Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						SUÐURNES
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HREPPSNEFND Gerðahrepps
ákvað á aukafundi sínum í gær-
kvöldi að ráða Ernu M. Sveinbjarn-
ardóttur sem skólastjóra Gerða-
skóla í Garði frá áramótum. Þá var
lagt fram bréf Jóns Ögmundssonar
aðstoðarskólastjóra um að hann
óskaði eftir að draga uppsögn sína
til baka. 80 íbúar í Garði hafa lýst
yfir stuðningi við skólastjórnendur.
Fjórar umsóknir bárust um stöðu
skólastjóra Gerðahrepps þegar
staðan var auglýst eftir að skóla-
stjórinn sagði upp störfum vegna
óánægju með launalækkun sem
fólst í kjarasamningi kennarasam-
takanna og sveitarfélaganna í land-
inu. Skólanefnd Gerðahrepps mælti
með því við hreppsnefnd að Erna
M. Sveinbjarnardóttir yrði ráðin
skólastjóri en frestaði afgreiðslu á
umsókn um stöðu aðstoðarskóla-
stjóra sem einnig sagði upp störfum
af sömu ástæðum.
Skólastjórinn 
ráðinn annað
Í gær afhentu fulltrúar foreldra
skólastjórnendunum lista með und-
irskriftum 80 Garðmanna þar sem
skorað er á þá að draga uppsagnir
sínar til baka. Ásthildur Sigurjóns-
dóttir, einn af forystumönnum hóps-
ins, sagði að listarnir hefðu legið
frammi í einni verslun og tveimur
söluturnum frá því á þriðjudag.
Þegar listarnir voru afhentir kom í
ljós að Einar Valgeir Arason skóla-
stjóri hefur þegar ráðið sig sem
kennari við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja en Jón Ögmundsson aðstoð-
arskólastjóri hefur dregið uppsögn
sína til baka. Þeir kváðust þó
ánægðir með stuðninginn og þökk-
uðu hann. 
Jón segist treysta því að breyting
verði á launamálum skólastjórnenda
í vor, almennt yfir landið, annað
gangi ekki. Segist hann ætla að sjá
til hvort af þessu verði og meta
stöðuna þá að nýju. Þá segist hann
hafa fundið mikinn stuðning meðal
foreldra og starfsmanna skólans.
Hreppsnefnd vísaði hinu nýja erindi
Jóns til umsagnar skólanefndar.
Erna Sveinbjarnardóttir ráðin skólastjóri Gerðaskóla 
Aðstoðarskólastjóri dreg-
ur uppsögn sína til baka
Garður
MAÐUR slasaðist alvarlega
þegar hann féll fimm og hálfan
metra ofan af húsþaki í Grinda-
vík í gærmorgun og hafnaði í
kari með byggingarusli. Á laug-
ardag slasaðist drengur á hendi
í frystihúsi á staðnum.
Lögreglunni var tilkynnt í
gærmorgun að 25 ára gamall
maður hefði fallið fimm og hálf-
an metra ofan af þaki húss hjá
tilraunaeldisstöð Hafrann-
sóknastofnunar í Grindavík og
lent ofan í kari. Hann var að
klæða og einangra þak hússins
þegar hann féll niður um óklætt
op þess og hafnaði í fiskeldis-
kari sem með byggingarusli.
Maðurinn var fluttur með
sjúkrabifreið á sjúkrahús.
Hann er sagður mikið slasaður
en þó ekki talinn í lífshættu.
Hann er með áverka á hrygg og
höfðu og víða um líkamann.
Á laugardag fór ellefu ára
drengur með höndina inn í
færiband í frystihúsi í Grinda-
vík. Hann brotnaði illa og var
fluttur á sjúkrahús.
Á laugardag var tilkynnt inn-
brot í bát í Grindavíkurhöfn.
Lyfjaskápur hafði verið brotinn
upp og morfíni stolið.
Féll rúma
fimm metra
Grindavík
GRINDAVÍKURBÆR hefur aug-
lýst forval vegna fjármögnunar,
byggingar og reksturs húsnæðis
leikskóla í Lautahverfi, til að velja
þátttakendur í fyrirhugað útboð
verksins sem einkaframkvæmdar.
Grindavíkurbær áformar að reisa
nýjan leikskóla í stað leikskólans við
Dalbraut. Ákveðið hefur verið að
leita til einkaaðila um byggingu og
rekstur húsnæðis fyrir leikskólann
sem bærinn mun síðan taka á leigu
til 25?35 ára.
Í auglýsingu á útboði vegna einka-
framkvæmdarinnar er boðað að
samhliða verði verkið boðið út sem
alútboð, það er að segja að óskað
verði eftir tilboðum í hönnun og
byggingu hússins en Grindavíkur-
bær fjármagni bygginguna og reki.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í
forvalinu þurfa að gefa sig fram hjá
Ríkiskaupum fyrir 10. janúar næst-
komandi.
Nýr leikskóli boðinn út
til einkafyrirtækja
Grindavík
FJÖLMARGIR áhorfendur voru að
árlegri jólasýningu sem fim-
leikadeild Keflavíkur, íþrótta- og
ungmennafélags, hélt síðastliðinn
laugardag. Sýningin var öll hin
glæsilegasta og augljóst að mikil
vinna hafði farið í undirbúning
hennar, en auk fimleika- og dans-
atriða um 160 iðkenda var íþrótta-
salurinn skreyttur stjörnum sem
glitraði á í skemmtilegri ljósa-
uppsetningu. 
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, for-
maður fimleikadeildarinnar, sagði
undirbúning hafa staðið yfir und-
anfarnar þrjár vikur og gífurlega
vinnu að baki. ?Íris Dröfn Halldórs-
dóttir og María Óladóttir eru yf-
irþjálfarar deildarinnar, en þær
hafa alveg séð um sýninguna. Svo
höfum við fengið mikla og góða
hjálp frá foreldrum iðkenda og eiga
þeir þakkir skildar, en það hefur
gríðarlega mikið að segja að for-
eldrar styðji við bakið á börnum sín-
um í íþróttum,? segir Sigurbjörg. 
Hátt í 200 börn á aldrinum 4?17
ára æfa fimleika hjá félaginu.
Yngsti hópurinn, ?Kelar?, er í nokk-
urs konar íþróttaskóla, en annars er
lögð áhersla á hóp- og áhaldafim-
leika. Það vekur hins vegar athygli
að það eru aðeins þrír drengir að
æfa fimleika hjá félaginu og eru
þeir allir í yngsta hópnum. ?Við höf-
um hvorki áhöld né pláss til að bjóða
strákum upp á,? segir Sigurbjörg.
?Deildin var stofnuð 1985 af áhuga-
fólki sem átti fimar stúlkur og kom
þessu á fót. Síðan þá höfum við átt
fullt í fangi með að halda í horfinu
vegna mikillar eftirspurnar. Við
fáum reglulega fyrirspurnir um það
hvort ekki sé hægt að stofna deild
fyrir stráka. Það var reynt fyrir
nokkrum árum, en gekk ekki nógu
vel. Það verður að bíða betri tíma.?
Langþráð gryfja
Framkvæmdir eru nú hafnar við
stækkun á aðstöðu fimleikadeild-
arinnar, þar sem meðal annars verð-
ur gryfja og fleira sem nauðsynlegt
má teljast til að ná árangri í grein-
inni. Sigurbjörg segir mikinn spenn-
ing vera í iðkendum og þjálfurum
vegna nýju aðstöðunnar sem áætlað
er að verði tilbúin í mars eða apríl
2002.
?Nú er gryfjan loksins að koma,
en við erum búin að bíða eftir henni
í mörg ár. Við höfum fengið afnot af
sal fimleikafélagsins Bjarkar í Hafn-
arfirði og farið þangað með elstu
iðkendurna á laugardögum í mörg
ár. Slíkt er að sjálfsögðu mjög tíma-
frekt og kostnaðarsamt jafnt fyrir
félagið sem foreldra. Við erum búin
að standa í miklum fjáröflunum að
undanförnu vegna stækkunarinnar,
en jólasýningin er okkar stærsta og
helsta fjáröflun,? segir Sigurbjörg.
Gaman í fimleikum
Írist Ósk Arnarsdóttir, Lilja
Guðný Magnúsdóttir, Flóra Karitas
Buenano og Heiðrún Rós Þórð-
ardóttir eru 14?16 ára og meðal
elstu fimleikaiðkenda í Keflavík.
Þær segjast rosalega spenntar yfir
nýju byggingunni, enda búnar að
bíða eftir henni lengi: ?Við heyrum
stundum í vélunum þar sem verið er
að vinna í byggingunni og fáum þá
alveg í magann af spenningi,? segja
stúlkurnar. 
?Það verður hægt að æfa miklu
meira af stökkum og svoleiðis án
þess að eiga á hættu að meiða sig.
Það er alveg ?ýkt? gaman í fim-
leikum og gott fyrir líkamann. Þetta
er einn besti grunnurinn fyrir
krakka því þau verða bæði sterk og
fim. Það er samt ekki hægt að vera
neitt svo lengi í fimleikum, kannski
til átján ára, en þá getur maður far-
ið í þolfimi, hreysti eða bara á lík-
amsræktarstöðvar,? segja stúlk-
urnar fimu að lokum.
Ljósmynd/Kolbrún Pétursdóttir
Fimleikastúlkurnar voru með viðeigandi höfuðbúnað á jólasýningunni.
Um 160 tóku 
þátt í fimleika- 
og dansatriðum
Keflavík
Nauðsynlegt er að fá stuðning
á fyrstu fimleikasýningunni.
ÞEIR eru oft óhefðbundnir síðustu
dagarnir í skólastarfinu í grunn-
skólanum í Grindavík. Krakkarnir
skrifa hver öðrum jólakort, allir
verða að skrifa til allra í sínum
bekk og svo til allra hinna vin-
anna að sjálfsögðu.
Þá þurfa einhverjir að sjá um að
búa til jólapóstkassa fyrir hvern
bekk og stelpurnar í 10.P. voru
ekki í vandræðum þegar nokkrar
þeirra bjuggu til Grýlu og Leppa-
lúða með lítið barn í potti. 
?Það er hefðbundið hjá okkur
að brjóta upp kennsluna og vera
með skreytingardag og fönd-
urdag. Það er helst jólasveinalest-
ur nemenda í 7. bekk fyrir yngstu
nemendurna sem er öðruvísi en
áður í desember. Krakkarnir
mæta þá í yngstu bekkina og lesa
ljóðin hans Jóhannesar úr Kötlum
um jólasveina. Þá reynum við að
tengja alla vinnu í hinum ýmsu
námsgreinum jólunum, svo sem
enskuverkefni um jólin og jóla-
ljóðagerð,? segir Pálmi Ingólfs-
son, deildastjóri á unglinga-
stiginu.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Þórdís Gunnlaugsdóttir, Tinna Ásgeirsdóttir, Elva Rut Sigmarsdóttir
og Hrafnhildur Guðjónsdóttir með frumlegu póstkassana í 10. bekk P.
Óvenju-
legir póst-
kassar
Grindavík

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80