Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 35
sem þarna er. Vigfús fór þá niður og
náði í kröku með spotta í sem við
vorum með í bátnum. Hann reyndi
að krækja í land, en bergið var að-
eins örfáa metra frá bátnum. Sæ-
björn bað mig að vera rólegur en fór
sjálfur niður til að hjálpa Fúsa.
Fljótlega eftir að hann fór niður kom
mikið brot yfir skipið sem losaði það
frá aftur. Þeir komu þá til baka og
aftur fyrir brú og komu sér fyrir
þar. Mikill sjór gekk stöðugt yfir
skipið svo að það var ógerlegt fyrir
þá að komast upp á brúarþak aftur.?
Einn eftir
?Aftur tók við bið eftir björgun.
Við kölluðumst á öðru hverju. Skip-
stjórinn sagði mér að vera rólegur
og hanga þarna. Hann sagði að þyrl-
an væri á leiðinni.
Ég er ekki með á hreinu hvað tím-
anum leið, en ég tel að það hafi verið
um 15-20 mínútum áður en ég sá ljós
á bjargbrúninni frá björgunarmönn-
um, sem það kom mikil alda yfir
skipið og færði það alveg í kaf. Ég
fór sjálfur alveg á bólakaf og slóst
með höfuðið í og hálfvankaðist. Þeg-
ar fjaraði út aftur kallaði ég í strák-
ana og spurði hvort það væri ekki
allt í lagi, en ég fékk ekkert svar.?
Eyþór sagði að hann hefði reynt
að halda í þá von að þeir væru enn á
lífi. Hann sagði að þó að það hefði
verið mikið áfall fyrir sig að heyra
ekkert lengur í félögum sínum hefði
hann ekki verið á því að gefast upp.
Sjálfsbjargarviðleitnin og þrjóskan
væru sterk öfl.
?Þegar ég var orðinn einn eftir
hugsaði ég til strands dráttarbátsins
Goðans í Vöðlavík árið 1994. Ég
hugsaði með mér að fyrst hægt var
að bjarga skipverjum sem biðu lengi
á brúarþakinu eftir björgun þá hlyti
að vera hægt að gera það aftur.?
Eyþór sagðist líka hafa hugsað
sterkt til móður sinnar, en faðir Ey-
þórs lést í fyrra. Hann sagðist líka
hafa hugsað til konu sinnar og
barna, en Elínrós, eiginkona Ey-
þórs, var í Reykjavík með yngstu
dóttur þeirra sem var í aðgerð á spít-
ala.
?Það var léttir að sjá ljós björg-
unarmanna á bjargbrúninni. Þeir
kölluðu til mín því að þeir voru að-
eins nokkra metra frá mér. Ég losaði
aðra höndina til að losa hettuna svo
að ég gæti heyrt í þeim. Sjórinn
gekk hins vegar stöðugt yfir mig.
Mér varð fljótlega kalt á höfðinu og
gallinn fylltist af sjó. Ég setti því
hettuna á mig aftur og fylgdist með
strákunum á bjargbrúninni.
Ég var búinn að gera mér grein
fyrir að það yrði aldrei hægt að
bjarga mér úr landi. Báturinn var á
það mikilli ferð að það var ekki hægt.
Jafnvel þó að þeir gætu komið spotta
til mín myndi mér ekki takast að ná
taki á honum því að ef ég sleppti tak-
inu á bátnum yrði ég kominn útbyrð-
is áður en ég vissi af.?
Hættuleg björgun
?Eina von mín var því að mér yrði
bjargað með aðstoð þyrlu. Það var
því uppörvandi þegar ég sá þyrluna
koma. Hún flaug fyrst yfir mig með
fullum kösturum. Síðan flaug hún
burt. Ég verð að viðurkenna að þá
þyrmdi yfir mig. Ég vissi auðvitað að
björgun úr lofti var mjög tvísýn. Við
vorum undir þverhníptu bjargi, bát-
urinn var á stöðugri ferð og við slík-
ar aðstæður hlaut að vera mjög erf-
itt að hífa menn upp.
Það leið hins vegar ekki á löngu
þar til þyrlan kom aftur yfir til mín
og þá sá ég að það var maður á leið
niður til mín. Ég hafði stórar áhyggj-
ur af honum því ég sá ekki hvernig
hann ætti að geta lent hjá mér. Hann
hékk í smástund yfir mér, en síðan
var eins og hann dytti niður á þakið
til mín. Um leið og hann lendir kem-
ur alda og tekur hann, en við náðum
einhvern veginn að grípa hvor í ann-
an. Ég var með lappirnar skorðaðar.
Hann var mjög rólegur og róaði mig
niður. Þegar hann fór að setja lykkj-
una utan um mig kom aftur brot á
okkur og henti okkur yfir á mitt þak.
Ég fór hálfur útbyrðis, en hann náði
einhvern veginn að halda mér. Síðan
reið annað brot yfir og kastaði okkur
til baka. Þá náði ég handfestu í rekk-
verkinu. Vírinn var hins vegar orð-
inn flæktur, en sigmaðurinn náði
fljótlega að greiða úr honum. Hann
setti lykkjuna á mig aftur en herti
hana ekkert að. Ég greip bara um
hana og síðan vorum við hífðir upp á
bjargbrúnina.?
Eyþór vildi ekki að þyrlan flygi
með hann á sjúkrahús. ?Ég vildi
engan tíma missa því að ég vildi að
þyrlan héldi áfram að leita að þeim
sem saknað var.?
Gekk niður á veg
Um klukkutíma gangur var frá
standstað niður á veg. Þá leið fór Ey-
þór fótgangandi ásamt björgunar-
mönnum. Hann viðurkenndi að hann
hefði verið orðinn mjög þreyttur
undir lokin. ?Tveir björgunarmenn
studdu mig á leiðinni. Þegar ég kom
inn í bílinn var ég orðinn örmagna,
en mér hlýnaði fljótt á göngunni.?
Eyþór var um þrjá klukkutíma á
brúarþaki Svanborgar. Allan þann
tíma hélt hann sér föstum meðan
sjórinn gekk yfir hann og báturinn
barðist til og frá. ?Ég skil satt að
segja ekki hvernig mér tókst að
halda mér allan þennan tíma. Þegar
á leið var ég meira og minna á kafi,
súpandi sjó og ælandi sjó. Báturinn
var að brotna undan mér. Stefnið
var meira og minna hnoðað í burtu.
Gálginn aftur á var farinn í burtu.?
Ekkert sást af skipinu þegar birti
daginn eftir.
?Ég tel að björguninni á mér megi
líkja við kraftaverk. Sigmaður
björgunarþyrlu varnarliðsins setti
sig í lífshættu við björgunina. Þó að
hann hafi verið bundinn í taug þyrl-
unnar hefði hann getað lamist utan í.
Auk þess flæktist línan.?
Eyþór hefur aldrei áður lent í
svipaðri lífsreynslu. Garðar, faðir
hans, Hafsteinn, elsti bróðir hans, og
tengdafaðir Eyþórs lentu hins vegar
í lífsháska þegar togarinn Krossnes
frá Grundarfirði fórst á Halamiðum í
febrúar 1992. Þrír menn fórust í
slysinu en níu björguðust. Garðar
Gunnarsson faðir Eyþórs bjargaðist
þar sem hann var einn á reki, fót-
brotinn og hálfklæddur í björgunar-
galla.
Eyþór vildi koma á framfæri
þökkum til allra björgunarmanna
sem aðstoðuðu við björgunina og
leitað hafa að þeim sem saknað er.
Hann sagðist einnig vilja koma inni-
legum samúðarkveðjum til aðstand-
enda skipsfélaga sinna.
ist þegar Svanborg fórst segir þakklæti og samúð vera sér efst í huga
k
Morgunblaðið/RAX
Eyþór Garðarsson í faðmi fjölskyldunnar. F.v.: Agnes Sif 13 ára, Elínrós M. Jónsdóttir, eiginkona Eyþórs, Marinó Ingi 10 ára og María Rún 5 ára.
paði skip-
ra í björg-
jafnframt
u og sendi
upp 
n
a með það
r langt frá
t.
t ankerin
ru um 400
m ítrekað
það tókst
in og eftir
tlega upp
þannig að
r en alveg
a út björg-
x í burtu,
ð að halda
all utan í
stjóri við
rðsmegin.
var mjög
st hann í
skipstjóri
upp á brú-
ngað upp
ýrimaður
fyrir. Ég
ð mastrið
na á mér.
öð þannig
í land.
ftir björg-
var ekki
naði sífellt
var á ofs-
afa barist
nn skorð-
í lítilli vík egol@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
rðarssyni. Að baki Lane er Javier Casanova, flugstjóri þyrlu Varnarliðsins.
María Rún Eyþórsdóttir var með pabba sínum í myndverinu og sýndi ljósmyndara þennan pening sem
bjargvættir föður hennar gáfu henni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68