Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN á Neskaupstað rannsakar nú hvers vegna eldur sem verið var að mynda fyrir kvikmyndina Hafið í leikstjórn Balthasars Kor- máks fór úr böndunum með þeim afleiðingum að efsta hæð gamla frystihússins gereyðilagðist í bruna á laugardagsmorgun. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn, segir að svo virðist sem glóð hafi komist inn fyrir þakskegg í suðurhluta byggingarinnar. Þakið er að hluta til einangrað með svokölluðum tjörukorki og segir Jónas að nánast ómögulegt hafi verið að ráða við eldinn eftir að hann barst í tjörukorkinn. Þá hafi mikið hvassviðri gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Fyrr um nóttina var verið að kvikmynda eldsvoða og höfðu gasleiðslur verið settar fyrir neðan þakskeggið. Jónas segir að kvikmyndatöku- fólkið hafi einangrað þakskeggið með gifsplötum sem hafi verið vættar með eldtefjandi efni. Þannig hafi átt að tryggja að eldurinn breiddist ekki út en það hafi greinilega ekki dugað til. Aðspurður hvort lögreglan hafi gefið leyfi til þess að eldsvoði yrði sviðsettur segir Jónas að svo hafi ekki verið enda sé slíkt ekki í verkahring lögreglu. Lögregl- unni hafi þó verið tilkynnt hvað stóð til. Hann seg- ir að fyrirtækið hafi verið með öryggismálin í góðu lagi en slökkvilið var á staðnum meðan á tökum stóð. Skýrslur hafa verið teknar af þeim sem báru ábyrgð á kvikmyndatökunum en eftir er að ræða við slökkviliðsmenn. „Fengu ekki leyfi til að kveikja í húsinu“ Frystihúsið er í eigu Síldarvinnslunnar hf. en hafði ekki verið notað sem frystihús um alllangt skeið. Á neðri hæð hússins var sjóminjasafn Jós- afats Hinrikssonar í geymslu, á jarðhæð var hlýra- eldi. Ekki urðu skemmdir á munum úr sjóminja- safninu og hlýraeldið varð heldur ekki fyrir tjóni. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að mats- menn frá tryggingafélagi fyrirtækisins væru að meta skemmdir og því of snemmt að segja til um fjárhagslegt tjón. „Þetta er feikilegt tjón en þetta hefur ekki áhrif á okkar meginstarfsemi,“ sagði Björgólfur. Ætlunin hafi verið sú að leggja stærri hluta hússins undir hlýraeldið en eftir sé að skoða hvaða áhrif bruninn hafi á þær áætlanir. Björgólfur segir að forsvarsmenn kvikmynda- fyrirtækisins hafi tjáð sér að það væri tryggt fyrir því tjóni sem hugsanlega yrði við kvikmyndatök- ur. Aðspurður hvort Síldarvinnslan hafi gefið leyfi fyrir því að eldsvoði yrði kvikmyndaður í gamla frystihúsinu segir Björgólfur að hann hafi vitað hvað til stóð en hafi verið fullvissaður um að ekki hlytist af tjón. „Þeir fengu ekki leyfi til að kveikja í húsinu, það er alveg á hreinu,“ sagði Björgólfur. Lögregla rannsakar brunann í gamla frystihúsinu á Neskaupstað Talið að glóð hafi kom- ist undir þakskegg MIKIÐ magn af sjó fór á milli þilja í Brúarfossi í mjög slæmu veðri vest- ur af Færeyjum sl. föstudag, en eng- inn sjór komst í lestar skipsins og ekki urðu neinar skemmdir, hvorki á skipi né varningi. Brúarfoss kom til Immingham í Englandi síðdegis í gær, um 20 tím- um á eftir áætlun. Höskuldur Ólafs- son, framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs Eimskips, segir að svo virðist sem á annað hundrað tonn af sjó hafi farið í gegnum óþétt op og í lokað rými en sjór hafi ekki komist í lestar skipsins. Hann segir að það hafi ver- ið metið svo að skipið hafi ekki verið í verulegri hættu en engu að síður hafi verið talin ástæða til að sigla til Fær- eyja í öryggisskyni og dæla sjónum þar úr skipinu. Því hafi orðið töf á ferðinni. Farmurinn er fyrst og fremst frosinn og ferskur fiskur í gámum, og vegna seinkunarinnar, fer ferski fiskurinn degi seinna á markað en ella eða í dag. Enginn sjór í lestum Brúarfoss ÞAÐ varð uppi fótur og fit á heim- ili einu í Þorlákshöfn þegar mink- ur skaust undan húspallinum til að verða viðstaddur er heimilisfað- irinn setti jólaljósin upp í tré einu í garðinum. Minkurinn reyndist meira en lítið til í að láta mynda sig í bak og fyrir en myndatöku- maðurinn, Ragnar Jespersen, sagði að ekki hefði enn tekist að fanga hann í búr þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Ragnar, sem í eina tíð var sjálfur í minkarækt, taldi líklegt að hér væri á ferðinni dýr sem sloppið hefði einhvers staðar úr búri en ekki er þó vitað til að minkabú sé starfrækt í grenndinni. Sagði Ragnar minka alla jafna fólgrimm dýr. Þessi uppákoma væri því alveg einstök. „Ég minnist þess ekki að hafa umgengist mink með þessum hætti nema sem búra- dýr,“ sagði hann. Gat hann sér þess til að ef til vill hefðu það verið jólaljósin eða hangikjötið í pott- inum sem heilluðu hinn óboðna gest. Minkur gerði sig heimakominn við hús í Þorlákshöfn Hangikjöt- ið heillaði Ljósmynd/Ragnar Jespersen EINAR Þorsteinsson, forstjóri Ís- landspósts, segir að fyrirtækið hafi gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja að erfiðleikarnir í böggla- dreifingu á höfuðborgarsvæðinu um síðustu jól endurtaki sig ekki. „Stóru mistökin sem við gerðum var að hafa pósthúsin lokuð á Þorláks- messu,“ sagði Einar. Að þessu sinni verður opið á Þorláksmessu og fyrir hádegi á aðfangadag en að auki verða pósthúsin opin síðustu tvær helgar fyrir jól. Þá verður pósti dreift fram á hádegi á aðfangadag. Einar segir að í raun hafi allt annað en böggladreifing á höfuðborgar- svæðinu um síðustu jól gengið vel. Fyrirtækið hafi á hinn bóginn van- metið þörfina fyrir því að hafa póst- húsin opin síðustu dagana fyrir jól svo fólk gæti vitjað böggla þar. Í fyrra tók Íslandspóstur að aka bögglum heim til viðtakanda og fylgdu því nokkrir byrjunarörðug- leikar. Einar segir að á þessu ári hafi vinnulag á póstdreifingarmiðstöðinni verið endurskoðað. Auk þess hafi 500 m² viðbygging verið reist við stöðina. Um síðustu jól voru nokkur brögð að því að matvæli sem fólk sendi í pósti skemmdust vegna tafa við dreif- ingu. Einar segir að Íslandspóstur hafi kannað málið rækilega og hefði niðurstaðan verið sú að fyrirtækinu væri ekki heimilt að flytja ferska mat- vöru sem þyrfti kælingu. Til þess að öruggt sé að pósturinn komist til skila til Norðurlandanna þarf að póstleggja eigi síðar en 14. desember. Bögglar berist fyrir 17. des. Síðasti öruggi póstlagningardagur- inn fyrir böggla innanlands er 17. des- ember en fyrir bréf og kort dugir að póstleggja 21. desember. Einar hvet- ur þó fólk eindregið til að póstleggja með fyrra fallinu. Um 400 starfsmenn verða ráðnir tímabundið fyrir jólin. „Við trúum því reyndar núna að með þessum undirbúningi og þeim góða anda sem er hjá okkur innan Póstsins núna, að okkur auðnist að halda gleðileg jól þetta árið eins og aðrir landsmenn,“ segir Einar. Pósthúsin opin fram að hádegi á aðfangadag Forstjóri Íslandspósts segir fyrirtækið vel undirbúið fyrir jólin FASTEIGNASALAR leita nú að kaupanda að Perlunni í Öskjuhlíð en sem kunnugt er var samþykkt í borg- arstjórn á dögunum að Orkuveita Reykjavíkur kannaði möguleika á sölu Perlunnar, þ.e. þeim hluta er snýr að veitinga- og fundaaðstöðu. Vatnstankarnir eru þar undanskildir. Sex fasteignasölum var falið verkið. Meðal þeirra fasteignasala er Ís- lensk auðlind hf. Kristinn Kjartans- son sölustjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið að nokkrir aðilar sýndu því mikinn áhuga að kaupa, jafnt innlendir sem erlendir. Þannig hefði einn erlendur fjárfestir sett sig í samband og lýst yfir áhuga á að kaupa Perluna með það að markmiði að breyta henni í spilavíti. „Menn hafa komið fram með ýmsar hugmyndir um notkun Perlunnar. Ef breyta ætti Perlunni í spilavíti þyrfti fyrst að koma til breyting á landslög- um því slíkur rekstur er ekki heim- ilaður í dag. En við finnum miklar væntingar og okkar viðskiptavinir koma til með að gera formlegt tilboð. Spurningin er bara hvenær það ger- ist. Þetta er stórt og ögrandi verk- efni,“ sagði Kristinn. Aðspurður um mögulegt söluverð sagðist hann hafa heyrt tölur allt frá hálfum milljarði og upp í 2 milljarða króna. Fasteignamat Perlunnar er 1,8 milljarðar. Einn hættur við tilboð Finnbogi Kristjánsson hjá Fast- eignasölunni Frón er einnig með Perlusöluna á sínu borði. Hann hafði áður upplýst að vera með hóp áhuga- samra kaupenda, innlendra og er- lendra, en Finnbogi sagði við Morg- unblaðið í gær að sami hópur væri hættur við að gera tilboð. Ýmsir rekstrarliðir hefðu þótt of kostnaðar- samir, t.d. fasteignagjöld upp á 32 milljónir á ári. Finnbogi sagði að mönnum þætti fasteignamatið heldur hátt og sömuleiðis væri eignaskipta- samningur ekki ennþá fyrir hendi. „Þessi hópur ákvað að doka við, enda eru ýmsir kostir aðrir í boði á fasteignamarkaðnum sem taldir eru betri,“ sagði Finnbogi, sem kominn er með innlendan fjárfesti í dyragætt- ina, sem sýnir Perlunni mikinn áhuga sem veitingahúsi. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, sagði við Morgunblaðið að ekkert formlegt til- boð hefði borist í Perluna ennþá og reiknaði hann ekki með að línur færu að skýrast fyrr en eftir áramót. Erlendur fjárfestir vill breyta Perlunni í spilavíti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.