Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
F
ranski heimspeking-
urinn Michel Fouc-
ault hélt því fram að
fangelsi leyndu okk-
ur þeirri staðreynd
að við erum sjálf innilokuð í sam-
félaginu. Við trúum því að við
séum frjáls vegna þess að við
setjum glæpamenn á bak við lás
og slá og berum ekki kennsl á að
við erum lítið betur sett en hinir
innilokuðu. Foucault talaði um að
samfélagið hefði stöðugt eftirlit
með einstaklingnum og líkti gerð
þess við fangelsi enska átjándu
aldar heimspekingsins Jeremys
Benthams, ?panopticon?, sem er
hringlaga bygging með eftirlits-
turni í miðjunni og gefur mögu-
leika á að allir hafi öllum stund-
um eftirlit með öllum.
Raunverulegur ávinningur af
slíku kerfi er
ekki að yf-
irvaldið hafi
fullkomið
eftirlit með
einstak-
lingnum
heldur að einstaklingurinn sjálfur
verði svo upptekinn af því að vera
undir eftirliti að hann beiti sig
sjálfur hörðum samfélagslegum
aga. Eiríkur Guðmundsson bók-
menntafræðingur hefur lagt út af
kenningu Foucaults með þessum
hætti: ?Stöðugur sýnileiki varð til
þess að hinn innilokaði fór að
leika bæði hlutverkin; hlutverk
valdhafans og þess sem valdið
bitnar á ? kúgarans og hins kúg-
aða. Sýnileikinn tryggir þannig
virkni valdsins um leið og hann
miðar að því sem kalla má ?norm-
alíseringu? einstaklinganna. Hér
skiptir mestu máli að það má einu
gilda hver handhafi valdsins er;
það getur hver sem er staðið
vaktina í turninum, það skiptir
engu máli hvaða hvatir liggja þar
að baki ? forvitni um hátterni
hinna fyrirhyggjulausu, barnaleg
meinfýsi, þekkingarþorsti heim-
spekingsins, eða ónáttúra þess
sem nýtur þess að njósna og
refsa? (sjá Kistan.is).
Landi Foucaults og einn af
helstu gagnrýnendum hans, Jean
Baudrillard, ljær þessari hug-
mynd nýja vídd í kenningu sinni
um ofurveruleikann þar sem
hann styðst meðal annars við tvö
dæmi, Watergate-hneykslið svo-
kallaða og Disneyland. 
Baudrillard heldur því fram að
samfélagið geti ekki starfað eðli-
lega nema einstaklingarnir trúi
því að skynsemin haldi velli og
óskynsamlegum hlutum á borð
við agaleysi, barnaskap og brjál-
æði hafi verið úthýst. Og þetta
telur hann samfélagið eða vald-
hafa þess gera með útsmognum
brellum.
Watergate-málið leiddi til þess
að Richard Nixon þurfti að segja
af sér embætti, fyrstur Banda-
ríkjaforseta. Málið snerist um að
brotist var inn í aðalbækistöðvar
Demókrataflokksins 17. júní
1972. Í ljós kom að innbrotið var
kostað úr kosningasjóði Nixons
sem náði endurkjöri með yf-
irburðum í forsetakosningum
sama ár. Forsetinn reyndi með
öllum tiltækum ráðum að hvítþvo
sig og sína menn af málinu, meðal
annars með því að láta eyða sönn-
unargögnum, en rannsókn leiddi í
ljós að spillingin var útbreiddari í
Hvíta húsinu en menn höfðu gert
sér í hugarlund. Úr varð eitt
mesta stjórnmálahneyskli í sögu
Bandaríkjanna þar sem fjöldi öld-
ungadeildarþingmanna var
dæmdur til tugthúsvistar. Í kjöl-
farið tók Gerald Ford við forseta-
embættinu og litu menn svo á að
málinu væri þar með lokið.
Watergate-málið mætti því
taka saman með þessum hætti,
segir Baudrillard: Innbrot leiðir í
ljós að ríkisstjórn í kapitalísku
lýðræðisríki fylgir ekki lögum og
reglum samfélagsins; hneykslið
er upplýst þrátt fyrir tilraunir
valdhafanna til að hylma yfir brot
sín og dómstólar dæma hina
seku; ríkisstjórnin víkur og önnur
tekur við, lýðræðið er endurreist
og sigrar að lokum.
Eða hvað?
Baudrillard heldur því fram að
Watergate-málið hafi ekki verið
neitt hneyksli, það veitti einungis
óvænta innsýn í spillt kerfi þar
sem enginn greinarmunur er
gerður á réttu og röngu. Hið
raunverulega hneyksli fólst í því
hvernig málið var afgreitt af
þessu sama kerfi. Hneykslið fólst
ekki í því að lýðræðið skyldi bíða
skipbrot í kapítalísku kerfi held-
ur að kerfið skyldi breiða yfir
þessa staðreynd með því einu að
breyta ásjónu sinni; Ford var ein-
ungis nýtt andlit á sama kerfi. 
Hlutir sem þessir eru í sjálfu
sér alltaf að gerast, ekki síður
hérlendis en erlendis. Valdakerf-
ið viðheldur sjálfu sér með því að
losa sig við þá sem afhjúpa spill-
ingu þess og galla. Þetta er í
sjálfu sér ekki nein brella heldur
?eðlileg? viðbrögð kerfis sem vill
viðhalda sér, rétt eins og sýktur
líkami ræðst að meini sínu og
brýtur það niður. Allir vita að
svona ganga hlutirnir fyrir sig.
En Baudrillard heldur því fram
að á bak við liggi tálmynd sem
erfiðara er að sjá í gegnum.
Hann segir að Watergate-
málið virki með svipuðum hætti
og Disneyland í ríkjandi kerfi.
Disneyland er í huga Baudrill-
ards ekki eftirlíking af veruleika
eða vel heppnuð og ?raunveru-
leg? eftirlíking af ævintýrasögum
heldur eins konar hjáveruleiki
eða ofurveruleiki sem hefur enga
skírskotun til eins eða neins.
Disneyland er með öðrum orðum
sjálfstæður heimur, ?raunveru-
legt? ástand, en ekki eitthvert
plat. Virkni þess er hins vegar sú
sama og fangelsisins. Á sama
hátt og fangelsið telur okkur trú
um að við séum frjálsir þegnar
samfélagsins en hinir ófrjálsu séu
í fangelsi telur Disneyland okkur
trú um að óskynsemin og barna-
skapurinn eigi lögheimili sitt inn-
an veggja skemmtigarðsins en
utan þeirra sé samfélag sem lúti
skynsamlegum lögmálum og
reglum. Disneyland sé með öðr-
um orðum tálmynd sem byrgi
okkur sýn á vitleysuna sem við-
gengst í samfélaginu. 
Í þessum skilningi var Water-
gate-hneykslið tálmynd sem end-
urnýjaði siðferðilegt og pólitískt
yfirskin ríkjandi kerfis. Brota-
lamir þess komu í ljós en nið-
urstaðan, sem fékkst með því að
dómstólarnir knúðu fram ?rétt-
vísina? með dyggri aðstoð fjöl-
miðla, var sama kerfið, aðeins
með nýrri ásjónu.
Tálmyndir
kerfisins
Í þessum skilningi var Watergate-
hneykslið tálmynd sem endurnýjaði 
siðferðilegt og pólitískt yfirskin
ríkjandi kerfis.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs,
kysst af englum,
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskar.
Aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
(R.P.Ó.)
Elsku mamma. Ég sit hér og trúi
varla hversu kaldur veruleikinn get-
ur verið. Ég held að ég skilji ekki enn
að þú sért farin og þess vegna á ég
svo erfitt með að koma orðum að öllu
því sem mig langar að segja við þig.
Ég hef byrjað nokkrum sinnum að
skrifa til þín kveðjuorð en engin orð
virðast nógu sterk til að lýsa tilfinn-
ingum mínum núna, söknuðinum
sem ég veit að héðan í frá mun alltaf
verða hluti af lífi mínu. Mig langar til
að þakka þér, mamma, þakka þér
fyrir að faðma mig að þér þegar allt
virtist öfugsnúið. Þakka þér fyrir að
lesa fyrir mig þegar ég lá í veikind-
um. Þakka þér fyrir að snýta mér
þegar ég var lítil, fyrir að halda í
höndina á mér þegar hræðslan var að
gera út af við mig. Þakka þér fyrir að
vera til reiðu hvenær sem ég þarfn-
aðist þín og fyrir að vera alltaf tiltæk,
alltaf þú sjálf og þó hluti af mér.
Þakka þér fyrir, elsku mamma, að
hafa verið til. Ég mun alltaf finna til
nærveru þinnar, jafnvel nú þegar þú
ert fjarverandi fer ég að hlusta eftir
þér. Ég opna allar dyr og á hálfvegis
von á að finna þig þar, ég sný mér við
til að ávarpa þig og þögnin veldur
mér hræðilegum vonbrigðum. En ég
veit að hversu langt sem er á milli
okkar eru tengsl okkar órjúfanleg.
Þú ert í huga mínum og hjarta. Þú
ert í hverjum andardrætti mínum.
Þú ert hluti af mér, að eilífu. Þó að
við hittumst ekki aftur hér fyndist
mér sem allt ævintýri tilverunnar
væri réttlætt með því að hafa átt þig
að og með þeirri göfugu hjartagæsku
sem ég hef aðeins fundið hjá þér gef-
urðu mér hugrekki til að standa ein,
án þín.
Ásjón þín hún er hjá mér 
vermir um vetrarnætur.
Mitt hjarta ég geymi í faðmi þér. 
Hafðu á því góðar gætur.
(D.Ö.S.)
Ég elska þig, mamma.
Þín dóttir,
Katrín.
Elskuleg tengdadóttir okkar Reg-
ína Aðalsteinsdóttir er nú látin, langt
um aldur fram. Ung að árum kom
hún inn á heimili okkar hjóna sem
unnusta Þórðar elsta sonar okkar.
Snemma stofnuðu þau sitt heimili
sem alla tíð bar vott um snyrti-
mennsku og hagsýni Regínu. Fyrsta
REGÍNA AÐAL-
STEINSDÓTTIR
?
Regína Aðal-
steinsdóttir
fæddist í Reykjavík,
24. desember 1947.
Hún lést á Landspít-
alanum 7. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Aðal-
steinn Metúsalems-
son, f. 12.5. 1915, d.
23.8. 1985, og Járn-
gerður Einarsdóttir,
f. 5.12. 1924. Regína
var elst þriggja
systkina, en hin voru
Smári Aðalsteinsson,
f. 20.6. 1946, d. 9.11.
2001, og Leifur Aðalsteinsson, f.
31.1. 1960.
Regína giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum Þórði Guðjóni Kjart-
anssyni, f. 31.12. 1944. Foreldrar
hans eru Kjartan Sveinn Guðjóns-
son, f. 2.9. 1925, og Lína Guðlaug
Þórðardóttir, f. 27.7. 1927. Börn
Regínu og Þórðar eru Regína
Bára, f. 7.12. 1964, d. 30.8. 1965,
Ásgeir Þór, f. 13.10. 1966, og
Katrín, f. 30.9. 1973, og á hún eitt
barn, Þórð Örn Reynisson, f. 2.10.
1996.
Útför Regínu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. 
barn þeirra, Regína
Bára, fæddist 7. desem-
ber 1964 en lést átta
mánaða gömul. Það
varð ungu hjónunum og
allri fjölskyldunni mik-
ið áfall. Seinna eignuð-
ust þau börnin sín, Ás-
geir Þór 1966 og
Katrínu 1973, sem
komu eins og sólar-
geislar inn í líf þeirra
aftur og hamingja
þeirra blómstraði á ný.
Ský dró fyrir sólu þeg-
ar Regína greindist
með nýrnasjúkdóm fyr-
ir rúmum tíu árum, sem batt hana við
nýrnavél annan hvern dag í tvö og
hálft ár. Leifur, yngri bróðir hennar,
gaf henni annað nýrað sitt og tókst
sú aðgerð mjög vel og gat hún nú aft-
ur lifað eðlilegu lífi. En þá fóru eft-
irköst lyfjanna að koma í ljós. Lík-
aminn fór að gefa sig á margvíslegan
hátt og í kjölfarið fór heilsunni að
hraka. En bjartsýni og dugnaður
Regínu var með ólíkindum. Ef hún
var spurð, var aldrei neitt að henni
og hún fór allra sinna ferða. Eftir að
þau stofnuðu fyrirtækið sitt, Keilu í
Mjódd, aðstoðaði hún Þórð við rekst-
urinn eins og hún hafði heilsu til.
Litli dóttursonurinn, Þórður Örn,
veitti ömmu sinni ómældar ánægju-
stundir og mikla hamingju. Síðustu
mánuði var hún oft fársjúk og það
varð henni mikið áfall þegar Smári
bróðir hennar lést 9. nóvember s.l.
Við samhryggjumst Járngerði móð-
ur þeirra systkina og Leifi bróður
þeirra sem hafa þurft að horfa upp á
veikindi þeirra beggja og lát með
svona stuttu millibili og finnum mikið
til með þeim. Elsku Þórður minn. Við
vottum þér og börnunum ykkar
dýpstu samúð á erfiðri stund. Bless-
uð sé minning Regínu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Tengdaforeldrar
Guðlaug og Kjartan.
Elsku Regína mín. Það er eins og
gerst hafi í gær, að við stóðum saman
uppi á Akrópólishæð í Aþenu og
horfðum yfir ?heiminn?. Ég var þá
nýgift og í brúðkaupsferðinni minni
og þið Þórður bróðir komuð með
okkur. Þetta voru léttir og skemmti-
legir tímar. Hverjum nema okkur
hefði dottið í hug að kaupa okkur
pelsa í 40 stiga hita á háannatíma í
Aþenu og standa síðan úti á götu-
horni og enga leigubíla að fá. Manstu
eftir gríska veitingastaðnum með
dagblöðunum, spilakvöldunum okkar
og gríska rósavíninu sem ykkur Egg-
ert þótti svo gott. Þetta voru ynd-
islegir tímar sem við áttum saman.
Þarna kynntumst við upp á nýtt, ég
loksins orðin fullorðin. Þá voru engin
ský á himni. Lífið lék við okkur öll þá
stundina og það var gaman að lifa. Þú
varst alveg ótrúleg, Regína, þú gast
allt. Það var ekki sjaldan sem ég kom
hlaupandi til þín með hálfsaumaðar
buxur eða jakka og þú hjálpaðir mér,
að ég tali nú ekki um öll hnappagötin
sem þú gerðir fyrir mig. Matreiðsla
og öll handavinna lék í höndunum á
þér. Þú varst sannkallaður listamað-
ur á þínu sviði. Maður kom sko ekki
að tómum kofanum hjá þér. Alltaf
varstu til staðar, svo þolinmóð og
raungóð. Þið hjónin skelltuð ykkur á
skíðin saman og síðan í golfið. En svo
kom að því að ský dró fyrir sólu. Þú
gekkst í gegnum ótrúlega erfið veik-
indi og alltaf vonuðum við að nú væri
þeim lokið og sólin færi að skína á þig
aftur. En það voru skin og skúrir til
skiptis og í haust dró stórt ský fyrir
sólu. Á sama tíma og Smári bróðir
þinn lést eftir löng og erfið veikindi
hófst baráttan sem þú fékkst aldrei
að klára. Ef til vill sem betur fer, en
hver veit. Þú ert búin að standa þig
eins og hetja, elsku mágkona. Aldrei
heyrði ég þið kvarta og alltaf varstu
svo jákvæð og bjartsýn. Þetta voru
erfiðir tímar fyrir þig og fjölskyld-
una. En nú er þeim lokið. Þín bíða nú
útbreiddir armar dóttur þinnar,
Regínu, sem við fengum aldrei að
kynnast, elskulegs bróður þíns og
föður á himnum. Það er huggun að
vita af því.
Elsku Regína mín, ég kveð þig nú í
bili og þakka þér fyrir allt. Ég mun
aldrei gleyma þér. Elsku Þórður
bróðir, Ásgeir, Kata, Þórður litli,
Gerða og Leifur. Megi góður Guð
styrkja ykkur og varðveita í sorginni. 
Sigrún Kjartansdóttir.
Í fjölskyldunni okkur héldum við
ekki bara upp á jólin. Jólaboðin voru
nefnilega líka afmælisboð. Á annan í
jólum átti langafi afmæli og á að-
fangadag átti Regína afmæli. Í bíln-
um á leiðinni í jólaveisluna hjá ömmu
og afa á aðfangadagsvöld sagði
mamma alltaf við okkur systkinin að
við yrðum að muna að Regína ætti
afmæli í dag og við yrðum að muna
að óska henni til hamingju. Afmæli
Regínu féll því aldrei í skuggann af
jólahátíðinni. Þegar allir voru komn-
ir fékk Regína alltaf að opna fyrsta
pakkann fyrir mat. Ég man að sem
barni fannst mér það mjög merkilegt
að eiga afmæli á jólunum og óskaði
þess stundum sjálf að ég ætti líka af-
mæli, því þá fengi ég að opna pakk-
ana fyrr. Í ár höldum við bara upp á
jólin en við munum alltaf muna að að-
fangadagur er afmælisdagur Regínu
og halda í minninguna um hana.
Kæri frændi Þórður, Ásgeir, Kata
og litli Þórður, við Morten sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur héðan frá Kaupmannahöfn.
Kolbrún.
Kæra Regína. Þá er kveðjustund-
in komin. Frá því að veikindi þín hóf-
ust fyrir um 15 árum hafa komið þær
stundir sem búast mátti við að væru
þínar síðustu. En með óbilandi vilja-
þreki og trú á mátt þinn og megin
hafðir þú ávallt betur í baráttunni við
dauðann. Þú komst frá hverju áfall-
inu á fætur öðru óbuguð; glaðværð
þín og bjartsýni kom okkur hinum til
að trúa að þú hefðir að lokum sigur í
þinni löngu og ströngu baráttu. Þeg-
ar okkur bárust fréttir af að þú værir
enn á ný alvarlega veik og ættir nú
við krabbamein að stríða ofan á allt
sem á undan var gengið, þá var okk-
ur að vísu mjög brugðið, en hugg-
uðum okkur við að þrautseigja þín og
bjartsýni hlyti að fleyta þér yfir
þennan erfiða hjalla eins og ávallt áð-
ur. En enginn má við margnum, fyrri
stríð höfðu tekið sinn toll, og því var
fátt til varnar í þetta sinn. 
Á þessari stundu viljum við fá að
þakka þér trausta vináttu þína í
meira en 30 ár. Hún var, og er okkur
ómetanleg. Þegar við horfum til
baka, og rifjum upp fjölmargar
minningar um liðnar stundir, er okk-
ur ofarlega í huga hvílíkan styrk og
æðruleysi þú sýndir í öllum þínum
raunum. Megi það verða okkur sem
eftir lifum eftirbreytniverð fyrir-
mynd. 
Við kveðjum þig með djúpum
söknuði og biðjum algóðan Guð að
vera með þér á þeirri leið sem þú hef-
ur nú lagt út á. Fjölskyldu þinni biðj-
um við Guðs blessunar á þessum erf-
iðu tímum. 
Ómar, Hjördís og synir.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80