Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRETAR og Íslendingar urðu agn- dofa er fréttist að einn maður, Harry Eddom, hefði komist af þegar breski togarinn Ross Cleveland fórst í af- takaveðri Ísafjarðardjúpi í febrúar 1968. Áhöfnin hafði þá verið talin af í 36 klukkustundir. Atburðurinn vakti heimsathygli og þótti með ólíkindum að maðurinn skyldi lifa af þær raunir sem hann mátti þola. Um fjörutíu breskir fjölmiðlamenn komu til landsins vegna þessara atburða og brutust út slagsmál er fréttamenn kepptust um að fá að taka myndir af endurfundum Harrys og eiginkonu hans, Ritu, sem syrgt hafði mann sinn í á annan sólarhring. Í aftakaveðrinu börðust mörg hundruð sjómenn við að halda skip- um sínum á floti í tíu stiga gaddi og gífurlegri ísingu. Skammt frá þeim stað sem Ross Cleveland sökk strandaði togarinn Notts County. Hér er gripið niður í söguna þar sem Richard, sem nýlega kom hingað til lands til að þakka Óðinsmönnum líf- gjöfina, lýsir aðstæðum um borð í Notts County þegar menn hafa vak- að hátt í tvo sólarhringa við vinnu og berjast í örvæntingu við ísinguna: „Burres skipstjóri hafði látið togarann lóna undan veðri í talsverð- an tíma á meðan við börðum ísinn. Hann varð nú að snúa aftur upp í og vona að við lentum ekki of nærri landi. Hlóðst þá ísingin upp jafn- harðan. Ég sá fyrir mér að það sem ekki hafði náðst að berja yrði enn þykkara þegar Burres léti skipið lóna aftur undan storminum. Ég hafði farið inn í messa. Það var kærkomin stund milli stríða. Ég reyndi að setjast og róa mig – stjarf- ur og nötrandi af þreytu og ótta. Ég fékk mér te. Um leið og ég lyfti könnunni sá ég fyrst hve líkamlegt ástand mitt var orðið slæmt. Hend- urnar skulfu svo mikið að ég hélt varla á könnunni. En ylurinn streymdi brátt um hendurnar. Ég náði samt engri hugarró. Inni í messa voru menn svo tauga- veiklaðir að þeir voru farnir að kýta og nöldra hver í öðrum út af ótrúleg- um smáhlutum sem venjulega skiptu engu máli. „Þetta er kannan mín! Ég á þessa samloku! Færðu þig! Er þetta ekki sætið mitt?“ Menn hefðu hlegið að þessu undir venjulegum kringumstæðum. En ekki núna. Við vorum úttaugaðir. Þarna vorum við allir saman. Okk- ar biðu sömu örlög. Við vorum sami hópurinn og hafði unnið svo samstillt við veiðarnar. „Við munum deyja,“ hugsaði ég og vissi að félögum mínum var eins inn- anbrjósts. „Við munum allir deyja.“ Við gátum heyrt í hátalara hvað um var að vera í fjarskiptum uppi í brúnni. Ég heyrði að Burres og Aar- bert loftskeytamaður voru að tala við aðra breska togara. Sömu hörmung- arnar gengu yfir hjá þeim. Okkur fannst það ekki upplífgandi. Við heyrðum að mestu vandræðin voru að fá vitneskju um hvar þeir væru staddir. Ef menn vissu ekki hvar þeir voru skapaðist mikil hætta á að þeir strönduðu. Enginn vildi láta skip sitt brotna uppi í stórgrýttri fjöru á Íslandi. Frá því slyppi enginn lifandi í svona veðri. Eins og í hryllingsmynd Ratsjárloftnetin voru meira og minna horfin í ísingu. En við það að heyra af hinum tog- urunum þá vissu menn að þeir voru ekki einir. Ef eitthvað gerðist hjá okkur gætu aðrir ef til vill komið okkur til bjargar. Hins vegar voru allir í svipuðum vandræðum þannig að þetta var tvíeggjað. Þótt fjar- skiptasamband væri milli skipanna sáum við ekki til annarra skipa. Tugir breskra togara voru staddir í hryllilegum aðstæðum. Ég hugsaði til landa okkar sem voru svo heppnir að komast í höfn á Ísafirði. Ég var farinn að eiga von á að Burres sneri undan og kallað yrði á okkur að koma aftur út til að höggva ís. Allir sátu sem fastast eins og dæmdir menn. Skyndilega kom óskaplegur há- vaði, eins og ýlfrandi drunur. Á sek- úndubroti litum við skelfingu lostnir hver á annan. Mér fannst óttaslegin augu félaga minna verða eins og undirskálar á stærð. Hvað var að gerast? Við misstum jafnvægið. Sessu- nautar skullu saman og sumir ráku sig utan í. Brothljóð heyrðust úr eldhúsinu – diskar og könnur voru að brotna. Allt á borðunum fór á hliðina eða hentist fram á gólf. Þetta var eins og í hryllingsmynd. Mér fannst ískrið einkennilegt. Örþreyttir og uppgefnir litu menn aftur hver á annan í forundran. Nokkur andartök var eins og menn væru að vakna af doðanum. Angistin breyttist í forvitni. Var þetta gott eða var þetta slæmt? Ringulreiðin var allsráðandi. Skyndilega heyrðist rödd Burres skipstjóra í hátalara: „Við erum strandaðir!“ Forvitnin breyttist í vonbrigði og vonbrigðin í ofsahræðslu. Við vorum allir lamaðir af ótta.“ Úti í einu horni messans sat háseti á sextugsaldri með spenntar greipar. Hann var með ullarhúfu á höfðinu. Kaldur sviti bogaði undan húfunni niður ennið og fram á háræðaslitnar kinnar og þrútið nef. Starandi augun gáfu til kynna uppgjöf – að maðurinn væri nánast að kveðja þennan heim í huganum þó hjartað ólmaðist innra með honum. Það var eins og hreyf- ingarlaus maðurinn væri kominn í skyndilegt uppgjör við guð og menn – búinn að sætta sig við að kveðja þetta líf ... Vélarrúmið að fyllast Richard heyrði dyrnar á vélar- rúminu opnast frammi á gangi. Óp og köll heyrðust í vélstjórunum: „Vélarrúmið er að fyllast af sjó!“ kallaði Gailbraith, annar vélstjóri. Ljósin voru að slokkna – öll ljós, hver einasta tíra. Vélarnar voru að þagna með draugalegu banki sem breyttist í tif, dofnaði svo og dó út. Þögn. Það varð myrkur. Ég gat ekkert séð, bara heyrt. Ég heyrði bara raddir skipsfélaga minna, hvernig blaut stígvélin struk- ust við klístrug gólfin, hljóð sem maður heyrir ekki þegar titrandi að- alvél og ljósavélar skipsins eru í gangi. Raddir félaga minna og skrjáfið í blautum gúmmígöllunum urðu greinilegri en áður í kolsvörtu myrkrinu og þögninni. En jafnskjótt og vélarnar þögnuðu heyrðist yfir- þyrmandi hvinur að utan. Þetta var eins og að vera inni í húsi úti á ber- angri þar sem miskunnarlaus vind- urinn gnauðar og bankar fyrir utan. Nú sá ég ekki lengur skelfinguna í andlitum félaga minna heldur heyrði ég hana – fannst ég geta þreifað á henni. Hvílíkur óhugnaður. „Út, út, út,“ hugsaði ég. Við þreif- uðum okkur í áttina að dyrunum út á þilfar. Einhver opnaði og ógurleg hljóð heyrðust að utan frá höfuð- skepnunum. „Hvað var þetta?“ hugsaði ég og átti von á hverju sem var – jafnvel að lenda beint í ólgandi hafinu. Ég setti á mig húfuna og sjóhattinn en fann aftur hvernig frostið barst inn á gang og nísti kinnarnar. Maður fann hrímnálarnar í loftinu. En hvaða hljóð voru þetta? Ég sá ekki alveg hvert ég var að fara og rakst með hnéð á háan stál- þröskuldinn í myrkrinu og brölti svo út fyrir. Nú heyrði ég þau óvæntustu og verstu óhljóð sem ég hafði nokk- urn tíma heyrt í náttúrunni. Rífandi, skerandi og öskrandi drunur og titringur. Mér datt í hug að þetta líktist því að standa úti á flugbraut og tíu Concorde-vélar væru að taka á loft samtímis. Það var eins og andrúmsloftið væri að rifna. Og hljóðið dofnaði ekki. Það hélt viðstöðulaust áfram – stöðugt, stöð- ugt áfram. Ég greip fyrir eyrun, fann þúsund ísnálar stingast í andlit- ið, beindi höfðinu niður og reyndi að halda mér stöðugum á svellinu. Ég átti erfitt með að ná andanum. Hvernig var þetta hægt? Allur þessi vindstyrkur hlaut að koma ofan af landinu fyrir ofan okk- ur eða ... Mér var lífsins ómögulegt að skilja þetta, það var eins og fjöllin væru að reka upp öskur. Mayday! Mayday! Mayday! Enn hræðilegri voru hljóðin í sjálfu skipinu – brak og brestir, ísk- ur og óhugnaður. Aldrei nokkurn tímann hefði ég getað ímyndað mér að þetta trausta sjóskip gæti fram- kallað svona garg. Togarinn var að skorða sig í stórgrýti – eða var hann að liðast í sundur með okkur? Hvar í veröldinni vorum við eig- inlega?“ Joyce Aarbert loftskeytamaður sendi í ofboði út tilkynningu: „Mayday! Mayday! Mayday!“ Burres skipstjóri vissi ekki ná- kvæmlega um staðsetningu skipsins en hafði þó grófa hugmynd um hvar strandstaðurinn var. Aarbert hafði samband við nærstadda togara sem komu boðunum áfram til Ísafjarð- arradíós sem kom boðunum áfram til varðskipsins Óðins. Nú voru góð ráð dýr. Breskur tog- ari strandaður við Snæfjallaströnd þar sem engin byggð var og útilokað að reyna björgun frá landi. Og rat- sjár varðskipsins voru svo ísaðar að útilokað var að halda af stað á strandstað að óbreyttu. Nú reyndi aftur á Pálma, annan stýrimann. Enn á ný setti hann á sig vettlingana, tók ísöxi og samsíðung og klifraði upp í mastur í ofviðrinu: „Enginn treysti sér til að fara upp í mastrið nema ég. Þetta var eins og að klifra upp risastórt grýlukerti. Þrepin á mastrinu voru horfin og ég varð að höggva mér þrep í ísinn til að fá festu fyrir hendur og fætur. Þegar upp var komið hjálpaði það mér að hafa vindinn í bakið því Sigurður Barátta upp á líf og Um 500 manns börðust fyrir lífi sínu á Ísafjarð- ardjúpi í aftakaveðri í febr- úar 1968. Óttar Sveinsson lýsir hér atburðunum á Ísa- fjarðardjúpi og baráttunni við veðrið og ísinguna um borð í Notts County. The Sunday Times Faðir þessa drengs var skipverji á togaranum St. Romanus frá Hull. Á hverju flóði fór drengurinn með hundinn sinn niður að fiskimannahöfninni í Hull. Þar beið hann og beið en aldrei kom pabbi. St. Romanus var einn af þremur tog- urum frá Hull sem fórst í ársbyrjun 1968 við Ísland – en drengurinn vildi ekki trúa því. Togarinn Notts County í klakabrynju á strandstað við Snæfjallaströnd. Eftir að togarinn strandaði í fárviðrinu reyndi áhöfnin árangurslaust í tvo tíma að bjarga félaga sínum sem hafði stokkið út í gúmbát við skipshlið. Öll ljós höfðu slokkn- að og enginn hiti var í skipinu. Heila nótt og fram yfir hádegi næsta dag héldu Bretarnir til uppi í brú en stöku sinnum fóru menn niður í klefa til að biðjast fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.