Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 11
BÆNDAFERÐIR
ÁRIÐ 2002
FERÐA-ALMANAK
VOR 1 12. til 22. apríl: Þýskaland - Austurríki og Ítalía.
Gist: ein nótt í Ulm, sjö nætur í Riva og tvær nætur í 
Svartaskógi.
VOR 2 22. apríl til 1. maí: Þýskaland - Austurríki og 
Ítalía. Gist á sömu stöðum og sömu hótelum og í Vor 1.
VOR 3 25. apríl til 2. maí: Þýskaland - Mosel og Rín. Gist
í Cochem við Mosel og farnar skoðunarferðir flesta 
daga.
SUMAR 1 3.  til 16. júní: Frakkland - Sviss - Ítalía - Austur
ríki - Þýskaland. Gist í Obernai þrjár nætur, í Brunnen 
tvær, í Riva fimm, í St. Anton tvær nætur og í Karlsruhe 
eina nótt.
SUMAR 2 7. til 20. júní: Austurríki - Slóvenía - Ítalía. Gist 
tvær nætur í Salzburg, níu í Portoroz við Adríahaf, tvær í 
Kufstein.
SUMAR 3 10. til 23. júní: Ítalía - Slóvenía - Austurríki. Gist 
tvær nætur í Brixen, níu í Portoroz og tvær í Salzburg.
SUMAR 4 10. til 23. júní: Austurríki - Ungverjaland - 
Tékkland - Þýskaland. Gist fjórar nætur í Vínarborg, 
fimm við Balatonv, þrjár í Prag, eina í Passau.
SUMAR 5 17. til 30. júní: Austurríki - Ítalía - Sviss. Gist þrjár 
nætur í Seefeld (Tyról), átta nætur í Riva, tvær nætur í 
Lugano.
SUMAR 6 14. til 27. júní: Þýskaland - Pólland - Tékkland - 
Austurríki. Gist eina nótt í Bayeruth, tvær í Berlín, tvær
í Wroclaw, þrjár í Krakow, þrjár nætur í Prag og tvær 
nætur í Vínarborg.
SUMAR 7 24. júní til 7.júlí: Austurríki - Ítalía - Sviss. Gist 
þrjár nætur í Seefeld, sjö í Riva og þrjár í Lugano.
SUMAR 8 30. júlí - 13. ágúst: Minnisota - N. Dakota - 
Manitoba. Gist í fjórar nætur í Minneapolis, þrjár í 
Grafton, sex í Winnipeg og eina nótt í International Falls.
SUMAR 9 19. ágúst til 1. sept. Austurríki - Ítalía og Sviss.
Gist þrjár nætur í Seefeld, sjö í Riva og þrjár í Lugano.
SUMAR 10 26. ágúst - 8. sept.: Austurríki - Ungverjaland - 
Tékkland - Þýskaland. Gist fjórar nætur í Vínarborg, 
fimm við Balatonvatn, þrjár í Prag, eina í Passau.
SUMAR 11 26. ágúst til 8. sept.: Austurríki - Sviss og 
Þýskaland. Gist fimm nætur í St. Anton (Týrol), fjórar í 
Brunnen og fjórar í Svartaskógi.
Næsta haust verðum við með 3 ferðir hliðstæðar vorferð-
unum 2002. Þær verða farnar á tímabilinu 4. okt. til 3. nóv.
Nánari upplýsingar eru gefnar í símum Bændaferða 533
1335 og 588 6506. Ef óskað er, þá sendum við ítarlegri
upplýsingar um ferðirnar. Við munum starfa með ferðaskrif-
stofunni Terra Nova á næsta ári - þar er einnig hægt að fá
upplýsingar um ferðirnar í síma 587 1919.
Nánari upplýsingar eru gefnar 
í símum Bændaferða 533 1335 og 588 6506. 
Ef óskað er, þá sendum við ítarlegri upplýsingar um ferðirnar. Við
munum starfa með ferðaskrifstofunni Terra Nova á næsta ári - þar
er einnig hægt að fá upplýsingar um ferðirnar í síma 587 1919.
RAGNHEIÐUR Guðmundsdóttir
læknir var nýverið kjörin heið-
ursfélagi í Golfklúbbi Reykjavíkur
en hún er fyrsta konan sem varð
formaður golfklúbbs á Íslandi.
Margir golfarar segja reyndar að
á sínum tíma hafi hún verið ein ör-
fárra kvenna í heiminum öllum
sem var valin til forystu í því
karlavígi sem golfið var en heið-
ursfélagsnafnbótina fékk hún fyrir
einstök og verðskulduð störf í
þágu félagsins.
Ragnheiður er 86 ára og við
góða heilsu og vekur athygli
hversu vel hún er á sig komin og
virðist hún lifandi sönnun þess að
golf á yngri árum geri sitt gagn.
Enn bregður Ragnheiður sér í
golf, rúmum 60 árum eftir að hún
sló golfkúlu í fyrsta skipti.
?Já, golf er yndisleg íþrótt og
alveg óskaplega miklar göngur og
góð hreyfing sem fylgja iðk-
uninni,? segir Ragnheiður aðspurð
um íþróttina sem hefur verið
henni hvað hugleiknust um ævina.
Ragnheiður gekk til liðs við
Golfklúbb Reykjavíkur, sem þá hét
Golfklúbbur Íslands, í ársbyrjun
1938 rúmum þremur árum eftir
stofnun klúbbsins. Hún var þá 23
ára nemi í læknisfræði og fékk
brennandi áhuga á golfinu fyrir
tilstuðlan systur sinnar. ?Hún var
einn besti golfiðkandi á Íslandi á
sínum tíma en eiginmaður hennar,
Valtýr Albertsson, var ásamt
Gunnlaugi Einarssyni lækni upp-
hafsmaður golfklúbbsins. Þau
hvöttu mig óspart til að koma í
golfið ? sem ég og gerði,? segir
Ragnheiður og viðurkennir að eft-
ir fyrsta skiptið á vellinum hafi
ekki verið aftur snúið.
?Þegar ég byrjaði átti ég nú
bara fimm kylfur en það skipti
minnstu máli því áhuginn var svo
mikill og ég held svo sannarlega
að ég hafi aldrei spilað betur en
þá. Við spiluðum í öllum veðrum
allt frá því snemma vors og langt
fram á haust. Ég man nú meira að
segja eftir því að hafa spilað einu
sinni á annan í jólum, það var svo
gott veðrið.?
Þegar félagið var stofnað litu
margir borgarbúar á íþróttaiðk-
unina sem tískubólu sem fljótt félli
í gleymskunnar dá. Aðdragandann
að stofnun klúbbsins má í raun
rekja til Kaupmannahafnar þar
sem nokkrir Íslendingar voru við
nám og störf sem kynntust golf-
íþróttinni. ?Þeir Gunnlaugar og
Valtýr höfðu svo undirbúið land-
nám golfsins á Íslandi afskaplega
vel. Þeir fengu til landsins góða
kennara, tvo bræður, Walter og
Rube, en þeir voru Ameríkanar af
norskum ættum. Þeir voru mjög
þekktir á Norðurlöndum og höfðu
meðal annars kennt Ingiríði
drottningu og Friðrik. Maður þarf
að hafa góða undirstöðu í golfi
eins og í öðru sem maður tekur
sér fyrir hendur í lífinu og þeir
bræður héldu heillöng námskeið
þar sem undirstöðuatriði íþrótt-
arinnar voru kennd.? 
12 konur voru meðal
stofnenda Golfklúbbs Íslands
Spurð um hlut kvenna í golfinu
segir hún konur alltaf hafa verið
framarlega í íþróttinni og nefnir
sem dæmi að af 57 stofnendum
Golfklúbbs Íslands hafi konur ver-
ið 12 og allar hafi þær stundað
íþróttina af kappi og verið virkar í
öllu félagsstarfinu. ?Það sást nú
bara munur á kylfingunum eftir
klæðaburði, við konurnar vorum
alltaf á pilsum, það bara tíðkaðist
ekki annað, og það er nú ólíku
saman að jafna við nútímann þeg-
ar allir, konur jafnt sem karlar,
eru í hlýjum og góðum buxum. Já,
það hefur margt breyst í áranna
rás.?
Saga golfsins á Íslandi hefst í
raun sumarið 1935 þegar fyrsta
golfmótið var haldið í Laug-
ardalnum, skammt austan við nú-
verandi íþróttahöll. Þar var tekið
á leigu land þar sem leikið var á
sex holu velli. ?Þetta var að sjálf-
sögðu stórviðburður í borgarlífinu
en margir héldu nú að hér væri
um að ræða eitthvert stund-
argaman hjá heldra fólki borg-
arinnar sem fljótt félli í gleymsku.
Reyndin varð allt önnur eins og
tíminn leiddi í ljós. Þegar ég gekk
í klúbbinn var farið að spila í aust-
anverðri Öskjuhlíðinni en þar
höfðu mýrarnar Kringlumýri og
Mjóamýri verið ræstar fram og
hið þokkalegasta land til golfiðk-
unar. Mér féll afskaplega vel að
spila þarna,? segir Ragnheiður.
Erfiðari tímar fóru svo í hönd þeg-
ar seinni heimsstyrjöldin skall á. 
?Það var svo erfitt að fá allt í
stríðinu ? alveg sérstaklega bolta
og kylfur var alveg vonlaust að fá
og helst að verslun Haraldar
Árnasonar reyndist fengsæl.
Golfskó eignaðist ég svo ekki fyrr
en löngu eftir stríðið, maður
reyndi bara að vera á þokkalegum
gönguskóm.? 
Það gustaði af Ragnheiði í golf-
klúbbnum og skömmu eftir 1950
tók hún sæti í stjórn hans.
Skömmu síðar varð hún varafor-
maður hans og loks formaður
klúbbsins árið 1958. ?Þá var borg-
in farin að byggja í Hlíðunum og
vildi fá landið í Öskjuhlíðinni.
Byggðin var komin svo nærri golf-
klúbbnum að við urðum að flytja.
Borgin úthlutaði okkur þá 40
hektara landi í Grafarholti en þá
vantaði 25 hektara til að landið
dygði undir almennilegan 18 holu
golfvöll. Það kom því í minn hlut
að berjast fyrir meira landi. Þetta
hófst allt að lokum og rúmlega
það því þegar stjórnin sem ég
veitti forstöðu skilaði af sér var
klúbburinn á 69,5 hektara landi í
stað þeirra 40 sem lagt var upp
með. Þeim hjá borginni fannst
þetta nú ansi mikil stækkun en
það náðist sátt um þetta um síðir,?
segir baráttukonan Ragnheiður og
hlær. 
Er enn að
Fyrir takmarkalausan áhuga
forystumanna klúbbsins náði golf-
íþróttin að dafna og er Golf-
klúbbur Reykjavíkur fjölmennasti
golfklúbbur landsins í dag. Þegar
Ragnheiður er spurð hvort hún
spili enn golf tæplega níræð svar-
ar hún játandi, hún taki stundum í
kylfurnar enda sé erfitt að hætta
eftir áratugalanga iðkun íþrótt-
arinnar. Brennandi golfáhuginn
sem kviknaði á golfvellinum í
Öskjuhlíð árið 1938 logar enn
glatt.
Nýr heiðursfélagi Golfklúbbs Reykjavíkur útnefndur
Morgunblaðið/Sverrir
Ragnheiður Guðmundsdóttir tók við nafnbót heiðursfélaga Golfklúbbs
Reykjavíkur frá formanni hans, Gesti Jónssyni, á aðalfundi nýlega.
Samtíða sögu 
golfsins á Íslandi
TVÍTUGUR portúgalskur karl-
maður sem ákærður er fyrir að
flytja til landsins rúmlega 2.500
e-töflur sagði fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur að hann hefði ekki
átt samverkamann hér á landi
heldur hefði hann sjálfur ætlað
sér að komast í samband við
hugsanlega kaupendur á
skemmtistað í Reykjavík. Toll-
gæsla handtók manninn við kom-
una til landsins hinn 3. ágúst sl. 
Hann sagðist ekki áður hafa
komið til Íslands og kvaðst ekk-
ert þekkja til hér á landi. Þegar
hann var spurður um hvort hann
hefði kynnst einhverjum Íslend-
ingum sagði maðurinn að hann
hefði komist í kynni við Íslend-
ing í Portúgal sem hefði verið að
leita að listdansmeyjum til að
starfa hér á landi. Sjálfur starf-
aði maðurinn sem umboðsmaður
þeirra. Hann neitaði því á hinn
bóginn að Íslendingurinn hefði á
nokkurn hátt tengst innflutningi
fíkniefnanna. Frumkvæði og
framkvæmd innflutningsins hefði
algjörlega verið á sína ábyrgð.
Með því að flytja inn fíkniefnin
hefði hann ætlað að reisa við
fjárhag sinn sem hefði verið bág-
ur. 
Fíkniefnin fékk hann að láni
hjá manni í Portúgal og var ætl-
un hans að greiða fyrir þau þeg-
ar hann kæmi til baka. Maðurinn
hefur neitað að gefa upp nafn
mannsins sem lánaði honum
fíkniefnin og gaf þá skýringu að
viðkomandi væri stórhættulegur
en sjálfur á hann fjölskyldu í
Portúgal. Eiginkona hans og
móðir eru staddar hér á landi,
kona hans ól honum barn hér á
landi fyrir skömmu en fyrir áttu
þau eitt barn. 
Við aðalmeðferð málsinsgerði
Hilmar Ingimundarson hrl., verj-
andi mannsins, athugasemd við
að lögregla hefði hvorki haft
samband við fjölskyldu mannsins
né látið portúgalska sendiráðið í
Osló vita að hann hefði verið
handtekinn, eins og væri kveðið
á um í lögum. 
Ekki næg 
sönnunargögn
Aðalmeðferð í máli ríkissak-
sóknara gegn Íslendingi sem
ákærður er fyrir að smygla til
landsins ríflega 1.300 e-töflum
fór einnig fram.. Við yfirheyrslur
hjá lögreglu upplýsti hann að
hann hefði haft samverkamann
við innflutninginn. Samkvæmt
upplýsingum frá embætti ríkis-
saksóknara þóttu rannsóknar-
gögn málsins ekki nægja til þess
að hægt væri að ákæra hinn
meinta samverkamann. 
Portúgali ákærður fyrir að flytja inn 2.500 e-töflur
Ætlaði að finna kaup-
endur á skemmtistað

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68