnatíminn.
Stjórnandi: Oddfriður
Steindórsdóttir. Lesnár (s-
lenskar þjóðsögur og leikin
islensk þjóölög.
16.40 (Jtvarpssaga barnanna:
„Hreinninn fótfrái" eftir
Per Westerlund. Þýðandi:
Stefán Jónsson. Margrét
Guðmundsdóttir lýkur
lestrinum (7).
17.00 Siðdegistónleikar.
18.00 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.   Tilkynningar.
19.35 Samleikur f útvarpssal:
Kammersveit Reykjavikur
leikur. a. Oktett fyrir tré-
blásaraeftir Jtín Asgeirsson
(frumflutningur), b. Milli-
spil fyrir flautu, fiðlu og
hörpu eftir Jacques Ibert,
og c. Divertimento elegiaco
eftir Ture Rangström. (Sið-
asta verkinu stjörnar Sven
Verde).
20.05  Úr  skólalifinu.  Um-
sjónarmaður:  Kristján  E."~
Guömundsson. Fjallað um
nám  i  bókmenntafræöi  i
heimspekideild  háskólans.
20.55 Visur og kviðlingar eftir
Kristján N. Július / Káinn.
Óskar Halldórsson dósent
les og flytur skýringar.
21.10 „Arstiöirnar" eftir
Antonio Vivaldi.
Akademie-kammersveitin i
MQnchen leikur. Stjórn-
andi: Albert Ginthör stj.
( Mjóðritun i Háteigskirkju i
fyrra).
21.45 t'tvarpssagan: „Sóton
Islandus" eftir Davið
Stefánsson frá Fagraskógi.
Þorsteinn O. Stephensen les
(6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá  morgundagsins.
22.35 A vetrarkvöldi. Jónas
Guðmundsson rithöfundur
spjallar við hlustendur.
23.00 Djassþáttur. i umsjá
Jóns Múla Arnasonar.
23.45 Fréttir.   Dagskrárlok.
sjónvarp
Miðvikudagur
30. janúar
18.00 Barbapapa.
18.05 Höfuöpaurinn. Teikni-
mynd. Þýöandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
18.30 Einu sinni var.Franskur
teiknimyndaflokkur i
þrettán þáttum, þar sem
rakin er saga mannkyns frá
upphafi og fram á okkar
daga.   Annar   þáttur.
18.55 Hlé
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar ogdagskrá.
20.30 Nýjasta tækni og vlsindi.
Meðai annarsvei-öa myndir
um  nýjungar  í  vefnaði,
skrifstofutækni,    öryggis-
búnaði    og    prentun.
Umsjónarmaður  Sigurður
H. Richter.
21.00 út I óvissuna. Breskur
njósnamyndaflokkur I
þremur þáttum, byggður á
sögu eftir Desmond Bagley.
Annar þáttur.
21.50 Meö grasið I skónum.
Mynd frá norrænni
þjóðdansahatíð, sem haldin
var i Danmörku sumarið
1979, þar sem m.a. kemur
fram islenskur dansflokkur.
22.50 Dagskrárlok.
M
Ny neftobakskynslóð að rísa
Það er ekki að spyrja að
unglingunum. Nú eru þeir farn-
ir að taka i nefið, og gera það
eflaust með ölluin þeim tilþrif-
um, sem slikriathöfn fylgir. Að
visu eru neftóbaks Ilátin orðin
fábreyttari en þau voru, en
mikio gott gerði neftóbakið
fólki, bæði konum og körlum,
nema i þeim sárafáu tilfellum,
þegar heyrðist I myrkri bað-
stofu, að tóbak hafði hrunið I
augu einhverrar heimasætunn-
ar.
Margar sögur eru bundnar
neftóbaki og tóbaksleysi. Hefði
ekki fallið ferð i kaupstað á út-
mánuðum, urðu bændur
eirðarlausir og önugir, ýmist
af þvi þeir voru að verða uppi-
skroppa með I nefið, eða þá að
tóbak var búið á heimilinu.
Niðursetur kveinuðu einnig, þvi
þótt ekkert væri til af veraldar-
auði, urðu þó allir að fá korn I
nefið. Það var svo ekki fyrr en
komiðvar fram á þessa öld, að
stórlega fór að draga úr nef-
tóbaksnotkun, en I staðinn fór
fólk að reykja FIl, Abdulla og
Teofani.
Útlendingar, sem komu
hingað i heimsókn á átjándu og
nítjándu öld býsnuðust sumir
hverjir  yfir  neftóbaks notkun
tslendinga. Þeir lýstu liiuum
stóru pontum, sem menn tróðu
upp I nösina til að hella vel úr
þeim. Seinna fóru menn að hafa
uppi allskonar tilburði við nef-
tóbaksnotkun og fyigdu þeir
einskonar tiskusveiflum. Al-
kunna var sú aðferð að leggja
fallega tóbaksrönd á handar-
bakið, áður en hún var sogin
upp i nös. Þá var sú aðferð að
hella tóbaki I svolitið var, sem
var myndað með þvi að stinga
þumalfingursnögl I fyrsta lið
vlsifingurs. Þá fauk það slður
út I buskann. Og svo gamla að-
ferðin að stinga pontustútnum
beint inösina, sem útlendingum
þótti i senn tilkomumikil og
bera vott um mikla tóbaksþörf.
Tóbaksílátin gátu verið ger-
semar. Oft voru pontur ur kýr-
hornum. Var þá broddurinn af
horninu sagaður af, sleginn
trébotn með tappa i sverari
endann en mjói endinn hafður
fyrir stút, og var það gjarnan
langur tappi með renndu höfði.
Tóbaksdósir voru úr góðmálm-
um, stundum gulli eða silfri og
þóttu eigulegir gripir. Aðrar
dósir voru úr hörðum viði og
litlum silfurskildi á loki, stund-
um með upphafsstöfum eig-
auila. Allir þéssir góðu gripir
Tóbaksllátin hér fyrrum gátu verið gersemar, bæði silfurdósir og
pontur.
voru liluti af nautninni. Það
fylgdi þvi öryggiskennd að
finna fyrir pontunni I lófanum
eða dósunum i vestisvasanum.
Og svo sterk I tök átti neftóbak-
ið i velflestum mönnum, að fátt
eitt kom fyrir sem ekki varð
skýrt með tóbaki. Kæmu upp
senna á heimilum var oftar en
hitt borið við tóbaksieysi.
Og oft var tóbaksúthaldið
það sfðasta sem menn skildu
við sig í þessu lifi. Hægt var að
halda á pontu og rauðum vasa-
klút I annarri hendi, og þannig
sáust menn oft á tali saman.
þvl það þótti vináttumerki að
taka I nefið hvor hjá öðrum.
Sumir blönduðu rommi eða
konfaki út I tóbakið til að efla
fagrar lyktir.
En það er ekki þetta tóbak
sem unglingarnir sækjast eft-
ir, heldur finkorna, ljósbrúnt
og blandað mentól. Kius og ann-
ar sllkur varningur frá
Afengisversluninni kemur það
idósum, en meöþessum dósum
setti neftóbak mjög niður. Þær
voru ekki umbúðir sem hæfðu
sllkum þjóðlegum gleðigjafa,
sem m.a. var geymdur I hrúts-
pungum. Gömlu blikkdósirnar
og slðan plastdósirnar urðu til
þess að menn hættu að nota
pontur ogdósir mestanpart, en
við það týndust gamlar og
göfugar aðferðir viö að taka I
nefið. Nú sér maður helst
aldrei mann stinga pontustút i
nös eða velta neftóbaksdós
iuilli fingra sér. t stað þess er
baukað við að taka lokið af dós-
inni, bregða tveimur fingrum
niður I tóbakið og bera þá upp
að nösinni með þungum sogum.
Röndin fina ú handabakinu
þekkist varla lengur og heldur
ekki þumalfingursholan góða,
sem var lniin til handa úti-
vistarmönnum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24