Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
58 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) hefur tileinkað áratugnum
sem nú er genginn í garð bættri
greiningu og meðferð á margþætt-
um einkennum frá stoð- og hreyfi-
kerfi líkamans undir kjörorðinu
?The bone and joint decade?. Í
þessari grein verður fjallað stutt-
lega um stöðu sjúklinga með álags-
einkenni og einkenni eftir minni
áverka frá hryggjarsúlunni og leið-
ir til úrbóta. Í hnot-
skurn má segja að
þessir kvillar hafi
mjög lága stöðu innan
heilbrigðiskerfisins á
sama tíma og þeir
kosta þjóðarbúið
mikla fjármuni. Kort-
ið og landslagið passa
því ekki saman þegar
hryggjarvandamál eru
annars vegar. Hvað
veldur? Engar tölur
eru til hér á landi um
hvað sjúkdómar/kvill-
ar frá þessu líkams-
kerfi kosta þjóðarbúið
en ef marka má tölur
erlendis frá þá er um
umtalsverðar fjár-
hæðir að ræða. Það sem verra er,
fjöldi þeirra sem ?fá í bakið? eykst
stöðugt. Þannig eru bakverkir ein
algengasta ástæða óvinnufærni hér
á landi, svo og örorku. Það var ný-
lega reiknað út í Noregi að bak-
vandamál norsku þjóðarinnar
kosta um 15 milljarða norskra
króna á ári. Gróflega áætlað ættu
sambærilegar tölur hér á landi að
vera um 10 milljarðar ísl.kr. Um
þriðjungur þessarar upphæðar var
vegna langvarandi veikinda eða ör-
orku, annað eins vegna sjúkrahús-
kostnaðar og afgangurinn vegna
framleiðslutaps þjóðfélagsins.
Styttri veikindi og vinnutap voru
ekki reiknuð með í þessum tölum. 
Elsta olnbogabarnið
Innan heilbrigðiskerfisins hafa
hinir ýmsu sjúkdómar mismikið
virðingarstig sem er háð mörgum
þáttum. Þannig hafa hjartasjúk-
dómar hátt virðingarstig, augljós-
lega, vegna þess að þeir geta vald-
ið dauða í versta falli. Þetta
sérsvið innan læknisfræðinnar
krefst framhaldsmenntunar og
sérfræðiviðurkenningar þeirra
lækna sem stunda hjartasjúklinga.
Þetta á bæði við um þá lækna sem
meðhöndla þessa sjúklinga með
skurðaðgerð og þá sem meðhöndla
þá á annan hátt en með skurð-
aðgerð. Hjartasjúklingar fá því
fagmannlega greiningu og meðferð
og koma vel út í lífsgæðakönn-
unum, sem endurspeglar hve vel
er á þeirra máli tekið. Þegar um
einkenni frá stoð- og hreyfikerfi
hryggjarsúlunnar er að ræða er
eingöngu krafist sérmenntunar
þeirra lækna sem meðhöndla sjúk-
lingana með skurðaðgerð og þeirra
lækna sem annast sjúklinga með
vel skilgreinda gigtarsjúkdóma.
Stærsti hópur sjúklinga með ein-
kenni frá hryggjarsúlunni eru hins
vegar með óskurðtæk álagsein-
kenni og afleiðingar minni áverka.
Fyrir þennan stóra hóp er ekki
krafist neinnar sérmenntunar með
þeim afleiðingum að þessir sjúk-
lingar eru á flakki á milli heil-
brigðisstarfsmanna í grunnheil-
brigðisþjónustunni sem hafa fengið
alls ófullnægjandi menntun á
þessu sviði. Þetta er því sagan af
olnbogabarninu sem enginn vill
taka ábyrgð á. Forseti Alþjóða-
verkjafræðifélagsins hélt fyrirlest-
ur hér á landi nýlega þar sem kom
fram að rannsóknir hafa sýnt að
langvarandi verkir eru í raun
ákveðið taugalífeðlisfræðilegt sjúk-
dómsástand sem mjög erfitt er að
lækna. Flestir ættu að skilja að
það er mjög mikilvægt að koma í
veg fyrir að verkir verði langvar-
andi með öllum þeim afleiðingum
sem því fylgja.
Hvað er til bragðs að taka?
Í nágrannalöndunum er verið að
vinna að því að bæta þjónustuna
við þennan sjúklingahóp með því
að setja á stofn teymi sérmennt-
aðra heilbrigðisstarfsmanna í
grunnþjónustunni. Miklu betri
þekking, bæði hvað varðar grein-
ingu og meðferð á þessum álags-
einkennum, hefur komið fram sein-
asta áratug. Sem
dæmi þá var fjórða
heimsþingið um álags-
einkenni frá mjóbaki
og mjaðmagrind hald-
ið í Montreal í Kanada
núna í byrjun nóvem-
ber. Því miður hefur
þessi þekking ekki
skilað sér til íslenskra
heilbrigðisstarfs-
manna. Þekkingar-
leysið á þessu sviði er
þjóðarbúinu mjög
dýrt. Eitt gott dæmi
um þetta er allur sá
fjöldi segulóms- og
sneiðmyndatakna sem
fólki er vísað til í dag
frá læknum sem hafa
alls ónæga þekkingu á algengustu
kvillum frá baki og hálsi. Í staðinn
fyrir að taka niður góða sjúkra-
sögu og framkvæma nákvæma lík-
amsskoðun sem getur skýrt ein-
kenni sjúklingsins í langflestum
tilvikum er skrifuð beiðni fyrir
segulómsmyndatöku eða sneið-
myndatöku. Það krefst þekkingar
að vita hvenær sjúklingur hefur
gagn af þessari dýru myndgrein-
ingu og hvenær hann hefur ekki
gagn af henni. 
Hér á landi þarf viðhorfsbreyt-
ingu gagnvart þessum stóra sjúk-
lingahópi. Það þarf að byrja á að
breyta því viðhorfi að þessir kvill-
ar séu svo ómerkilegir að það þurfi
enga sérstaka menntun til að
greina og meðhöndla þá. Ég veit
að heilbrigðisyfirvöld skilja að með
meiri þekkingu fæst nákvæmari
greining og betri árangur. Erlend-
is er til sérgrein á þessu sviði inn-
an sjúkraþjálfunar en hjá lækn-
unum eru einungis örfá lönd sem
bjóða upp á formlegt framhalds-
nám á þessu sviði, t.d. Þýskaland.
Í Noregi greina sérmenntaðir
sjúkraþjálfarar sjúklinga með
álagseinkenni frá hryggjarsúlunni,
skrifa veikindavottorð og vísa
sjúklingum til myndgreiningar
þegar með þarf og létta þannig
undir með heilsugæslunni á sviði
sem heilsugæslulæknar hafa feng-
ið mjög litla menntun í. Með end-
urskipulagningu á náminu við
sjúkraþjálfunarskor HÍ og viðbót-
arnámi er hægt að bæta menntun
sjúkraþjálfara á þessu sviði með
litlum tilkostnaði. Þessa tillögu ber
mennta- og heilbrigðisyfirvöldum
að skoða vel því þarna er ónýtt
auðlind. Þessi aukna þekking mun
skila sér margfalt fyrir þjóðarbúið.
Þeir sjúklingar sem um ræðir eiga
það skilið að einkenni þeirra séu
tekin alvarlega, greind og með-
höndluð af fagfólki sem hefur
fengið viðeigandi menntun á þessu
sviði. Þetta þykir sjálfsagt á öðrum
sviðum læknisfræðinnar og mundi
geta bætt lífsgæði þessara sjúk-
linga á við hjartasjúklinga. 
Áratugur 
stoðkerfisins
Eyþór 
Kristjánsson
Höfundur er lektor við sjúkraþjálf-
unarskor læknadeildar HÍ.
WHO
Við sjúkraþjálfunarskor
HÍ, segir Eyþór 
Kristjánsson, er hægt
að bæta menntun
sjúkraþjálfara með
litlum tilkostnaði.
NÝLEGA var
kynnt í fjölmiðlum
ályktun miðstjórnar
Alþýðusambands Ís-
lands ?um virkjana-
og stóriðjumál? frá
fundi á Egilsstöðum 7.
nóvember sl.
Í upphafi ályktunar-
innar ?lýsir miðstjórn-
in stuðningi sínum við
áform um byggingu
álvers við Reyðarfjörð
og virkjunarfram-
kvæmdir á Austur-
landi?.
Ekki skal dregið í
efa að það hafi verið
ætlun miðstjórnarinn-
ar að hafa ályktunina svo skýra að
allur þorri fólks gæti skilið meg-
inefni hennar. Undirrituðum virðist
þó sem það hafi ekki tekist og
ofangreind stuðningsyfirlýsing sé,
að því er virkjunarframkvæmdirn-
ar varðar, í mikilli mótsögn við
miðkafla ályktunarinnar.
?Miðstjórn ASÍ telur, að við mat
á umhverfisáhrifum virkjana- og
stóriðjukosta sé mikilvægt að fara
að lögum og leikreglum sem gilda
um slíkt mat. Augljóst er að slíkir
kostir munu með einum eða öðrum
hætti hafa áhrif á náttúrufar,
mannlíf og efnahagslíf. Því er afar
mikilvægt að unnið sé með opnum,
faglegum og lýðræðislegum hætti
að mati á þessum þáttum, þar sem
leitast sé við að draga fram sem
heildstæðasta mynd af áhrifunum.
Aðeins með þeim
hætti er hægt að
leggja grunn að sem
víðtækastri sátt um
niðurstöðuna?.
Hér er á mjög af-
dráttarlausan hátt lýst
stuðningi við þær leik-
reglur og sjónarmið
sem Skipulagsstofnun
ríkisins hafði að leið-
arljósi þegar hún kvað
upp úrskurði sína
varðandi báða þætti
fyrirhugaðra fram-
kvæmda á Austur-
landi, þ.e. varðandi
Kárahnjúkavirkjun,
allt að 750 MW, og
420 þúsund tonna álver í Reyð-
arfirði.
Sem kunnugt er lagðist Skipu-
lagsstofnun eindregið gegn Kára-
hnjúkavirkjun í úrskurði sínum
hinn 1. ágúst sl., en féllst með viss-
um skilyrðum á byggingu álvers í
Reyðarfirði í úrskurði sínum 31.
ágúst sl.
Eins og áður sagði er ekki hægt
að skilja þann kafla ályktunar mið-
stjórnar ASÍ sem hér er vitnað til
öðruvísi en sem eindreginn stuðn-
ing við verklag Skipulagsstofnunar,
að því er varðar báða framan-
greinda úrskurði. Því hefði verið
rökrétt að miðstjórnin hefði í álykt-
un sinni fjallað ítarlega um þann
vanda sem nú er kominn upp eftir
að Kárahnjúkavirkjun, í þeirri
mynd sem hún var fyrirhuguð af
hálfu framkvæmdaaðila, er augljós-
lega óframkvæmanleg og úr sög-
unni vegna gífurlegrar umhverfis-
röskunar. Vænta hefði mátt
ábendinga um það hvaða leiðir mið-
stjórnin telur að víðtæk sátt geti
tekist um varðandi orkuöflun fyrir
álver í Reyðarfirði, sem miðstjórn-
inni virðist mikið í mun að rísi.
Þetta gerir miðstjórnin hinsvegar
ekki heldur ber niðurlag ályktunar-
innar þann svip að undirbúningur
framkvæmdanna eystra sé þegar í
höfn og aðeins þurfi að huga að
hugsanlegum þenslu- og verðbólgu-
áhrifum þeirra.
Væri ekki ráð að miðstjórnin
skýrði nánar fyrir landsmönnum
hvað felst í miðkafla ályktunarinn-
ar?
Mótsagnakennd ályktun
miðstjórnar ASÍ
Gunnar 
Guttormsson 
Höfundur er vélfræðingur.
Stóriðja
Ekki er hægt að skilja
þann kafla ályktunar
miðstjórnar ASÍ 
öðruvísi, segir Gunnar
Guttormsson, en sem
eindreginn stuðning 
við verklag Skipulags-
stofnunar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80