Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 16. DESEMBER 2001 289. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Stór stund í lífi margra rennur upp á næstu dögum þegar Föruneyti hringsins, fyrsti hluti kvikmyndagerðarinnar á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens, verður opinberaður. Skarphéðinn Guðmundsson fór í ferðalag til Miðgarðs og ræddi við skaparana og leikara sem gæddu sögupersónurnar lífi. /2 Hringadróttinssaga erðalögFerðaráðgjöf í tölvu bílarVW Sharan börnGrýla er ekki dauð bíóBen Stiller Fjölskyldumálin Sálarlífið á fullorðinsárum Veisluréttir úr gómsætum saltfiski og umfjöllun um jólavínin Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 16. desember 2001 B 1,2 milljónir gesta á tveimur mánuðum 10 Dínamít í þágu heimsfriðarins 12 Stefnir á Ólympíuleikana 18 FJÓRIR Palestínumenn, þar af einn unglingur, féllu og að minnsta kosti 75 særðust í mikilli skothríð ísr- aelskra hermanna í bænum Beit Han- un í gær. Ísraelskar F-16-herþotur réðust gegn bækistöðvum palestínsku ör- yggislögreglunnar í fyrrinótt, þriðju nóttina í röð, en í gærmorgun lögðu Ísraelar undir sig Gaza-borg. Kom til mikilla átaka með þeim og hundruð- um palestínskra unglinga, sem réðust gegn skriðdrekunum með grjótkasti í bænum Beit Hanun. Bandaríkjamenn beittu í gær neit- unarvaldi í öryggisráðinu gegn álykt- un þar sem fordæmd voru hryðjuverk gegn Ísraelum og Palestínumönnum og hvatt til, að alþjóðlegt gæslulið yrði sent til Miðausturlanda. 12 ríki studdu ályktunina en Bretar og Norð- menn sátu hjá. „Óskiljanleg“ afstaða John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði, að með ályktuninni hefði verið stefnt að því að einangra Ísrael og ekki minnst á hryðjuverkin gegn þeim. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði aftur á móti, að afstaða Bandaríkjamanna væri „óskiljanleg“. Mannfall og átök á Gaza Reuters Palestínskur drengur beinir leikfangabyssunni sinni að ísraelskum skriðdreka í bænum Beit Hanun á Gaza-svæðinu. Ísraelar skutu í gær fjóra Palest- ínumenn, þar af einn ungling, og særðu tugi manna. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur boðað mikilvægt ávarp í dag. Gaza. AP, AFP. Leikfangabyssa gegn skriðdrekum UM 50 liðsmenn al-Qaeda, hryðju- verkasamtaka Osama bin Ladens, hafa gefist upp fyrir afgönsku her- liði sem sækir gegn þeim í fjall- lendinu við Tora Bora í Austur- Afganistan. Said Mohammad Pal- awan, einn afgönsku foringjanna, sagði, að 300 aðrir hefðu heitið uppgjöf og hefðu þeir ætlað að gefa sig fram fyrir miðjan dag í gær. Sá frestur leið þó án þess til þeirra sæist. „Al-Qaeda er búið að vera, síð- ustu vígi þeirra eru að falla,“ sagði Hazarat Ali, yfirmaður afganska herliðsins, en hann og talsmenn Bandaríkjahers segja að allt að 1.000 al-Qaeda-liðar, aðallega arabar og Tsjetsjenar, séu innikró- aðir í dal, í hellum uppi í hlíðunum og uppi á fjallsöxl. Bandaríkjamenn hafa haldið uppi látlausum sprengjuárásum á þá og meðal annars beitt mörgum AC-130-fallbyssuþyrlum. Sagði Ali, að lík 33 al-Qaeda-manna hefðu fundist í gær og í fyrradag og fjórir náðst lifandi. Komið hefur fram í fjarskiptum milli al-Qaeda-liða, að 60 Tsjetsj- enar hafi flúið burt og einn foringi Afgananna, Mohammed Khan, hafði eftir þremur arabískum föngum, að 50 al-Qaeda-foringjar, ekki þó þeir æðstu, hefðu flúið snemma í gær á múlösnum í átt að pakistönsku landamærunum, sem eru aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð. Þar er pakistanski her- inn með mikla gæslu. Barist um helli bin Ladens? Ekkert er enn vitað um verustað bin Ladens en afgönsku sveitirnar hafa átt í hörðum bardögum við nokkur hundruð al-Qaeda-menn við ákveðinn helli, sem Khan segir hafa verið bækistöð bin Ladens. Sumir telja þó líklegast að hann sé í felum annars staðar í Afganistan, hugsanlega nálægt Kandahar, eða jafnvel, að hann sé farinn úr landi. Bandarískir sérsveitamenn hafa tekið virkan þátt í bardögunum síðustu daga og kannað þá hella sem liðsmenn al-Qaeda notuðu sem bækistöðvar. Mikið hefur fundist þar af skjöl- um, tölvudiskum, myndböndum og listar með símanúmerum al- Qaeda-liða í öðrum löndum. Er það haft eftir bandarískum leyni- þjónustumönnum að þessar upp- lýsingar séu mjög mikilvægar og hafi þegar leitt til handtöku ým- issa liðsmanna hryðjuverkasam- takanna. Þjóðverjar varaðir við hryðjuverkum Bandaríska leyniþjónustan hefur varað yfirvöld í Þýskalandi við hættu á hryðjuverkum í landinu á næstunni. Kemur það fram í mánudagsútgáfu þýska vikuritsins Focus, sem segir að þrír hryðju- verkamenn hafi fengið skipun um að fremja hryðjuverk í Þýskalandi einhvern tíma á næstu fjórum mánuðum. Afganar segja að síðustu vígi al-Qaeda séu að falla Eru innikróaðir í fjöllunum, á flótta og sumir hafa gefist upp Tora Bora, Washington. AP, AFP. RÁÐAMENN Evrópusam- bandsins, ESB, samþykktu í gær svokallaða „Laeken-yfir- lýsingu“ á fundi sínum við Brussel en hún varðar ýmsar umbætur og framtíð sam- runaferilsins í Evrópu. „Sambandið stendur á krossgötum. Almenningur vill, að ákvarðanir þess verði opnari og lýðræðislegri og það kallar á ýmsar umbætur innan hinna evrópsku stofn- ana,“ segir í yfirlýsingunni en hún verður síðan meginverk- efni ráðstefnu, sem haldin verður í mars. Eiga umbæt- urnar m.a. að ná til fram- kvæmdastjórnarinnar, ráð- herraráðsins og Evrópuþings- ins. Hvatt til umbóta í ESB Laeken. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.