Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 39
SÍÐUSTU ár hefur
átt sér stað athyglisverð
en hljóðlát uppbygging
á þróunarstarfi á lands-
byggðinni. Starfsemin
er á vegum þróunar-
félaga sem yfirleitt
ganga undir nafninu at-
vinnuþróunarfélög en í
raun vinna félögin að al-
mennri framþróun nær
allra samfélagsþátta á
þeim landsvæðum sem
þau starfa. Hjá þessum
félögum starfa nú um 30
sérfræðingar sem hafa
háskólamenntun á yfir 12 mismun-
andi fagsviðum auk þess sem félögin
kaupa að sérfræðiþjónustu á ýmsum
sviðum. Félögin hafa tengsl sín á milli
og mynda þannig öflugt þekkingar-
samfélag sem líta má á sem stærstu
sérhæfðu stofnun á sínu sviði hér á
landi. Samstarf félaganna við sveitar-
félög, fyrirtæki, ýmsar rannsókna-,
tækni- og menntastofnanir er að öllu
jöfnu mikið og þau sækja í auknum
mæli þekkingu til erlendra aðila og
efna til samstarfs við þá. Þróunar-
starf er í eðli sínu langtímaverkefni og
árangur þess kemur fram hægt og
sígandi en felur engu að síður í sér
örugga framþróun þar sem það er
stundað. Félögin hafa flest starfað í
núverandi mynd frá árinu 1997 og á
þeim tíma hefur byggst upp hjá þeim
afar hagnýt reynsla og sérhæfð þekk-
ing á þeim samfélögum sem þau
starfa í. Árangurinn hefur verið að
koma í ljós með afgerandi hætti á síð-
ustu misserum en er þó af ýmsum
ástæðum ekki mjög sýnilegur í þjóð-
félaginu. Það má meðal annars rekja
til þess að félögin vinna mikið með
þeim hætti að virkja aðra aðila innan
samfélagsins til að koma á umbótum
og verkefni þeirra byggja á samstarfi
fremur en einokun verkefna. Með
þessu móti margfalda félögin eigin af-
kastagetu og stuðla um leið að því að
gera samfélagið virkt á varanlegan
hátt.
Það er margt áhugavert í þeirri
þróun sem orðið hefur í rekstri félag-
anna á síðustu árum og þar á meðal að
með eflingu þeirra hefur verið sannað
að hægt er að reka á landsbyggðinni
þróunarstarf sem er sambærilegt því
besta sem þekkist. Er þá sama hvort
sem horft er til Evrópu eða Ameríku,
enda fyrirmyndir sóttar í báðar
heimsálfurnar sem hafa þróunarstarf
af þessu tagi meðal forgangsverk-
efna. Vitanlega er starfið hér smærra
í sniðum en vel skipulagt, hagkvæmt í
rekstri og árangursríkt. Félögin eru
einnig sönnun þess að auðveldlega er
hægt að flytja sérhæfða þekkingar-
starfsemi út fyrir borgarsamfélagið
og að það getur verið bæði hagkvæm-
ara og árangursríkara en sú fjarþjón-
usta sem búið hefur verið við á lands-
byggðinni í áratugi.
Grunnurinn að árangri félaganna
liggur í því að lögð hefur verið af rík
forræðishyggja í þróunarstarfi á
landsbyggðinni og um leið heima-
mönnum falið frumkvæði og ábyrgð á
því þróunarstarfi sem að heimabyggð
þeirra lýtur. Félögin fá, rétt eins og
fjölmargar aðrar opinberar stofnanir,
fjárhagslegan stuðning
en jafnframt frelsi til at-
hafna á eigin forsend-
um. Það sýnir sig með
afgerandi hætti að
stuðningur og frelsi af
þessu tagi magnar upp
krafta og áhuga heima-
manna á því að axla
ábyrgð á eigin velferð
og ná árangri á eigin
forsendum. Viðfangs-
efnin og starfsumhverfi
allt verður áhugaverð-
ara og dregur til sín vel
menntað og kraftmikið
starfsfólk sem leggur
metnað sinn í að vinna að framþróun
og nýta sóknarfæri sem víðsvegar eru
fyrir hendi á landsbyggðinni.
Ástæða er til að benda þingmönn-
um, sveitarstjórnarmönnum og öðr-
um sem málefnið varðar á að kynna
sér vel starfsemi atvinnuþróunar-
félaganna. Yfirlit yfir heimasíður
þeirra er á http://www.leit.is undir
stofnanir. Heimasíða Þróunarstofu
Austurlands sem höfundur vinnur hjá
er á slóðinni http://www.austur.is og
einnig má benda á vefina http://
www.east-iceland.is, http://
www.east.is og http://www.fna.is sem
einnig tengjast þróunarstarfi á Aust-
urlandi.
Nýr þekkingar-
búskapur á
landsbyggðinni
Gunnar Vignisson 
Þekking
Félögin hafa tengsl sín á
milli og mynda þannig
öflugt þekkingarsam-
félag, segir Gunnar
Vignisson, sem líta má
á sem stærstu sérhæfðu
stofnun á sínu sviði 
hér á landi. 
Höfundur er forstöðumaður 
viðskiptasviðs Þróunarstofu 
Austurlands.
VEGNA greinar
sem leikritaskáldið
Birgir Sigurðsson rit-
ar í Morgunblaðið 6.
desember sl., þar sem
hann ásakar Árna
Hjartarson, jarðfræð-
ing hjá Orkustofnun,
um rangfærslur og
húsbóndahollustu
vegna ummæla sem
sögð eru höfð eftir
Árna á heimasíðu
Norðlingaöldu og
einnig í frétt í Morg-
unblaðinu 25. nóvem-
ber sl., vill undirritað-
ur koma eftirfarandi á
framfæri.
Ekkert hefur komið fram á
heimasíðu Norðlingaöldu um að
fyrirhugað lón við Norðlingaöldu
geti dregið úr uppblæstri við gamla
farveg Þúfuverskvíslar en greint
var frá helstu niðurstöðum rann-
sókna Árna Hjartarsonar á áhrif-
um fyrirhugaðrar Norðlingaöldu-
veitu á vatnafar í Þjórsárverum á
síðunni hinn 23. nóvember sl.
Rannsóknin er unnin fyrir verkefn-
isstjórn um mat á umhverfisáhrif-
um Norðlingaölduveitu og var texti
blaðamanns heimasíðunnar unninn
upp úr greinargerð Árna Hjartar-
sonar og yfirlesinn af honum og
verkefnisstjóra umhverfismatsins
áður en hann var birtur á heimasíð-
unni. 
Þótti umsjónarmanni fréttavefs
Morgunblaðsins umrædd frétt það
athyglisverð að óskað var eftir að
fá texta hennar sendan til frekri
úrvinnslu. Var undir-
rituðum ljúft og skylt
að verða við þeirri bón
en varð það á að senda
frá sér rangt texta-
skjal til Morgunblaðs-
ins, þ.e. uppkast að
umræddri frétt á
heimasíðu Norðlinga-
öldu þar sem fram
kom að fyrirhugað lón
gæti dregið úr upp-
blæstri í gömlum ár-
farvegi en sú setning
var felld út í lokaút-
gáfu fréttarinnar, eins
og hún birtist á heima-
síðunni. M.ö.o. rétt
frétt fór inn á heima-
síðu Norðlingaöldu 23. nóvember
sl. en ekki til Morgunblaðsins.
Strax og frétt um málið birtist á
mbl.is var hún leiðrétt en því miður
slæddist umrædd villa inn í frétt
Morgunblaðsins af málinu 25. nóv-
ember sl.
Eftirá að hyggja voru það mistök
að óska ekki eftir leiðréttingu strax
og fréttin birtist í Morgunblaðinu
25. nóvember en nú, þegar við blas-
ir hvernig leikritaskáldið grípur
þessa villu á lofti til að reyna að
koma höggi á jarðfræðinginn, er
mér bæði ljúft og skylt að koma
þessu á framfæri. Semsagt, það
voru mannleg mistök sem urðu til
þess að rangar upplýsingar, að
hluta til, fóru til Morgunblaðsins.
Er blaðið beðið velvirðingar á
þessu sem og Árni Hjartarson.
Um orðfæri og dylgjur rithöf-
undarins í umræddri grein vegna
fréttaflutnings á heimasíðu Norð-
lingaölduveitu, sem og alla fram-
setningu hans á málinu í umræddri
grein, ætla ég ekki að hafa nein
orð, slík vinnubrögð dæma sig
sjálf. Ég vil hins vegar árétta hér
þá yfirlýstu stefnu verkefnisstjórn-
ar mats á umhverfisáhrifum Norð-
lingaölduveitu að heimasíðan á að
þjóna því hlutverki að koma á
framfæri til almennings og fjöl-
miðla upplýsingum um matsvinn-
una og annað sem að verkefninu
snýr. Er kappkostað að þær upp-
lýsingar séu réttar og áreiðanlegar
hvort sem þær eru jákvæðar eða
neikvæðar fyrir verkefnið.
Til varnar jarðfræðingi
Orkustofnunar
Árni Þórður
Jónsson
Norðlingaalda
Leikritaskáldið grípur
þessa villu á lofti, segir
Árni Þórður Jónsson,
til að reyna að koma
höggi á jarðfræðinginn.
Höfundur er ráðgjafi hjá Athygli
ehf. og umsjónarmaður heimasíðu
Norðlingaölduveitu.
MONSOON
MAKE UP
litir sem lífga

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68