Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 45 ✝ Anna María Han-sen fæddist í Götu á Austurey í Færeyjum 10. sept- ember 1913. Hún lést á sjúkrahúsinu Sól- vangi í Hafnarfirði hinn 10. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Elías Hansen sjómaður frá Götu, f. 9.11. 1885, d. 21.3. 1976, og kona hans, Anna Sofía fædd Poulsen frá Skálafirði, f. 31.7. 1892, d. 1.7. 1940. Anna María var elst sex barna þeirra hjóna. Hin voru: Jakob skó- smiður í Götu, f. 14.9. 1915, Nancy hjúkrunarkona í Kaupmanna- höfn, f. 28.7. 1917, d. 30.11. 1999, Hildugarð húsmóðir í Götu, f. 6.11. 1919, Alma húsmóðir í Fuglafirði, f. 17.12. 1921, d. 19.12. 1984, og Jóhannus verkamaður í Götu, f. 26.9. 1925, d. 19.3. 1978. Anna María eignaðist einn son, Elías Hansen, eftirlitsmann hjá Orkuveitu Reykjavíkur, f. 25.7. 1946, maki Ólafía F.M. Ingv- arsdóttir sjúkraliði. Þau skildu. Börn þeirra eru Anna María, hús- móðir, f. 3.11. 1968, maki Snæ- björn Jörgensen, sölumaður, börn þeirra Snæbjörg, f. 24.3. 1990, Harpa María, f. 14.1. 1993, og Kaj Arnar, f. 7.11. 1999; Elías, starf- andi húsasmiður, f. 16.6. 1971, fv. sambýliskona Steinunn Markús- dóttir markaðsstjóri, dóttir þeirra Bergljót Sunna, f. 29.12. 1995. Seinni eiginkona Elíasar Hansen er Lissý Halldórsdóttir banka- starfsmaður frá Húsavík, f. 9.10. 1948, börn hennar af fyrra hjónabandi Eyrún, verslunar- maður, f. 1.5. 1973, og Ólöf Björg, skóla- liði, f. 1.7. 1978. Anna María lauk hjúkrunarnámi frá sjúkrahúsinu í Klakksvík 1944. Réðst sem hjúkrun- arkona að Vífils- staðaspítala sama ár og starfaði þar til 1980, að undanskild- um tveimur árum 1951-53 sem hún vann við hjúkrun í Færeyjum. Hún var yfirhjúkrunarkona, síðar hjúkrunarforstjóri frá 1959. Áður en Anna María kom til Íslands sem hjúkrunarkona hafði hún verið hér í eitt ár, 1938-39, er hún var vinnukona hjá Hilmari Stefáns- syni bankastjóra. Eftir að Anna María lét af föstu starfi á Vífils- stöðum var hún þar áfram í hluta- starfi fram til 1995, en hafði þá ráðist í hlutastarf að hjúkrunar- heimilinu Eir og sinnti því allt til ársins 1999. Önnu Maríu var op- inberlega sýndur margvíslegur sómi. Hún var heiðursfélagi í Fær- eyingafélaginu í Reykjavík og var sæmd Hinni íslensku fálkaorðu fyrir líknarstörf árið 1980. Anna María bjó á Vífilsstöðum til 1978 er hún flutti í Hæðar- byggð í Garðabæ í nýbyggt hús Elíasar sonar síns. Þar bjó hún til dauðadags. Hún andaðist eftir fjögurra vikna sjúkrahússvist. Útför Önnu Maríu verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mikil kempa er í fallin í valinn. Sigrar hennar óteljandi mörkuðu víða spor; ekki að ráði í því sem mölur og ryð fá grandað, heldur í hjörtum samferðamanna, ungra jafnt sem aldinna. Farsæl hjúkrun- arstörf á erfiðum vettvangi um ára- tuga skeið vitna um það út af fyrir sig, en ekki eru síður verð öll þau blóm sem hún stráði í kringum sig með natni sinni og elskusemi. Margir munu því sakna hennar og minnast með þakklæti. María Hansen var órjúfanlegur hluti af fjölskyldu okkar, þótt hvorki væri um skyldleika né mægðir að ræða. Fundum hennar og Júdithar í Vorsabæ, tengdamóð- ur minnar, bar fyrst saman við störf á sjúkrahúsinu í Klakksvík í Fær- eyjum í stríðinu og stofnuðu þær þar til ævilangrar vináttu. María hélt að loknu hjúkrunarprófi til Ís- lands í atvinnuleit. Júdith kom svo hingað um svipað leyti og lágu leiðir þá saman að nýju við störf á Vífils- staðaspítala. María tengdist þeirri merku stofnun síðan með eftir- minnilegum hætti, því þar starfaði hún, lengst af sem yfirhjúkrunar- kona, þar til er hún hætti fyrir ald- urs sakir árið 1980. Júdith fluttist fljótlega austur í Ölfus, þar sem hún varð húsfreyja í Vorsabæ. Þar var María jafnan síðan aufúsugestur og öllum á því heimili tamast að líta á hana og Elías einkason hennar sem fjölskyldumeðlimi. Með Maríu og Sólveigu konu minni þróaðist sér- stakt vináttusamband eftir að María lét af föstu starfi. María hafði þá rýmri tíma en áður og varð þá tíður gestur á heimili okkar. Reyndar fór svo að María hætti ekki að vinna þegar hún náði hinum opinbera „starfslokaaldri“. Það stóð þó til, eins og lög gera ráð fyrir. Þá brá svo við að þessi hamhleypa virt- ist ætla að týna laufi og lit. Var því reglum vikið til hliðar og fékk Víf- ilsstaðaspítali og síðar hjúkrunar- heimilið Eir að njóta liðsinnis henn- ar þar til hún var komin hátt á níræðisaldur. Viðkomandi aðilar eiga skildar þakkir fyrir þá ráðstöf- un. María jafnaði sig skjótt að fullu og endurheimti þrek sitt. Löng hjúkrunarreynsla og hennar ein- stæða geðslag og æðruleysi gerðu hana vel gjaldgenga til umönnunar- starfa svo lengi sem raun bar vitni, ekki síst til að annast aldrað fólk. María var alla tíð ákaflega heilsu- hraust, nema hvað hin seinni árin gerðist hún „fótafúin“ og slæm í hnjám, enda búin að ganga mikið í starfi sínu gegnum tíðina. Aldrei féll Maríu verk úr hendi. Það var svo ríkur þáttur í eðli henn- ar að reyna að verða öðrum að liði, sem sést vel á því að eftir að hún hætti endanlega að vinna á sjúkra- stofnunum sleppti hún varla prjón- unum. Hún var vart komin inn úr dyrunum hjá okkur þegar hún bað Sólveigu um einhver verkefni af því tagi. Hún naut þess að leggja hönd á plóg, t.d. með því að prjóna peysu- bol eða -ermi fyrir aðra. Myndin af Maríu og prjónunum er svo samgróin í vitund sona okkar að lengi vel staðhæfðu þeir að hún gæti prjónað sofandi. Á fleiri máta létti hún undir heimilislífið hjá okk- ur hjónum. Hún var ávallt boðin og búin að gæta sona okkar, hvort heldur var á degi eða nóttu. Þótt hún ætti orðið erfitt með gang og væri þar af leiðandi ekki fær um að elta þá uppi hafði hún einstakt lag á þeim. Hún beitti þá skynsamlegum fortölum og talaði ávallt til þeirra sem jafningja, enda hlýddu þeir henni í einu og öllu. Okkur er minn- isstæð sú aðferð er hún greip til við að skipta um bleiu á þeim, er hún lét þá færa sér allt sem til þurfti og skríða síðan upp á borðið fyrir framan sig þannig að hún gat ann- ast hina tæknilegu hlið málsins án þess að rísa úr sæti sínu. Síðan gengu þeir frá hverjum hlut á sinn stað að verkefninu loknu. Svona var María. Hún dó aldrei ráðalaus. Hún miklaði ekkert fyrir sér og aldrei kvartaði hún, jafnvel þótt hún væri sárkvalin í hnjánum síðustu árin. Kjarkur hennar átti sér engin takmörk. Hún hafði alla tíð gaman af að ferðast og gerði mikið af því. Oftast fór hún til Færeyja, því þar stóðu alla tíð rætur hennar og þar búa tvö systkini hennar og fjöl- skyldur þeirra. Ein systir hennar bjó lengst af í Danmörku og fór María oft að finna hana og son hennar. Frændfólk og vini átti hún einnig vestan hafs og sótti hún þá heim nokkrum sinnum. Hún fór iðu- lega ein í þessi ferðalög, jafnvel eft- ir að hún átti erfitt með gang. Hún hafði þá lag á að verða sér úti um nauðsynlega aðstoð, því það var ekki einasta að María væri alltaf að hjálpa öðrum, heldur hafði hún jafnframt þau áhrif á annað fólk að það vildi allt fyrir hana gera. María var sérdeilis jafnlynd manneskja. Hún var ævinlega glöð í bragði og með henni var jafnan gott að hlæja. Glöðust var hún þó þegar hún var að gleðja aðra. Hún sýndi oft mikla útsjónarsemi við slíkt. Gjafirnar frá Maríu hittu ævinlega beint í mark, hvort sem þær voru handa ungum eða öldnum. Hún lagði alla sína alúð í að velja þær. Hæfileiki hennar að skynja hvernig öðrum leið virtist ekki þekkja nein mörk. Nú er þessi kæra vinkona okkar öll. Hennar verður sárt saknað í Frostaskjóli. Lágvært glamrið í prjónunum hennar mun ekki fram- ar heyrast í „lystihúsinu“. Við Sól- veig og drengirnir okkar vottum Elíasi og fjölskyldu hans dýpstu samúð. Vissulega verður skarð fyrir skildi í Hæðarbyggð þar sem Elías hafði búið móður sinni svo notalegt skjól á jarðhæðinni hjá þeim. Vertu kærust kvödd, góða vin- kona. Blessuð sé minning þín. Bjarni Frímann Karlsson. María Hansen var um margt ein- stök kona. Ekki í þeim skilningi, að hver manneskja er einstök og engri annarri lík, heldur fyrir sakir þeirra mannkosta sem hana prýddu svo ríkulega, að ótvírætt skildu hana frá okkur samferðamönnum henn- ar. María var nefnilega það sem kalla mætti gegnumgóð manneskja. Allt fas hennar og framkoma stafaði þeirri velvild og einlæga áhuga á viðmælandanum, sem eru aðal hins sanna mannvinar. Það að gleðja aðra var henni hjartans mál. Til þess beitti hún öllum ráðum, sem voru henni tiltæk, og sparaði þá hvorki til efnisleg gæði né eigin sál- argæði. Ósérplægnari og umburð- arlyndari sál en María mun næsta vandfundin. Þannig skartaði hún, enda þótt öðrum hafi e.t.v. af for- sjóninni verið léður tilhafnarmeiri ytri búningur, svo ríkulegri sálar- fegurð, að birtu varp á allt yfir- bragð hennar. Ávallt lék bros um varir henni og ósjaldan leið henni hlátur af vör. Geðprýði hennar var svo einstök, að öllum hlaut að líða vel í návist hennar. Þeirrar góðu návistar nutum við bræðurnir í Frostaskjólinu – sumir lengur en aðrir skemur, allt eftir aldri okkar – í röskan aldarfjórð- ung. Ávallt var María aufúsugestur á heimili okkar, og varð þar raunar naumast talin til gesta, svo nákomin var hún fjölskyldunni. Aldrei var fagnað þeim stórviðburði með okk- ur að María væri ekki til kölluð, og kæmu frændur vorir Færeyingar í heimsókn þótti María sjálfsögð boðsprýði. Umfram allt var þó nær- vera hennar dagsdaglega notaleg. Í augum okkar bræðra fór hún þar með hlutverk eins konar auka- ömmu. Engan áhugasamari eða þol- inmóðari áheyranda að húslegum hljómlistartilburðum eða öðrum uppákomum áttum við en Maríu. Var hún líka ólöt við að líta til með okkur, þá foreldrar okkar máttu bregða sér af bæ, og fáum lét enda betur að fást við okkur, jafnvel nú hin síðustu ár, eftir að fótafeyskjan sótti á. Fengum við þá að kynnast sálfræðingnum Maríu, sem einatt hafði öll ráð okkar í hendi sér, þótt léttari værum við henni á fæti. María var nefnilega engu minni mannþekkjari en hún var mannvin- ur. Átti sá hæfileiki hennar ugg- laust stóran þátt í hennar langa og farsæla starfi sem hjúkrunarkona, og hafði jafnframt öðrum þræði að líkindum þroskast við og gegnum það starf. Máttum við óvitarnir þannig sæta sömu ástúðlegu með- ferðinni og þeir örvita öldungar og heilsuleysingjar, sem María, þegar hún hafði látið af yfirhjúkrunar- konustarfi á Vífilsstöðum, annaðist enn langa hríð, eða svo lengi sem fætur hennar leyfðu – og jafnvel lengur. Það duldist engum sem Maríu þekkti að henni veittist ekki létt að fella niður hjúkrunarstörf; svo rammlega voru þau henni í blóð runnin. Minntist hún gjarna Víf- ilsstaðaára sinna með söknuði og jafnvel örlitlu stolti. Ekki var það að ófyrirsynju, enda þurfti ekki vitnanna við til þess að sjá það, hver afbragðs hjúkrunarkona María hafði verið. Já, mikil afbragðs manneskja var hún María okkar. Og miklu erum við ríkari, sem fengum að kynnast henni. Ég minnist síðustu funda okkar á liðnu hausti, þegar ég kom við í Hæðarbyggðinni til þess að kveðja þig áður en ég hélt aftur ut- an til náms. Að vanda gekk ég óboð- inn inn í bæ og rakleiðis til eldhúss, rennandi á dýrindis ilminn af ný- bökuðum pönnukökum. Þar sat hún, skælbrosandi og ljómaði eins og sólin sjálf, fagnandi mér svo innilega, að mér virtist sem aldrei hefði betri gest borið að garði en einmitt mig. Þannig tók hún á móti öllum sem sóttu hana heim. Og þannig mun ég geyma mynd hennar í hjarta mér og daga mína á enda mun fylgja mér minningin um ein- staka konu. Ertu nú fallin að foldu, þú falslausa, líknsama hjarta, ausin þín kærleika ker, kulnuð þín ástúðar glóð? – – Breiðstofna eikartréð blómgast og breiðir út laufgaðan faðminn, vorgróðri býr það svo virkt, veitir það kalkvistum skjól. Þannig var ævi þín öll, við umhyggju smájurta bundin: örvasa efldirðu þrek, ungviði komst þú á legg. Fellur hinn sterkbyggði stofn, sem strokinn af fallveltis saxi, sígur og svefn þér á brár, svæfir þig almættis-hönd. – – Fallin þótt sértu að foldu, faðmandi allt sem þér mætti, líkn þín og ástríka lund, lifa mun áfram í oss. Einkasyni Maríu, Elíasi, konu hans og börnum votta ég mína inni- legustu samúð. Ögmundur Bjarnason. Góð kona er gengin. Fregnin um að amma Mía hefði látist aðfaranótt 10. desember síðastliðinn kom okk- ur öllum á óvart. Hún sem ætlaði aðeins að láta lagfæra fótinn til þess að geta átt mörg ár áfram með okk- ur, ferðast og flakkað um heiminn. Við sitjum eftir hnípin og við okk- ur blasir að nú verða ekki bakaðir góarar eða löguð síld hjá ömmu Míu lengur. Það verður undarlegur að- fangadagur þegar ekki verða þegn- ar veitingar á heimili hennar. Allt frá þeim tíma að við hófum búskap saman í Hæðarbyggðinni hefur það verið siður að þiggja á heimili þessarar einstöku konu rjúkandi heitt súkkulaði með pönnukökum á aðfangadag. Strax í upphafi kölluðu börnin mín hana ömmu Míu. Hún var horn- steinn í lífi þeirra. Það skipti ekki öllu máli þó að við mömmurnar í götunni værum ekki heima, amma Mía var á staðnum til að taka við litlum snáðum og litlum stúlkum sem þurftu smástroku frá ljúfri ömmu hendi eða bita til þess að seðja svangan maga. María Hansen var mikilfengleg- ur persónuleiki. Af trúmennsku, festu og dugnaði vann hún störf sín við að líkna og hjúkra við aðstæður sem eru ólíkar því sem við þekkjum í dag. Hún var heilsteypt kona og lítt gefin fyrir hégóma eða orða- gjálfur. Hún var kona sem allir báru traust til og virðingu fyrir. Hún hefur án efa mótast af harðri lífsbaráttu í bernsku og stríðsárin settu líka mark sitt á líf hennar eins og allra sem farið hafa í gegnum þann tíma. Við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni teljum það hafa verið gæfu- spor að leið hennar lá til starfa á Ís- landi. Þrátt fyrir að stöku sinnum hafi yfirborðið verið hrjúft voru hjarta- hlýja og umburðarlyndi hennar bestu lyndiseinkunnir. Hún var sterkur persónuleiki sem með mildi og næmleika miðlaði okkur hinum sem með henni gengum lífsins leið. Ömmu Míu eru þökkuð einstök kynni. Fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og minningin um góða konu lifir að eilífu. Góður Guð varðveiti ömmu Míu. Laufey, Skúli og fjölskyldan öll úr Hæðarbyggð 19. Látinn er vinur og samstarfs- félagi minn til margra ára, Anna María Hansen hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri. Við fráfall Maríu finn ég betur en áður hvað ég á henni mikið að þakka og sit nú eftir með söknuð í brjósti eins og margir aðrir. Ég sá Maríu Hansen fyrst 1977 þegar ég kom eftir dvöl í Danmörku í starfsviðtal til hennar á Vífils- staðaspítala en þar var hún hjúkr- unarforstjóri. Hún tók á móti mér áhugasöm og með þessa hlýju sem einkenndi hana alla tíð. Viðtalinu lauk þannig að ég hóf störf hjá henni næsta dag. Samstarf Maríu við alla starfs- menn og sjúklinga gekk einstaklega vel því hjálpsamari hjúkrunarfræð- ingur var vandfundinn og gekk María oft langt út fyrir sinn starfs- ramma með að aðstoða og hjálpa starfsfólki og sjúklingum með ótrú- legustu hluti. Vinnudagurinn hjá Maríu var því oft langur og strang- ur. Árin liðu og höfðu í för með sér margvíslegar breytingar hjá okkur báðum. María lét af farsælu starfi sem hjúkrunarforstjóri en starfaði áfram á Vífilsstöðum sem hjúkrun- arfræðingur með mér á deild. Síðan árið 1993, þegar ég hóf störf á hjúkrunarheimilinu Eiri, fannst okkur báðum eðlilegt að hún hæfi störf þar en þá var hún orðin 80 ára og eldri en margur heim- ilismaðurinn á Eiri. Þannig æxlaðist það að fyrstu nóttina sem íbúar dvöldu á Eiri, hinn 1. mars 1993, stóð María vakt- ina ábyrg, hlý og samviskusöm að vanda. Starfaði María á Eiri allt til árs- ins 1998 að hún lét af störfum vegna veikinda. Það var mikið sem vant- aði, fannst bæði heimilisfólki og starfsfólki, þegar María hætti að mæta til starfa og nú verður allt daufara um sinn þegar hún er horf- in úr þessu lífi. Ég þakka henni að leiðarlokum fyrir samfylgdina, margvíslega örvun og hvatningu í starfi, vináttu og ræktarsemi. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu hennar. Guð blessi minningu Önnu Maríu Hansen. Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Eiri, hjúkrunarheimili. Nú mun liðið nokkuð á fjórða ára- tug síðan ég sá Maríu Hansen í fyrsta sinn. Satt best að segja leist mér miðlungi vel á að eiga fyrir höndum samstarf við þessa konu. Ég taldi að þarna væri á ferðinni nokkuð gömul og afdönkuð „hjúkka“, alin upp á berklahælum, íhaldssöm og vildi engu breyta. Oft hef ég verið hvatvís í dómum mín- um um menn eftir fyrstu kynni. En aldrei held ég að mér hafi skjátlast jafn hrapallega. Ég átti fyrir hönd- um margra ára farsælt samstarf við Maríu yfirhjúkrunarkonu á Vífils- stöðum. Aldrei minnist ég þess að hún hafi verið dragbítur er ræddar voru ýmsar breytingar, sumar jafn- vel byltingarkenndar. Hún studdi þær heilshugar og hratt þeim í framkvæmd, átti oft hugmyndir að nýjum siðum. Fyrir farsæl störf sem yfirhjúkrunarkona á Vífilsstöð- um var hún sæmd hinni íslensku Fálkaorðu, og það að verðleikum. Hitt var þó ekki síður mikils virði, hversu elskuleg og ljúf kona María var. Öllum sem henni kynntust þótti vænt um hana og vildu allt fyr- ir fyrir hana gera. Enda átti María auðvelt með að stjórna liði sínu þótt enginn væri hún harðstjóri, stjórn- semi hennar bar keim af menntuðu einveldi. Að leiðarlokum flyt ég henni hug- heilar þakkir samstarfsmanna á Vífilsstöðum. Hrafnkell Helgason. ANNA MARÍA HANSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.