Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 25
UPPLÝSINGARÁÐ neytenda í Dan-
mörku, Forbrugerinformationen,
gerði fyrir nokkru viðamikla athugun
á fituinnihaldi, orkugildi og hollustu
ýmissa skyndibita, sem birt var í
tímariti dönsku neytendasamtakanna
Tænk+Test. Ólafur Sigurðsson mat-
vælafræðingur og stjórnarmaður í
Neytendasamtökunum segir staðfest
í umræddri könnun að skyndibitinn
sé óhollur, fituríkur, trefjasnauður og
innihaldi lítið grænmeti, auk þess að
vera dýr.
Af þeim réttum sem athugaðir voru
reyndist pepperoni-pítsa frá Dómínós
orkuríkust, þá er miðað við heila
pítsu, og minnst orkugildi í tilteknum
taílenskum rétti. Mesta fitan var í
frönskum kartöflum, segir hann. (Sjá
stærri töflu hér á síðunni þar sem nið-
urstöður birtast í heild.)
Athugunin náði til 24 skyndirétta
og segir Ólafur engar merkingar á
mörgum skyndimáltíðum, svo sem
pylsum, hamborgurum og pítsum.
?Sumir réttirnir sem athugaðir voru
eru ekki fáanlegir hér á landi en ég af-
réð að nefna þá líka enda ekki ósvip-
aðir mörgu sem við þekkjum, pariser-
toast er til dæmis ekki annað en
ristuð samloka og falafel ekki ósvipað
pítu. Annað þekkjum við vel, svo sem
hamborgara, pylsur, franskar og aðr-
ar ?fituperlur?,? segir hann.
Askja með taílenskum rétti, það er
hrísgrjónum, kjúklingi og súrsætri
sósu, kom best út í könnuninni, segir
Ólafur, og innihélt einungis 1,4% fitu. 
Brauð, hrísgrjón og grænmeti
?Falafel-samloka með grænmeti,
grillað baguette-brauð með kjúklingi
og taílenski rétturinn eru það eina
sem hægt er að mæla með út frá
manneldismarkmiðum, þar sem hlut-
fall orku sem við fáum úr fitu er undir
30%. Skyndibitinn verður því seint
hluti af hollu mataræði. Orkuinnihald
pítsunnar nemur helmingi daglegrar
orkuþarfar unglings eða kvenmanns
og þriðjungi orku fullorðins karl-
manns.? 
Ólafur segir góðu fréttirnar fyrir
skyndibitaunnendur þær að dönsku
neytendasamtökin mæli með réttum
sem innihalda meira af brauði, hrís-
grjónum og grænmeti. Þannig megi
gæta að hollustunni en njóta skyndi-
bita um leið.
Vinsælasti skyndibitinn er alþjóð-
legur, segir hann ennfremur, og sá
þekktasti líklega úr bandarískri
smiðju Burger King og McDonalds.
?Mun meiri fita reyndist í tvöföldum
Whopper frá Burger King, en stórum
Danburger sem fá má á járnbrauta-
stöðinni í Kaupmannahöfn. Þeir sem
velja kjúklinganagga, McNuggets,
frá McDonalds í staðinn fyrir ham-
borgarann, sem er orkumeiri, fá of
mikið af trans-fitusýrum í staðinn
sem fara illa með æðarnar. Trans-
fitusýrurnar koma úr steikingarfeit-
inni sem oftast er hert olía, líkt og
smjörlíki, því steikingarolíurnar eru
viðkvæmari fyrir hitanum en herta
fitan,? segir Ólafur.
Danska manneldisráðið ráðleggur
fólki að neyta ekki meira en 2
gramma af trans-fitusýrum á dag, í
hamborgara frá Burger King eru 1,8
grömm og 1,7 grömm í kjúklinga-
nöggum frá McDonalds.
?Hérlendis eru trans-fitusýrur
taldar með ómettuðum fitusýrum,
þótt talið sé að þær hafi sömu áhrif og
mettuð fita. Þetta breytir að sjálf-
sögðu tölunum, til dæmis í smjörlíki,
sem inniheldur fyrir vikið meiri mett-
aða fitu í reynd, eða sem nemur hlut-
falli trans-fitusýranna. Það er því
óvíst að það standist að auglýsa
smjörlíki sem gott fyrir hjartað, eins
og oft er gert,? segir Ólafur.
Réttir frá Kentucky Fried voru
ekki með í rannsókninni og ekki held-
ur frá Subway, sem Ólafur kveðst
hafa viljað sjá tekna til athugunar. 
Asískur matur kemur vel út
?Asískur matur kemur vel út í
rannsókninni og farið jákvæðum orð-
um um hann. Taílenski rétturinn sem
sagt er frá er bæði fituminnstur og
ódýrastur. Í asískum réttum er jafn-
framt mikið af hrísgrjónum og græn-
meti og þá má minna á grænmetis-
súpur, sem jafnan eru matarmiklar
og hollar en voru ekki með í þessari
rannsókn,? segir hann.
Kínamaturinn kom ekki vel út þeg-
ar metið var orkugildi allrar máltíð-
arinnar, bendir Ólafur einnig á. ?En
ef magn fitu er haft til hliðsjónar inni-
heldur skammtur af kínverskum mat
einungis 8 grömm af fitu í 100
grömmum, auk þess sem kínamatur
er ein ódýrasta máltíðin. Asísku rétt-
irnir voru að jafnaði meira en helm-
ingi ódýrari en aðrir, miðað við
þyngd,? segir hann.
Djúpsteiktar rækjur hækka fitu-
gildið talsvert í kínverskum réttum
og eru nánast jafn orkuríkar og
franskar kartöflur, sem innihalda
rúm 22 grömm af fitu í hverjum 100
grömmum, segir hann jafnframt. 
Ólafur segir ennfremur talsvert
villandi í umræddri rannsókn að met-
ið er heildarorkugildi máltíðar eða
skammta, sem fæstir torgi í einu lagi.
Réttari mynd gefi að skoða hlutfall
fitu í matnum og orku í 100 grömm-
um, líkt og fólk þekki af umbúðum. 
Hvað íslenskan skyndibita áhrærir
nefnir Ólafur pylsur, pítsur, samlokur
og jafnvel snúða, sem krakkar séu
hrifnir af. ?Pylsurnar komu ekki vel
út í rannsókninni þar sem þær inni-
halda alltof mikla fitu. Tvær gerðir af
pylsum lentu mjög ofarlega í töflunni
miðað við mesta fituinnihald, sem
ekki er langt frá frönskum kartöflum.
Í einni pylsu voru 60% orkunnar úr
fitu, sem er mjög hátt. Ef maður
borðaði 3 slíkar pylsur, væri orkuinni-
haldið nánast jafnt á við eina pítsu, en
fitumagn tvöfalt. Þá er verr af stað
farið en heima setið,? segir hann.
Feitur heimilismatur
Majónes-samlokur innihalda um
17% fitu samkvæmt íslenskum nær-
ingartöflum, sem Ólafur segir áþekkt
hlutfall og í danskri pylsu með öllu.
?Þó stendur á flestum majónessam-
lokum eins íslensks framleiðanda;
fita: 9 grömm!?
Útkoman er ekki betri ef góður og
gildur íslenskur heimilismatur er til
skoðunar, bendir hann á, því slíkur
matur sé oft allt of feitur.
?Minni taflan sem hér fylgir sýnir
fituinnihald í nokkrum rammíslensk-
um kjöttegundum í 10-11 versluninni
í Lágmúla, svo sem bjúgum, slátri,
pylsum, hrossa- og lambakjöti, og
leiðir í ljós að þær eru feitari en marg-
ur skyndibitinn, samkvæmt dönsku
rannsókninni. Það er því eins gott að
kynna sér næringarinnihaldið. Að
vísu á eftir að bæta við kartöflum,
baunum og sósu, en samt sem áður
má telja ósennilegt að slíkar máltíðir
nái nokkru sinni því manneldismark-
miði að fá ekki meira en 30% orkunn-
ar úr fitu.
Nóg af hollum mat á Íslandi
En hvað má eiginlega borða ef ekki
góðan gildan íslenskan mat? spyr
Ólafur. ?Jú, góðan og hollan íslenskan
mat. Það er enginn vandi með öllu ís-
lenska grænmetinu á sumrin. Svo er
lambakjötið alls ekki óhollt ef mesta
fitan er skorin af, fiskurinn fitusnauð-
ur og svona mætti lengi telja.
Kannski vantar okkur fyrirmyndir?
Bandarískur salatbar inniheldur
ríkulegt úrval af fersku grænmeti. Í
verslunum hérlendis er hins vegar
allt of lítið af fersku salati og allt of
mikið af niðursoðnu gumsi eða pasta
með olíusósum og majónesi.
Við getum einnig lært af asíufólki
hérlendis sem sumt hvert kaupir bein
í kjötborðum verslana til að sjóða úr
kraftinn og bætir síðan grænmeti út í.
Allur matur getur bæði talist hollur
og óhollur, hvort sem hann er banda-
rískur, ítalskur, asískur eða íslenskur
og meira að segja til mishollur
skyndibiti. Það er okkar að velja og
kenna þeim yngri. Manneldisráð
heldur úti ágætri heimasíðu sem er
vert fyrir áhugasama að skoða,? segir
Ólafur.
Hann bendir að lokum á að fitan
sem skyndibitastaðirnir hérlendis
nota sé afar misjöfn. ?Eftir því sem
næst verður komist hérlendis notar
KFC (Kentucky Fried Chicken) hvíta
tólgarkubba, McDonalds herta olíu
en Nings óherta olíu, sem mun vera
hollast. Það borgar sig því víst að
spyrja um steikingarolíuna eða -feit-
ina. 
Gitte Laub Hansen, næringarfræð-
ingur frá Upplýsingaráði neytenda í
Danmörku, segir það verst við
skyndibitamatinn í þessari dönsku
rannsókn sem hér hefur verið greint
frá að fyrir utan hátt fituhlutfall sé
alltof lítið af trefjum, vítamínum og
annarri hollustu úr grænmeti í þess-
um mat. Þetta er það sem sérfræð-
ingar segja að skipti mestu máli. Of
margir borða fituríkan mat of oft, en
ef við gætum þess að neyta fjöl-
breyttrar fæðu erum við í góðum mál-
um. Það er ekki flóknara en fimm
grænmetisskammtar á dag,? segir
Ólafur Sigurðsson að endingu.
Fituríkur,
trefjasnauð-
ur og dýr
Samtök danskra
neytenda gera út-
tekt á hollustu
skyndibita
Reuters
Asískur matur kemur vel út í könnun á hollustu skyndirétta.
                                                      
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68