Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
?
Sigurlína Krist-
jánsdóttir fædd-
ist á Gásum í Glæsi-
bæjarhreppi 5.
janúar 1930. Hún
lést að heimili sínu
27. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jakobína Svein-
björnsdóttir, f. 4.
janúar 1884, d. 2
júní 1966, og Krist-
ján Kristjánsson, f.
1. október 1881, d. 4
mars 1964. Systkini
Sigurlínu voru Ind-
íana, f. 20.8. 1909, d. 25.6. 1998,
Karl, f. 1.11. 1911, Sveinbjörn, f.
17.12. 1913. d. 8.5. 1991, Að-
alsteinn, f. 12.11. 1915, Gunn-
þór, f. 20.7. 1918, Sigurbjörg, f.
12.11. 1920, Þorsteinn, f. 10.11.
1922, Davíð, f. 10.11. 1922, d.
26.10. 1998, María, f. 12.8. 1924,
og Sveinfríður, f. 3.11. 1926.
Hinn 17. júní 1949 giftist Sig-
urlína Júlíusi Birni Magnússyni,
f. 1. 1. 1922. Bjuggu þau alla tíð
á Akureyri. Börn þeirra eru: 1)
Kristján Friðrik, f.
5.6. 1950, kvæntur
Aldísi Hannesdótt-
ur. Dóttir þeirra er
Júlía Björk, f. 23.4.
1973, maður henn-
ar er Eggert Ing-
ólfsson. Þau eiga
tvær dætur. 2) Jó-
hanna, f. 1.3. 1953,
gift Árna Þorvalds-
syni, f. 1.6. 1948,
synir þeirra eru
Júlíus Björn, f. 9.4.
1974, unnusta Auð-
ur Björgvinsdóttir
og eiga þau einn
son og Börkur, f. 7.10. 1979,
unnusta Vilborg H. Ívarsdóttir.
3) Jóna María, f. 23.6. 1957, gift
Helga Þór Þórssyni. Þau eiga
tvær dætur, Hörpu, f. 22.9.
1979, unnusti Gunnar Smári
Sveinbjörnsson, og Hildi Helga-
dóttur, f. 4.10. 1990. 
Sigurlína starfaði við ýmis
störf á Akureyri samhliða hús-
móðurstarfinu.
Útför Sigurlínu fór fram frá
Akureyrarkirkju 6. desember.
Er ég kveð móður mína ber hæst í
huga mér innilegt þakklæti til henn-
ar. Að mörgu leyti var hún einstök
kona. Það var gaman að hlæja með
henni, því hún átti auðvelt með að sjá
spaugilegar hliðar á lífinu og tilver-
unni. En bak við létt yfirbragð var
kona sem ekkert aumt mátti sjá. Veit
ég að hún var mörgum góð sem áttu
um sárt að binda, en um það talaði
hún lítið við aðra.
Sá andlegi þroski og stilling sem
hún sýndi í veikindum sínum var
aðdáunarverður. Þannig létti hún
okkur öllum erfiðu stundirnar er
veikindin herjuðu á hana. Þessar
stundir voru ekki bara erfiðar heldur
einnig gefandi og þakkaverðar.
Faðir okkar sýndi henni ávallt
mikla ástúð og umhyggju, ekki síst nú
í veikindum hennar. Fyrir það þakka
ég einnig. Styrkur mömmu varð
styrkur okkar allra. Mamma lést á
heimili sínu umvafin ástvinum sínum,
jafn æðrulaus og hún hafði verið. 
Ég kveð þig mamma mín með þess-
um orðum sem voru svo í anda þínum.
Þerraðu kinnar þess sem grætur, 
þvoðu kaun hins særða manns. 
Sendu inn í sérhvert hjarta 
sólargeisla kærleikans. 
(Höf. ók.)
Hjartans þakkir eru til Heima-
hlynningar á Akureyri fyrir nær-
gætna og hlýja aðstoð. Elísabetu
Hjörleifsdóttur vinkonu minni eru
færðar sérstakar þakkir frá allri fjöl-
skyldunni 
Jóhanna.
Nú þegar móðir mín kær er til
moldar borin og komið er að kveðju-
stund er margs að sakna. Mamma
hafði stórt og gott hjarta og skipti
mannlegi þátturinn í lífinu hana miklu
máli. Hún fæddist 5. janúar 1930 að
Gásum í Glæsibæjarhreppi, yngst í 11
systkina hópi. Mikill kærleikur var á
milli systkinanna og var gaman að
koma í sveitina þegar fjögur systkini
mömmu tóku við búinu af afa og
ömmu. Eftir að systkinin fluttu í bæ-
inn hittust þau oft á heimili okkar.
Pabbi og mamma voru mjög sam-
rýnd og tók ég strax eftir því í æsku
hvað pabbi bar mikla ást og virðingu
fyrir móður minni. Mamma var mikið
fyrir að gleðja aðra, ekki síst okkar
fjölskyldur og þegar barnabörnin
komu í heimsókn þótti henni vel við
hæfi kakó og rjómapönnukökur og
þótti þeim alltaf notalegt að koma til
ömmu og afa. Jafnframt því að hugsa
um marga aðra, sem áttu og eiga í
veikindum að stríða. Mamma var
skemmtileg kona og oft var hlegið
dátt í eldhúsinu og kom hún sér al-
staðar vel. Hún hafði mikið skopskyn,
enda átti hún margar vinkonur.
Mamma greindist með krabbamein í
febrúar á þessu ári. Mikil gleði ríkti
þegar batahorfur voru nokkuð góðar.
Ég man þegar ég var að heimsækja
mömmu á spítalann og hún kom
gangandi eftir ganginum í fallegu
náttfötunum sínum og gylltu inni-
skónum, að einn sjúklingurinn sagði
við mig, að sjá hana mömmu þína, hún
er eins og drottning. Síðan átti hún
góðan tíma með fjölskyldu sinni sem
hún elskaði svo mikið, þangað til í
haust að sjúkdómurinn tók sig upp á
ný. Hún tók þessum vátíðindum með
ótrúlegri stillingu, með von um að fá
tíma með sínum ástvinum. Til síðasta
dags gaf hún fjölskyldu sinni af styrk
sínum, þar til hún lést á heimili sínu.
Kveðjan til þín, mamma mín, er vísan
sem pabbi kenndi okkur systkinunum
í barnæsku.
Elskulega mamma mín,
mjúk er alltaf höndin þín,
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn,
þegar stór ég orðin er
allt það launa skal ég þér.
Jóna María.
SIGURLÍNA 
KRISTJÁNSDÓTTIR 
Mér brá illilega
þegar ég frétti lát vin-
ar míns og frænda
Gísla Jónssonar
menntaskólakennara.
Hvað verður nú um varðveislu ís-
lensks máls og þjóðernis þegar
falla þeir sem fremstir fóru? Í
seinni tíð sýnist mér enginn hafi
lagt þar meira af mörkum en Gísli
og eru þar kunnastir þættir hans í
Morgunblaðinu sem hann sinnti á
meðan korn var eftir í stundaglasi
hans. Sérstaka alúð sýndi hann við
söfnun mannanafna og tíðni notk-
unar þeirra. Á seinni árum orti
hann mikið af ?limrum? en það
ljóðaform mun hafa hentað vel fjör-
ugum og oft gáskafullum kveðskap
hans. Í umfjöllun hans um íslenskt
mál var ekkert ?um það bil?. Hann
var kröfuharður um rétta ritun
málsins, svo og málskilning. Ég
veit að oft olli það honum raun er
hann sá ritað eða heyrði talað af-
bakð og/eða útlenskuskotið mál og
aldrei heyrði ég hann afgreiða mál-
villur með því að tungumál hlyti
alltaf að þróast og því væru vill-
urnar ekki til að fást um. Því miður
eru ekki allir, sem um íslenskt mál
fjalla í fjölmiðlum, jafn kröfuharðir
við sjálfa sig og aðra, hvað þetta
snertir. Hér hefur verið nefnt dá-
læti Gísla á ?limrunni?. En þá má
ekki gleymast að Gísli var mjög
fimur í meðferð viðtekinnar ljóð-
venju. Til er talsvert af þess háttar
ljóðum eftir hann og eru sum
þeirra mjög gamansöm og vel ort.
Þó að nú sé skarð fyrir skildi verð-
ur að vona að merkið verði sem
GÍSLI 
JÓNSSON
?
Gísli Jónsson
fæddist á Hofi í
Svarfaðardal 14.
september 1925.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. nóvem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju
7. desember.
fyrst hafið á loft að
nýju, í baráttunni fyrir
íslenskt mál og þjóð-
erni, sem ekki væri til,
ef það fyrra væri ekki
fyrir hendi.
Ég kveð með klökk-
um huga virðulegan
höfðingja og bið fjöl-
skyldu hans blessunar.
Björn Þórhallsson.
Fréttin um að Gísli
Jónsson, lærimeistar-
inn minn úr MA á síð-
ari hluta áttunda ára-
tugarins, væri látinn þyrlaði upp
mörgum og góðum minningum um
þann mæta mann. Það var stundum
hreint með ólíkindum hvað þessi
yfirvegaði og fjölfróði maður var
þolinmóður við okkur, sjálfumglaða
menntskælingana sem allt þótt-
umst vita en vissum auðvitað afar
fátt. Ég man að hann kenndi okkur
bébekkingum sögu og íslensku og
tókst á einhvern dularfullan hátt að
gæða námsefnið slíku lífi að jafnvel
íslensk málfræði, sem er sennilega
ekki líflegasta námsefni sem
menntskælingar þurfa að meðtaka,
varð ótrúlega áhugaverð í meðför-
um hans. Og svo vel miðlaði hann
okkur hugmyndaheimi forfeðra
okkar og því skáldskaparmáli sem
honum tengist að hann stendur
manni ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum enn þann dag í dag.
Gísli var ekki einn þeirra kenn-
ara sem mæta á staðinn, þruma yf-
ir bekknum og fara svo heim aftur.
Hann var fagmaður fram í fing-
urgóma eins og alþjóð veit, en hann
lagði líka ákaflega mikið upp úr
góðu persónulegu sambandi við
nemendur sína og lagði mikið á sig
til að laða það besta fram í hverjum
og einum. Sem dæmi um það má
nefna að þegar hann skilaði okkur
ritgerðum dreifði hann þeim ekki
til allra nemanna í einu, heldur
kallaði hvern og einn á eintal og
sagði hvað væri vel gert og hvað
mætti bæta, og tókst þannig að
hvetja og örva reikular sálir til
dáða í náminu. Þannig myndaði
hann trúnaðarsamband við nem-
endur og uppfræddi þá af nánast
föðurlegri festu og alúð. En það var
líka stutt í húmorinn hjá Gísla og ef
hann var sáttur við okkur umbun-
aði hann okkur gjarna með góðri
gamansögu eða brandara, jafnvel
léttu ljóði, stundum tvíræðu. Og
þótt maður hafi á þessum árum
aldrei fengið að stíga fæti inn í hið
allra helgasta í MA, kennarastof-
una í gamla skólanum, hef ég
lúmskan grun um að Gísli hafi átt
umtalsverðan þátt í þeim hlátra-
sköllum sem þaðan bárust í frímín-
útum, okkur nemendum sem héng-
um frammi á gangi til ómældrar
forvitni.
Eftir stendur mynd af hlýjum,
kankvísum og hyldjúpum visku-
brunni sem lagði mér og eflaust
ótalmörgum fleirum nemendum
sínum við MA til veganesti þekk-
ingar og verklags sem á vonandi
eftir að endast lengi enn. Það voru
forréttindi að hafa Gísla Jónsson
sem lærimeistara og fá að kynnast
honum á mikilvægum mótunarár-
um. Blessuð sé minning hans. 
Friðrik Rafnsson.
Fagurljóðin
um dagana
eru tíðum lágvær
fella stundum tár
í leynum
eins og drjúpi
hlýtt regn
á heitar kenndir
í sálinni. ?
Stundum fljúga þau
oddaflug
og styrkur vængsúgur
streymir frá
þróttmiklu flugi ?
en eiga líka mjúkan
vængjaburð glitfiðrilda. ?
Við njótum
gleði flugsins ?
gleðjumst
einnig
í söknuðinum ?
? þótt sorgin
særi
eiga minningar
huggandi mátt. ?
Gjafmild eru ljóðin
um lífið
og hvíldina. ?
Fljúgðu svo
hægt
stilltum væng,
vinur ljóða,
inn í birtuna.
Þórarinn Guðmundsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þetta erindi úr Hávamálum, sem
hér á svo vel við, las ég fyrst í MA
undir handleiðslu Gísla. Kennsla
hans var einstök. Á sinn hægláta,
kímna og yfirlætislausa hátt tókst
honum að fylla kennslustofuna af
sinni grein, íslenskunni, með því
einu að stíga inn fyrir þröskuldinn.
Hann var á einhvern kynngimagn-
aðan hátt holdgervingur íslensks
máls. Ég hef átt því láni að fagna
að læra ýmis fög hjá mörgum
ágætum kennurum, en enginn hef-
ur skákað Gísla í þessum efnum.
Ég veit ekki hvernig hann fór að og
get í sjálfu sér ekki lýst þessum
áhrifum, en veit að nemendur Gísla
þekkja þau. Hann býr á sinn hátt í
okkur öllum, þó að mér takist ekki
að sýna það í verki. 
Seinna kynntumst við Gísli á
annan hátt, og þá áttaði ég mig enn
betur á hæfileikum hans sem sögu-
manns. Hann naut þess sérstaklega
að segja spaugilegar sögur úr
Svarfaðardalnum. Ef Svarfdæling-
arnir í sögunum voru sérlega und-
arlegir til orðs eða æðis, tók hann
það jafnan fram, að þeir hefðu ver-
ið frændur sínir eða frænkur. Ég
votta öllum aðstandendum Gísla
samúð mína og þakka fyrir mig.
Þórir Haraldsson.
Maðurinn erfiðar og streðar æv-
ina á enda í sífelldri sókn eftir ein-
hverju sem hann heldur að muni
gera líf hans betra. Gísli Jónsson
var vaxinn upp úr þessum óróleika
andans; þessum sífelldu hlaupum
eftir einhverju sem er alltaf hinum
megin við hornið. Hann hafði öðlast
ró og visku þess er veit að lífsfyll-
ingu öðlast sá einn er leggur rækt
við það sem hann hefur en er ekki
sífellt með hugann við það sem
hann kynni að geta fengið.
Við hjá Bókaútgáfunni Hólum
viljum þakka fyrir þann heiður að
hafa verið treyst fyrir ritverkum
eftir Gísla og fyrir að hafa fengið
að kynnast lífsvisku hans og um-
burðarlyndi í garð náungans. Jafn-
framt viljum við nota þetta tæki-
færi til að senda öllum
aðstandendum Gísla okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Bókaútgáfunnar
Hóla, 
Guðjón Ingi Eiríksson.
Gísla Jónssonar minnist ég sem
kennara míns í Menntaskólanum á
Akureyri. En hann hefur síðan,
vegna íslenskupistla sinna í Morg-
unblaðinu, orðið mér einna hug-
stæðastur af fólkinu sem ég kynnt-
ist þar. Aðrir kennarar mínir þar
sem ég hef mikið orðið var við síð-
an hér í Reykjavík í fjölmiðlum eru
Tómas Ingi Olrich alþingismaður
og Tryggvi Gíslason skólameistari;
svo og Bárður Halldórsson; allt
mála- og bókmenntamenn. Þó þykir
mér að Gísli hafi með sínum stöð-
ugu pistlum orðið öðrum fremur að
tákngervingi Menntaskólans á Ak-
ureyri hér syðra. Tók hann við því
hlutverki í mínum huga af Stein-
dóri Steindórssyni frá Hlöðum;
mínum fyrri skólameistara þar.
Ég minnist þess að síðar hafði
einn samkennara minna í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum svo á orði
við mig, að ?ekkert væri ágætt sem
hefði frá Gísla komið?. Var sá fyrr-
um stúdent frá MA, og var nú orð-
inn einn af hinum framsæknu bók-
menntagagnrýnendum vinstri
pressunnar. En í mínum huga eru
menn að skjóta yfir markið ef þeir
halda að menntaskólakennarar eigi
að vera einhver ægileg gáfumenni.
Ef þeim tekst að gera það fyrir
ungmennin sín sem Gísli Jónsson
gerði fyrir alla þjóðina áratugum
saman í íslenskupistlum sínum, þá
eru þeir að starfa á hinum stað-
fasta og umburðarlynda grundvelli
sem hefur einkennt hefðina í MA.
En þar fékk ég, Kópavogsbúinn,
mitt sveitauppeldi og smekk fyrir
vönduðu íslensku máli.
?? ?
Ég hef haft fyrir sið að kveðja
helstu skáldbræður mína með því
að grípa niður í þýðingu mína á
ljóðaleikriti eftir höfuðskáld hins
ensk-ameríska heims, T.S. Eliot.
Er ekki að efa að Gísli hefði haft
gaman af þessari dæmigerðu hug-
leiðingu hans; úr helgileiknum
Morð í dómkirkjunni; sem lögð er í
munn fjögurra freistara Tómasar
Beckets, erkibiskupsins af Kant-
araborg á Englandi; á tólftu öld.
---
?Líf mannsins ein þrautaganga
blekkinga og vonbrigða er.
Allt er tálsýn,
óraunveruleiki eða vonbrigði:
flugeldahjólið eða Stígvélaði kötturinn,
verðlaunin í barnaveislunum
verðlaunin í ritgerðasamkeppnunum
lærdómsgráður menntamannsins,
heiðursmerki stjórnmálamannsins,
allt gerist þetta æ óraunverulegra,
maðurinn ferðast
frá einum óraunveruleika til annars.
þessi maður er þrár, blindur,
einblínir á sjálfseyðingu,
fer frá tálsýn til tálsýnar,
fer frá mikilfengleik til mikilfengleiks
til endanlegrar tálsýnar,
altekinn í undran
yfir sínum eigin mikilfengleik,
óvinur þjóðfélagsins,
óvinur sín sjálfs.?
Tryggvi V. Líndal.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar
  
Krossar
  
Kistuskreytingar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64