Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SUÐURNES
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AÐSTÆÐUR voru afar slæmar
þegar áhöfn Sikorsky ?Pave Hawk?
björgunarþyrlu varnarliðsins vann
að björgun Eyþórs Garðarssonar af
Svanborgu SH eftir að báturinn
strandaði við Snæfellsnes á föstu-
dagskvöld. Báturinn valt mikið við
klettavegginn og gerði það björgun-
armanninum sem seig niður á brúar-
þakið erfitt fyrir. Þyrlan var rétt yfir
klettunum og gengu öldurnar yfir
framhluta hennar og flugmennirnir
sáu útundan sér að belgir og aðrir
lausir hlutir úr bátnum þeyttust
upp.
Þegar leitað var eftir aðstoð
björgunarsveitar varnarliðsins var
hífandi rok á Keflavíkurflugvelli.
Javier Casanova flugstjóri segir að
allar þyrlur sveitarinnar hafi verið
inni í flugskýli og erfitt að ná þeim út
vegna vindáraunar á hurðir skýlis-
ins. Með sérstökum tilfæringum hafi
tekist að koma þyrlunni út í skjóli
við skýlið og fylla hana af eldsneyti.
Jay Lane sigmaður segir að þeir hafi
fengið upplýsingar um að fjórir
menn væru í háska og því hafi verið
nauðsynlegt að taka með aukabún-
að. Þyrlan komst í lofið þegar aðeins
lægði og hélt yfir Faxaflóa í áttina til
strandstaðar Svanborgar vestan við
Snæfellsnes. 
Sáu einn mann veifa
Á leiðinni reyndi áhöfnin að afla
nánari upplýsinga um verkefnið,
meðal annars með aðstoð áhafnar
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Cas-
anova segist hafa talið að þeir ættu
að aðstoða þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar við leitina en síðan verið sagt
að hefja sjálfir leit. Þeir fengu stað-
setningu bátsins. Casanova segir að
þeir hafi séð vitann á utanverðu
Snæfellsnesi og áttað sig á því að
veður og skyggni væri skárra við
Snæfellsnes. Síðan hafi þeir séð
sterk ljós björgunarsveitarmanna og
gert sér grein fyrir að þar færi leitin
fram. Þeir hafi raunar orðið að biðja
björgunarsveitarmenn um að beina
ljósunum frá þyrlunni og að strand-
aða skipinu. Það hafi orðið til þess að
þeir fundu bátinn strax. 
Jay Lane segir að þeir hafi séð
einn skipverja veifa þegar þeir flugu
yfir bátinn. Þeir hafi byrjað á því að
finna heppilegustu leiðina til að síga
niður, án þess að sigmaðurinn lenti í
vandræðum á leiðinni eða þegar
hann kæmi niður í skipið. Segir
Lane að flugvélstjórinn hafi síðan
slakað sér niður á nákvæmlega þann
stað, á brúarþakið þar sem Eyþór
Garðarsson hafði haldið sér föstum í
langan tíma. Lane segist hafa haft
upplýsingar um að þrír menn væru á
skipinu en skipverjinn hafi strax
sagt að hann væri einn eftir. Segist
Lane hafa ímyndað sér að aðrir
hefðu náð að bjarga hinum mönn-
unum. 
Sjór gekk yfir þyrluna
Aðstæður voru gríðarlega erfiðar
þegar Lane var í flaki bátsins að
festa björgunarbeltið á Eyþór og
krækja í vírinn úr þyrlunni. Skipið
valt til og frá og mennirnir með. Í at-
ganginum flæktist vírinn og þurfti
Lane að leysa úr því. Raunar
skemmdist vírinn svo ekki hefði ver-
ið hægt að nota hann til að hífa upp
fleiri menn, slík voru átökin. En
Lane var með Eyþór í fanginu og
beið eftir lagi til að láta hífa þá upp.
Gekk það vel. 
Lane segist ekki hafa hugmynd
um hvað hann var lengi í flaki báts-
ins. Honum hafi fundist tíminn
standa í stað, líkt og þegar menn
lenda í bílslysi. Hann getur þess þó
að Darren Bradley, flugvélstjórinn
sem sá um að slaka honum niður og
hífa upp, hafi getið sér þess til að
hann hafi verið 5?10 mínútur utan
þyrlunnar. 
Flugmennirnir þurftu að halda
þyrlunni sem stöðugastri á meðan
sigmaðurinn var að athafna sig um
borð í skipinu. Það var erfitt því
þyrlan var rétt fyrir ofan bjarg-
brúnina, í hvössum vindi auk þess
sem sælöðrið gekk yfir nef þyrlunn-
ar. Þá sá áhöfnin að belgir og aðrir
lausir munir úr bátnum þeyttust upp
með klettaveggnum svo að þyrlan
gat verið í hættu.
Vildi komast heim
Eyþór var skilinn eftir á bjarg-
brúninni hjá björgunarsveitarmönn-
unum og fór með þeim til Ólafsvíkur.
Lane segir að Eyþór hafi verið kald-
ur og blautur en sagst vera heill.
Hann segist hafa spurt hann að því
hvort hann vildi ekki að þeir færu
með hann á spítala en hann hafi vilj-
að komast heim.
Björgunarsveitarmenn héldu að
enn væri maður um borð í Svan-
borgu og vildu að þyrluáhöfnin næði
í hann, að sögn Scott Bilyen björg-
unarmanns. Það stemmdi ekki við
orð skipverjans sem þeir höfðu
bjargað. Eigi að síður reyndu þeir að
rannsaka flakið eins og þeir gátu úr
lofti, með hitamyndavél og öðrum
tækjum, á meðan farið var yfir upp-
lýsingarnar. Þeir fundu engin merki
um að þar væri maður á lífi. Svo
komu skilaboð frá Eyþóri um að
hann hefði verið einn eftir þegar
þyrlan kom.
Sex menn voru í áhöfn þyrlunnar í
björgunarleiðangrinum. Auk Javier
Casanova flugstjóra og björgunar-
mannanna Jay Lane og Scott Bilyen,
sem Morgunblaðið ræddi við í gær,
voru það þeir Michael Garner flug-
maður, Darren Bradley flugvélstjóri
og Jeremy Miller varðbergsmaður.
Björgunin á Snæfellsnesi er sú
fyrsta sem Javier Casanova flug-
stjóri og félagar hans taka þátt í.
Alls komu um 50 starfsmenn varn-
arliðsins að þessu verkefni, að koma
vélinni af stað, annast fjarskipti og
fleira. Casanova vildi láta þess getið
að hann mæti mikils aðstoð starfs-
fólks björgunarsveitarinnar við að
koma þyrlunni af stað. Einnig hjálp
áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar
sem hann sagði að hefði hjálpað til
við samskipti og veitt áhöfn aukið
öryggi. 
Slæmar aðstæður þegar áhöfn björgunarþyrlu varnarliðsins bjargaði sjómanni við Snæfellsnes
Tíminn virtist
standa í stað
Morgunblaðið/RAX
Þrír af sex mönnum sem voru í áhöfn björgunarþyrlunnar síðastliðið föstudagskvöld, f.v. Scott Bilyen björg-
unarmaður, Jay Lane björgunarmaður sem seig eftir skipverja Svanborgar SH og Javier Casanova flugstjóri.
Keflavíkurflugvöllur
EYÞÓR Garðarsson er 300. mað-
urinn sem björgunarsveit varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli
bjargar en hún hefur starfað í
rétt þrjátíu ár.
Björgunarsveit varnarliðsins
hefur starfað hér á landi frá því í
október 1971. Þá tóku Sikorsky
HH-3E ?Jolly Green Giant? þyrl-
ur við björgunarstarfsemi á veg-
um varnarliðsins. Áður höfðu
ýmsar sveitir annast björg-
unarstörfin. Mikil breyting varð í
leitar- og björgunarstörfum hér
við land með tilkomu nýju þyrln-
anna enda voru þær stærri og
öflugri en þær sem fyrir voru.
Þjónustusvæði sveitarinnar tak-
markaðist þar með ekki lengur
við Keflavíkurflugvöll og næsta
nágrenni hans.
Aðalhlutverk sveitarinnar er að
bjarga herflugmönnum á vígvelli,
að því er fram kemur í grein sem
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi
varnarliðsins, ritaði í Morg-
unblaðið fyrr á þessu ári. Sinna
þeir afar stóru svæði á Atlants-
hafi. Varnarliðið sjálft hefur ekki
mikið þurft að nota þessa þjón-
ustu en hún er ávallt til reiðu
fyrir hvern sem er og kraftar
björgunarsveitarinnar samræmd-
ir íslenskum björgunaraðilum.
Færri útköll en áður
Á þessum þrjátíu árum hafa
liðsmenn björgunarsveitarinnar
bjargað 300 mannslífum, þar af
171 íslensku, auk þess að aðstoða
við sjúkraflutninga, leiðbeina
flugvélum í erfiðleikum og veita
ýmsa aðra aðstoð. Ekki liggja
fyrir tölur um fjölda þeirra sem
forverar núverandi björg-
unarsveitar björguðu allt frá því
á fimmta áratug aldarinnar.
Með tilkomu björgunarþyrlu-
sveitar Landhelgisgæslunnar og
bættum tækjakosti hefur útköll-
um björgunarsveitar varnarliðs-
ins fækkað stórlega. Eru nú fá
slík tilvik á ári en það er einkum
þegar vegalengdir eru meiri en
svo að þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar geti sinnt útkalli að til
kasta varnarliðsins kemur.
Björgunarsveit varnarliðsins
var gerð að sjálfstæðri flugsveit
árið 1988 og nefnist nú 56th Air
Rescue Squadron. Sveitin fékk
nýjar Sikorsky HH-60G ?Pave
Hawk?-þyrlur árið 1990 og rekur
nú fimm slíkar. Þær eru mun öfl-
ugri og hraðfleygari en eldri
þyrlur varnarliðsins og búnar
hitamyndavél og ratsjá. Í björg-
unarsveitinni eru 115 menn, þar
af 15 flugmenn.
Hafa bjargað 300 manns-
lífum á síðustu 30 árum
SAMNINGAR eru á lokastigi um
kaup Olíufélagsins hf., ESSO, á Að-
alstöðinni ehf. í Keflavík. Stefnt er að
yfirtöku Olíufélagsins á fyrirtækinu
um áramót.
Starfsfólkið áfram
Aðalstöðin ehf. var stofnuð 1948 af
leigubílstjórum. Fyrirtækið er nú í
eigu 13 hluthafa. Aðalstöðin er leigu-
bílastöð og rekur einnig bensín- og ol-
íuafgreiðslu fyrir ESSO, þvottastöð,
smurstöð og söluturn, auk þess sem á
lóð þess við Hafnargötuna í Keflavík
er dekkjaverkstæði sem leigt er út.
Að sögn Margrétar Ágústsdóttur
framkvæmdastjóra munu eigenda-
skiptin ekki hafa neinar breytingar í
för með sér fyrst í stað. Hjá fyrirtæk-
inu vinna 40 manns, ekki allir í fullu
starfi, auk þess sem 26 leigubílstjórar
tengjast því. Allt starfsfólkið mun
halda áfram. Margrét sagði þó að tím-
inn yrði að leiða það í ljós hvort nýir
eigendur teldu síðar ástæðu til að
gera breytingar. Hún verður fram-
kvæmdastjóri áfram.
Olíufélagið hefur verið að taka
sjálft yfir bensínafgreiðslur sínar. Að
sögn Margrétar eru aðeins þrír út-
sölustaðir eftir í eigu annarra og er
Aðalstöðin ein þeirra.
Olíufélagið kaup-
ir Aðalstöðina
Morgunblaðið/Jón Svavarsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68