Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Reykjavíkur er, að sögn skrifstofu-
stjóra þar, með á starfsáætlun að
kortleggja mengaða staði í borg-
inni. Hann segir ekki vitað um fleiri
fyrirtæki en Hringrás hf. sem sitji
uppi með viðlíka mengaðan jarðveg
og þar er geymdur í sekkjum en tel-
ur ekki ólíklegt að mengaður jarð-
vegur eigi eftir að finnast á fleiri
stöðum í borgarlandinu.
Nýlega lauk brotajárnsfyrirtæk-
ið Hringrás við að koma 250-300
rúmmetrum af PCB-menguðum
jarðvegi fyrir í sekkjum sem standa
nú á lóð fyrirtækisins en enginn
förgunarstaður er til hérlendis þar
sem hægt er að koma slíkum úr-
gangi fyrir. Að sögn Arnar Sigurðs-
sonar, skrifstofustjóra Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkur, er
jarðvegurinn hluti haugs sem tók að
myndast á lóð fyrirtækisins þegar
Heilbrigðiseftirlitið gerði þá kröfu
að yfirborði hennar yrði lokað með
malbikun til að koma í veg fyrir að
mengun kæmist út í umhverfið. 
Stærstu hlutirnir 
í uppfyllingu
Við mælingar kom í ljós að í
haugnum væri talsvert magn af
PCB-mengun auk þungmálma og
var í samráði við Heilbrigðiseftirlit-
ið brugðið á það ráð að harpa
stærstu hlutina, um 1.000 rúmmetr-
ar, úr haugnum og koma þeim fyrir
í uppfyllingu í Sundahöfn. 
?Við létum rannsaka þessa hluti
og það var það lítil mengun á þeim
að það var talið óhætt að nota þá í
uppfyllingu á hafnarsvæðinu án
þess þó að setja þá beint í sjóinn. Þá
tókst okkur að minnka magnið
þannig að það væri forsvaranlegt að
geyma þetta í þessum sekkjum. Það
var samdóma álit allra sérfræðinga,
bæði í umhverfisráðuneyti, holl-
ustuvernd og hér hjá okkur að þetta
væri ódýrasta og jafnframt besta
leiðin.?
Hann segir að of dýrt hefði verið
að senda úrganginn úr landi auk
þess sem það hafi þótt ólíklegt að
nokkurt land myndi vilja taka við
honum en venjulega sendir Sorpa
spilliefni til útlanda til förgunar. Þá
hafi þótt óhóflega dýrt að útbúa
steypta þró á staðnum og loka henni
eins og gert hefur verið víða erlend-
is í svipuðum málum. Sömuleiðis
hefði verið of dýrt að setja upp
brennsluverksmiðju fyrir slíkan úr-
gang hérlendis.
Urðunarstaðar leitað
Örn segir starfshóp á vegum um-
hverfisráðuneytisins vinna nú í því
að finna stað þar sem hægt er að
urða spilliefni á borð við þau sem
eru í umræddum jarðvegi og er
áætlað að hann komi með tillögur
um áramótin. Hann segir þetta eina
staðinn sem honum sé kunnugt um
að slík efni séu geymd á þennan
hátt en jarðvegurinn hafi orðið
svona mengaður vegna þeirrar
brotajárnsvinnslu sem fór fram í
fyrirtækinu.
?Hitt er svo annað mál að það er á
starfsáætlun hjá okkur að kort-
leggja mengaða staði í Reykjavík.
Það er vitað um staði þar sem
geymdar voru olíutunnur lengi og
sömuleiðis er vitað um talsvert af
gömlum olíutönkum. Þetta eru hlut-
ir sem við ætlum að kortleggja
þannig að við vitum um alla staði
sem hugsanlegt er að eitthvað
svona gæti verið.? 
Hann segir mikla vinnu framund-
an við þetta. ?Ég get giskað á að
víða í kring um höfnina gætu verið
staðir, sérstaklega í kring um Slipp-
inn sem er búinn að vera þarna í
marga áratugi og ég er ekkert viss
um að menn hafi á fyrstu árunum
og áratugunum farið sérstaklega
varlega með spilliefni. Þannig að
þar gætu við hugsanlega fundið
eitthvað en það gæti þá verið búið
að brotna niður.?
Finnist ámóta mengaður jarð-
vegur og í tilfelli Hringrásar verður
farið eins með hann eftir því sem
hægt er, að sögn Arnar, þó að
stundum geti verið best að hrófla
ekki við slíkum jarðvegi. 
Er á áætlun að kortleggja
mengaða staði í borginni 
LÖGREGLAN í Reykjavík stefnir
að því að ljúka rannsókn á morðinu
á Finnboga Sigurbjörnssyni í þess-
um mánuði. Að því loknu verða
rannsóknargögn send ríkissaksókn-
ara.
Tuttugu og fimm ára karlmaður,
Ásbjörn Leví Grétarsson, hefur ját-
að að hafa orðið honum að bana hinn
28. október sl. í íbúð við Bakkasel í
Reykjavík. Finnbogi hafði verið
stunginn með hnífi í háls og stun-
gusár voru víðar á líkama hans.
Ásbjörn var úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 16. nóvember nk. og
verður það vafalaust framlengt þar
til dómur fellur. 
Að sögn lögreglu hefur tækni-
rannsókn og yfirheyrslur gengið vel.
Niðurstaða krufningar liggur þó
ekki fyrir. Engin vitni urðu að
morðinu og er því aðeins Ásbjörn til
frásagnar. Að sögn lögreglu telst at-
burðarásin ljós en ekki var hægt að
fá nánari upplýsingar um málsatvik.
Um klukkustund leið frá því þeir
fóru samferða úr miðborg Reykja-
víkur og þar til lögregla var kölluð
til vegna hávaða og fyrirgangs úr
íbúð Ásbjarnar. Þegar lögregla kom
á staðinn fundust blóðblettir fyrir
utan íbúðina og ummerki um átök
innandyra. Finnbogi fannst látinn
skammt frá. 
Morð-
rannsókn
miðar vel
MIKIL aðsókn var á útsölu Hag-
kaups í gær en útsölur á þessum
árstíma eru nýlunda hér. Sigríður
Gröndal, markaðsstjóri Hagkaups,
segir að aðsókn hafi reynst vera
framar vonum. ?Við gerðum ráð
fyrir að útsalan myndi standa
fram á þriðjudag en hugsanlega
stendur hún bara fram á sunnudag
vegna þess að við verðum þá búin
að selja allar útsöluvörurnar. Á út-
sölunni erum við að selja nýjar
vetrarvörur til þess að rýma fyrir
jólavörunum. Fólk virðist hafa
tekið þessari nýbreytni mjög vel
og það var stöðugur straumur
fólks í verslunum okkar, alveg
brjálað að gera og raunar beið
fólk fyrir utan verslanir okkar í
morgun.?Morgunblaðið/Ásdís
Örtröð á 
útsölu í
Hagkaupi
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
vísa til borgarstjórnar tillögu um að
lækka álagningarhlutfall fasteigna-
skatta, lækka holræsagjald og að
nýta sér ekki leyfða hækkun á
álagningarhlutfalli útsvars. Hækk-
un útsvars hefði þýtt 609 milljóna
króna tekjuauka fyrir borgarsjóð.
Álagningarstuðull útsvars verður
12,7% á næsta ári eins og verið hef-
ur. Gerir tillaga borgarráðs ráð fyr-
ir að borgin nýti sér ekki heimild
sem er fyrir hendi í lögum nr. 144
frá í fyrra um heimild til að hækka
útsvar um 0,33%. Hækkunin hefði
ella fært borgarsjóði 609 milljónum
króna meiri tekjur.
Síðastliðið sumar samþykkti
borgarráð að fela fjármáladeild
borgarinnar að endurskoða álagn-
ingarhlutfall fasteignagjalda með
það að markmiði að endurmat Fast-
eignamats ríkisins á matsverði
leiddi ekki til þess að heildarálögur
á Reykvíkinga myndu hækka. Í
greinargerð með tillögu borgarráðs
kemur fram að til að halda greiðslu-
byrði fasteignaskatta óbreyttri frá
þessu ári til hins næsta sé álagning-
arhlutfall nú lækkað á íbúðarhús-
næði úr 0,375% í 0,32% og á lóð-
arleigu úr 0,145% í 0,08%. Hefði
skatthlutfallið verið óbreytt á þessu
tvennu hefði það fært borgarsjóði
325 milljónum króna meiri tekjur. 
Álagningarhlutfall fasteigna-
skatta af atvinnuhúsnæði verður
óbreytt. Þá var einnig samþykkt í
borgarráði að gefa greiðendum
fasteignagjalda kost á að gera skil á
fasteignagjöldum á sex gjalddög-
um.
Einnig er svonefnt holræsagjald
lækkað en hlutfall þess var 0,15%
og verður 0,115%. Á það bæði við
íbúðar- og atvinnuhúsnæði og segir
í greinargerð með tillögunni að
óbreytt álagning hefði fært borg-
arsjóði 262 milljónum króna meira í
tekjur á næsta ári.
Tillaga borgarráðs um skatttekjur
lögð fyrir borgarstjórn
Borgin nýti ekki
heimild til út-
svarshækkunar
HALLDÓR Þorgeirsson, skrif-
stofustjóri í umhverfisráðuneytinu,
var í gær kjörinn í forsætisnefnd
sjöunda aðildarríkjaþings Loftlags-
samnings Sameinuðu þjóðanna sem
fram fer þessa dagana í borginni
Marakech í Marokkó. Ekki kom til
þess að greiða þyrfti atkvæði um
Halldór og frambjóðanda Evrópu-
sambandsins í nefndina þar sem sá
síðarnefndi, Þjóðverji að uppruna,
dró framboð sitt til baka á þriðju-
dag.
Tvær undirnefndir starfa á veg-
um forsætisnefndar og næstu tvö
árin verður Halldór formaður vís-
inda- og tækninefndar. Hin nefndin,
sem er undir formennsku Argent-
ínumanna, fjallar um sjálfa fram-
kvæmd loftslagssamningsins.
Halldór hefur nokkra reynslu af
því að starfa á þingum loftslags-
samningsins. Auk þess að eiga sæti
í íslensku sendinefndinni hefur
hann stjórnað samningaviðræðum
um bindingu kolefnis og var þar í
samráði við vísinda- og tækninefnd-
ina sem hann veitir nú forstöðu.
Halldór Þorgeirsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að nefndin
sem hann veitti nú formennsku
hefði fjallað um íslenska ákvæðið á
síðustu aðildarríkjaþingum samn-
ingsins og gengið frá því í Bonn í
sumar til afgreiðslu á ráðstefnunni í
Marakech. Halldór sagði að hann
myndi vinna náið með forseta þings-
ins; umhverfisráðherra Marokkó,
og formanni framkvæmdanefndar-
innar, Estrada frá Argentínu, sem á
sínum tíma stjórnaði viðræðunum
um Kyoto-bókunina.
Ávarp umhverfisráðherra
Ráðherrafundur ráðstefnunnar í
Marakech, sem staðið hefur yfir síð-
ustu daga, hófst í gær og síðdegis
flutti Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra ávarp, næst á eftir fulltrúa
Bandaríkjanna. Á ráðstefnunni er
unnið að lokafrágangi samkomulags
um framkvæmd Kyoto-bókunarinn-
ar sem náðist á fundi umhverfisráð-
herranna í Bonn í júlí á þessu ári. Í
samkomulaginu er m.a. tekið á hinu
svonefnda íslenska ákvæði sem ger-
ir litlum ríkjum kleift að ráðast í
verkefni sem byggjast á nýtingu
endurnýjanlegra orkugjafa þótt þau
valdi aukinni losun koltvíoxíðs. 
Samkvæmt tilkynningu frá um-
hverfisráðuneytinu er gert ráð fyrir
að ráðstefnan samþykki samkomu-
lagið í heild á morgun, föstudag.
Samkomulagið er forsenda þess að
iðnríkin geti staðfest Kyoto-bók-
unina en lögð hefur verið áhersla á
að þau verði sem flest búin að því
fyrir leiðtogafundinn um sjálfbæra
þróun sem haldinn verður í Jóhann-
esarborg í september á næsta ári.
Aðildarríkjaþing Loftslagssamnings SÞ í Marokkó 
Íslendingur formaður
vísinda- og tækninefndar
Ljósmynd/Leila Mead-IISD
Halldór Þorgeirsson, skrifstofu-
stjóri í umhverfisráðuneytinu, í
umræðum á loftslagsráðstefn-
unni í Marokkó.
LÖGREGLAN á Sauðárkróki stöðv-
aði í gær ökumann vélsleða sem ekið
hafði sleða sínum innan bæjarmarka
en slíkt er bannað.
Að sögn lögreglu var maðurinn
stöðvaður fyrir ofan bæinn en hann
hafði áður ekið sleðanum í gegnum
kaupstaðinn. Ökumaður og farþegi,
ungir karlmenn, voru báðir hjálm-
lausir. Lögreglan telur að auki að
aksturinn hafi verið ótímabær en
snjór hylur ekki jörð.
Þá var ökumaður stöðvaður á 127
km hraða við bæjarmörk Sauðár-
króks en hámarkshraði þar er 90 km.
Vélsleða-
akstur innan 
bæjarmarka
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76