Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Opið til 22.00
www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200
ÍSLENSKA
AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS
KRI
16212
12/2001
Jólasveinn dagsins
kemur kl. 17.00
Í DAG eru 50 ár liðin frá því að
Haraldur Sveinsson, stjórnarfor-
maður Árvakurs hf., útgáfufélags
Morgunblaðsins, tók fyrst sæti í
stjórn félagsins 18. desember
1951.
Hann varð formaður stjórnar
útgáfufélagsins árið 1955 og
gegndi því starfi til 1968 er hann
varð framkvæmdastjóri Morgun-
blaðsins. Því starfi gegndi hann til
ársins 1995 en þá tók hann á ný
við stjórnarformennsku í Árvakri
hf.
Á þessum 50 árum hefur Har-
aldur setið nánast alla fundi út-
gáfufélagsins, ýmist sem stjórnar-
formaður eða framkvæmdastjóri.
Um störf Haraldar Sveinssonar
í þágu Morgunblaðsins er fjallað í
forystugrein blaðsins í dag.
Í hálfa öld í for-
ystu Árvakurs
Haraldur Sveinsson
?ÉG var alveg búinn að vera þegar
mér tókst að grípa í bjarghring-
inn. Það er miklu erfiðara en mað-
ur ímyndar sér að lenda svona í
sjónum,? segir Ásberg Þor-
steinsson, sjómaður á síldar-
bátnum Elliða, en hann lenti út-
byrðis þegar báturinn var á leið til
veiða fyrir hádegi á laugardag.
Farið var með Ásberg í land og
kvaðst hann hafa jafnað sig nokk-
uð af eftirköstunum um helgina.
Elliði er yfir 700 tonna bátur og
sagðist Ásberg hafa verið að vinna
ásamt fleiri skipverjum við að
koma nýjum trollpoka á tromlu.
Var honum hrúgað í skutrennuna
og segir Ásberg að ætlunin hafi
verið að slaka pokanum út og
spóla honum síðan inn á tromluna.
Veður var þokkalegt en nokkur
alda. ?Ég er í rennunni og stekk á
eftir spotta sem var að renna út
þegar trollpokinn hendist á mig og
fleygir mér útbyrðis eins og fiðri,?
segir Ásberg og kveðst heppinn að
hafa ekki rekist í gálgann.
?Ég fór á bólakaf en reyndi að
ná í trollið til að hífa mig upp en
það gekk ekki fyrr en eftir nokkr-
ar tilraunir að ná í endann á troll-
pokanum þar sem ég var þungur, í
úlpu og stígvélum. Ég gat hangið í
pokanum og sá þá björgunar-
hringinn með ljósi nokkuð frá mér
og náði að synda að honum. Þá var
ég alveg búinn og rétt náði að
grípa bjarghringinn og sá þá hvar
Rúnar Þór Gunnarsson, annar
stýrimaður, var kominn í flotbún-
ing og á leiðinni til mín. Það var
mikill léttir. Það munar líka miklu
að hafa ljós á bjarghringnum, þá
er auðveldara að koma auga á
hann í öldunum og synda að hon-
um.?
Ásberg segir að Sveinn Ísaksson
skipstjóri hafi sýnt snör viðbrögð
þegar hann snýr skipinu strax og
ýtir því með hliðarskrúfum að
þeim tveimur til að ná þeim um
borð. Hann kveðst ekki gera sér
grein fyrir hversu lengi hann var í
sjónum en segir það hafa verið
erfitt. ?Það fer bara allur tíminn í
að berjast við að halda sér á floti.?
Þegar um borð kom drifu mat-
sveinn og vélstjóri Ásberg úr föt-
unum og í heita sturtu og kvaðst
hann hafa ælt og kúgast í fyrst-
unni þar sem hann hefði gleypt
svo mikinn sjó. Ákveðið var að
sigla í land og koma honum á
sjúkrahúsið til skoðunar. Fékk
hann að fara heim síðar um dag-
inn og taldi hann sig vera orðinn
ágætan en um kvöldið og nóttina
hafi honum fyrst verið ískalt og
síðan í svitakófi. Hafði hann jafnað
sig nokkurn veginn í fyrradag.
Ásberg kveðst ætla aftur á sjó-
inn. Elliði er enn á veiðum og
sagði hann óvíst hvort annar túr
næðist fyrir hátíðar.
Sjómanni bjargað eftir að hann féll útbyrðis af Elliða
Morgunblaðið/JG
Ásberg Þorsteinsson, skipverji á Elliða, komst í hann krappan þegar hann féll útbyrðis að morgni laugardags.
?Var alveg 
búinn að vera?
LÖGREGLAN í Reykjavík
rannsakar nú tildrög alvarlegs
slyss sem varð við fjölbýlishús
í Yrsufelli aðfaranótt sunnu-
dags þegar karlmaður höfuð-
kúpubrotnaði við fall fram af
svölum annarrar hæðar húss-
ins. Fallið var 4?5 metrar og
var maðurinn fluttur á Land-
spítalann í Fossvogi þar sem
hann lá tengdur við öndunar-
vél á gjörgæsludeild um helg-
ina, en hefur nú verið útskrif-
aður þaðan.
Lögreglu var tilkynnt um
hávaða í stigagangi hússins
skömmu fyrir klukkan tvö og
var maðurinn fallinn fram af
svölunum þegar lögreglu bar
að. 
Að sögn lögreglunnar er
málið rannsakað með hliðsjón
af því að hugsanlega hafi átt
sér stað refsiverður verknaður
með því að manninum hafi ver-
ið hrint fram af svölunum. Ver-
ið er að yfirheyra vitni að at-
burðinum og afla frekari gagna
til að fá gleggri mynd af at-
burðarásinni. Lögreglan hefur
enn ekki tekið skýrslu af hin-
um slasaða.
Höfuð-
kúpubrotn-
aði við 
fall fram 
af svölum
JÓLABÖLL eru árviss viðburður
sem jafnan gleður yngstu kynslóð-
ina og á mánudag, níu nóttum fyrir
jól, voru börnin í leikskólanum
Seljaborg í Reykjavík í hátíðar-
skapi á jólaballi. Þar var auðvitað
gengið í kringum jólatréð og eng-
inn lá á liði sínu við að syngja jóla-
söngvana. Þá var jafnmikilvægt að
sýna með látbragði að ?uppi á stól
stendur mín kanna?.
Morgunblaðið/Ásdís
?Uppi á stól
stendur??
SKIPULAGÐRI leit hefur verið
hætt á Snæfellsnesi að sjómönnun-
um tveimur sem saknað er eftir að
Svanborg SH fórst við Öndverðar-
nes fyrir rúmri viku. Eftirgrennslan
verður þó haldið áfram eftir aðstæð-
um. 
Á fundi svæðisstjórnar með lög-
reglu í Björgunarstöðinni Líkn á
Hellissandi á sunnudag var farið yfir
aðgerðirnar og mat lagt á árangur. Í
tilkynningu frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg segir að miðað við
ríkjandi veðráttu reki lítið eða ekk-
ert á fjörur á Snæfellsnesi og því hafi
skipulagðri leit verið hætt. 
Svæðisstjórn hættir störfum að
sinni en ströndinni hefur verið skipt
á björgunarsveitir. Þá verður flogið
yfir svæðið þegar veður leyfir.
Áfram verður fylgst með fjörum á
Rauðasandi og Barðaströnd. Svæð-
isstjórn verður í viðbragðsstöðu og
kölluð út ef einhverjar vísbendingar
koma fram. 
Þá er formlegri leit að skipverj-
unum sem saknað er af Ófeigi VE
lokið. Björgunarsveitir frá Álftaveri,
Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal
leituðu á laugardag og sunnudag frá
Skaftárósum að Reynisfjalli. Einnig
var leitað úr lofti frá Holtsósi undir
Eyjafjöllum austur að Skaftárósum. 
Þrjátíu björgunarsveitarmenn á
fjórum jeppum og tveimur fjórhjól-
um tóku þátt í leitinni. Bændur á
svæðinu verða hins vegar beðnir að
vera með eftirgrennslan á fjörum.
Skipulagðri
leit hætt
á Snæ-
fellsnesi 
TALIÐ er nær öruggt að
kveikt hafi verið í leikskólanum
Kirkjubóli við Kirkjulund í
Garðabæ á sunnudagskvöld. Af
hálfu lögreglu er kapp lagt á að
finna þann eða þá sem voru að
verki.
Eldurinn kom upp í lofttúðu
bak við leikskólabygginguna á
tíunda tímanum á sunnudags-
kvöld og uppgötvaðist er
starfsmaður leikskólans átti
leið hjá. Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins var kvatt á vett-
vang og réð niðurlögum elds-
ins. Nokkrar skemmdir hlutust
af eldsvoðanum og var leikskól-
inn lokaður í gær vegna þrifa
og loftræstingar.
Sterkur
grunur um
íkveikju í
leikskóla

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80